Hvaða fornöfn notar þú? Andri Már Tómasson og Kristmundur Pétursson skrifa 10. febrúar 2023 10:01 Vani er bara vani þar til við brjótum hann. Það getur verið krefjandi, til dæmis þegar fólk setur sér áramótaheit að í stað þess að sofa til 10 þá ætli þau heldur að mæta 5:30 í OLY tíma í líkamsræktarstöð fjarri heimili sínu. Flest bölvum við sjálfum okkur fyrir þetta eftir sirka 10 daga og tökum okkur sjálf og aukna svefnþörf aftur í sátt. Flest í okkar lífi byggir á einhverskonar vana. Við erum að einhverju leyti föst í honum. Það er í vana okkar flestra að vakna á morgnanna og bursta tennurnar, þylja upp verkefni dagsins og halda út í hann af jafn miklum þrótti og við eigum til. Við höfum líka vanið okkur á að þegar við kynnumst nýju fólki að þá kynnum við okkur með nafninu okkar, segjum jafnvel hvaðan af landinu við erum og myndum tengsl. Því ætti það ekki að reynast okkur erfitt að bæta aðeins í vanafestuna; Nafn, heimabær, fornöfn. Einfalt og auðvelt í framkvæmd. Sís fólk á oft erfitt með að átta sig á hvernig þau geta staðið með og stutt kynsegin fólk. Ein einföld en jafnframt mikilvæg og skilvirk leið til þess er að kynna sig með persónufornöfnum sínum. Hvort sem það er meðal fólks í raunheimum, á samfélagsmiðlum eða á innri vefjum skóla eða vinnustaða. Ástæður mikilvægis þess má kjarna í þremur atriðum. Fyrst og fremst mun aukinn sýnileiki persónufornafna leiða til þess að notkun þeirra er það sem við köllum á “góðri íslensku” normalíseruð. Það er nefnilega ekki hægt að vita hvaða fornöfn fólk kýs að nota út frá því hvernig þau líta út, eða eftir því hvernig einhver kynni að upplifa kyntjáningu annarra. Í öðru lagi mun aukinn sýnileiki persónufornafna draga úr þeirri athygli sem kynsegin fólk hlýtur fyrir að merkja sig á netinu eða kynna sig með fornöfnum sínum. Í þriðja lagi hvetur aukin merking persónufornafna fólk til að kíkja á innri vef skóla og vinnustaðar eða jafnvel spyrja fólk áður en gert er ráð fyrir persónufornöfnum þess. Hinsegin flóra stúdenta er aðeins einn kimi hinnar fjölbreyttu flóru sem stúdentar Háskóla Íslands eru. Röskva hefur ætíð barist fyrir jafnara aðgengi að námi og hluti af þeirri baráttu er að tryggja að háskólasvæðið í víðum skilningi verði öruggara rými fyrir öll. Tillaga Röskvu um herferð til hvatningar stúdenta við Háskóla Íslands til að skrá persónufornöfn sín á Canvas, innri vef skólans, var samþykkt á nóvember fundi Stúdentaráðs. Á fyrstu viku vorannar birtist gluggi með leiðbeiningum á heimasíðu allra nema. 10.500 manns sáu gluggann og 550 skráðu persónufornöfn sín meðan á þeirri herferð stóð. Stúdentaráð birti í kjölfarið myndband út frá tillögunni sem hvatti stúdenta til að gera hið sama. Árangur herferðarinnar var gríðarlegur en varlega má áætla að um 70-100% aukning hafi verið í skráningu persónufornafna. Nú eru um 10% nema við Háskóla Íslands með skráð persónufornöfn. Þetta er skref í rétta átt, en baráttunni er hvergi nærri lokið. Staðreyndin er ennþá sú að hinsegin stúdentar mæta mótlæti, bæði innan sem utan veggja skólans. En hver vegna eru Röskva og Stúdentaráð að beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks? Og er staðan á þessum málum hvort sem er ekki bara góð? Rauði þráðurinn í öllu starfi Röskvu er jafnrétti allra til náms. Hinsegin einstaklingar upplifa enn mikið mótlæti í samfélögum um allan heim og því þarf að breyta. Háskóli Íslands á að vera öruggt rými fyrir öll og Röskva mun halda áfram að stefna að því markmiði ásamt fleiri hagsmunafélögum innan skólans. Það verður þó að minnast á að þessi baráttumál eru ekki uppfinningar Röskvu heldur byggjum við á starfi hinsegin hagsmunafélaga og hinsegin aktívisma. Röskva mun halda áfram, eins og áður, að styðja réttindabaráttu hinsegin fólks, í samráði við þau, innan sem utan Háskóla Íslands. Ef þú vilt taka þátt í að gera Háskóla Íslands að skóla fyrir öll hvetjum við þig eindregið til að kynna þig með fornöfnum þínum og gera þau sýnileg á Uglunni og Canvas. Þetta er lítið og einfalt skref, en það skiptir máli! Höfundar eru Andri Már Tómasson sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og Kristmundur Pétursson ritari Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Hinsegin Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vani er bara vani þar til við brjótum hann. Það getur verið krefjandi, til dæmis þegar fólk setur sér áramótaheit að í stað þess að sofa til 10 þá ætli þau heldur að mæta 5:30 í OLY tíma í líkamsræktarstöð fjarri heimili sínu. Flest bölvum við sjálfum okkur fyrir þetta eftir sirka 10 daga og tökum okkur sjálf og aukna svefnþörf aftur í sátt. Flest í okkar lífi byggir á einhverskonar vana. Við erum að einhverju leyti föst í honum. Það er í vana okkar flestra að vakna á morgnanna og bursta tennurnar, þylja upp verkefni dagsins og halda út í hann af jafn miklum þrótti og við eigum til. Við höfum líka vanið okkur á að þegar við kynnumst nýju fólki að þá kynnum við okkur með nafninu okkar, segjum jafnvel hvaðan af landinu við erum og myndum tengsl. Því ætti það ekki að reynast okkur erfitt að bæta aðeins í vanafestuna; Nafn, heimabær, fornöfn. Einfalt og auðvelt í framkvæmd. Sís fólk á oft erfitt með að átta sig á hvernig þau geta staðið með og stutt kynsegin fólk. Ein einföld en jafnframt mikilvæg og skilvirk leið til þess er að kynna sig með persónufornöfnum sínum. Hvort sem það er meðal fólks í raunheimum, á samfélagsmiðlum eða á innri vefjum skóla eða vinnustaða. Ástæður mikilvægis þess má kjarna í þremur atriðum. Fyrst og fremst mun aukinn sýnileiki persónufornafna leiða til þess að notkun þeirra er það sem við köllum á “góðri íslensku” normalíseruð. Það er nefnilega ekki hægt að vita hvaða fornöfn fólk kýs að nota út frá því hvernig þau líta út, eða eftir því hvernig einhver kynni að upplifa kyntjáningu annarra. Í öðru lagi mun aukinn sýnileiki persónufornafna draga úr þeirri athygli sem kynsegin fólk hlýtur fyrir að merkja sig á netinu eða kynna sig með fornöfnum sínum. Í þriðja lagi hvetur aukin merking persónufornafna fólk til að kíkja á innri vef skóla og vinnustaðar eða jafnvel spyrja fólk áður en gert er ráð fyrir persónufornöfnum þess. Hinsegin flóra stúdenta er aðeins einn kimi hinnar fjölbreyttu flóru sem stúdentar Háskóla Íslands eru. Röskva hefur ætíð barist fyrir jafnara aðgengi að námi og hluti af þeirri baráttu er að tryggja að háskólasvæðið í víðum skilningi verði öruggara rými fyrir öll. Tillaga Röskvu um herferð til hvatningar stúdenta við Háskóla Íslands til að skrá persónufornöfn sín á Canvas, innri vef skólans, var samþykkt á nóvember fundi Stúdentaráðs. Á fyrstu viku vorannar birtist gluggi með leiðbeiningum á heimasíðu allra nema. 10.500 manns sáu gluggann og 550 skráðu persónufornöfn sín meðan á þeirri herferð stóð. Stúdentaráð birti í kjölfarið myndband út frá tillögunni sem hvatti stúdenta til að gera hið sama. Árangur herferðarinnar var gríðarlegur en varlega má áætla að um 70-100% aukning hafi verið í skráningu persónufornafna. Nú eru um 10% nema við Háskóla Íslands með skráð persónufornöfn. Þetta er skref í rétta átt, en baráttunni er hvergi nærri lokið. Staðreyndin er ennþá sú að hinsegin stúdentar mæta mótlæti, bæði innan sem utan veggja skólans. En hver vegna eru Röskva og Stúdentaráð að beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks? Og er staðan á þessum málum hvort sem er ekki bara góð? Rauði þráðurinn í öllu starfi Röskvu er jafnrétti allra til náms. Hinsegin einstaklingar upplifa enn mikið mótlæti í samfélögum um allan heim og því þarf að breyta. Háskóli Íslands á að vera öruggt rými fyrir öll og Röskva mun halda áfram að stefna að því markmiði ásamt fleiri hagsmunafélögum innan skólans. Það verður þó að minnast á að þessi baráttumál eru ekki uppfinningar Röskvu heldur byggjum við á starfi hinsegin hagsmunafélaga og hinsegin aktívisma. Röskva mun halda áfram, eins og áður, að styðja réttindabaráttu hinsegin fólks, í samráði við þau, innan sem utan Háskóla Íslands. Ef þú vilt taka þátt í að gera Háskóla Íslands að skóla fyrir öll hvetjum við þig eindregið til að kynna þig með fornöfnum þínum og gera þau sýnileg á Uglunni og Canvas. Þetta er lítið og einfalt skref, en það skiptir máli! Höfundar eru Andri Már Tómasson sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og Kristmundur Pétursson ritari Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar