27,6% þjóðarinnar drekkur ekki áfengi Sólrún María Reginsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 08:32 Af hverju ekki? Einhver sagði að vikan milli jóla og nýárs væri besta vika ársins. Þá ætlast enginn til neins af þér, öll markmið liggja í þægilegum dvala á leið til endurskoðunar, þú hefur áorkað hinu og þessu á árinu sem er að líða og í þessa einu stuttu viku er engin pressa. Fyrstu dagar og vikurnar á nýju ári lúta hins vegar öðrum lögmálum. Þá skal tekið á því á öllum sviðum, allar fyrri útgáfur af besta sjálfinu blikna í samanburði við þá ofurmanneskju sem nú rýs upp eins og Fönix úr lystisemdasvalli hátíðanna. Desembermánuður er jafnan undirlagður af hinum ýmsu uppákomum og mannamótum fyrir utan náttúrlega jólin sjálf og svo auðvitað áramótin. Með reglulegu millibili yfir árið dúkka hins vegar upp mánuðir þar sem fólk er hvatt til að staldra við og skoða öðru fremur áfengisneyslu sína. Flestir rekja þeir ættir sínar til erlendra áhrifa; Dry January, No Drink November, Sober October og fleiri. Hér á landi hleyptum við Edrúar af stokkunum í febrúar í fyrra og hvort sem fólk kýs að líta á þessi átök sem einhverskonar tímabundið straff eða ekki, eru þau kannski fyrst og fremst góð til að vekja fólk til umhugsunar um eigin áfengisneyslu og hvernig það vill raunverulega haga henni. Sódavatn með sítrónu Samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var síðastliðið haust kemur í ljós að ríflega 27% landsmanna drekka ekki áfengi. Þetta er fjöldi fólks, fólks sem fer á mannamót, út að borða, iðkar félagslíf eða hefur það huggulegt með vinum og fjölskyldu. Það val að drekka ekki áfengi hefur jafnan verið skilgreint út frá tveimur þáttum. Annars vegar að ekki sé þörf á að bjóða þessum hópi upp á annað en sódavatn með sítrónu og hins vegar að þetta fólk sé kannski ekki alveg eins hresst og skemmtilegt og aðrir. Félagslegi þátturinn vegur þungt. Mörg þeirra sem velja að sleppa áfengi af ólíkum ástæðum geta borið vitni um þrýsting frá samferðafólki sem vissulega er til staðar og getur meira að segja orðið kjánalega mikill í sumum tilfellum. Áfengi er eini vímugjafinn sem fólk þarf að afsaka eða útskýra að það noti ekki, sem er vissulega umhugsunarvert. Ímyndin af áfengislausum drykkjum, sem á einhvern hátt eiga að koma í staðinn fyrir eða standa jafnfætis þeim áfengu, er hvorki sterk né aðlaðandi. Lítill metnaður hefur verið lagður í slíka framleiðslu þar sem eftirspurnin hefur þótt lítil. Hvort tveggja hefur breyst gríðarlega á undanförnum árum. Með aukinni eftirspurn hafa metnaðarfullir framleiðendur lagt allt sitt í að þróa og búa til hágæða drykki, allt frá skotheldum bjór og margslungnum vínum til ferskra kokteila – án áfengis. Tölurnar sýna okkur að í 100 manna veislu munu tæplega 30 manns ekki drekka áfengi. Af hverju ekki að koma til móts við þetta fólk á sama hátt og bjóða því upp á að skála og gera sér glaðan dag með góðum drykk? Sjálfskipaður driver? Að velja að sleppa áfengi að öllu eða hluta er val hvers og eins. Ástæðurnar sem búa að baki geta verið ótalmargar og af ýmsum toga. Predikanir eða neikvæðni eru tól sem ekki endilega gefa fólki sanngjarnt tækifæri til að vega og meta kosti þess og galla að neyta áfengis. Hjá mörgum er þó nokkuð sterkt orsakasamhengi á milli þess að neyta áfengis og taka aðeins erfiðari spor daginn eftir og rannsóknir hafa tekið af öll tvímæli um að áfengi er ekki heilsubætandi. Orðræða samfélagsins og ábyrgð í þessu máli skiptir líka máli. Hin normalíseraða hugmynd margra að drykkir fyrir þau áfengislausu séu einhverskonar auka vesen eða höfuðverkur ætti að falla um sig sjálfa ef fólk ætti þess einfaldlega kost að kippa með flösku af áfengislausu rósavíni við hlið þess áfenga í Vínbúð hins opinbera, nokkuð sem er ekki raunin í dag. Það er síðan sérstakt umræðuefni hvers vegna Áfengis- og tóbakverslun ríkisins hefur tekið ákvörðun um að banna sölu áfengislausra valkosta í sínum verslunum, þvert á sambærilegar verslanir í bæði Svíþjóð og Noregi. Þar státa opinberir vínsalar sér af því að vera samfélagslega ábyrg og bjóða upp á áfengislausa valkosti í búðunum sínum með frábærum árangri og ánægju viðskiptavina og eiganda. Í Edrúar hvetjum við fólk til að skoða áfengisneyslu sína með eigin velferð í huga en jafnframt gefa nýjum áfengislausum drykkjum gaum sem gæti ýmist verið góð vending eða viðbót í lífið. Það á ekki að vera flókið, vesen eða leiðinlegt að velja að sleppa áfengi til lengri eða skemmri tíma. Svo ef einhver spyr „Af hverju ertu ekki að drekka?“ má einfaldlega svara: „Af hverju ekki?“ Höfundur er eigandi Tefélagsins og Akkúrat, sem staðið hafa fyrir átakinu Edrúar undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Af hverju ekki? Einhver sagði að vikan milli jóla og nýárs væri besta vika ársins. Þá ætlast enginn til neins af þér, öll markmið liggja í þægilegum dvala á leið til endurskoðunar, þú hefur áorkað hinu og þessu á árinu sem er að líða og í þessa einu stuttu viku er engin pressa. Fyrstu dagar og vikurnar á nýju ári lúta hins vegar öðrum lögmálum. Þá skal tekið á því á öllum sviðum, allar fyrri útgáfur af besta sjálfinu blikna í samanburði við þá ofurmanneskju sem nú rýs upp eins og Fönix úr lystisemdasvalli hátíðanna. Desembermánuður er jafnan undirlagður af hinum ýmsu uppákomum og mannamótum fyrir utan náttúrlega jólin sjálf og svo auðvitað áramótin. Með reglulegu millibili yfir árið dúkka hins vegar upp mánuðir þar sem fólk er hvatt til að staldra við og skoða öðru fremur áfengisneyslu sína. Flestir rekja þeir ættir sínar til erlendra áhrifa; Dry January, No Drink November, Sober October og fleiri. Hér á landi hleyptum við Edrúar af stokkunum í febrúar í fyrra og hvort sem fólk kýs að líta á þessi átök sem einhverskonar tímabundið straff eða ekki, eru þau kannski fyrst og fremst góð til að vekja fólk til umhugsunar um eigin áfengisneyslu og hvernig það vill raunverulega haga henni. Sódavatn með sítrónu Samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var síðastliðið haust kemur í ljós að ríflega 27% landsmanna drekka ekki áfengi. Þetta er fjöldi fólks, fólks sem fer á mannamót, út að borða, iðkar félagslíf eða hefur það huggulegt með vinum og fjölskyldu. Það val að drekka ekki áfengi hefur jafnan verið skilgreint út frá tveimur þáttum. Annars vegar að ekki sé þörf á að bjóða þessum hópi upp á annað en sódavatn með sítrónu og hins vegar að þetta fólk sé kannski ekki alveg eins hresst og skemmtilegt og aðrir. Félagslegi þátturinn vegur þungt. Mörg þeirra sem velja að sleppa áfengi af ólíkum ástæðum geta borið vitni um þrýsting frá samferðafólki sem vissulega er til staðar og getur meira að segja orðið kjánalega mikill í sumum tilfellum. Áfengi er eini vímugjafinn sem fólk þarf að afsaka eða útskýra að það noti ekki, sem er vissulega umhugsunarvert. Ímyndin af áfengislausum drykkjum, sem á einhvern hátt eiga að koma í staðinn fyrir eða standa jafnfætis þeim áfengu, er hvorki sterk né aðlaðandi. Lítill metnaður hefur verið lagður í slíka framleiðslu þar sem eftirspurnin hefur þótt lítil. Hvort tveggja hefur breyst gríðarlega á undanförnum árum. Með aukinni eftirspurn hafa metnaðarfullir framleiðendur lagt allt sitt í að þróa og búa til hágæða drykki, allt frá skotheldum bjór og margslungnum vínum til ferskra kokteila – án áfengis. Tölurnar sýna okkur að í 100 manna veislu munu tæplega 30 manns ekki drekka áfengi. Af hverju ekki að koma til móts við þetta fólk á sama hátt og bjóða því upp á að skála og gera sér glaðan dag með góðum drykk? Sjálfskipaður driver? Að velja að sleppa áfengi að öllu eða hluta er val hvers og eins. Ástæðurnar sem búa að baki geta verið ótalmargar og af ýmsum toga. Predikanir eða neikvæðni eru tól sem ekki endilega gefa fólki sanngjarnt tækifæri til að vega og meta kosti þess og galla að neyta áfengis. Hjá mörgum er þó nokkuð sterkt orsakasamhengi á milli þess að neyta áfengis og taka aðeins erfiðari spor daginn eftir og rannsóknir hafa tekið af öll tvímæli um að áfengi er ekki heilsubætandi. Orðræða samfélagsins og ábyrgð í þessu máli skiptir líka máli. Hin normalíseraða hugmynd margra að drykkir fyrir þau áfengislausu séu einhverskonar auka vesen eða höfuðverkur ætti að falla um sig sjálfa ef fólk ætti þess einfaldlega kost að kippa með flösku af áfengislausu rósavíni við hlið þess áfenga í Vínbúð hins opinbera, nokkuð sem er ekki raunin í dag. Það er síðan sérstakt umræðuefni hvers vegna Áfengis- og tóbakverslun ríkisins hefur tekið ákvörðun um að banna sölu áfengislausra valkosta í sínum verslunum, þvert á sambærilegar verslanir í bæði Svíþjóð og Noregi. Þar státa opinberir vínsalar sér af því að vera samfélagslega ábyrg og bjóða upp á áfengislausa valkosti í búðunum sínum með frábærum árangri og ánægju viðskiptavina og eiganda. Í Edrúar hvetjum við fólk til að skoða áfengisneyslu sína með eigin velferð í huga en jafnframt gefa nýjum áfengislausum drykkjum gaum sem gæti ýmist verið góð vending eða viðbót í lífið. Það á ekki að vera flókið, vesen eða leiðinlegt að velja að sleppa áfengi til lengri eða skemmri tíma. Svo ef einhver spyr „Af hverju ertu ekki að drekka?“ má einfaldlega svara: „Af hverju ekki?“ Höfundur er eigandi Tefélagsins og Akkúrat, sem staðið hafa fyrir átakinu Edrúar undanfarin ár.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar