Prófessor dæmir í máli Ástríðar sem vill ekki endurgreiða ofgreidd laun Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 11:46 Allir dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur voru taldir vanhæfir til þess að fjalla um stefnu Ástríðar Grímsdóttur. Því var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu. Vísir/samsett/Háskólinn í Reykjavík Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er settur dómari í máli Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara, gegn ríkinu vegna endurgreiðslna á launum sem ríkið ofgreiddi henni og öðrum háttsettum embættismönnum. Ástríður, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að fjármálaráðuneytið krafði á þriðja hundrað æðstu embættismanna þjóðarinnar um endurgreiðslu á ofgreiddum launum í fyrra. Mál hennar verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember. Þar sem ágreiningsefnið málsins lyti að launakjörum dómara væri augljóst að úrlausn þess hefði bein áhrif á launakjör allra dómara landsins. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Aðalmeðferð í máli Ástríðar gegn ríkinu á að hefjast í næsta mánuði. Miðuðu við rangan launataxta Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Laun voru greidd samkvæmt réttum launataxta frá 1. júlí í fyrra en fjármálaráðuneytið ákvað jafnframt að krefja embættismennina um endurgreiðslu á ofgreiddu laununum. Endurgreiðslan átti að fara fram í áföngum á tólf mánaða tímabili. Þeir sem fengu ofgreitt voru forsetinn, ráðherra, þingmenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Byrjað var að draga af launum embættismanna sem enn starfa hjá ríkinu og senda kröfur á aðra í september. Fjársýslan sagði að algengt væri að endurgreiðslufjárhæðin svaraði til um þriðjungs einna mánaðarlauna þeirra sem þáðu laun allt tímabili sem greitt var eftir röngum taxta. Endurgreiðslukrafan hleypur þá á hundruð þúsundum króna í tilfelli þeirra sem hafa hæstu launin. Dómstólar Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Ástríður, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að fjármálaráðuneytið krafði á þriðja hundrað æðstu embættismanna þjóðarinnar um endurgreiðslu á ofgreiddum launum í fyrra. Mál hennar verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember. Þar sem ágreiningsefnið málsins lyti að launakjörum dómara væri augljóst að úrlausn þess hefði bein áhrif á launakjör allra dómara landsins. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Aðalmeðferð í máli Ástríðar gegn ríkinu á að hefjast í næsta mánuði. Miðuðu við rangan launataxta Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Laun voru greidd samkvæmt réttum launataxta frá 1. júlí í fyrra en fjármálaráðuneytið ákvað jafnframt að krefja embættismennina um endurgreiðslu á ofgreiddu laununum. Endurgreiðslan átti að fara fram í áföngum á tólf mánaða tímabili. Þeir sem fengu ofgreitt voru forsetinn, ráðherra, þingmenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Byrjað var að draga af launum embættismanna sem enn starfa hjá ríkinu og senda kröfur á aðra í september. Fjársýslan sagði að algengt væri að endurgreiðslufjárhæðin svaraði til um þriðjungs einna mánaðarlauna þeirra sem þáðu laun allt tímabili sem greitt var eftir röngum taxta. Endurgreiðslukrafan hleypur þá á hundruð þúsundum króna í tilfelli þeirra sem hafa hæstu launin.
Dómstólar Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira