Guð hvað mér líður illa! Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 2. febrúar 2023 07:30 Mig langar til að byrja þessa grein á stuttri könnun á meðal lesenda: Rétt upp hönd ef þú hefur hreint og beint logið til um einhvers konar líkamleg veikindi á borð við ælupest eða flensu til að geta verið heima frá skóla eða vinnu af því að þér líður bara rosalega illa andlega? Ég ætla að giska á að þú, lesandi góður, eigir að minnsta kosti eina svona minningu og ef þú ert það agaður og hefur ekki tekið þetta símtal, þá hlýtur þú að hafa íhugað að gera það. Við búum nefnilega í samfélagi þar sem það telst ekki eðlilegt að taka sér leyfi frá skóla eða vinnu vegna andlegrar vanlíðunar. Brennt barn forðast skólann Hugtakið skólaforðun er hins vegar nýtt af nálinni en ég held að við vitum öll að fyrirbærið sem slíkt eigi sér lengri sögu. Árið 2019 var talið að um 1000 grunnskólabörn á Íslandi glímdu við skólaforðun. Í millitíðinni reið heimsfaraldurinn yfir með öllu sínu álagi sem hafði líklegast talsverð áhrif á skólabörn og má því ætla að hópurinn hafi stækkað talsvert. Það hefur verið rætt nokkuð um skólaforðun grunnskólabarna sl. daga í fjölmiðlum eftir að BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans) hélt ráðstefnu sem meðal annars fjallaði um þennan sístækkandi vanda. Það geta margar ólíkar ástæður legið að baki því að börn forðist það að mæta í skólann alla virka daga en ég get nánast alhæft það að eitt eiga þau sameiginlegt og það er að þeim líður einfaldlega ekki vel. Umræðan um skólaforðun er líka af ólíkum toga en eitt á hún sameiginlegt og það er að hópurinn sem um ræðir er stimplaður sem vandamál. Því það er það sem við gerum alltaf við börn sem falla ekki í hið svokallaða norm. Það er staðurinn sem okkur er talið trú um að vilja vera innan í til að geta átt gott líf. Getur boxið haft eina bogadregna hlið? Þetta umrædda norm er oft kallað boxið og mörg börn upplifa að það sé sífellt verið að ýta þeim inn í þetta kassalaga box, með sínum hnausþykku, köldu og þráðbeinu línum. Hvaða áhrif myndi það hafa ef hið umrædda box væri til dæmis með eina bogadregna línu? Lína sem væri kannski svolítið sveigjanleg og hægt að aðlaga að þörfum ólíkra barna. Jafnvel umvefja þau hlýju og stuðning. Sjálf hef ég tekið þátt í umræðunni um börn í skólakerfinu sem þurfa á því að halda að sameina skóla- og velferðarkerfið mun betur og hef ég skrifað um það nokkrar greinar. Ég hef kallað eftir því að það verði innleidd áfallamiðuð nálgun (e. Trauma informed care) inn í kerfi samfélagsins. Því eins og fjölmargar rannsóknir benda okkur á getur það skipt sköpum að grípa börn um leið og þau upplifa erfiða hluti. Með því að leggja til að innleiða áfallamiðaða nálgun í skólakerfinu er ég ekki að ætlast til þess að allir kennarar eða annað skólastarfsfólk verði að einhvers konar sálfræðingum meðfram kennslunni. Þvert á móti legg ég heldur til að starfsfólk njóti frekar mun meiri stuðnings og fái handleiðslu þegar það kemur að því að takast á við afleiðingar þess að börn upplifi sorg, streitu eða annars konar erfiðar tilfinningar eftir áföll. Skömm deyr þegar sagt er frá í öruggu umhverfi Hluti af pakkadíl lífsins eru alls konar byltur, mótbyr og öldugangur. Það er samt svo þungur byrgði falin í því að þurfa að skammast sín fyrir það að verða fyrir þessum byltum. Það að mega ekki segja það bara upphátt og gráta svolítið án þess að upplifa skömm eykur bara á vandann frekar en losar um streituna sem hann veldur.Einn fyrsti liðurinn í því að innleiða áfallamiðaða nálgun er að normalisera það að ræða opinskátt um það sem hrjáir okkur og hversu erfitt það getur verið að halda jafnvægi á brimbretti í öldugangi lífsins. Höfundur er með diplóma í sálgæslufræðum frá EHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Geðheilbrigði Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Mig langar til að byrja þessa grein á stuttri könnun á meðal lesenda: Rétt upp hönd ef þú hefur hreint og beint logið til um einhvers konar líkamleg veikindi á borð við ælupest eða flensu til að geta verið heima frá skóla eða vinnu af því að þér líður bara rosalega illa andlega? Ég ætla að giska á að þú, lesandi góður, eigir að minnsta kosti eina svona minningu og ef þú ert það agaður og hefur ekki tekið þetta símtal, þá hlýtur þú að hafa íhugað að gera það. Við búum nefnilega í samfélagi þar sem það telst ekki eðlilegt að taka sér leyfi frá skóla eða vinnu vegna andlegrar vanlíðunar. Brennt barn forðast skólann Hugtakið skólaforðun er hins vegar nýtt af nálinni en ég held að við vitum öll að fyrirbærið sem slíkt eigi sér lengri sögu. Árið 2019 var talið að um 1000 grunnskólabörn á Íslandi glímdu við skólaforðun. Í millitíðinni reið heimsfaraldurinn yfir með öllu sínu álagi sem hafði líklegast talsverð áhrif á skólabörn og má því ætla að hópurinn hafi stækkað talsvert. Það hefur verið rætt nokkuð um skólaforðun grunnskólabarna sl. daga í fjölmiðlum eftir að BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans) hélt ráðstefnu sem meðal annars fjallaði um þennan sístækkandi vanda. Það geta margar ólíkar ástæður legið að baki því að börn forðist það að mæta í skólann alla virka daga en ég get nánast alhæft það að eitt eiga þau sameiginlegt og það er að þeim líður einfaldlega ekki vel. Umræðan um skólaforðun er líka af ólíkum toga en eitt á hún sameiginlegt og það er að hópurinn sem um ræðir er stimplaður sem vandamál. Því það er það sem við gerum alltaf við börn sem falla ekki í hið svokallaða norm. Það er staðurinn sem okkur er talið trú um að vilja vera innan í til að geta átt gott líf. Getur boxið haft eina bogadregna hlið? Þetta umrædda norm er oft kallað boxið og mörg börn upplifa að það sé sífellt verið að ýta þeim inn í þetta kassalaga box, með sínum hnausþykku, köldu og þráðbeinu línum. Hvaða áhrif myndi það hafa ef hið umrædda box væri til dæmis með eina bogadregna línu? Lína sem væri kannski svolítið sveigjanleg og hægt að aðlaga að þörfum ólíkra barna. Jafnvel umvefja þau hlýju og stuðning. Sjálf hef ég tekið þátt í umræðunni um börn í skólakerfinu sem þurfa á því að halda að sameina skóla- og velferðarkerfið mun betur og hef ég skrifað um það nokkrar greinar. Ég hef kallað eftir því að það verði innleidd áfallamiðuð nálgun (e. Trauma informed care) inn í kerfi samfélagsins. Því eins og fjölmargar rannsóknir benda okkur á getur það skipt sköpum að grípa börn um leið og þau upplifa erfiða hluti. Með því að leggja til að innleiða áfallamiðaða nálgun í skólakerfinu er ég ekki að ætlast til þess að allir kennarar eða annað skólastarfsfólk verði að einhvers konar sálfræðingum meðfram kennslunni. Þvert á móti legg ég heldur til að starfsfólk njóti frekar mun meiri stuðnings og fái handleiðslu þegar það kemur að því að takast á við afleiðingar þess að börn upplifi sorg, streitu eða annars konar erfiðar tilfinningar eftir áföll. Skömm deyr þegar sagt er frá í öruggu umhverfi Hluti af pakkadíl lífsins eru alls konar byltur, mótbyr og öldugangur. Það er samt svo þungur byrgði falin í því að þurfa að skammast sín fyrir það að verða fyrir þessum byltum. Það að mega ekki segja það bara upphátt og gráta svolítið án þess að upplifa skömm eykur bara á vandann frekar en losar um streituna sem hann veldur.Einn fyrsti liðurinn í því að innleiða áfallamiðaða nálgun er að normalisera það að ræða opinskátt um það sem hrjáir okkur og hversu erfitt það getur verið að halda jafnvægi á brimbretti í öldugangi lífsins. Höfundur er með diplóma í sálgæslufræðum frá EHÍ.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun