Grasrót gegn útlendingafrumvarpi Hópur fólks innan Vinstri grænna skrifar 27. janúar 2023 11:31 Enn er reynt að þröngva frumvarpi um útlendinga í gegn um þingið með örlitlum breytingum. Umrætt frumvarp einkennist af útlendingaandúð og virðist hafa það eitt að markmiði að neita fleirum, enn hraðar, um hæli. Um leið er viðkomandi refsað með ómannúðlegri og ómanneskjulegri meðferð, mögulega án læknisaðstoðar eða annarrar virðingar á grunnmannréttindum. Skortur er á samráði við þá aðila sem vinna og koma að málaflokknum, aðilum með sérþekkingu og reynslu, já og eldri kynslóðir útlendinga sem þekkja af eigin raun hvernig betur má að slíku standa. Það sanna ótal umsagnir frá fagaðilum og mannréttindahreyfingum sem hafa ekki ratað inn í frumvarpið. Það er mikilvægt að standa vel að málefnum innflytjenda og tryggja þeim réttláta málsmeðferð með tilliti til alþjóðlegra laga og reglugerða. Heildarstefnumótun þarf að eiga sér stað sem tekur á móttöku, þjónustu og aðlögun útlendinga og í kjölfar þess nauðsynlegar lagabreytingar. Tryggja þarf að lagabreytingar sem þessar séu unnar í þverfaglegu samráði fagaðila og annarra sérfræðinga, til þess að skapa sátt um stefnu og regluverk í málefnum útlendinga og ættu öll vinnubrögð að einkennast af mannúð. Einnig er mikilvægt að gera lagabreytingar til að bæta stöðu þeirra sem eru hér í umborinni dvöl árum saman án kennitölu og allra réttinda. Þá er endurskoðun atvinnuleyfa líkt og hefur verið boðuð lykilatriði í að auka virkni og þátttöku útlendinga, aukin íslenskukennsla og samstarf við atvinnulífið mikilvægt skref. Við stöndum framarlega í mörgum málum og erum jafnvel leiðandi í öðrum. Hvers vegna er metnaðurinn ekki meiri og við framúrskarandi í móttöku fólks á flótta, umsækjenda um alþjóðlega vernd og annarra útlendinga? Fjölbreytileiki auðgar öll samfélög og skilar okkur á endanum margfalt meira en við leggjum til. Það er mikilvægt að við tökum vel utan um þennan málaflokk en það gerum við ekki með því að gera þetta frumvarp að lögum. Undirrituð hafa flest, ásamt yfir 30 félögum Vinstri grænna, sent áskorun á þingflokk Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þar sem skorað er á þingflokkinn að fella frumvarpið. Hólmfríður Árnadóttir, formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum og oddviti Suðurkjördæmis Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG í Reykjavík suður Elín Oddný Sigurðardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Elva Hrönn Hjartardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Drífa Lýðsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna Ásrún Ýr Gestsdóttir, varabæjarfulltrúi VG á Akureyri Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra Skagafirði Brynhildur Björnsdóttir, varaþingkona VG í Reykjavík suður Sædís Ósk Harðardóttir, meðstjórnandi VG í Árnessýslu og kjördæmisráði Suðurkjördæmis Una Hildardóttir, varaþingkona VG í Suðvesturkjördæmi Valgeir Bjarnason, formaður kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Alþingi Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Una Hildardóttir Daníel E. Arnarsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Enn er reynt að þröngva frumvarpi um útlendinga í gegn um þingið með örlitlum breytingum. Umrætt frumvarp einkennist af útlendingaandúð og virðist hafa það eitt að markmiði að neita fleirum, enn hraðar, um hæli. Um leið er viðkomandi refsað með ómannúðlegri og ómanneskjulegri meðferð, mögulega án læknisaðstoðar eða annarrar virðingar á grunnmannréttindum. Skortur er á samráði við þá aðila sem vinna og koma að málaflokknum, aðilum með sérþekkingu og reynslu, já og eldri kynslóðir útlendinga sem þekkja af eigin raun hvernig betur má að slíku standa. Það sanna ótal umsagnir frá fagaðilum og mannréttindahreyfingum sem hafa ekki ratað inn í frumvarpið. Það er mikilvægt að standa vel að málefnum innflytjenda og tryggja þeim réttláta málsmeðferð með tilliti til alþjóðlegra laga og reglugerða. Heildarstefnumótun þarf að eiga sér stað sem tekur á móttöku, þjónustu og aðlögun útlendinga og í kjölfar þess nauðsynlegar lagabreytingar. Tryggja þarf að lagabreytingar sem þessar séu unnar í þverfaglegu samráði fagaðila og annarra sérfræðinga, til þess að skapa sátt um stefnu og regluverk í málefnum útlendinga og ættu öll vinnubrögð að einkennast af mannúð. Einnig er mikilvægt að gera lagabreytingar til að bæta stöðu þeirra sem eru hér í umborinni dvöl árum saman án kennitölu og allra réttinda. Þá er endurskoðun atvinnuleyfa líkt og hefur verið boðuð lykilatriði í að auka virkni og þátttöku útlendinga, aukin íslenskukennsla og samstarf við atvinnulífið mikilvægt skref. Við stöndum framarlega í mörgum málum og erum jafnvel leiðandi í öðrum. Hvers vegna er metnaðurinn ekki meiri og við framúrskarandi í móttöku fólks á flótta, umsækjenda um alþjóðlega vernd og annarra útlendinga? Fjölbreytileiki auðgar öll samfélög og skilar okkur á endanum margfalt meira en við leggjum til. Það er mikilvægt að við tökum vel utan um þennan málaflokk en það gerum við ekki með því að gera þetta frumvarp að lögum. Undirrituð hafa flest, ásamt yfir 30 félögum Vinstri grænna, sent áskorun á þingflokk Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þar sem skorað er á þingflokkinn að fella frumvarpið. Hólmfríður Árnadóttir, formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum og oddviti Suðurkjördæmis Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG í Reykjavík suður Elín Oddný Sigurðardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Elva Hrönn Hjartardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Drífa Lýðsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna Ásrún Ýr Gestsdóttir, varabæjarfulltrúi VG á Akureyri Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra Skagafirði Brynhildur Björnsdóttir, varaþingkona VG í Reykjavík suður Sædís Ósk Harðardóttir, meðstjórnandi VG í Árnessýslu og kjördæmisráði Suðurkjördæmis Una Hildardóttir, varaþingkona VG í Suðvesturkjördæmi Valgeir Bjarnason, formaður kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar