Jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerta 1,4 milljónir barna - þú getur hjálpað Ellen Calmon skrifar 9. febrúar 2023 10:01 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðistofnuninni er áætlað að jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerti um 23 milljónir manna og þar af um 1,4 milljónir barna. Fjöldi barna á hamfarasvæðunum er nú forsjáraðilalaus og orðið viðskila við fjölskyldur sínar af ýmsum ástæðum. Voru ekki með þeim þegar jarðskjálftarnir riðu yfir, eða heimilin þeirra hafa hrunið og fjölskyldan föst í rústum, eða látin. Fjöldi barna sefur nú utan húss eða í bílum í frosthörkum sem eru nú á svæðunum. Enn eru börn föst í húsarústum og hver klukkustund skiptir máli til að hægt verði að bjarga þeim á lífi út úr rústunum. Samvinna er lykilþáttur Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children eru stærstu og elstu félagasamtökin sem vinna að mannréttindum barna í heimi og Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru aðili að þeim. Samtökin hafa starfað í Tyrklandi og Sýrlandi í meira en áratug. Þau hafa mikla reynslu í neyðar- og mannúðaraðstoð á hamfarasvæðum og getu til að gefa verulega í við slíkar aðstæður. Barnaheill - Save the Children fóru strax af stað í mannúðaraðgerðir með það að augnmiði að bjarga börnum og vernda. Það er meðal annars gert með því að veita fjölskyldum skjól, hlý föt, teppi, mat og læknishjálp. Þá þarf einnig að tryggja aðgang að hreinu vatni. Samtökin eiga í ríkulegu samstarfi við stjórnvöld og önnur mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu en samvinna er lykilþáttur í þessum hræðilegu aðstæðum sem þarna hafa skapast. Mikilvægt að finna fjölskylduna sem fyrst Börn í þessum aðstæðum eru útsettari fyrir ofbeldi, misnotkun og mansali og því er mikilvægt að tryggja þeim skjól og svo að aðstoða við að finna forsjáraðila þeirra eða aðra ættingja. Ljóst er að fjöldi barna verður án forsjáraðila í kjölfar jarðskjálftanna. Barnaheill - Save the Children leggur áherslu á barnavernd á hamfarasvæðum og að unnið verði hratt og vel í að finna fjölskyldur og forsjáraðila barnanna. Barnvæn svæði Í framhaldinu verður lögð áhersla á tryggja barnvæn svæði sem eru svæði fyrir börn og ungmenni þar sem þau fá stuðning í örvandi og öruggu umhverfi. Barnaheill leggja einnig áherslu á að vinna sem best og sem fyrst úr áföllum barnanna með því að útvega sálfélagslegan stuðning meðfram öðrum úrræðum. Hver klukkustund er dýrmæt Þetta eru bara fyrstu aðgerðir og er gríðarlega mikilvægt að til þeirra hafi verið gripið þessa fyrstu 3 sólahringa en betur má ef duga skal og enn er hægt að finna börn í húsarústum, enn er hægt að bjarga barni. Hver klukkustund sem líður er gríðarleg dýrmæt þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu á hamfarasvæðum. Hægt er að styðja við neyðaraðgerðir Barnaheilla með því að greiða í viðbragðssjóð sem gerir okkur kleift að bregðast tafarlaust við þegar börn eru í neyð vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka. Hjálpaðu okkur að nýta hverja klukkustund sem best og taktu þátt í bjarga barni í neyð með því að senda SMS-ið ,,Barnaheill” í númerið 1900. Aur/Kass @barnaheill eða styðja við neyðarsöfnunina á heimasíðunni Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Takk fyrir þitt framlag til barna í neyð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Hjálparstarf Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðistofnuninni er áætlað að jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerti um 23 milljónir manna og þar af um 1,4 milljónir barna. Fjöldi barna á hamfarasvæðunum er nú forsjáraðilalaus og orðið viðskila við fjölskyldur sínar af ýmsum ástæðum. Voru ekki með þeim þegar jarðskjálftarnir riðu yfir, eða heimilin þeirra hafa hrunið og fjölskyldan föst í rústum, eða látin. Fjöldi barna sefur nú utan húss eða í bílum í frosthörkum sem eru nú á svæðunum. Enn eru börn föst í húsarústum og hver klukkustund skiptir máli til að hægt verði að bjarga þeim á lífi út úr rústunum. Samvinna er lykilþáttur Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children eru stærstu og elstu félagasamtökin sem vinna að mannréttindum barna í heimi og Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru aðili að þeim. Samtökin hafa starfað í Tyrklandi og Sýrlandi í meira en áratug. Þau hafa mikla reynslu í neyðar- og mannúðaraðstoð á hamfarasvæðum og getu til að gefa verulega í við slíkar aðstæður. Barnaheill - Save the Children fóru strax af stað í mannúðaraðgerðir með það að augnmiði að bjarga börnum og vernda. Það er meðal annars gert með því að veita fjölskyldum skjól, hlý föt, teppi, mat og læknishjálp. Þá þarf einnig að tryggja aðgang að hreinu vatni. Samtökin eiga í ríkulegu samstarfi við stjórnvöld og önnur mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu en samvinna er lykilþáttur í þessum hræðilegu aðstæðum sem þarna hafa skapast. Mikilvægt að finna fjölskylduna sem fyrst Börn í þessum aðstæðum eru útsettari fyrir ofbeldi, misnotkun og mansali og því er mikilvægt að tryggja þeim skjól og svo að aðstoða við að finna forsjáraðila þeirra eða aðra ættingja. Ljóst er að fjöldi barna verður án forsjáraðila í kjölfar jarðskjálftanna. Barnaheill - Save the Children leggur áherslu á barnavernd á hamfarasvæðum og að unnið verði hratt og vel í að finna fjölskyldur og forsjáraðila barnanna. Barnvæn svæði Í framhaldinu verður lögð áhersla á tryggja barnvæn svæði sem eru svæði fyrir börn og ungmenni þar sem þau fá stuðning í örvandi og öruggu umhverfi. Barnaheill leggja einnig áherslu á að vinna sem best og sem fyrst úr áföllum barnanna með því að útvega sálfélagslegan stuðning meðfram öðrum úrræðum. Hver klukkustund er dýrmæt Þetta eru bara fyrstu aðgerðir og er gríðarlega mikilvægt að til þeirra hafi verið gripið þessa fyrstu 3 sólahringa en betur má ef duga skal og enn er hægt að finna börn í húsarústum, enn er hægt að bjarga barni. Hver klukkustund sem líður er gríðarleg dýrmæt þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu á hamfarasvæðum. Hægt er að styðja við neyðaraðgerðir Barnaheilla með því að greiða í viðbragðssjóð sem gerir okkur kleift að bregðast tafarlaust við þegar börn eru í neyð vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka. Hjálpaðu okkur að nýta hverja klukkustund sem best og taktu þátt í bjarga barni í neyð með því að senda SMS-ið ,,Barnaheill” í númerið 1900. Aur/Kass @barnaheill eða styðja við neyðarsöfnunina á heimasíðunni Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Takk fyrir þitt framlag til barna í neyð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun