27,6% þjóðarinnar drekkur ekki áfengi Sólrún María Reginsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 08:32 Af hverju ekki? Einhver sagði að vikan milli jóla og nýárs væri besta vika ársins. Þá ætlast enginn til neins af þér, öll markmið liggja í þægilegum dvala á leið til endurskoðunar, þú hefur áorkað hinu og þessu á árinu sem er að líða og í þessa einu stuttu viku er engin pressa. Fyrstu dagar og vikurnar á nýju ári lúta hins vegar öðrum lögmálum. Þá skal tekið á því á öllum sviðum, allar fyrri útgáfur af besta sjálfinu blikna í samanburði við þá ofurmanneskju sem nú rýs upp eins og Fönix úr lystisemdasvalli hátíðanna. Desembermánuður er jafnan undirlagður af hinum ýmsu uppákomum og mannamótum fyrir utan náttúrlega jólin sjálf og svo auðvitað áramótin. Með reglulegu millibili yfir árið dúkka hins vegar upp mánuðir þar sem fólk er hvatt til að staldra við og skoða öðru fremur áfengisneyslu sína. Flestir rekja þeir ættir sínar til erlendra áhrifa; Dry January, No Drink November, Sober October og fleiri. Hér á landi hleyptum við Edrúar af stokkunum í febrúar í fyrra og hvort sem fólk kýs að líta á þessi átök sem einhverskonar tímabundið straff eða ekki, eru þau kannski fyrst og fremst góð til að vekja fólk til umhugsunar um eigin áfengisneyslu og hvernig það vill raunverulega haga henni. Sódavatn með sítrónu Samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var síðastliðið haust kemur í ljós að ríflega 27% landsmanna drekka ekki áfengi. Þetta er fjöldi fólks, fólks sem fer á mannamót, út að borða, iðkar félagslíf eða hefur það huggulegt með vinum og fjölskyldu. Það val að drekka ekki áfengi hefur jafnan verið skilgreint út frá tveimur þáttum. Annars vegar að ekki sé þörf á að bjóða þessum hópi upp á annað en sódavatn með sítrónu og hins vegar að þetta fólk sé kannski ekki alveg eins hresst og skemmtilegt og aðrir. Félagslegi þátturinn vegur þungt. Mörg þeirra sem velja að sleppa áfengi af ólíkum ástæðum geta borið vitni um þrýsting frá samferðafólki sem vissulega er til staðar og getur meira að segja orðið kjánalega mikill í sumum tilfellum. Áfengi er eini vímugjafinn sem fólk þarf að afsaka eða útskýra að það noti ekki, sem er vissulega umhugsunarvert. Ímyndin af áfengislausum drykkjum, sem á einhvern hátt eiga að koma í staðinn fyrir eða standa jafnfætis þeim áfengu, er hvorki sterk né aðlaðandi. Lítill metnaður hefur verið lagður í slíka framleiðslu þar sem eftirspurnin hefur þótt lítil. Hvort tveggja hefur breyst gríðarlega á undanförnum árum. Með aukinni eftirspurn hafa metnaðarfullir framleiðendur lagt allt sitt í að þróa og búa til hágæða drykki, allt frá skotheldum bjór og margslungnum vínum til ferskra kokteila – án áfengis. Tölurnar sýna okkur að í 100 manna veislu munu tæplega 30 manns ekki drekka áfengi. Af hverju ekki að koma til móts við þetta fólk á sama hátt og bjóða því upp á að skála og gera sér glaðan dag með góðum drykk? Sjálfskipaður driver? Að velja að sleppa áfengi að öllu eða hluta er val hvers og eins. Ástæðurnar sem búa að baki geta verið ótalmargar og af ýmsum toga. Predikanir eða neikvæðni eru tól sem ekki endilega gefa fólki sanngjarnt tækifæri til að vega og meta kosti þess og galla að neyta áfengis. Hjá mörgum er þó nokkuð sterkt orsakasamhengi á milli þess að neyta áfengis og taka aðeins erfiðari spor daginn eftir og rannsóknir hafa tekið af öll tvímæli um að áfengi er ekki heilsubætandi. Orðræða samfélagsins og ábyrgð í þessu máli skiptir líka máli. Hin normalíseraða hugmynd margra að drykkir fyrir þau áfengislausu séu einhverskonar auka vesen eða höfuðverkur ætti að falla um sig sjálfa ef fólk ætti þess einfaldlega kost að kippa með flösku af áfengislausu rósavíni við hlið þess áfenga í Vínbúð hins opinbera, nokkuð sem er ekki raunin í dag. Það er síðan sérstakt umræðuefni hvers vegna Áfengis- og tóbakverslun ríkisins hefur tekið ákvörðun um að banna sölu áfengislausra valkosta í sínum verslunum, þvert á sambærilegar verslanir í bæði Svíþjóð og Noregi. Þar státa opinberir vínsalar sér af því að vera samfélagslega ábyrg og bjóða upp á áfengislausa valkosti í búðunum sínum með frábærum árangri og ánægju viðskiptavina og eiganda. Í Edrúar hvetjum við fólk til að skoða áfengisneyslu sína með eigin velferð í huga en jafnframt gefa nýjum áfengislausum drykkjum gaum sem gæti ýmist verið góð vending eða viðbót í lífið. Það á ekki að vera flókið, vesen eða leiðinlegt að velja að sleppa áfengi til lengri eða skemmri tíma. Svo ef einhver spyr „Af hverju ertu ekki að drekka?“ má einfaldlega svara: „Af hverju ekki?“ Höfundur er eigandi Tefélagsins og Akkúrat, sem staðið hafa fyrir átakinu Edrúar undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Af hverju ekki? Einhver sagði að vikan milli jóla og nýárs væri besta vika ársins. Þá ætlast enginn til neins af þér, öll markmið liggja í þægilegum dvala á leið til endurskoðunar, þú hefur áorkað hinu og þessu á árinu sem er að líða og í þessa einu stuttu viku er engin pressa. Fyrstu dagar og vikurnar á nýju ári lúta hins vegar öðrum lögmálum. Þá skal tekið á því á öllum sviðum, allar fyrri útgáfur af besta sjálfinu blikna í samanburði við þá ofurmanneskju sem nú rýs upp eins og Fönix úr lystisemdasvalli hátíðanna. Desembermánuður er jafnan undirlagður af hinum ýmsu uppákomum og mannamótum fyrir utan náttúrlega jólin sjálf og svo auðvitað áramótin. Með reglulegu millibili yfir árið dúkka hins vegar upp mánuðir þar sem fólk er hvatt til að staldra við og skoða öðru fremur áfengisneyslu sína. Flestir rekja þeir ættir sínar til erlendra áhrifa; Dry January, No Drink November, Sober October og fleiri. Hér á landi hleyptum við Edrúar af stokkunum í febrúar í fyrra og hvort sem fólk kýs að líta á þessi átök sem einhverskonar tímabundið straff eða ekki, eru þau kannski fyrst og fremst góð til að vekja fólk til umhugsunar um eigin áfengisneyslu og hvernig það vill raunverulega haga henni. Sódavatn með sítrónu Samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var síðastliðið haust kemur í ljós að ríflega 27% landsmanna drekka ekki áfengi. Þetta er fjöldi fólks, fólks sem fer á mannamót, út að borða, iðkar félagslíf eða hefur það huggulegt með vinum og fjölskyldu. Það val að drekka ekki áfengi hefur jafnan verið skilgreint út frá tveimur þáttum. Annars vegar að ekki sé þörf á að bjóða þessum hópi upp á annað en sódavatn með sítrónu og hins vegar að þetta fólk sé kannski ekki alveg eins hresst og skemmtilegt og aðrir. Félagslegi þátturinn vegur þungt. Mörg þeirra sem velja að sleppa áfengi af ólíkum ástæðum geta borið vitni um þrýsting frá samferðafólki sem vissulega er til staðar og getur meira að segja orðið kjánalega mikill í sumum tilfellum. Áfengi er eini vímugjafinn sem fólk þarf að afsaka eða útskýra að það noti ekki, sem er vissulega umhugsunarvert. Ímyndin af áfengislausum drykkjum, sem á einhvern hátt eiga að koma í staðinn fyrir eða standa jafnfætis þeim áfengu, er hvorki sterk né aðlaðandi. Lítill metnaður hefur verið lagður í slíka framleiðslu þar sem eftirspurnin hefur þótt lítil. Hvort tveggja hefur breyst gríðarlega á undanförnum árum. Með aukinni eftirspurn hafa metnaðarfullir framleiðendur lagt allt sitt í að þróa og búa til hágæða drykki, allt frá skotheldum bjór og margslungnum vínum til ferskra kokteila – án áfengis. Tölurnar sýna okkur að í 100 manna veislu munu tæplega 30 manns ekki drekka áfengi. Af hverju ekki að koma til móts við þetta fólk á sama hátt og bjóða því upp á að skála og gera sér glaðan dag með góðum drykk? Sjálfskipaður driver? Að velja að sleppa áfengi að öllu eða hluta er val hvers og eins. Ástæðurnar sem búa að baki geta verið ótalmargar og af ýmsum toga. Predikanir eða neikvæðni eru tól sem ekki endilega gefa fólki sanngjarnt tækifæri til að vega og meta kosti þess og galla að neyta áfengis. Hjá mörgum er þó nokkuð sterkt orsakasamhengi á milli þess að neyta áfengis og taka aðeins erfiðari spor daginn eftir og rannsóknir hafa tekið af öll tvímæli um að áfengi er ekki heilsubætandi. Orðræða samfélagsins og ábyrgð í þessu máli skiptir líka máli. Hin normalíseraða hugmynd margra að drykkir fyrir þau áfengislausu séu einhverskonar auka vesen eða höfuðverkur ætti að falla um sig sjálfa ef fólk ætti þess einfaldlega kost að kippa með flösku af áfengislausu rósavíni við hlið þess áfenga í Vínbúð hins opinbera, nokkuð sem er ekki raunin í dag. Það er síðan sérstakt umræðuefni hvers vegna Áfengis- og tóbakverslun ríkisins hefur tekið ákvörðun um að banna sölu áfengislausra valkosta í sínum verslunum, þvert á sambærilegar verslanir í bæði Svíþjóð og Noregi. Þar státa opinberir vínsalar sér af því að vera samfélagslega ábyrg og bjóða upp á áfengislausa valkosti í búðunum sínum með frábærum árangri og ánægju viðskiptavina og eiganda. Í Edrúar hvetjum við fólk til að skoða áfengisneyslu sína með eigin velferð í huga en jafnframt gefa nýjum áfengislausum drykkjum gaum sem gæti ýmist verið góð vending eða viðbót í lífið. Það á ekki að vera flókið, vesen eða leiðinlegt að velja að sleppa áfengi til lengri eða skemmri tíma. Svo ef einhver spyr „Af hverju ertu ekki að drekka?“ má einfaldlega svara: „Af hverju ekki?“ Höfundur er eigandi Tefélagsins og Akkúrat, sem staðið hafa fyrir átakinu Edrúar undanfarin ár.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun