Hvernig komast þau upp með þetta? Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 3. mars 2023 20:30 Svona spurði rannsakandi sem hefur skoðað aðferðafræði við gerð fyrsta haf- og strandsvæðaskipulags á Íslandi. Í dag er mikill sorgardagur því Innviðaráðherra Sigurður Ingi staðfesti tillögu svæðiráðs Austfjarða að Strandsvæðaskipulagi fyrir Austfirði! Já það ríkir sorg í hjörtum margra því tillaga svæðisráðs gerir ráð fyrir sjókvíaeldi í Seyðisfirði – akkúrat samkvæmt pöntun laxeldisfyrirækisins. Við félagarnir hjá VÁ! hittum innviðaráðherra í síðustu viku til að ræða þessa umdeildu tillögu, í kjölfar ítarlegs bréfs um annmarka þess. Við báðum hann vinsamlegast að samþykkja það ekki því þannig yrði unninn óafturkræfur skaði á samfélagi, náttúru og innviðum Austfjarða.. Við hjá VÁ! munum aldrei hvika frá upplýstri skoðun okkar um að sjókvíaeldi kemst ekki fyrir í Seyðisfirði, það er í óþökk samfélagsins og vinnur beint gegn annarri atvinnuuppbyggingu Mikilvægust er þó náttúran, en sjókvíaeldi er mengandi iðnaður og stórskaðlegur lífríkinu. Stofnanir barðar til hlýðni Við gerð skipulagsins boðaði svæðisráð til fundar á Seyðisfirði og í Reykjavík til að kynna tillögur sínar. Það voru einkennilegir fundir. Íbúar mótmæltu harðlega og bentu svæðisráði á alls kyns rangfærslur tillögunni. Í Reykjavík voru fulltrúar Samgöngustofu og Vegagerðarinnar á staðnum sem og hlýtur að hafa brugðið mjög við að sjá að í fyrirliggjandi leyfum, og þeim sem eru í ferli, væri ýmist ruðst inná siglingaleið eða í hvíta ljósgeira vita. Eftir þessa, að því er virtist óvæntu uppgötvun bárust 28 athugasemdir frá þeim. En þá var nú aldeilis djöflast í þeim, öllum hindrunum skyldi rutt úr vegi. Sömu stofnanir og sama fólk var sett í að gera tillögu um mótvægisaðgerðir til að þynna út eigin athugasemdir. Þær reyndust auðvitað hraðsoðnar og illa unnar enda sannfæringin um ágæti þeirra greinilega ekki fyrir hendi. Svik Múlaþings VÁ! verður seint í einhverju uppáhaldi hjá meirihlutanum í Múlaþingi en við höfum ítrekað reynt að fá kjörna fulltrúa til að styðja litla samfélagið á Seyðisfirði og íbúalýðræðið, vernda ásýnd nýs sameinaðs sveitarfélags og beita sér í umræðunni. Seyðisfirði var nefnilega lofað í sameiningarferlinu að hann myndi að sjálfsögðu fá að halda sérkennum sínum og blómstra áfram. Eftir að hafa tortryggt og talað niður undirskriftalista íbúa í tvö ár réðst Múlaþing í Gallup-könnun. Niðurstöður hennar sýna að 75% íbúa Seyðisfjarðar eru andvíg fiskeldisáformunum. Jónína Brynjólfsdóttir forseti bæjarstjórnar hefur sagt að hún styðji ekki áformin séu þau í andstöðu við íbúa. Ætlar hún að standa við þau orð? Það væri virkilega fróðlegt að vita og okkur hjá VÁ! þætti vænt um að fá afdráttarlaus svör. Það þarf varla að taka fram að innviðaráðherra er vel upplýstur um þessa framkomu Múlaþings. Ráðherra veit líka allt um uppbygginguna í Skálanesi og hvernig henni er teflt í tvísýnu, og við spurðum hvernig væri hægt að láta eina atvinnuuppbyggingu trompa aðra - svona í ljósi söngsins um atvinnuuppbyggingu í dreifðum byggðum. Fátt um svör Sigurður Ingi sagðist ítrekað ekki vera í leyfisveitingum fyrir fiskeldi - sem er frekar innantómt svar þegar skipulagið leggur grunn að leyfisveitingum fyrir framkvæmdum og annarri starfsemi á því svæði sem skipulagið tekur til. Að að þetta strandsvæðaskipulag hafi verið samþykkt er enn einn áfellisdómurinn yfir þessarri blessuðu stjórnsýslu – skipulagið er meingallað plagg þar sem fögrum orðum er farið um samráð af ýmsum toga sem átti sér því miður aldrei stað. Það er unnið fyrir einn hagsmunaðila og það eru fiskeldisfyrirtækin undir sterkri hagsmunagæslu SFS. Gerði Svæðiráð eitthvað við upplifun sína af mótmælum íbúa/almennings? Var kallað eftir óháðri skoðanakönnun? Var talað við landeigendur? Eigendur í Skálanesi? NEI - það var ekki gert. Með þessu skipulagi færði Sigurður Ingi okkur, í slagtogi með félögum okkar í nýsameinaða sveitarfélaginu Múlaþingi, einu skrefi nær hræðilegum og óafturkræfum raunveruleika. Múlaþing virðist ekki ætla að gera neitt við niðurstöðu íbúakönnunarinnar og ætla þá þannig að taka þátt í því að troðið verði uppá lítið samfélag iðnaði sem íbúar telja ógna annarri atvinnuuppbyggingu sem staðið hefur yfir um árabil. Æ, þessir Seyðfirðingar! Að lokum má nefna það að í svæðisráði sitja nefndarmenn frá aðliggjandi sveitarfélögum sem hafa með ráðum og dáð stutt við uppbyggingu sjókvíaeldis á Austfjörðum undanfarin ár. Enda hafa fiskeldisfyrirtækin alltaf talað með þeim hætti að leyfin liggi í raun fyrir, annað sé bara formsatriði. Það sé búið að ákveða þetta allt saman – bara þetta vesen á þessu Seyðfirðingum alltaf hreint. Geta þeir ekki líka látið glepjast af fagurgala um rausnarlegan stuðning og atvinnu? Og það frá svo frábæru og indælu fyrirtæki sem hefur hrifsað til sín auðlindina endurgjaldslaust? Það er mér reyndar alveg hulin ráðgáta að stjórnvöld hamist svona við að gefa milljarðamæringum í Noregi þessi verðmæti - og nokkrum íslenskum aðdáendum þeirra. Lúin, leið og vonsvikin Dagurinn í dag var þungbær því við bundum vonir við alla fundina og fannst við skynja mikinn meðbyr síðan kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út. Við erum satt best að segja ansi lúin, leið og vonsvikin. Það á ekki eftir að standa lengi, við finnum sem fyrr fyrir krafti fjarðarins og ætlum að halda áfram að trúa því að hægt verði að frelsa fjörðinn frá þessari ansi nálægu vá! Við biðjum alla sem vilja styðja meirihluta Seyðfirðinga að skrá sig í félagið okkar, VÁ! - það er án nokkura skuldbindinga – en okkur þykir vænt um allan stuðning og vitum að hann, auk fjarðarins fagra, mun fleyta okkur langt. www.va-felag.is Höfundur ritar fyrir hönd VÁ, félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Múlaþing Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Svona spurði rannsakandi sem hefur skoðað aðferðafræði við gerð fyrsta haf- og strandsvæðaskipulags á Íslandi. Í dag er mikill sorgardagur því Innviðaráðherra Sigurður Ingi staðfesti tillögu svæðiráðs Austfjarða að Strandsvæðaskipulagi fyrir Austfirði! Já það ríkir sorg í hjörtum margra því tillaga svæðisráðs gerir ráð fyrir sjókvíaeldi í Seyðisfirði – akkúrat samkvæmt pöntun laxeldisfyrirækisins. Við félagarnir hjá VÁ! hittum innviðaráðherra í síðustu viku til að ræða þessa umdeildu tillögu, í kjölfar ítarlegs bréfs um annmarka þess. Við báðum hann vinsamlegast að samþykkja það ekki því þannig yrði unninn óafturkræfur skaði á samfélagi, náttúru og innviðum Austfjarða.. Við hjá VÁ! munum aldrei hvika frá upplýstri skoðun okkar um að sjókvíaeldi kemst ekki fyrir í Seyðisfirði, það er í óþökk samfélagsins og vinnur beint gegn annarri atvinnuuppbyggingu Mikilvægust er þó náttúran, en sjókvíaeldi er mengandi iðnaður og stórskaðlegur lífríkinu. Stofnanir barðar til hlýðni Við gerð skipulagsins boðaði svæðisráð til fundar á Seyðisfirði og í Reykjavík til að kynna tillögur sínar. Það voru einkennilegir fundir. Íbúar mótmæltu harðlega og bentu svæðisráði á alls kyns rangfærslur tillögunni. Í Reykjavík voru fulltrúar Samgöngustofu og Vegagerðarinnar á staðnum sem og hlýtur að hafa brugðið mjög við að sjá að í fyrirliggjandi leyfum, og þeim sem eru í ferli, væri ýmist ruðst inná siglingaleið eða í hvíta ljósgeira vita. Eftir þessa, að því er virtist óvæntu uppgötvun bárust 28 athugasemdir frá þeim. En þá var nú aldeilis djöflast í þeim, öllum hindrunum skyldi rutt úr vegi. Sömu stofnanir og sama fólk var sett í að gera tillögu um mótvægisaðgerðir til að þynna út eigin athugasemdir. Þær reyndust auðvitað hraðsoðnar og illa unnar enda sannfæringin um ágæti þeirra greinilega ekki fyrir hendi. Svik Múlaþings VÁ! verður seint í einhverju uppáhaldi hjá meirihlutanum í Múlaþingi en við höfum ítrekað reynt að fá kjörna fulltrúa til að styðja litla samfélagið á Seyðisfirði og íbúalýðræðið, vernda ásýnd nýs sameinaðs sveitarfélags og beita sér í umræðunni. Seyðisfirði var nefnilega lofað í sameiningarferlinu að hann myndi að sjálfsögðu fá að halda sérkennum sínum og blómstra áfram. Eftir að hafa tortryggt og talað niður undirskriftalista íbúa í tvö ár réðst Múlaþing í Gallup-könnun. Niðurstöður hennar sýna að 75% íbúa Seyðisfjarðar eru andvíg fiskeldisáformunum. Jónína Brynjólfsdóttir forseti bæjarstjórnar hefur sagt að hún styðji ekki áformin séu þau í andstöðu við íbúa. Ætlar hún að standa við þau orð? Það væri virkilega fróðlegt að vita og okkur hjá VÁ! þætti vænt um að fá afdráttarlaus svör. Það þarf varla að taka fram að innviðaráðherra er vel upplýstur um þessa framkomu Múlaþings. Ráðherra veit líka allt um uppbygginguna í Skálanesi og hvernig henni er teflt í tvísýnu, og við spurðum hvernig væri hægt að láta eina atvinnuuppbyggingu trompa aðra - svona í ljósi söngsins um atvinnuuppbyggingu í dreifðum byggðum. Fátt um svör Sigurður Ingi sagðist ítrekað ekki vera í leyfisveitingum fyrir fiskeldi - sem er frekar innantómt svar þegar skipulagið leggur grunn að leyfisveitingum fyrir framkvæmdum og annarri starfsemi á því svæði sem skipulagið tekur til. Að að þetta strandsvæðaskipulag hafi verið samþykkt er enn einn áfellisdómurinn yfir þessarri blessuðu stjórnsýslu – skipulagið er meingallað plagg þar sem fögrum orðum er farið um samráð af ýmsum toga sem átti sér því miður aldrei stað. Það er unnið fyrir einn hagsmunaðila og það eru fiskeldisfyrirtækin undir sterkri hagsmunagæslu SFS. Gerði Svæðiráð eitthvað við upplifun sína af mótmælum íbúa/almennings? Var kallað eftir óháðri skoðanakönnun? Var talað við landeigendur? Eigendur í Skálanesi? NEI - það var ekki gert. Með þessu skipulagi færði Sigurður Ingi okkur, í slagtogi með félögum okkar í nýsameinaða sveitarfélaginu Múlaþingi, einu skrefi nær hræðilegum og óafturkræfum raunveruleika. Múlaþing virðist ekki ætla að gera neitt við niðurstöðu íbúakönnunarinnar og ætla þá þannig að taka þátt í því að troðið verði uppá lítið samfélag iðnaði sem íbúar telja ógna annarri atvinnuuppbyggingu sem staðið hefur yfir um árabil. Æ, þessir Seyðfirðingar! Að lokum má nefna það að í svæðisráði sitja nefndarmenn frá aðliggjandi sveitarfélögum sem hafa með ráðum og dáð stutt við uppbyggingu sjókvíaeldis á Austfjörðum undanfarin ár. Enda hafa fiskeldisfyrirtækin alltaf talað með þeim hætti að leyfin liggi í raun fyrir, annað sé bara formsatriði. Það sé búið að ákveða þetta allt saman – bara þetta vesen á þessu Seyðfirðingum alltaf hreint. Geta þeir ekki líka látið glepjast af fagurgala um rausnarlegan stuðning og atvinnu? Og það frá svo frábæru og indælu fyrirtæki sem hefur hrifsað til sín auðlindina endurgjaldslaust? Það er mér reyndar alveg hulin ráðgáta að stjórnvöld hamist svona við að gefa milljarðamæringum í Noregi þessi verðmæti - og nokkrum íslenskum aðdáendum þeirra. Lúin, leið og vonsvikin Dagurinn í dag var þungbær því við bundum vonir við alla fundina og fannst við skynja mikinn meðbyr síðan kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út. Við erum satt best að segja ansi lúin, leið og vonsvikin. Það á ekki eftir að standa lengi, við finnum sem fyrr fyrir krafti fjarðarins og ætlum að halda áfram að trúa því að hægt verði að frelsa fjörðinn frá þessari ansi nálægu vá! Við biðjum alla sem vilja styðja meirihluta Seyðfirðinga að skrá sig í félagið okkar, VÁ! - það er án nokkura skuldbindinga – en okkur þykir vænt um allan stuðning og vitum að hann, auk fjarðarins fagra, mun fleyta okkur langt. www.va-felag.is Höfundur ritar fyrir hönd VÁ, félags um vernd fjarðar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun