Áfengislögin og réttarvitund almennings Ólafur Stephensen skrifar 31. janúar 2023 22:00 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform sín um að afnema hið fortakslausa bann sem áfengislög leggja við framleiðslu áfengis til einkaneyzlu og leyfa þannig heimabrugg áfengis með gerjun (framleiðslu bjórs og víns). Þessi tillaga er rökstudd þannig í áformaskjali dómsmálaráðuneytisins: „Umrætt bann hefur verið í gildi á Íslandi um langt skeið. Þrátt fyrir bannið hefur framleiðsla áfengis til einkaneyslu, oftast kallað heimabruggun, tíðkast í seinni tíð víða í samfélaginu fyrir opnum dyrum. Á undanförnum árum hefur orðið til rík menning heimabruggunar, þá sérstaklega á bjór, samhliða vexti handverksbrugghúsa sem hafa hafið starfsemi sína um land allt. Félög hafa verið stofnuð utan um heimabruggun áfengis til einkaneyslu, námskeið um slíka bruggun verið auglýst opinberlega og almenn umræða átt sér stað fyrir opnum tjöldum um athæfið. Almenningur virðist lítt upplýstur um að heimabruggun áfengis til einkaneyslu feli í sér refsiverðan verknað, sem bendir til þess að réttarvitund almennings kunni að vera á skjön við hið lögfesta og fortakslausa bann í 4. gr. áfengislaga. Með vísan til framangreinds er talið tímabært að taka til skoðunar hvort enn séu rök fyrir því að skilgreina heimabruggun sem refsiverða háttsemi samkvæmt lögum.“ Auðvelt er að vera sammála þessum rökstuðningi. Auðvitað er fáránlegt að halda í löggjöf sem engum dettur í hug að fara eftir. Bannið við heimabruggi er gott dæmi um þá hræsni og tvískinnung sem oft einkennir umræðuna um áfengismál á Íslandi; í nafni lýðheilsu og forvarna er ríghaldið í boð og bönn sem borgararnir eru löngu hættir að virða vegna þess að þau eru ekki í neinu samræmi við réttarvitund þeirra. Gera þau þá eitthvert gagn? Löggjöf úr takti við raunveruleikann Það er ekki bara bannið við heimabruggi, sem er þessu marki brennt. Margt fleira í áfengislögunum er ekki í neinu samræmi við nútímann eða réttarvitund almennings. Tökum nokkur dæmi: • Smásala áfengis er samkvæmt laganna hljóðan bönnuð öðrum en ríkinu. Hún fer þó fram fyrir opnum tjöldum með ýmsum hætti. Áfengi, sem viðskiptavinir geta haft óopnað með sér, er þannig selt í matvörubúð í Leifsstöð vegna þess að hún er einnig með veitingasölu. Með sama hætti selja vegasjoppur víða um land ferðalöngum áfengi sem þeir þurfa ekki að neyta á staðnum. Til skamms tíma var auðvelt að kaupa áfengi í neytendaumbúðum hjá smærri brugghúsum, þrátt fyrir að lagaheimild til þess skorti. Vínsmökkunarklúbbar hafa um langt skeið verið starfræktir, sem selja meðlimum sínum áfengi i áskrift án aðkomu ríkisins. Þeir voru til skamms tíma lokaðir, en sú breyting hefur orðið á að slík starfsemi er nú auglýst og rekin fyrir opnum tjöldum. Öll þessi starfsemi er látin óátalin af stjórnvöldum, lögreglu og öðrum eftirlitsstofnunum – rétt eins og heimabrugg – einmitt vegna þess að hún misbýður ekki með nokkrum hætti réttarvitund almennings. • Innlend netverzlun með áfengi er ekki heimil samkvæmt skilningi dómsmálaráðuneytisins, sbr. bréf ráðuneytisins til Félags atvinnurekenda dags. 8. október 2021. Hún fer engu að síður fram fyrir opnum tjöldum. Innlendum netverzlunum fer fjölgandi og umsvif þeirra fara hratt vaxandi. Aftur má telja þetta í fullu samræmi við réttarvitund almennings og stjórnvöld hafa ekki hlutazt til um þessa starfsemi. Hins vegar er það svo að sé ekki annaðhvort gert skýrt af hálfu ráðuneytisins að þessi starfsemi samræmist lögum eða þá lögum breytt þannig að lögmætið sé skýrt, halda ýmis gróin fyrirtæki á áfengismarkaðnum áfram að sér höndum varðandi netverzlun. Fyrirtæki sem er annt um orðspor sitt vilja ekki taka þá áhættu að gerast brotleg við lög – jafnvel þótt lögin séu úrelt og bjánaleg. Þetta gefur þeim, sem eru reiðubúnir að taka áhættuna, samkeppnisforskot. • Bann áfengislaganna við áfengisauglýsingum er fortakslaust og refsivert, rétt eins og bannið við heimabruggi. Allir vita þó að það bann heldur ekki í raun. Áfengisauglýsingar eru fyrir augum íslenzkra neytenda daglega; í erlendum blöðum og tímaritum sem seld eru hér á landi, á íþróttaviðburðum sem sjónvarpað er beint hér á landi og á alþjóðlegum samfélagsmiðlum og vefsíðum. Þetta brýtur ekki gegn réttarvitund almennings og stjórnvöld skipta sér ekki af starfseminni enda hafa þau oft og tíðum enga möguleika til þess þar sem lögsaga þeirra nær ekki til hinna alþjóðlegu miðla. Þeir, sem fyrst og fremst tapa á auglýsingabanni áfengislaganna, eru innlend fyrirtæki. Í fyrsta lagi innlendir áfengisframleiðendur, sem ekki geta auglýst vörur sínar í innlendum miðlum nema þá með óbeinum hætti með því að auglýsa sömu vörumerki án áfengisinnihalds eða innan við 2,25% styrkleika. Í öðru lagi innlendir fjölmiðlar sem njóta ekki tekna af áfengisauglýsingum innlendra aðila á áfengismarkaði. Þeir síðarnefndu skipta fremur við hina alþjóðlegu samfélagsmiðla, sem njóta þá teknanna. Í þriðja lagi innlend auglýsinga- og markaðsfyrirtæki, sem einnig missa spón úr aski sínum. Þetta er fráleit staða. Er villta vestrið gott fyrir lýðheilsuna? Af ofangreindu leiðir að engar reglur eru til um starfsemi, sem engu að síður þrífst og fer fram fyrir opnum tjöldum. Þannig eru engar reglur til um netverzlun með áfengi, t.d. hvernig viðskiptavinir auðkenna sig og sanna aldur sinn eða hver afhendingarfrestur er eftir að viðskipti hafa farið fram. Engar reglur eru heldur til um áfengisauglýsingar, hvernig þær skuli úr garði gerðar eða að hverjum þær megi beinast, vegna þess að löggjöfin gengur út frá því að þær séu ekki til. Er skynsamlegt að leyfa þessu ástandi að viðgangast? Út frá lýðheilsu- og forvarnasjónarmiðum, sem oft er haldið á lofti í umræðu um áfengismarkaðinn, er miklu vænlegra að leyfa starfsemina með afdráttarlausum hætti og setja um leið um hana skýrar og skynsamlegar reglur, en að viðhalda ástandi, sem helzt má kenna við villta vestrið. Almennt talað er miklu nær að leitast við að ná lýðheilsumarkmiðum með forvörnum og upplýsingu en með boðum og bönnum sem almenningi dettur ekki í hug að virða. Það er gott hjá Jóni Gunnarssyni að vilja færa ákvæði áfengislaganna um heimabrugg til samræmis við réttarvitund almennings. En hann þarf að stíga miklu stærri skref. Stjórnvöld geta ekki dregið öllu lengur að fara í heildstæða endurskoðun áfengislaganna með hliðsjón af breytingum á samfélagsháttum, tækni og viðskiptaháttum, og færa þau til samræmis við raunveruleikann og réttarvitund almennings. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Áfengi og tóbak Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform sín um að afnema hið fortakslausa bann sem áfengislög leggja við framleiðslu áfengis til einkaneyzlu og leyfa þannig heimabrugg áfengis með gerjun (framleiðslu bjórs og víns). Þessi tillaga er rökstudd þannig í áformaskjali dómsmálaráðuneytisins: „Umrætt bann hefur verið í gildi á Íslandi um langt skeið. Þrátt fyrir bannið hefur framleiðsla áfengis til einkaneyslu, oftast kallað heimabruggun, tíðkast í seinni tíð víða í samfélaginu fyrir opnum dyrum. Á undanförnum árum hefur orðið til rík menning heimabruggunar, þá sérstaklega á bjór, samhliða vexti handverksbrugghúsa sem hafa hafið starfsemi sína um land allt. Félög hafa verið stofnuð utan um heimabruggun áfengis til einkaneyslu, námskeið um slíka bruggun verið auglýst opinberlega og almenn umræða átt sér stað fyrir opnum tjöldum um athæfið. Almenningur virðist lítt upplýstur um að heimabruggun áfengis til einkaneyslu feli í sér refsiverðan verknað, sem bendir til þess að réttarvitund almennings kunni að vera á skjön við hið lögfesta og fortakslausa bann í 4. gr. áfengislaga. Með vísan til framangreinds er talið tímabært að taka til skoðunar hvort enn séu rök fyrir því að skilgreina heimabruggun sem refsiverða háttsemi samkvæmt lögum.“ Auðvelt er að vera sammála þessum rökstuðningi. Auðvitað er fáránlegt að halda í löggjöf sem engum dettur í hug að fara eftir. Bannið við heimabruggi er gott dæmi um þá hræsni og tvískinnung sem oft einkennir umræðuna um áfengismál á Íslandi; í nafni lýðheilsu og forvarna er ríghaldið í boð og bönn sem borgararnir eru löngu hættir að virða vegna þess að þau eru ekki í neinu samræmi við réttarvitund þeirra. Gera þau þá eitthvert gagn? Löggjöf úr takti við raunveruleikann Það er ekki bara bannið við heimabruggi, sem er þessu marki brennt. Margt fleira í áfengislögunum er ekki í neinu samræmi við nútímann eða réttarvitund almennings. Tökum nokkur dæmi: • Smásala áfengis er samkvæmt laganna hljóðan bönnuð öðrum en ríkinu. Hún fer þó fram fyrir opnum tjöldum með ýmsum hætti. Áfengi, sem viðskiptavinir geta haft óopnað með sér, er þannig selt í matvörubúð í Leifsstöð vegna þess að hún er einnig með veitingasölu. Með sama hætti selja vegasjoppur víða um land ferðalöngum áfengi sem þeir þurfa ekki að neyta á staðnum. Til skamms tíma var auðvelt að kaupa áfengi í neytendaumbúðum hjá smærri brugghúsum, þrátt fyrir að lagaheimild til þess skorti. Vínsmökkunarklúbbar hafa um langt skeið verið starfræktir, sem selja meðlimum sínum áfengi i áskrift án aðkomu ríkisins. Þeir voru til skamms tíma lokaðir, en sú breyting hefur orðið á að slík starfsemi er nú auglýst og rekin fyrir opnum tjöldum. Öll þessi starfsemi er látin óátalin af stjórnvöldum, lögreglu og öðrum eftirlitsstofnunum – rétt eins og heimabrugg – einmitt vegna þess að hún misbýður ekki með nokkrum hætti réttarvitund almennings. • Innlend netverzlun með áfengi er ekki heimil samkvæmt skilningi dómsmálaráðuneytisins, sbr. bréf ráðuneytisins til Félags atvinnurekenda dags. 8. október 2021. Hún fer engu að síður fram fyrir opnum tjöldum. Innlendum netverzlunum fer fjölgandi og umsvif þeirra fara hratt vaxandi. Aftur má telja þetta í fullu samræmi við réttarvitund almennings og stjórnvöld hafa ekki hlutazt til um þessa starfsemi. Hins vegar er það svo að sé ekki annaðhvort gert skýrt af hálfu ráðuneytisins að þessi starfsemi samræmist lögum eða þá lögum breytt þannig að lögmætið sé skýrt, halda ýmis gróin fyrirtæki á áfengismarkaðnum áfram að sér höndum varðandi netverzlun. Fyrirtæki sem er annt um orðspor sitt vilja ekki taka þá áhættu að gerast brotleg við lög – jafnvel þótt lögin séu úrelt og bjánaleg. Þetta gefur þeim, sem eru reiðubúnir að taka áhættuna, samkeppnisforskot. • Bann áfengislaganna við áfengisauglýsingum er fortakslaust og refsivert, rétt eins og bannið við heimabruggi. Allir vita þó að það bann heldur ekki í raun. Áfengisauglýsingar eru fyrir augum íslenzkra neytenda daglega; í erlendum blöðum og tímaritum sem seld eru hér á landi, á íþróttaviðburðum sem sjónvarpað er beint hér á landi og á alþjóðlegum samfélagsmiðlum og vefsíðum. Þetta brýtur ekki gegn réttarvitund almennings og stjórnvöld skipta sér ekki af starfseminni enda hafa þau oft og tíðum enga möguleika til þess þar sem lögsaga þeirra nær ekki til hinna alþjóðlegu miðla. Þeir, sem fyrst og fremst tapa á auglýsingabanni áfengislaganna, eru innlend fyrirtæki. Í fyrsta lagi innlendir áfengisframleiðendur, sem ekki geta auglýst vörur sínar í innlendum miðlum nema þá með óbeinum hætti með því að auglýsa sömu vörumerki án áfengisinnihalds eða innan við 2,25% styrkleika. Í öðru lagi innlendir fjölmiðlar sem njóta ekki tekna af áfengisauglýsingum innlendra aðila á áfengismarkaði. Þeir síðarnefndu skipta fremur við hina alþjóðlegu samfélagsmiðla, sem njóta þá teknanna. Í þriðja lagi innlend auglýsinga- og markaðsfyrirtæki, sem einnig missa spón úr aski sínum. Þetta er fráleit staða. Er villta vestrið gott fyrir lýðheilsuna? Af ofangreindu leiðir að engar reglur eru til um starfsemi, sem engu að síður þrífst og fer fram fyrir opnum tjöldum. Þannig eru engar reglur til um netverzlun með áfengi, t.d. hvernig viðskiptavinir auðkenna sig og sanna aldur sinn eða hver afhendingarfrestur er eftir að viðskipti hafa farið fram. Engar reglur eru heldur til um áfengisauglýsingar, hvernig þær skuli úr garði gerðar eða að hverjum þær megi beinast, vegna þess að löggjöfin gengur út frá því að þær séu ekki til. Er skynsamlegt að leyfa þessu ástandi að viðgangast? Út frá lýðheilsu- og forvarnasjónarmiðum, sem oft er haldið á lofti í umræðu um áfengismarkaðinn, er miklu vænlegra að leyfa starfsemina með afdráttarlausum hætti og setja um leið um hana skýrar og skynsamlegar reglur, en að viðhalda ástandi, sem helzt má kenna við villta vestrið. Almennt talað er miklu nær að leitast við að ná lýðheilsumarkmiðum með forvörnum og upplýsingu en með boðum og bönnum sem almenningi dettur ekki í hug að virða. Það er gott hjá Jóni Gunnarssyni að vilja færa ákvæði áfengislaganna um heimabrugg til samræmis við réttarvitund almennings. En hann þarf að stíga miklu stærri skref. Stjórnvöld geta ekki dregið öllu lengur að fara í heildstæða endurskoðun áfengislaganna með hliðsjón af breytingum á samfélagsháttum, tækni og viðskiptaháttum, og færa þau til samræmis við raunveruleikann og réttarvitund almennings. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar