K64 – ný framtíðarsýn fyrir Suðurnesin Pálmi Freyr Randversson skrifar 9. mars 2023 08:00 Suðurnesin eru einstakur staður með einstök tækifæri til uppbyggingar íbúum svæðisins og Íslendingum öllum til heilla. Nálægðin við langstærsta farþega- og fraktflugvöll landsins, fyrsta flokks hafnaraðstaða, aðgengi að grænni orku og fjölbreytt og fjölmennt samfélag dugmikils fólks skapar möguleika sem ekki eru til annars staðar. Kadeco – Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar – var stofnað árið 2006 með það að markmiði að hafa umsjón með og selja þær eignir sem Bandaríkin afhentu Íslandi við brottför varnarliðsins. Árið 2019 seldust síðustu húseignirnar sem félagið hafði umsjón með. Þar með hófst nýr kafli í sögu félagsins og síðan hafa íslenska ríkið, Isavia, Reykjanesbær og Suðurnesjabær unnið saman að heildstæðri stefnu og framtíðarsýn fyrir umhverfi Keflavíkurflugvallar. Frá upphafi hefur okkur verið ljóst að þróunaráætlun sem þessa er ekki hægt að vinna nema í mjög nánu samráði og samvinnu við samfélagið. Okkur telst til að fundir með hagaðilum á svæðinu hafi talið ríflega 1.000 klukkustundir. Áætlunin byggir á samvinnu sveitarfélaga og hagsmunaaðila og kallar fram samræmingu hugmynda og skipulagsáætlana til þess að skapa aðlaðandi og lífvænlegt samfélag. Umhverfi sem umbreytir Suðurnesjunum í heildstætt flugvallarsvæði með þeim tækifærum sem náið samstarf felur í sér. Áætlunin eflir flugvallartengda starfsemi og undirbýr svæðið undir vöxt með aðlaðandi íbúðarhverfum, tækifærum til menntunar, fjölbreyttri menningu og þjónustu. Útfærsla þróunaráætlunar skapar einnig kærkomna og eftirminnilega komuupplifun fyrir farþega á leiðinni til landsins tengingu milli sveitarfélaga og aðlaðandi umhverfi fyrir íbúa svæðisins. Eins og áður segir eru tækifærin hér mörg og við viljum byggja á styrkleikum svæðisins, sem einnig eru margir. Til að forðast að tækifærin fari til spillis er lagt til að lögð verði áhersla á uppbyggingu færri svæða sem hafa áhrif á þéttleika og verðmætasköpun. Þessi svæði verða tengd með landslagsmótun og fjölbreyttum samgöngum og mynda þannig samhentan eyjaklasa þéttingareita. Keflavíkurflugvöllur er kjarninn í atvinnustarfseminni en tækifærin eru ólík á hverjum stað fyrir sig. Áhersla er lögð á svæði sem bjóða upp á upplifun og einstök efnahagsleg tækifæri. Helguvík-Bergvík mun umbreytast í vistvænan iðngarð og hafa fyrstu skrefin í þá átt þegar verið tekin. Anddyri Keflavíkurflugvallar mun fá hlutverk sem viðskiptakjarni með hótelum og aðstöðu fyrir flugvallartengda þjónustu. Aðalgata tengir sveitarfélögin og verður að þróunarklasa þar sem samfélagið og fjölbreytt viðskiptatækifæri þróast í takti við samfélagið. Ásbrú verður að þéttu og fjölbreyttu hverfi með ólíkum búsetu- og atvinnutækifærum. Suðurnesjabær og Hafnir stækka sem búsetukjarnar sem njóta góðs af og styðja við vöxt svæðisins. Það er erfitt að fullyrða um efnahagsleg áhrif vinnu sem ekki verður lokið fyrr en eftir áratugi en okkar áætlanir gera ráð fyrir að um 400.000 fermetrar lands verði notaðir til þróunar og uppbyggingar fyrirtækja á svæðinu, að meira en 130 milljörðum króna verði varið til þessarar uppbyggingar á árunum til 2050 og að um 4.900 varanleg störf verði til vegna áhrifa þessara verkefna. Tekjur íbúa svæðisins munu hækka, sem og skatt- og leigutekjur sveitarfélaganna. Menntunarstig mun hækka, m.a. vegna endurmenntunar og þjálfunar núverandi starfsfólks. Til að halda utan um öll þessi ólíku verkefni og til að aðgreina þau frá fyrri starfsemi Kadeco töldum við rétt að búa til nýtt heiti og ásýnd sem endurspeglar sérstöðu svæðisins og möguleika þess. Hugmyndafræðin og sérstaðan er svo nátengd staðsetningunni að okkur fannst rétt að hún væri ráðandi í þessu nýja nafni. Suðurnesin eru á 64. breiddargráðu og því hefur verkefnið hlotið heitið K64. K-ið í nafninu vísar til flugvallarins, félagsins og svæðisins en flugvöllurinn er og verður kjarninn í atvinnulífi svæðisins. Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn. Margir þurfa að leggjast saman á árarnar til að þessi sýn geti orðið að veruleika, en ég er sannfærður um að afraksturinn sé þess virði og vel það. Við hjá Kadeco og K64 hlökkum til að takast á við verkefni framtíðarinnar með ykkur öllum. www.k64.is Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Suðurnesin eru einstakur staður með einstök tækifæri til uppbyggingar íbúum svæðisins og Íslendingum öllum til heilla. Nálægðin við langstærsta farþega- og fraktflugvöll landsins, fyrsta flokks hafnaraðstaða, aðgengi að grænni orku og fjölbreytt og fjölmennt samfélag dugmikils fólks skapar möguleika sem ekki eru til annars staðar. Kadeco – Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar – var stofnað árið 2006 með það að markmiði að hafa umsjón með og selja þær eignir sem Bandaríkin afhentu Íslandi við brottför varnarliðsins. Árið 2019 seldust síðustu húseignirnar sem félagið hafði umsjón með. Þar með hófst nýr kafli í sögu félagsins og síðan hafa íslenska ríkið, Isavia, Reykjanesbær og Suðurnesjabær unnið saman að heildstæðri stefnu og framtíðarsýn fyrir umhverfi Keflavíkurflugvallar. Frá upphafi hefur okkur verið ljóst að þróunaráætlun sem þessa er ekki hægt að vinna nema í mjög nánu samráði og samvinnu við samfélagið. Okkur telst til að fundir með hagaðilum á svæðinu hafi talið ríflega 1.000 klukkustundir. Áætlunin byggir á samvinnu sveitarfélaga og hagsmunaaðila og kallar fram samræmingu hugmynda og skipulagsáætlana til þess að skapa aðlaðandi og lífvænlegt samfélag. Umhverfi sem umbreytir Suðurnesjunum í heildstætt flugvallarsvæði með þeim tækifærum sem náið samstarf felur í sér. Áætlunin eflir flugvallartengda starfsemi og undirbýr svæðið undir vöxt með aðlaðandi íbúðarhverfum, tækifærum til menntunar, fjölbreyttri menningu og þjónustu. Útfærsla þróunaráætlunar skapar einnig kærkomna og eftirminnilega komuupplifun fyrir farþega á leiðinni til landsins tengingu milli sveitarfélaga og aðlaðandi umhverfi fyrir íbúa svæðisins. Eins og áður segir eru tækifærin hér mörg og við viljum byggja á styrkleikum svæðisins, sem einnig eru margir. Til að forðast að tækifærin fari til spillis er lagt til að lögð verði áhersla á uppbyggingu færri svæða sem hafa áhrif á þéttleika og verðmætasköpun. Þessi svæði verða tengd með landslagsmótun og fjölbreyttum samgöngum og mynda þannig samhentan eyjaklasa þéttingareita. Keflavíkurflugvöllur er kjarninn í atvinnustarfseminni en tækifærin eru ólík á hverjum stað fyrir sig. Áhersla er lögð á svæði sem bjóða upp á upplifun og einstök efnahagsleg tækifæri. Helguvík-Bergvík mun umbreytast í vistvænan iðngarð og hafa fyrstu skrefin í þá átt þegar verið tekin. Anddyri Keflavíkurflugvallar mun fá hlutverk sem viðskiptakjarni með hótelum og aðstöðu fyrir flugvallartengda þjónustu. Aðalgata tengir sveitarfélögin og verður að þróunarklasa þar sem samfélagið og fjölbreytt viðskiptatækifæri þróast í takti við samfélagið. Ásbrú verður að þéttu og fjölbreyttu hverfi með ólíkum búsetu- og atvinnutækifærum. Suðurnesjabær og Hafnir stækka sem búsetukjarnar sem njóta góðs af og styðja við vöxt svæðisins. Það er erfitt að fullyrða um efnahagsleg áhrif vinnu sem ekki verður lokið fyrr en eftir áratugi en okkar áætlanir gera ráð fyrir að um 400.000 fermetrar lands verði notaðir til þróunar og uppbyggingar fyrirtækja á svæðinu, að meira en 130 milljörðum króna verði varið til þessarar uppbyggingar á árunum til 2050 og að um 4.900 varanleg störf verði til vegna áhrifa þessara verkefna. Tekjur íbúa svæðisins munu hækka, sem og skatt- og leigutekjur sveitarfélaganna. Menntunarstig mun hækka, m.a. vegna endurmenntunar og þjálfunar núverandi starfsfólks. Til að halda utan um öll þessi ólíku verkefni og til að aðgreina þau frá fyrri starfsemi Kadeco töldum við rétt að búa til nýtt heiti og ásýnd sem endurspeglar sérstöðu svæðisins og möguleika þess. Hugmyndafræðin og sérstaðan er svo nátengd staðsetningunni að okkur fannst rétt að hún væri ráðandi í þessu nýja nafni. Suðurnesin eru á 64. breiddargráðu og því hefur verkefnið hlotið heitið K64. K-ið í nafninu vísar til flugvallarins, félagsins og svæðisins en flugvöllurinn er og verður kjarninn í atvinnulífi svæðisins. Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn. Margir þurfa að leggjast saman á árarnar til að þessi sýn geti orðið að veruleika, en ég er sannfærður um að afraksturinn sé þess virði og vel það. Við hjá Kadeco og K64 hlökkum til að takast á við verkefni framtíðarinnar með ykkur öllum. www.k64.is Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar