Mikilvægi strandsvæðisskipulags Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 07:31 Strax í árdaga sjókvíeldis fyrir vestan og austan fóru sveitarfélög á svæðinu að kalla eftir að það yrði gert strandsvæðisskipulag fyrir þau svæði sem þá þegar var búið að ákveða af stjórnvöldum að hentuðu fyrir eldið. Hafist var handa við að loka stærsta hluta strandlengjunnar þannig eldi var aðeins leyft á hluta Austfjarða, á Vestfjörðum og í Eyjafirði. Sveitarfélögin kölluðu sterkt eftir aðkomu að skipulagi þeirra að hvernig svæðum yrðu úthlutað. Fjórðungssamband Vestfirðinga sendi t.d. inn umsögn um fiskeldislögin sem voru í smíðum árið 2008 og bentu á að aðgengi að strandsvæðum væri auðlind til framtíðar litið. Aðgengi sveitarfélaga á Vestfjörðum að skipulagi nýtingar þeirra væri því mikilvægt enda Vestfirðir með 1/3 af strandlengju Íslands. Afstaðan var skýr að það ætti að líta á aðkomu sveitarfélaga að skipulagi strandsvæða á sama hátt og sveitarfélög komi að skipulagi nýtingu annarra auðlinda, s.s. jarðhita og vatnsorku. Á þetta var ekki fallist. Þó kom fram í meirihlutaáliti atvinnunefndar það sjónarmið og lögð til sú breyting á frumvarpinu að leitað yrði umsagnar viðkomandi sveitarfélags við svæðaskiptingu fiskeldis, við staðbundið bann við starfsemi og við veitingu rekstrarleyfis. Í framhaldi reyndu sveitarfélögin ítrekað að koma skoðununum sínum á framfæri næstu árin við þær breytingar sem voru gerðar á fiskeldislögum og öðrum lögum sem snéru að auðlindanýtingu fjarða á svæðinu. Lög um skipulag haf-og strandsvæða Sveitarfélögum var loks 2018 hleypt að borðinu þegar lög um skipulag haf- og strandsvæða voru samþykkt í þriðju atrennu. Fjórðungssamband Vestfirðinga hafði þá í rúman áratug bent ítrekað á mikilvægi þess fyrir svæðið. Markmið laganna voru m.a. að nýting og vernd auðlinda haf- og strandsvæða yrði í samræmi við skipulag sem hefði efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna, heilbrigði þeirra og öryggi að leiðarljósi. Það var svo á árinu 2019 sem svæðisráð voru endanlega skipuð og hafa þegar skilað tillögu inn til innviðaráðuneytisins sem staðfestir strandsvæðisskipulagið. Skipulagið unnið í opnu og aðgengilegu ferli Strandsvæðisskipulagið er unnið undir forystu og stjórn Skipulagsstofnunar með aðkomu fulltrúa sveitastjórnar á svæðinu. Svæðisráð um strandsvæðaskipulag bera svo ábyrgð á gerð þess. Skipulagið er því unnið í samvinnu ríkis og sveitarfélaga og leggur grunn að leyfisveitingum fyrir framkvæmdum og annarri starfsemi á því svæði sem skipulagið nær til og í vinnunni var miðað við að hún væri opin og aðgengileg bæði almennings og hagsmunaaðila. Aðkoma heimamanna er nauðsynleg eins og í annarri skipulagsvinnu fyrir svæðið. Strandsvæðisskipulagið er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði í fjörðum og flóum utan netlaga þar sem sett er fram stefna um framtíðarnýtingu og vernd svæðisins. Það getur falið í sér nýtingu svæða til eldis nytjastofna, efnistöku eða ferðaþjónustu, verndun eða samgönguleiða. Við mótun strandsvæðisskipulagsins var umhverfismati beitt til að tryggja að skipulagið stuðli að sjálfbærri þróun og dragi þannig úr neikvæðum áhrifum þess á umhverfið og því fléttað inn í vinnu svæðisráðs. Afurðin er fædd og bíður blessunar innviðaráðuneytisins. Skipulagið unnið af þekkingu Þegar tillögurnar lágu fyrir bárust fjölmargar umsagnir líkt og gengur og gerist skipulagsferli, enda verið að skipuleggja þessi svæði í fyrsta sinni. Það er gott að sjá slíkan áhuga og einnig hægt að segja að kynning á tillögunum hafi gengið vel. Það verður ekki annað séð en að skipulagið hafi verið unnið af þekkingu og með ráðgjöf frá til þess bærum aðilum bæði með þekkingu heimamanna og stofnunum sem eru með sérfræðiþekkingu á lífríkinu og skipulagsgerð. Það er von mín að staðfesting fáist innan tímaramma á mikilvægu skipulagi strandsvæðisskipulags og að í kjölfarið verið fleiri strandsvæði skipulögð hringinn í kringum landið. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Strax í árdaga sjókvíeldis fyrir vestan og austan fóru sveitarfélög á svæðinu að kalla eftir að það yrði gert strandsvæðisskipulag fyrir þau svæði sem þá þegar var búið að ákveða af stjórnvöldum að hentuðu fyrir eldið. Hafist var handa við að loka stærsta hluta strandlengjunnar þannig eldi var aðeins leyft á hluta Austfjarða, á Vestfjörðum og í Eyjafirði. Sveitarfélögin kölluðu sterkt eftir aðkomu að skipulagi þeirra að hvernig svæðum yrðu úthlutað. Fjórðungssamband Vestfirðinga sendi t.d. inn umsögn um fiskeldislögin sem voru í smíðum árið 2008 og bentu á að aðgengi að strandsvæðum væri auðlind til framtíðar litið. Aðgengi sveitarfélaga á Vestfjörðum að skipulagi nýtingar þeirra væri því mikilvægt enda Vestfirðir með 1/3 af strandlengju Íslands. Afstaðan var skýr að það ætti að líta á aðkomu sveitarfélaga að skipulagi strandsvæða á sama hátt og sveitarfélög komi að skipulagi nýtingu annarra auðlinda, s.s. jarðhita og vatnsorku. Á þetta var ekki fallist. Þó kom fram í meirihlutaáliti atvinnunefndar það sjónarmið og lögð til sú breyting á frumvarpinu að leitað yrði umsagnar viðkomandi sveitarfélags við svæðaskiptingu fiskeldis, við staðbundið bann við starfsemi og við veitingu rekstrarleyfis. Í framhaldi reyndu sveitarfélögin ítrekað að koma skoðununum sínum á framfæri næstu árin við þær breytingar sem voru gerðar á fiskeldislögum og öðrum lögum sem snéru að auðlindanýtingu fjarða á svæðinu. Lög um skipulag haf-og strandsvæða Sveitarfélögum var loks 2018 hleypt að borðinu þegar lög um skipulag haf- og strandsvæða voru samþykkt í þriðju atrennu. Fjórðungssamband Vestfirðinga hafði þá í rúman áratug bent ítrekað á mikilvægi þess fyrir svæðið. Markmið laganna voru m.a. að nýting og vernd auðlinda haf- og strandsvæða yrði í samræmi við skipulag sem hefði efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna, heilbrigði þeirra og öryggi að leiðarljósi. Það var svo á árinu 2019 sem svæðisráð voru endanlega skipuð og hafa þegar skilað tillögu inn til innviðaráðuneytisins sem staðfestir strandsvæðisskipulagið. Skipulagið unnið í opnu og aðgengilegu ferli Strandsvæðisskipulagið er unnið undir forystu og stjórn Skipulagsstofnunar með aðkomu fulltrúa sveitastjórnar á svæðinu. Svæðisráð um strandsvæðaskipulag bera svo ábyrgð á gerð þess. Skipulagið er því unnið í samvinnu ríkis og sveitarfélaga og leggur grunn að leyfisveitingum fyrir framkvæmdum og annarri starfsemi á því svæði sem skipulagið nær til og í vinnunni var miðað við að hún væri opin og aðgengileg bæði almennings og hagsmunaaðila. Aðkoma heimamanna er nauðsynleg eins og í annarri skipulagsvinnu fyrir svæðið. Strandsvæðisskipulagið er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði í fjörðum og flóum utan netlaga þar sem sett er fram stefna um framtíðarnýtingu og vernd svæðisins. Það getur falið í sér nýtingu svæða til eldis nytjastofna, efnistöku eða ferðaþjónustu, verndun eða samgönguleiða. Við mótun strandsvæðisskipulagsins var umhverfismati beitt til að tryggja að skipulagið stuðli að sjálfbærri þróun og dragi þannig úr neikvæðum áhrifum þess á umhverfið og því fléttað inn í vinnu svæðisráðs. Afurðin er fædd og bíður blessunar innviðaráðuneytisins. Skipulagið unnið af þekkingu Þegar tillögurnar lágu fyrir bárust fjölmargar umsagnir líkt og gengur og gerist skipulagsferli, enda verið að skipuleggja þessi svæði í fyrsta sinni. Það er gott að sjá slíkan áhuga og einnig hægt að segja að kynning á tillögunum hafi gengið vel. Það verður ekki annað séð en að skipulagið hafi verið unnið af þekkingu og með ráðgjöf frá til þess bærum aðilum bæði með þekkingu heimamanna og stofnunum sem eru með sérfræðiþekkingu á lífríkinu og skipulagsgerð. Það er von mín að staðfesting fáist innan tímaramma á mikilvægu skipulagi strandsvæðisskipulags og að í kjölfarið verið fleiri strandsvæði skipulögð hringinn í kringum landið. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun