Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Atli Viðar Thorstensen skrifar 7. febrúar 2023 17:01 Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. Hundruð þúsunda misstu heimili sín og enn fleiri óttast um örlög fjölskyldu sinnar og ástvina. Skjálftinn fannst á mjög stóru svæði og í hinu stríðshrjáða Sýrlandi er sömu hörmungarsögu að segja af afleiðingum skjálftans. Viðbrögð Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi Strax í kjölfar skjálftanna voru fjölmennar sveitir sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi mættar á vettvang, ásamt öðru heimafólki, og í samvinnu við þarlend stjórnvöld fóru þær að sinna leit og björgun, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning og flytja bæði slasaða og látna burt af hamfarasvæðunum. Þessar sömu sveitir hófu einnig að dreifa tjöldum og teppum til fólks sem hafði misst allt sitt eða þorði ekki aftur inn í uppistandandi hús af ótta við eftirskjálfta eða frekara hrun bygginga. Það eykur enn á örvæntingu fólks að næturkuldinn er nístandi á hamfarasvæðunum á þessum tíma árs og því þarf einnig að sjá til þess að þolendur, sem hírast margir hverjir í skelfingu á götum úti, fái skjól og heitar máltíðir. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans er sérlega vel í stakk búið til að sinna því hjálparstarfi sem þörf er á vegna aðgengis, þekkingar og getu, en þrátt fyrir að sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða hálfmánans á staðnum vinni þrekvirki við erfiðar aðstæður er þörfin svo gríðarlega mikil að þau verða að stóla á utanaðkomandi stuðning. Tyrkir buðu okkur aðstoð við eftir Suðurlandsskjálftann Við á Íslandi erum harmi sleginn vegna þessara ofsaskjálfta sem ollu svo mikilli eyðileggingu og þjáningu að hún hefur enn bara komið í ljós að litlu leyti. Um leið og fréttir bárust af jarðskjálftunum hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun sem hefur farið gríðarlega vel af stað og greinilegt er að landsmenn vilja leggja sitt af mörkum til að styrkja lífsbjargandi mannúðaraðstoð í bæði Sýrlandi og í Tyrklandi. Þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir á Íslandi árið 2008 buðu kollegar okkar í tyrkneska Rauða hálfmánanum strax fram hjálparhönd. Þau spurðu hvort og þá hvernig þau gætu aðstoðað Íslendinga og buðu skýli og tjöld fyrir þá sem hefðu hugsanlega misst heimili sín. Við sem búum á hamfaraeyjunni Íslandi getum því miður auðveldlega sett okkur í spor þeirra sem glíma við grimm náttúruöfl og erum að sjálfsögðu tilbúin að veita aðstoð og gera okkar besta. Nú þegar er íslensk björgunarsveit á leið á vettvang og um 20 íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins bíða átekta eftir kallinu og eru tilbúnir til brottfarar með skömmum fyrirvara til að leggja hönd á plóg og nýta sérþekkingu sína við þessar gríðarlega erfiðu aðstæður. Svona getur þú hjálpað Rauði krossinn á Íslandi hvetur alla þá sem geta lagt sitt af mörkum til að styðja við neyðarsöfnunina og senda SMS-ið HJÁLP í númerið 1900 og leggja þannig 2900 krónur til lífsbjargandi mannúðaraðstoðar í báðum löndum. Einnig er hægt að leggja inn með Aur/Kass á raudikrossinn eða leggja inn á reikning Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649. Frekari upplýsingar um söfnunina og hvernig má leggja henni lið má finna á heimasíðunni okkar, www.raudikrossinn.is og þar er einnig hægt að gerast Mannvinur, mánaðarlegur styrktaraðili Rauða krossins á Íslandi. ----------- Höfundur er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tyrkland Hjálparstarf Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. Hundruð þúsunda misstu heimili sín og enn fleiri óttast um örlög fjölskyldu sinnar og ástvina. Skjálftinn fannst á mjög stóru svæði og í hinu stríðshrjáða Sýrlandi er sömu hörmungarsögu að segja af afleiðingum skjálftans. Viðbrögð Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi Strax í kjölfar skjálftanna voru fjölmennar sveitir sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi mættar á vettvang, ásamt öðru heimafólki, og í samvinnu við þarlend stjórnvöld fóru þær að sinna leit og björgun, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning og flytja bæði slasaða og látna burt af hamfarasvæðunum. Þessar sömu sveitir hófu einnig að dreifa tjöldum og teppum til fólks sem hafði misst allt sitt eða þorði ekki aftur inn í uppistandandi hús af ótta við eftirskjálfta eða frekara hrun bygginga. Það eykur enn á örvæntingu fólks að næturkuldinn er nístandi á hamfarasvæðunum á þessum tíma árs og því þarf einnig að sjá til þess að þolendur, sem hírast margir hverjir í skelfingu á götum úti, fái skjól og heitar máltíðir. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans er sérlega vel í stakk búið til að sinna því hjálparstarfi sem þörf er á vegna aðgengis, þekkingar og getu, en þrátt fyrir að sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða hálfmánans á staðnum vinni þrekvirki við erfiðar aðstæður er þörfin svo gríðarlega mikil að þau verða að stóla á utanaðkomandi stuðning. Tyrkir buðu okkur aðstoð við eftir Suðurlandsskjálftann Við á Íslandi erum harmi sleginn vegna þessara ofsaskjálfta sem ollu svo mikilli eyðileggingu og þjáningu að hún hefur enn bara komið í ljós að litlu leyti. Um leið og fréttir bárust af jarðskjálftunum hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun sem hefur farið gríðarlega vel af stað og greinilegt er að landsmenn vilja leggja sitt af mörkum til að styrkja lífsbjargandi mannúðaraðstoð í bæði Sýrlandi og í Tyrklandi. Þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir á Íslandi árið 2008 buðu kollegar okkar í tyrkneska Rauða hálfmánanum strax fram hjálparhönd. Þau spurðu hvort og þá hvernig þau gætu aðstoðað Íslendinga og buðu skýli og tjöld fyrir þá sem hefðu hugsanlega misst heimili sín. Við sem búum á hamfaraeyjunni Íslandi getum því miður auðveldlega sett okkur í spor þeirra sem glíma við grimm náttúruöfl og erum að sjálfsögðu tilbúin að veita aðstoð og gera okkar besta. Nú þegar er íslensk björgunarsveit á leið á vettvang og um 20 íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins bíða átekta eftir kallinu og eru tilbúnir til brottfarar með skömmum fyrirvara til að leggja hönd á plóg og nýta sérþekkingu sína við þessar gríðarlega erfiðu aðstæður. Svona getur þú hjálpað Rauði krossinn á Íslandi hvetur alla þá sem geta lagt sitt af mörkum til að styðja við neyðarsöfnunina og senda SMS-ið HJÁLP í númerið 1900 og leggja þannig 2900 krónur til lífsbjargandi mannúðaraðstoðar í báðum löndum. Einnig er hægt að leggja inn með Aur/Kass á raudikrossinn eða leggja inn á reikning Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649. Frekari upplýsingar um söfnunina og hvernig má leggja henni lið má finna á heimasíðunni okkar, www.raudikrossinn.is og þar er einnig hægt að gerast Mannvinur, mánaðarlegur styrktaraðili Rauða krossins á Íslandi. ----------- Höfundur er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun