„Án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“ Sigmar Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2023 23:00 23 athugasemdir eru gerðar, margar mjög alvarlegar, um brotalamir, aðgerðarleysi, slælegt eftirlit, lélega stjórnsýslu og hagsmunaárekstra sem undirstrika mjög bersýnilega skort á pólitískri sýn, aðgerðum og forystu um eina mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga, hið ört vaxandi fiskeldi. Eitt af því sem Ríkisendurskoðun nefnir er að samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og nýting svæða sem vinna gegn því auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi "án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda". Ótrúlegt alveg að í skýrslu sem nær til áranna 2014-2018 skuli þetta vera niðurstaðan, „án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“. Þessi setning, frá annars orðvörum ríkisendurskoðanda, er sláandi. Hér hefur byggst upp heil atvinnugrein, sem stækkar ár frá ári, stjórnlaust. Stundum í óþökk náttúrunnar í gegndarlausu kapphlaupi um svæði, nánast án eftirlits eða eðlilegrar gjaldtöku og án þess að stjórnvöld hafi haft mikinn áhuga á umræðu eða hafi beitt sér fyrir því að lög og reglur skapi tilhlýðilegan ramma um atvinnugrein sem skilar tugum milljarða í þjóðarbúið. Hér er látið reka á reiðanum. Framtíðarsýnin fyrir greinina er engin, enda kom þetta metnaðarleysi glögglega í ljós í svörum forsætisráðherra um skýrsluna á Alþingi eftir að skýrslan varð opinber. Í svörum verkstjóra ríkisstjórnarinnar til rúmra fimm ára var það gert að aðalatriði málsins að matvælaráðherra hefði óskað eftir umræddri skýrslu fyrir ári. Hvað með öll hin valdaárin frá 2018 þegar fiskeldið óx úr 12 þúsund tonnum í 45 þúsund tonn? Núverandi félagsmálaráðherra VG var umhverfisráðherra á síðasta kjörtímabili og umhverfisráðuneytið fær sinn skerf af athugasemdum í skýrslunni og einnig undirstofnun. Að ógleymdri athugasemdinni um ráðuneytin sem ekki tala saman þrátt fyrir að deila forræði á greininni. Forsætisráðherra verkstýrði þá aðgerðaleysinu. Eina aðkoma flokksins að málinu er svo sannarlega ekki að biðja um skýrslu. Er hægt að verja margra ára stefnu og aðgerðarleysi með því að óska eftir skýrslu til að flétta ofan af eigin vangetu og aðgerðarleysi. Er það eitthvað til hreykja sér af að hafa hringt á slökkviliðið á fimmta ári, eftir að hafa horft aðgerðarlaus á eldinn í fjögur ár og kastað tilfallandi sprekum á bálið? Þessi mikilvæga atvinnugrein á betra skilið. Hún á skilið umgjörð sem gerir henni fært að blómstra í sátt við umhverfi sitt, náttúruna og fólkið í landinu. Stjórnsýsla og eftirlit þarf að vera í lagi og það þarf að finna leið til sanngjarnrar gjaldtöku og ekki verra ef slík gjaldtaka renni að talsverðu leiti til nærsamfélaga. Á þetta hefur ítrekað verið bent að hálfu míns flokks og löngu tímabært að stíga þau skref. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Alþingi Fiskeldi Viðreisn Sjókvíaeldi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
23 athugasemdir eru gerðar, margar mjög alvarlegar, um brotalamir, aðgerðarleysi, slælegt eftirlit, lélega stjórnsýslu og hagsmunaárekstra sem undirstrika mjög bersýnilega skort á pólitískri sýn, aðgerðum og forystu um eina mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga, hið ört vaxandi fiskeldi. Eitt af því sem Ríkisendurskoðun nefnir er að samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og nýting svæða sem vinna gegn því auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi "án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda". Ótrúlegt alveg að í skýrslu sem nær til áranna 2014-2018 skuli þetta vera niðurstaðan, „án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“. Þessi setning, frá annars orðvörum ríkisendurskoðanda, er sláandi. Hér hefur byggst upp heil atvinnugrein, sem stækkar ár frá ári, stjórnlaust. Stundum í óþökk náttúrunnar í gegndarlausu kapphlaupi um svæði, nánast án eftirlits eða eðlilegrar gjaldtöku og án þess að stjórnvöld hafi haft mikinn áhuga á umræðu eða hafi beitt sér fyrir því að lög og reglur skapi tilhlýðilegan ramma um atvinnugrein sem skilar tugum milljarða í þjóðarbúið. Hér er látið reka á reiðanum. Framtíðarsýnin fyrir greinina er engin, enda kom þetta metnaðarleysi glögglega í ljós í svörum forsætisráðherra um skýrsluna á Alþingi eftir að skýrslan varð opinber. Í svörum verkstjóra ríkisstjórnarinnar til rúmra fimm ára var það gert að aðalatriði málsins að matvælaráðherra hefði óskað eftir umræddri skýrslu fyrir ári. Hvað með öll hin valdaárin frá 2018 þegar fiskeldið óx úr 12 þúsund tonnum í 45 þúsund tonn? Núverandi félagsmálaráðherra VG var umhverfisráðherra á síðasta kjörtímabili og umhverfisráðuneytið fær sinn skerf af athugasemdum í skýrslunni og einnig undirstofnun. Að ógleymdri athugasemdinni um ráðuneytin sem ekki tala saman þrátt fyrir að deila forræði á greininni. Forsætisráðherra verkstýrði þá aðgerðaleysinu. Eina aðkoma flokksins að málinu er svo sannarlega ekki að biðja um skýrslu. Er hægt að verja margra ára stefnu og aðgerðarleysi með því að óska eftir skýrslu til að flétta ofan af eigin vangetu og aðgerðarleysi. Er það eitthvað til hreykja sér af að hafa hringt á slökkviliðið á fimmta ári, eftir að hafa horft aðgerðarlaus á eldinn í fjögur ár og kastað tilfallandi sprekum á bálið? Þessi mikilvæga atvinnugrein á betra skilið. Hún á skilið umgjörð sem gerir henni fært að blómstra í sátt við umhverfi sitt, náttúruna og fólkið í landinu. Stjórnsýsla og eftirlit þarf að vera í lagi og það þarf að finna leið til sanngjarnrar gjaldtöku og ekki verra ef slík gjaldtaka renni að talsverðu leiti til nærsamfélaga. Á þetta hefur ítrekað verið bent að hálfu míns flokks og löngu tímabært að stíga þau skref. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar