Stoltur og pínu montinn Almar Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2023 15:37 Það var ánægjulegt að fá niðurstöður úr árlegri þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2022. Þar lendir Garðabær í fyrsta sæti í níu af þrettán almennum viðhorfsspurningum (við deilum vissulega stundum sæti með öðrum). Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu í fjölbreyttu og ört stækkandi samfélagi. Ég vil auðvitað óska öllu starfsfólki Garðabæjar til hamingju með þessar niðurstöður og þakka þeim fyrir faglegan metnað og þjónustulund. Þetta eru okkur ekki alveg nýjar fréttir, undanfarin ár hefur niðurstaðan úr þessari könnun verið á þennan veg eða sambærilegan hið minnsta. Undanfarið hefur íbúum Garðabæjar farið ört fjölgandi. Stækkandi sveitarfélögum fylgja oft vaxtaverkir eins og stækkandi börnum. Það getur verið flókið að setja upp heilu hverfin svo að vel á því fari. Blöndun byggðar, þjónusta, snjómokstur, sorphirða, umhverfi og auðvitað leikskólapláss og aðbúnaður grunnskóla eru þar mikilvæg púsl til þess að koma á góðum bæjarbrag og könnun eins og þessi hjálpar okkur að stilla fókusinn. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu 20 stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð á þeim ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Í flestum spurningum er Garðabær að mælast töluvert hærra en meðaltal sveitarfélaga. Af niðurstöðum sést vel að þau sem hafa nýtt sér þjónustu bæjarins segjast vera ánægðari heldur en þau sem ekki hafa nýtt hana. Garðabær hækkar milli ára í öllum spurningunum nema einni þar sem einkunnin stóð í stað. Góð þjónusta og traust viðbrögð Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur, við þjónustu við eldri borgara og menningarmálin er mikil. Sama gildir um leikskólamálin og auðvitað grunnskólamálin, en þær niðurstöður eru sérstaklega gleðilegar þar sem undanfarnir mánuðir hafa einkennst af umræðu um rakaskemmdir í skólahúsnæði og viðbrögðum við þeim. Við erum sannfærð um að við séum að ná vel utan um stöðuna með bættu verklagi og miklum framkvæmdum. Við vitum nefnilega að á stóru heimili gengur oft á ýmsu, en við viljum að Garðbæingar geti treyst því að þegar eitthvað bregður út af geti þau treyst á snöggt og traust viðbrögð bæjarins og góða þjónustu. Við sjáum til dæmis að út frá niðurstöðunum að áfram eru tækifæri til úrbóta í þjónustu við fatlað fólk en það er eini málaflokkurinn sem ekki hækkar á milli ára heldur stendur í stað þegar spurt er um ánægju með þjónustu. Við höfum unnið markvisst að því að efla þjónustu við fatlað fólk og hefur umfang þjónustunnar vaxið langmest af öllum málaflokkum undanfarin ár. Við hlökkum til að taka í notkun nýjan búsetukjarna síðar á árinu, sem eflir þjónustuna enn frekar. En niðurstöðurnar tala sínu máli. Þær fela í sér tækifæri til að gera betur og höfum við þegar sett af stað vinnu með þjónustuþegum við að bæta þjónustuna. Höfum upp á margt að bjóða Ég ætla að leyfa mér að segja að Garðabær hefur upp á margt að bjóða, við erum stækkandi sveitarfélag sem mætir þeim áskorunum sem það hefur í för með sér og leitum leiða til þess að bæta þjónustuna. Við viljum og ætlum að vera framúrskarandi. Það væri auðvelt að leggja hendur í skaut og segja: Þetta er bara komið. Garðbæingar mega hins vegar vita, eins og áður, að við höldum áfram að leggja okkur fram um að veita góða þjónustu, við ætlum að halda áfram að sækja fram. Það hefst aðeins með stöðugu samtali við bæjarbúa. Áfram verður rýnt í niðurstöður og einstaka þætti könnunarinnar hjá nefndum og sviðum bæjarins og skoðað með hvaða hætti Garðabær geti haldið áfram að bæta þjónustuna enn frekar. Það er svo sannarlega hvatning til að gera enn betur að íbúar Garðabæjar eru þeir ánægðustu með þjónustu sveitarfélagsins. Einhver gæti kallað þetta mont, en ég er bara afskaplega stoltur af starfsfólkinu okkar og bæjarfélaginu. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að fá niðurstöður úr árlegri þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2022. Þar lendir Garðabær í fyrsta sæti í níu af þrettán almennum viðhorfsspurningum (við deilum vissulega stundum sæti með öðrum). Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu í fjölbreyttu og ört stækkandi samfélagi. Ég vil auðvitað óska öllu starfsfólki Garðabæjar til hamingju með þessar niðurstöður og þakka þeim fyrir faglegan metnað og þjónustulund. Þetta eru okkur ekki alveg nýjar fréttir, undanfarin ár hefur niðurstaðan úr þessari könnun verið á þennan veg eða sambærilegan hið minnsta. Undanfarið hefur íbúum Garðabæjar farið ört fjölgandi. Stækkandi sveitarfélögum fylgja oft vaxtaverkir eins og stækkandi börnum. Það getur verið flókið að setja upp heilu hverfin svo að vel á því fari. Blöndun byggðar, þjónusta, snjómokstur, sorphirða, umhverfi og auðvitað leikskólapláss og aðbúnaður grunnskóla eru þar mikilvæg púsl til þess að koma á góðum bæjarbrag og könnun eins og þessi hjálpar okkur að stilla fókusinn. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu 20 stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð á þeim ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Í flestum spurningum er Garðabær að mælast töluvert hærra en meðaltal sveitarfélaga. Af niðurstöðum sést vel að þau sem hafa nýtt sér þjónustu bæjarins segjast vera ánægðari heldur en þau sem ekki hafa nýtt hana. Garðabær hækkar milli ára í öllum spurningunum nema einni þar sem einkunnin stóð í stað. Góð þjónusta og traust viðbrögð Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur, við þjónustu við eldri borgara og menningarmálin er mikil. Sama gildir um leikskólamálin og auðvitað grunnskólamálin, en þær niðurstöður eru sérstaklega gleðilegar þar sem undanfarnir mánuðir hafa einkennst af umræðu um rakaskemmdir í skólahúsnæði og viðbrögðum við þeim. Við erum sannfærð um að við séum að ná vel utan um stöðuna með bættu verklagi og miklum framkvæmdum. Við vitum nefnilega að á stóru heimili gengur oft á ýmsu, en við viljum að Garðbæingar geti treyst því að þegar eitthvað bregður út af geti þau treyst á snöggt og traust viðbrögð bæjarins og góða þjónustu. Við sjáum til dæmis að út frá niðurstöðunum að áfram eru tækifæri til úrbóta í þjónustu við fatlað fólk en það er eini málaflokkurinn sem ekki hækkar á milli ára heldur stendur í stað þegar spurt er um ánægju með þjónustu. Við höfum unnið markvisst að því að efla þjónustu við fatlað fólk og hefur umfang þjónustunnar vaxið langmest af öllum málaflokkum undanfarin ár. Við hlökkum til að taka í notkun nýjan búsetukjarna síðar á árinu, sem eflir þjónustuna enn frekar. En niðurstöðurnar tala sínu máli. Þær fela í sér tækifæri til að gera betur og höfum við þegar sett af stað vinnu með þjónustuþegum við að bæta þjónustuna. Höfum upp á margt að bjóða Ég ætla að leyfa mér að segja að Garðabær hefur upp á margt að bjóða, við erum stækkandi sveitarfélag sem mætir þeim áskorunum sem það hefur í för með sér og leitum leiða til þess að bæta þjónustuna. Við viljum og ætlum að vera framúrskarandi. Það væri auðvelt að leggja hendur í skaut og segja: Þetta er bara komið. Garðbæingar mega hins vegar vita, eins og áður, að við höldum áfram að leggja okkur fram um að veita góða þjónustu, við ætlum að halda áfram að sækja fram. Það hefst aðeins með stöðugu samtali við bæjarbúa. Áfram verður rýnt í niðurstöður og einstaka þætti könnunarinnar hjá nefndum og sviðum bæjarins og skoðað með hvaða hætti Garðabær geti haldið áfram að bæta þjónustuna enn frekar. Það er svo sannarlega hvatning til að gera enn betur að íbúar Garðabæjar eru þeir ánægðustu með þjónustu sveitarfélagsins. Einhver gæti kallað þetta mont, en ég er bara afskaplega stoltur af starfsfólkinu okkar og bæjarfélaginu. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun