Vestfirðingum neitað um orkuskipti Sigurður Páll Jónsson skrifar 9. febrúar 2023 19:01 Orkuskipti eru lykilorð í umræðu um orkumál hér á landi. Orðið afhjúpar um leið ótrúlegan vandræðagang ríkisstjórnarinnar sem er augljóslega ósamstíga og hikandi í orkumálum sem mun hafa mikið tjón í för með sér. Ef skipta á út jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa á Íslandi þarf að afla 16 TWst á ári, til viðbótar við árlega raforkuframleiðslu sem nemur núna 20 TWst. Þetta kallar á mikinn fjölda virkjana. Árlegur innflutningur olíu kostar um 100 milljarða króna þannig að mikið er í húfi. Miklu skiptir hvar og hvernig er virkjað ef ná á settum markmiðum. En við úti á landi vitum að orkuöryggi skiptir miklu og þar er dreifing aflstöðva um landið lykilþáttur. Afhendingaröryggi á Vestfjörðum Afhendingaröryggi raforku og virkjanamál, þá sérstaklega á Vestfjörðum, er í miklum ólestri. 159 truflanir urðu í raforkukerfi Orkubús Vestfjarða árið 2018 og 189 árið áður. Þetta ástand háir verulega uppbyggingu atvinnulífs og lífsgæðum íbúa. Í dag er málum þannig háttað að Vestfirðingar fá helming raforku sinnar eftir einni 160 km langri Vesturlínu. Orkan er sótt í Blönduvirkjun og er flutt 260 km leið frá orkustöð, í tengivirkið í Mjólká, með tilheyrandi töpum. Hinn helmingurinn er framleiddur innan Vestfjarða og er Orkubú Vestfjarða þar stærsti orkuframleiðandinn og eini framleiðandinn sem hefur einhvern varaforða sem heitið getur í lónum við sínar virkjanir eins og eins og Elías Jónatansson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, hefur bent ítrekað á. Stærsta virkjun Orkubús Vestfjarða er Mjólkárvirkjun, 11 MW, en samtals eru virkjanir í eigu OV og einkaaðila á Vestfjörðum 21 MW. Hvalárvirkjun sem fæst ekki reist að kröfu verndarsinna í öðrum landshlutum er áætluð 55 MW. Þá er hægt að fá 20 til 30 MW með virkjun í Vatnsdal í Vatnsfirði. Það eru nægir orkukostir á Vestfjörðum, það vantar bara viljann til að virkja. Net varaflsvéla á Vestfjörðum Til að tryggja afhendingaröryggi á Vestfjörðum þegar flutningslínur eru straumlausar hefur verið komið upp einstöku neti varaflsvéla víða um Vestfirði sem keyra allar á dísil. Landsmenn myndi sjálfsagt reka í rogastans ef þeir vissu hve háðir Vestfirðingar eru varaafli frá dísil-rafstöðvum. Elías hefur bent á að Vestfirðir þurfa í dag að vera með 100% (dísil) varaafl fyrir raforku til heimilisnota og til þeirra fyrirtækja sem nota forgangsorku til að tryggja ásættanlegt afhendingaröryggi. Þá þarf 100% varaafl í formi olíukatla við straumleysi í stað rafkyntu hitaveitnanna. Varaafl á Vestfjörðum í formi dísil-véla og olíukatla er um 50 MW í dag. Hvernig getur það komið heim og saman að treysta á slíkt kerfi og neita um leið Vestfirðingum að virkja í eigin landshluta? Enn fleiri dísilstöðvar Nú hafa stjórnendur orkumála á Vestfjörðum bent á að til að halda óbreyttu þjónustustigi við notendur á Vestfjörðum, með aukinni orkunotkun vegna orkuskipta og uppbyggingar atvinnulífs, þá þyrfti enn að auka við dísil-knúið varaafl. „Fyrir hver 10 MW sem orkunotkunin eykst á Vestfjörðum þarf þá ekki bara að virkja 10 MW einhvers staðar á landinu heldur þarf líka að „virkja“/ fjárfesta í 10 MW í dísil-varaafli innan Vestfjarða – virkja þannig tvisvar vegna sömu eftirspurnar. Varðandi kostnað við 10 MW varaafl má hafa til hliðsjónar fjárfestingu í áðurnefndri varaaflsstöð LN árið 2015 - kostnaðaráætlun 1,5 milljarðar,“ skrifar Elías og má taka undir með honum að þetta stríðir gegn allri skynsemi. Það er með öllu óskiljanlegt að menn skilji ekki að virkjun innan svæðisins gerir aukið varaafl óþarft. Nú þegar er fjárfesting í varaafli gríðarleg á Vestfjörðum og leggur í raun sérstakan orkuskatt á íbúa landsfjórðungsins. Hver framleidd kWst í varaafli mjög dýr, ekki síst þegar olíuverð er hátt. Útreiknað einingarverð varaafls er í dag nálægt tífalt söluverð raforku frá vatnsaflsvirkjun. Virkja í héraði og varaaflið verður grænt Fulltrúar Orkubús Vestfjarða hafa ítrekað bent á að einfaldar lausnir eru við þessu öllu. Það er hægt að koma upp virkjun innan svæðisins, í seilingarfjarlægð frá mestu notkuninni, sem hefur nægilegt afl og nægilegt vatn í lónum til að mæta orkuþörf innan Vestfjarða þegar flutningslínur inn á Vestfirði verða straumlausar. Með því að slík virkjun sé nægilega aflmikil til að mæta aflþörfinni innan Vestfjarða ásamt öðrum virkjunum þá þarf í flestum tilfellum ekki að ræsa dísil-knúið varaafl. Þar sem aflið í virkjuninni er auðvitað ekki dísil-knúið heldur vatnsafl er í raun búið að tryggja afhendingu með vatnsafli og varaaflið þá orðið grænt. Ef ríkisstjórnin meinar eitthvað í umræðu um orkuskipti þá tryggir hún að strax verði ráðist í nauðsynlegar virkjanaframkvæmdir á Vestfjörðum. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Orkumál Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Orkuskipti eru lykilorð í umræðu um orkumál hér á landi. Orðið afhjúpar um leið ótrúlegan vandræðagang ríkisstjórnarinnar sem er augljóslega ósamstíga og hikandi í orkumálum sem mun hafa mikið tjón í för með sér. Ef skipta á út jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa á Íslandi þarf að afla 16 TWst á ári, til viðbótar við árlega raforkuframleiðslu sem nemur núna 20 TWst. Þetta kallar á mikinn fjölda virkjana. Árlegur innflutningur olíu kostar um 100 milljarða króna þannig að mikið er í húfi. Miklu skiptir hvar og hvernig er virkjað ef ná á settum markmiðum. En við úti á landi vitum að orkuöryggi skiptir miklu og þar er dreifing aflstöðva um landið lykilþáttur. Afhendingaröryggi á Vestfjörðum Afhendingaröryggi raforku og virkjanamál, þá sérstaklega á Vestfjörðum, er í miklum ólestri. 159 truflanir urðu í raforkukerfi Orkubús Vestfjarða árið 2018 og 189 árið áður. Þetta ástand háir verulega uppbyggingu atvinnulífs og lífsgæðum íbúa. Í dag er málum þannig háttað að Vestfirðingar fá helming raforku sinnar eftir einni 160 km langri Vesturlínu. Orkan er sótt í Blönduvirkjun og er flutt 260 km leið frá orkustöð, í tengivirkið í Mjólká, með tilheyrandi töpum. Hinn helmingurinn er framleiddur innan Vestfjarða og er Orkubú Vestfjarða þar stærsti orkuframleiðandinn og eini framleiðandinn sem hefur einhvern varaforða sem heitið getur í lónum við sínar virkjanir eins og eins og Elías Jónatansson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, hefur bent ítrekað á. Stærsta virkjun Orkubús Vestfjarða er Mjólkárvirkjun, 11 MW, en samtals eru virkjanir í eigu OV og einkaaðila á Vestfjörðum 21 MW. Hvalárvirkjun sem fæst ekki reist að kröfu verndarsinna í öðrum landshlutum er áætluð 55 MW. Þá er hægt að fá 20 til 30 MW með virkjun í Vatnsdal í Vatnsfirði. Það eru nægir orkukostir á Vestfjörðum, það vantar bara viljann til að virkja. Net varaflsvéla á Vestfjörðum Til að tryggja afhendingaröryggi á Vestfjörðum þegar flutningslínur eru straumlausar hefur verið komið upp einstöku neti varaflsvéla víða um Vestfirði sem keyra allar á dísil. Landsmenn myndi sjálfsagt reka í rogastans ef þeir vissu hve háðir Vestfirðingar eru varaafli frá dísil-rafstöðvum. Elías hefur bent á að Vestfirðir þurfa í dag að vera með 100% (dísil) varaafl fyrir raforku til heimilisnota og til þeirra fyrirtækja sem nota forgangsorku til að tryggja ásættanlegt afhendingaröryggi. Þá þarf 100% varaafl í formi olíukatla við straumleysi í stað rafkyntu hitaveitnanna. Varaafl á Vestfjörðum í formi dísil-véla og olíukatla er um 50 MW í dag. Hvernig getur það komið heim og saman að treysta á slíkt kerfi og neita um leið Vestfirðingum að virkja í eigin landshluta? Enn fleiri dísilstöðvar Nú hafa stjórnendur orkumála á Vestfjörðum bent á að til að halda óbreyttu þjónustustigi við notendur á Vestfjörðum, með aukinni orkunotkun vegna orkuskipta og uppbyggingar atvinnulífs, þá þyrfti enn að auka við dísil-knúið varaafl. „Fyrir hver 10 MW sem orkunotkunin eykst á Vestfjörðum þarf þá ekki bara að virkja 10 MW einhvers staðar á landinu heldur þarf líka að „virkja“/ fjárfesta í 10 MW í dísil-varaafli innan Vestfjarða – virkja þannig tvisvar vegna sömu eftirspurnar. Varðandi kostnað við 10 MW varaafl má hafa til hliðsjónar fjárfestingu í áðurnefndri varaaflsstöð LN árið 2015 - kostnaðaráætlun 1,5 milljarðar,“ skrifar Elías og má taka undir með honum að þetta stríðir gegn allri skynsemi. Það er með öllu óskiljanlegt að menn skilji ekki að virkjun innan svæðisins gerir aukið varaafl óþarft. Nú þegar er fjárfesting í varaafli gríðarleg á Vestfjörðum og leggur í raun sérstakan orkuskatt á íbúa landsfjórðungsins. Hver framleidd kWst í varaafli mjög dýr, ekki síst þegar olíuverð er hátt. Útreiknað einingarverð varaafls er í dag nálægt tífalt söluverð raforku frá vatnsaflsvirkjun. Virkja í héraði og varaaflið verður grænt Fulltrúar Orkubús Vestfjarða hafa ítrekað bent á að einfaldar lausnir eru við þessu öllu. Það er hægt að koma upp virkjun innan svæðisins, í seilingarfjarlægð frá mestu notkuninni, sem hefur nægilegt afl og nægilegt vatn í lónum til að mæta orkuþörf innan Vestfjarða þegar flutningslínur inn á Vestfirði verða straumlausar. Með því að slík virkjun sé nægilega aflmikil til að mæta aflþörfinni innan Vestfjarða ásamt öðrum virkjunum þá þarf í flestum tilfellum ekki að ræsa dísil-knúið varaafl. Þar sem aflið í virkjuninni er auðvitað ekki dísil-knúið heldur vatnsafl er í raun búið að tryggja afhendingu með vatnsafli og varaaflið þá orðið grænt. Ef ríkisstjórnin meinar eitthvað í umræðu um orkuskipti þá tryggir hún að strax verði ráðist í nauðsynlegar virkjanaframkvæmdir á Vestfjörðum. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun