Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Atli Viðar Thorstensen skrifar 7. febrúar 2023 17:01 Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. Hundruð þúsunda misstu heimili sín og enn fleiri óttast um örlög fjölskyldu sinnar og ástvina. Skjálftinn fannst á mjög stóru svæði og í hinu stríðshrjáða Sýrlandi er sömu hörmungarsögu að segja af afleiðingum skjálftans. Viðbrögð Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi Strax í kjölfar skjálftanna voru fjölmennar sveitir sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi mættar á vettvang, ásamt öðru heimafólki, og í samvinnu við þarlend stjórnvöld fóru þær að sinna leit og björgun, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning og flytja bæði slasaða og látna burt af hamfarasvæðunum. Þessar sömu sveitir hófu einnig að dreifa tjöldum og teppum til fólks sem hafði misst allt sitt eða þorði ekki aftur inn í uppistandandi hús af ótta við eftirskjálfta eða frekara hrun bygginga. Það eykur enn á örvæntingu fólks að næturkuldinn er nístandi á hamfarasvæðunum á þessum tíma árs og því þarf einnig að sjá til þess að þolendur, sem hírast margir hverjir í skelfingu á götum úti, fái skjól og heitar máltíðir. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans er sérlega vel í stakk búið til að sinna því hjálparstarfi sem þörf er á vegna aðgengis, þekkingar og getu, en þrátt fyrir að sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða hálfmánans á staðnum vinni þrekvirki við erfiðar aðstæður er þörfin svo gríðarlega mikil að þau verða að stóla á utanaðkomandi stuðning. Tyrkir buðu okkur aðstoð við eftir Suðurlandsskjálftann Við á Íslandi erum harmi sleginn vegna þessara ofsaskjálfta sem ollu svo mikilli eyðileggingu og þjáningu að hún hefur enn bara komið í ljós að litlu leyti. Um leið og fréttir bárust af jarðskjálftunum hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun sem hefur farið gríðarlega vel af stað og greinilegt er að landsmenn vilja leggja sitt af mörkum til að styrkja lífsbjargandi mannúðaraðstoð í bæði Sýrlandi og í Tyrklandi. Þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir á Íslandi árið 2008 buðu kollegar okkar í tyrkneska Rauða hálfmánanum strax fram hjálparhönd. Þau spurðu hvort og þá hvernig þau gætu aðstoðað Íslendinga og buðu skýli og tjöld fyrir þá sem hefðu hugsanlega misst heimili sín. Við sem búum á hamfaraeyjunni Íslandi getum því miður auðveldlega sett okkur í spor þeirra sem glíma við grimm náttúruöfl og erum að sjálfsögðu tilbúin að veita aðstoð og gera okkar besta. Nú þegar er íslensk björgunarsveit á leið á vettvang og um 20 íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins bíða átekta eftir kallinu og eru tilbúnir til brottfarar með skömmum fyrirvara til að leggja hönd á plóg og nýta sérþekkingu sína við þessar gríðarlega erfiðu aðstæður. Svona getur þú hjálpað Rauði krossinn á Íslandi hvetur alla þá sem geta lagt sitt af mörkum til að styðja við neyðarsöfnunina og senda SMS-ið HJÁLP í númerið 1900 og leggja þannig 2900 krónur til lífsbjargandi mannúðaraðstoðar í báðum löndum. Einnig er hægt að leggja inn með Aur/Kass á raudikrossinn eða leggja inn á reikning Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649. Frekari upplýsingar um söfnunina og hvernig má leggja henni lið má finna á heimasíðunni okkar, www.raudikrossinn.is og þar er einnig hægt að gerast Mannvinur, mánaðarlegur styrktaraðili Rauða krossins á Íslandi. ----------- Höfundur er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tyrkland Hjálparstarf Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. Hundruð þúsunda misstu heimili sín og enn fleiri óttast um örlög fjölskyldu sinnar og ástvina. Skjálftinn fannst á mjög stóru svæði og í hinu stríðshrjáða Sýrlandi er sömu hörmungarsögu að segja af afleiðingum skjálftans. Viðbrögð Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi Strax í kjölfar skjálftanna voru fjölmennar sveitir sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi mættar á vettvang, ásamt öðru heimafólki, og í samvinnu við þarlend stjórnvöld fóru þær að sinna leit og björgun, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning og flytja bæði slasaða og látna burt af hamfarasvæðunum. Þessar sömu sveitir hófu einnig að dreifa tjöldum og teppum til fólks sem hafði misst allt sitt eða þorði ekki aftur inn í uppistandandi hús af ótta við eftirskjálfta eða frekara hrun bygginga. Það eykur enn á örvæntingu fólks að næturkuldinn er nístandi á hamfarasvæðunum á þessum tíma árs og því þarf einnig að sjá til þess að þolendur, sem hírast margir hverjir í skelfingu á götum úti, fái skjól og heitar máltíðir. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans er sérlega vel í stakk búið til að sinna því hjálparstarfi sem þörf er á vegna aðgengis, þekkingar og getu, en þrátt fyrir að sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða hálfmánans á staðnum vinni þrekvirki við erfiðar aðstæður er þörfin svo gríðarlega mikil að þau verða að stóla á utanaðkomandi stuðning. Tyrkir buðu okkur aðstoð við eftir Suðurlandsskjálftann Við á Íslandi erum harmi sleginn vegna þessara ofsaskjálfta sem ollu svo mikilli eyðileggingu og þjáningu að hún hefur enn bara komið í ljós að litlu leyti. Um leið og fréttir bárust af jarðskjálftunum hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun sem hefur farið gríðarlega vel af stað og greinilegt er að landsmenn vilja leggja sitt af mörkum til að styrkja lífsbjargandi mannúðaraðstoð í bæði Sýrlandi og í Tyrklandi. Þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir á Íslandi árið 2008 buðu kollegar okkar í tyrkneska Rauða hálfmánanum strax fram hjálparhönd. Þau spurðu hvort og þá hvernig þau gætu aðstoðað Íslendinga og buðu skýli og tjöld fyrir þá sem hefðu hugsanlega misst heimili sín. Við sem búum á hamfaraeyjunni Íslandi getum því miður auðveldlega sett okkur í spor þeirra sem glíma við grimm náttúruöfl og erum að sjálfsögðu tilbúin að veita aðstoð og gera okkar besta. Nú þegar er íslensk björgunarsveit á leið á vettvang og um 20 íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins bíða átekta eftir kallinu og eru tilbúnir til brottfarar með skömmum fyrirvara til að leggja hönd á plóg og nýta sérþekkingu sína við þessar gríðarlega erfiðu aðstæður. Svona getur þú hjálpað Rauði krossinn á Íslandi hvetur alla þá sem geta lagt sitt af mörkum til að styðja við neyðarsöfnunina og senda SMS-ið HJÁLP í númerið 1900 og leggja þannig 2900 krónur til lífsbjargandi mannúðaraðstoðar í báðum löndum. Einnig er hægt að leggja inn með Aur/Kass á raudikrossinn eða leggja inn á reikning Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649. Frekari upplýsingar um söfnunina og hvernig má leggja henni lið má finna á heimasíðunni okkar, www.raudikrossinn.is og þar er einnig hægt að gerast Mannvinur, mánaðarlegur styrktaraðili Rauða krossins á Íslandi. ----------- Höfundur er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun