Bræður uppgötvuðu hvor annan á níræðisaldri Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 22:02 Það tók bræðurna ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Facebook Röð tilviljana leiddi til þess að tveir bræður, sem höfðu ekki hugmynd um tilvist hvors annars, voru loksins sameinaðir á níræðisaldri. Hinn 87 ára gamli Allen Swinbank fæddist árið 1935. Faðir hans, John Spence-Swinbank, yfirgaf móður Allen þegar Allen var rúmlega sex mánaða. „Við töluðum aldrei um pabba minn af því af mamma mín hataði hann,“ segir Allen í samtali við Mirror. Þegar Allen var 26 ára gamall hitti hann föður sinn í fyrsta skipti. Faðir hans minntist hins vegar aldrei á það að Allen ætti bróður. Var sagt að pabbi hans hefði dáið í stríði Fyrir nokkrum vikum fékk Allen símtal frá ungri konu sem hann þekkti ekkert. Konan sem um ræðir heitir Natasha og hafði um töluvert skeið verið að kanna sögu fjölskyldu sinnar. „Ég held að afi minn sé skyldur þér,“ tjáði hún Allen. Í kjölfarið fékk Allen að vita að hann ætti hálfbróður að nafni John Robson sem er tveimur árum yngri en hann. John ólst upp hjá afa sínum og frænkum í bænum Bridlington í norðuasturhluta Englands. Honum var tjáð í æsku að faðir hans hefði látist í stríðinu. Sannleikurinn var hins vegar sá að faðir hans, og Allen, lést árið 1980, 68 ára gamall að aldri. Hann hafði áður verið í hernum og vann seinustu árin sem vagnstjóri. Draumur sem rættist Allen býr í Frazerburgh í Skotlandi. Í kjölfar símtalsins óvænta ferðaðist hann alla leið til Goole í Englandi til að hitta bróður sinn. Það tók þá tvo ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Báðir eiga þeir barnabarnabörn og báðir elska þeir mótorhjól. „Við féllumst í faðma og það runnu nokkur tár niður kinnarnar. Það var merkilegt að þetta skyldi hafa gerst, vegna þess að undanfarin ár hef ég einmitt svo oft leitt hugann að því hvað það væri gaman að eiga bróður eða systur til að geta deilt hlutunum með,“ segir Allen. Þá segir John að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hvað Allen og faðir þeirra eru líkir í útliti. „Nágranni Allen spurði mig hvort ég væri bróðir hans og þegar ég játaði sagði hún að sig hefði grunað það, þar sem ég væri svo líkur honum. Það var dásamlegt að heyra það. Við tveir eigum margt eftir órætt. Þetta er draumur sem varð að veruleika.“ England Skotland Bretland Ástin og lífið Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira
Hinn 87 ára gamli Allen Swinbank fæddist árið 1935. Faðir hans, John Spence-Swinbank, yfirgaf móður Allen þegar Allen var rúmlega sex mánaða. „Við töluðum aldrei um pabba minn af því af mamma mín hataði hann,“ segir Allen í samtali við Mirror. Þegar Allen var 26 ára gamall hitti hann föður sinn í fyrsta skipti. Faðir hans minntist hins vegar aldrei á það að Allen ætti bróður. Var sagt að pabbi hans hefði dáið í stríði Fyrir nokkrum vikum fékk Allen símtal frá ungri konu sem hann þekkti ekkert. Konan sem um ræðir heitir Natasha og hafði um töluvert skeið verið að kanna sögu fjölskyldu sinnar. „Ég held að afi minn sé skyldur þér,“ tjáði hún Allen. Í kjölfarið fékk Allen að vita að hann ætti hálfbróður að nafni John Robson sem er tveimur árum yngri en hann. John ólst upp hjá afa sínum og frænkum í bænum Bridlington í norðuasturhluta Englands. Honum var tjáð í æsku að faðir hans hefði látist í stríðinu. Sannleikurinn var hins vegar sá að faðir hans, og Allen, lést árið 1980, 68 ára gamall að aldri. Hann hafði áður verið í hernum og vann seinustu árin sem vagnstjóri. Draumur sem rættist Allen býr í Frazerburgh í Skotlandi. Í kjölfar símtalsins óvænta ferðaðist hann alla leið til Goole í Englandi til að hitta bróður sinn. Það tók þá tvo ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Báðir eiga þeir barnabarnabörn og báðir elska þeir mótorhjól. „Við féllumst í faðma og það runnu nokkur tár niður kinnarnar. Það var merkilegt að þetta skyldi hafa gerst, vegna þess að undanfarin ár hef ég einmitt svo oft leitt hugann að því hvað það væri gaman að eiga bróður eða systur til að geta deilt hlutunum með,“ segir Allen. Þá segir John að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hvað Allen og faðir þeirra eru líkir í útliti. „Nágranni Allen spurði mig hvort ég væri bróðir hans og þegar ég játaði sagði hún að sig hefði grunað það, þar sem ég væri svo líkur honum. Það var dásamlegt að heyra það. Við tveir eigum margt eftir órætt. Þetta er draumur sem varð að veruleika.“
England Skotland Bretland Ástin og lífið Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira