Verðbólguhvetjandi vaxtahækkanir Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 14:30 Allar aðgerðir Seðlabankans eru verðbólguhvetjandi. Fyrirtækin í landinu skulda 5.500 milljarða. Hver einasta prósentuhækkun stýrivaxta kostar 55 milljarða og Seðlabankinn hefur sexfaldað vexti á rúmu ári. Aukin vaxtakostnaður fyrirtækja er því um 275 milljarðar. Fyrirtæki sækja þennan aukna kostnað að sjálfsögðu til neytenda með því að hækka verð, sem aftur veldur meiri verðbólgu. Þetta er ekki flókið. Það eru bara þau sem eru yfir hagstjórninni á landinu sem sjá ekki þennan einfalda sannleika, og það er skelfileg tilhugsun. Hinn möguleikinn er að þau viti þetta vel. En markmið þeirra sé ekki í raun að ná niður verðbólgu heldur hlaða undir fjármálafyrirtækin og gera eins mörg heimili og hægt er, að þrælum þeirra. Nú hefur Seðlabankinn hækkað vexti enn meira VEGNA hækkana sem ríkisstjórnin sjálf hefur valdið. Að ríkisstjórnin skuli valda þjóðinni slíkum skaða á tímum sem þessum er umfjöllunarefni út af fyrir sig, en burtséð frá því gengur slík röksemdafærsla ekki upp. Aukin verðbólga vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er „einskiptishækkun“. Sú hækkun er þegar orðin og mun ekki valda frekari hækkun á verðbólgu héðan af. Vaxtahækkun VEGNA þessara hækkana, mun því ekki slá á þær á nokkurn hátt. Það eina sem myndi slá á þessar hækkanir væri ef ríkisstjórnin myndi draga þær til baka, en það mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur seint gera, enda hefur hún sýnt hagsmunum fólksins í landinu algjört skeytingarleysi með aðgerðaleysi sínu . Þetta er ríkisstjórn sem hefur sett öll völd yfir heimilum landsins í hendur embættismanna sem nú kasta úr hverri eldvörpunni af annarri yfir varnarlaust fólk. Ríkisstjórnin stendur til hliðar og leyfir þessu að gerast án þess svo mikið að spyrna við fótum því henni er nákvæmlega sama um heimili landsins. Hugur hennar er hjá fjármálafyrirtækjunum og þangað beinist öll hennar umhyggja. Þar ganga hún og Seðlabankinn algjörlega í takt og enginn skal efast um að allar vaxtahækkanir Seðlabankans eru gerðar með fullri vitund, vitneskju og blessun Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ríkisstjórnin ber fulla pólitíska ábyrgð á því sem nú er að gerast ásamt þeim afleiðingum sem fylgja munu í kjölfarið á næstu árum. Ég hef algjöra skömm á þessu. Ekkert þeirra mun taka nokkra ábyrgð á gjörðum sínum. Þegar skaðinn sem þau hafa valdið verður öllum ljós munu þau fara með möntruna um að það sé „ekki hægt að bjarga öllum“. Það er kannski ekki hægt að bjarga öllum, en það er óþarfi að hrinda þeim fyrir björgin sem annars hefðu ekki dottið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Seðlabankinn Flokkur fólksins Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Allar aðgerðir Seðlabankans eru verðbólguhvetjandi. Fyrirtækin í landinu skulda 5.500 milljarða. Hver einasta prósentuhækkun stýrivaxta kostar 55 milljarða og Seðlabankinn hefur sexfaldað vexti á rúmu ári. Aukin vaxtakostnaður fyrirtækja er því um 275 milljarðar. Fyrirtæki sækja þennan aukna kostnað að sjálfsögðu til neytenda með því að hækka verð, sem aftur veldur meiri verðbólgu. Þetta er ekki flókið. Það eru bara þau sem eru yfir hagstjórninni á landinu sem sjá ekki þennan einfalda sannleika, og það er skelfileg tilhugsun. Hinn möguleikinn er að þau viti þetta vel. En markmið þeirra sé ekki í raun að ná niður verðbólgu heldur hlaða undir fjármálafyrirtækin og gera eins mörg heimili og hægt er, að þrælum þeirra. Nú hefur Seðlabankinn hækkað vexti enn meira VEGNA hækkana sem ríkisstjórnin sjálf hefur valdið. Að ríkisstjórnin skuli valda þjóðinni slíkum skaða á tímum sem þessum er umfjöllunarefni út af fyrir sig, en burtséð frá því gengur slík röksemdafærsla ekki upp. Aukin verðbólga vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er „einskiptishækkun“. Sú hækkun er þegar orðin og mun ekki valda frekari hækkun á verðbólgu héðan af. Vaxtahækkun VEGNA þessara hækkana, mun því ekki slá á þær á nokkurn hátt. Það eina sem myndi slá á þessar hækkanir væri ef ríkisstjórnin myndi draga þær til baka, en það mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur seint gera, enda hefur hún sýnt hagsmunum fólksins í landinu algjört skeytingarleysi með aðgerðaleysi sínu . Þetta er ríkisstjórn sem hefur sett öll völd yfir heimilum landsins í hendur embættismanna sem nú kasta úr hverri eldvörpunni af annarri yfir varnarlaust fólk. Ríkisstjórnin stendur til hliðar og leyfir þessu að gerast án þess svo mikið að spyrna við fótum því henni er nákvæmlega sama um heimili landsins. Hugur hennar er hjá fjármálafyrirtækjunum og þangað beinist öll hennar umhyggja. Þar ganga hún og Seðlabankinn algjörlega í takt og enginn skal efast um að allar vaxtahækkanir Seðlabankans eru gerðar með fullri vitund, vitneskju og blessun Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ríkisstjórnin ber fulla pólitíska ábyrgð á því sem nú er að gerast ásamt þeim afleiðingum sem fylgja munu í kjölfarið á næstu árum. Ég hef algjöra skömm á þessu. Ekkert þeirra mun taka nokkra ábyrgð á gjörðum sínum. Þegar skaðinn sem þau hafa valdið verður öllum ljós munu þau fara með möntruna um að það sé „ekki hægt að bjarga öllum“. Það er kannski ekki hægt að bjarga öllum, en það er óþarfi að hrinda þeim fyrir björgin sem annars hefðu ekki dottið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar