Hvaða fornöfn notar þú? Andri Már Tómasson og Kristmundur Pétursson skrifa 10. febrúar 2023 10:01 Vani er bara vani þar til við brjótum hann. Það getur verið krefjandi, til dæmis þegar fólk setur sér áramótaheit að í stað þess að sofa til 10 þá ætli þau heldur að mæta 5:30 í OLY tíma í líkamsræktarstöð fjarri heimili sínu. Flest bölvum við sjálfum okkur fyrir þetta eftir sirka 10 daga og tökum okkur sjálf og aukna svefnþörf aftur í sátt. Flest í okkar lífi byggir á einhverskonar vana. Við erum að einhverju leyti föst í honum. Það er í vana okkar flestra að vakna á morgnanna og bursta tennurnar, þylja upp verkefni dagsins og halda út í hann af jafn miklum þrótti og við eigum til. Við höfum líka vanið okkur á að þegar við kynnumst nýju fólki að þá kynnum við okkur með nafninu okkar, segjum jafnvel hvaðan af landinu við erum og myndum tengsl. Því ætti það ekki að reynast okkur erfitt að bæta aðeins í vanafestuna; Nafn, heimabær, fornöfn. Einfalt og auðvelt í framkvæmd. Sís fólk á oft erfitt með að átta sig á hvernig þau geta staðið með og stutt kynsegin fólk. Ein einföld en jafnframt mikilvæg og skilvirk leið til þess er að kynna sig með persónufornöfnum sínum. Hvort sem það er meðal fólks í raunheimum, á samfélagsmiðlum eða á innri vefjum skóla eða vinnustaða. Ástæður mikilvægis þess má kjarna í þremur atriðum. Fyrst og fremst mun aukinn sýnileiki persónufornafna leiða til þess að notkun þeirra er það sem við köllum á “góðri íslensku” normalíseruð. Það er nefnilega ekki hægt að vita hvaða fornöfn fólk kýs að nota út frá því hvernig þau líta út, eða eftir því hvernig einhver kynni að upplifa kyntjáningu annarra. Í öðru lagi mun aukinn sýnileiki persónufornafna draga úr þeirri athygli sem kynsegin fólk hlýtur fyrir að merkja sig á netinu eða kynna sig með fornöfnum sínum. Í þriðja lagi hvetur aukin merking persónufornafna fólk til að kíkja á innri vef skóla og vinnustaðar eða jafnvel spyrja fólk áður en gert er ráð fyrir persónufornöfnum þess. Hinsegin flóra stúdenta er aðeins einn kimi hinnar fjölbreyttu flóru sem stúdentar Háskóla Íslands eru. Röskva hefur ætíð barist fyrir jafnara aðgengi að námi og hluti af þeirri baráttu er að tryggja að háskólasvæðið í víðum skilningi verði öruggara rými fyrir öll. Tillaga Röskvu um herferð til hvatningar stúdenta við Háskóla Íslands til að skrá persónufornöfn sín á Canvas, innri vef skólans, var samþykkt á nóvember fundi Stúdentaráðs. Á fyrstu viku vorannar birtist gluggi með leiðbeiningum á heimasíðu allra nema. 10.500 manns sáu gluggann og 550 skráðu persónufornöfn sín meðan á þeirri herferð stóð. Stúdentaráð birti í kjölfarið myndband út frá tillögunni sem hvatti stúdenta til að gera hið sama. Árangur herferðarinnar var gríðarlegur en varlega má áætla að um 70-100% aukning hafi verið í skráningu persónufornafna. Nú eru um 10% nema við Háskóla Íslands með skráð persónufornöfn. Þetta er skref í rétta átt, en baráttunni er hvergi nærri lokið. Staðreyndin er ennþá sú að hinsegin stúdentar mæta mótlæti, bæði innan sem utan veggja skólans. En hver vegna eru Röskva og Stúdentaráð að beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks? Og er staðan á þessum málum hvort sem er ekki bara góð? Rauði þráðurinn í öllu starfi Röskvu er jafnrétti allra til náms. Hinsegin einstaklingar upplifa enn mikið mótlæti í samfélögum um allan heim og því þarf að breyta. Háskóli Íslands á að vera öruggt rými fyrir öll og Röskva mun halda áfram að stefna að því markmiði ásamt fleiri hagsmunafélögum innan skólans. Það verður þó að minnast á að þessi baráttumál eru ekki uppfinningar Röskvu heldur byggjum við á starfi hinsegin hagsmunafélaga og hinsegin aktívisma. Röskva mun halda áfram, eins og áður, að styðja réttindabaráttu hinsegin fólks, í samráði við þau, innan sem utan Háskóla Íslands. Ef þú vilt taka þátt í að gera Háskóla Íslands að skóla fyrir öll hvetjum við þig eindregið til að kynna þig með fornöfnum þínum og gera þau sýnileg á Uglunni og Canvas. Þetta er lítið og einfalt skref, en það skiptir máli! Höfundar eru Andri Már Tómasson sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og Kristmundur Pétursson ritari Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Hinsegin Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Vani er bara vani þar til við brjótum hann. Það getur verið krefjandi, til dæmis þegar fólk setur sér áramótaheit að í stað þess að sofa til 10 þá ætli þau heldur að mæta 5:30 í OLY tíma í líkamsræktarstöð fjarri heimili sínu. Flest bölvum við sjálfum okkur fyrir þetta eftir sirka 10 daga og tökum okkur sjálf og aukna svefnþörf aftur í sátt. Flest í okkar lífi byggir á einhverskonar vana. Við erum að einhverju leyti föst í honum. Það er í vana okkar flestra að vakna á morgnanna og bursta tennurnar, þylja upp verkefni dagsins og halda út í hann af jafn miklum þrótti og við eigum til. Við höfum líka vanið okkur á að þegar við kynnumst nýju fólki að þá kynnum við okkur með nafninu okkar, segjum jafnvel hvaðan af landinu við erum og myndum tengsl. Því ætti það ekki að reynast okkur erfitt að bæta aðeins í vanafestuna; Nafn, heimabær, fornöfn. Einfalt og auðvelt í framkvæmd. Sís fólk á oft erfitt með að átta sig á hvernig þau geta staðið með og stutt kynsegin fólk. Ein einföld en jafnframt mikilvæg og skilvirk leið til þess er að kynna sig með persónufornöfnum sínum. Hvort sem það er meðal fólks í raunheimum, á samfélagsmiðlum eða á innri vefjum skóla eða vinnustaða. Ástæður mikilvægis þess má kjarna í þremur atriðum. Fyrst og fremst mun aukinn sýnileiki persónufornafna leiða til þess að notkun þeirra er það sem við köllum á “góðri íslensku” normalíseruð. Það er nefnilega ekki hægt að vita hvaða fornöfn fólk kýs að nota út frá því hvernig þau líta út, eða eftir því hvernig einhver kynni að upplifa kyntjáningu annarra. Í öðru lagi mun aukinn sýnileiki persónufornafna draga úr þeirri athygli sem kynsegin fólk hlýtur fyrir að merkja sig á netinu eða kynna sig með fornöfnum sínum. Í þriðja lagi hvetur aukin merking persónufornafna fólk til að kíkja á innri vef skóla og vinnustaðar eða jafnvel spyrja fólk áður en gert er ráð fyrir persónufornöfnum þess. Hinsegin flóra stúdenta er aðeins einn kimi hinnar fjölbreyttu flóru sem stúdentar Háskóla Íslands eru. Röskva hefur ætíð barist fyrir jafnara aðgengi að námi og hluti af þeirri baráttu er að tryggja að háskólasvæðið í víðum skilningi verði öruggara rými fyrir öll. Tillaga Röskvu um herferð til hvatningar stúdenta við Háskóla Íslands til að skrá persónufornöfn sín á Canvas, innri vef skólans, var samþykkt á nóvember fundi Stúdentaráðs. Á fyrstu viku vorannar birtist gluggi með leiðbeiningum á heimasíðu allra nema. 10.500 manns sáu gluggann og 550 skráðu persónufornöfn sín meðan á þeirri herferð stóð. Stúdentaráð birti í kjölfarið myndband út frá tillögunni sem hvatti stúdenta til að gera hið sama. Árangur herferðarinnar var gríðarlegur en varlega má áætla að um 70-100% aukning hafi verið í skráningu persónufornafna. Nú eru um 10% nema við Háskóla Íslands með skráð persónufornöfn. Þetta er skref í rétta átt, en baráttunni er hvergi nærri lokið. Staðreyndin er ennþá sú að hinsegin stúdentar mæta mótlæti, bæði innan sem utan veggja skólans. En hver vegna eru Röskva og Stúdentaráð að beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks? Og er staðan á þessum málum hvort sem er ekki bara góð? Rauði þráðurinn í öllu starfi Röskvu er jafnrétti allra til náms. Hinsegin einstaklingar upplifa enn mikið mótlæti í samfélögum um allan heim og því þarf að breyta. Háskóli Íslands á að vera öruggt rými fyrir öll og Röskva mun halda áfram að stefna að því markmiði ásamt fleiri hagsmunafélögum innan skólans. Það verður þó að minnast á að þessi baráttumál eru ekki uppfinningar Röskvu heldur byggjum við á starfi hinsegin hagsmunafélaga og hinsegin aktívisma. Röskva mun halda áfram, eins og áður, að styðja réttindabaráttu hinsegin fólks, í samráði við þau, innan sem utan Háskóla Íslands. Ef þú vilt taka þátt í að gera Háskóla Íslands að skóla fyrir öll hvetjum við þig eindregið til að kynna þig með fornöfnum þínum og gera þau sýnileg á Uglunni og Canvas. Þetta er lítið og einfalt skref, en það skiptir máli! Höfundar eru Andri Már Tómasson sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og Kristmundur Pétursson ritari Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun