Skoða að selja flugstöðina á Þingeyri Bjarki Sigurðsson skrifar 23. janúar 2023 13:50 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlands, dótturfélags sem annast rekstur innanlandsflugvallanna. Arnar Halldórsson Isavia skoðar nú að selja flugstöðina á Þingeyri. Flugvöllurinn þar er notaður sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll en Ísafjarðarbæ hefur verið boðið að kaupa stöðina. Sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum sínum af flugsamgöngum til svæðisins. Samkvæmt bréfi sem Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, sendi til Ísafjarðarbæjar stendur til að selja flugstöðina á Þingeyrarflugvelli með aðstoð Ríkiskaupa. Með bréfinu vill Sigrún athuga hvort sveitarfélagið vilji kaupa flugstöðina. Ástæðan fyrir sölunni er sú að ekki er hægt að nota flugvöllinn nema frá 1. júní til 15. október ár hvert vegna frostskemmda á flugbrautinni. Talið er að jöfnunarlag brautarinnar hafi brotnað niður við völtun er hún var opin sem malarbraut. Isavia skoðar nú að selja flugstöðina við Þingeyrarflugvöll. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Vegna legu flugbrautarinnar á Þingeyrarflugvelli er ekki alltaf fært þar þegar ófært er til Ísafjarðar. Aðflug að flugvellinum er langt og er vindur oft þvert á Dýrafjörðinn sem flogið er inn við aðflug. Vindurinn getur valdið mikilli ókyrrð og hristingi með óþægindum fyrir farþega. Ekki mikið notaður Samkvæmt tölum Isavia var Þingeyrarflugvöllur notaður í um níu til fimmtán prósent þeirra tilvika sem ekki var hægt að nota Ísafjarðarflugvöll árin 2010-2015. „Fjármunir til viðhalds flugvallainnviða á Íslandi hafa verið skornir verulega niður á síðustu árum og fjármunum er forgangsraðað í þágu flugöryggis til þeirra áfangastaða þar sem þörfin er mest. Þörf væri á mikilli fjárfestingu á Þingeyrarflugvelli ef ætlunin er að opna hann aftur sem áætlunarflugvöll,“ segir í bréfi Sigrúnar. Ísafjarðarbæ er einnig lagt til að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjarðarflugvöll. Vilja ekki ræða söluna strax Bréfið var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðar í morgun. Þar kemur fram að bæjarráð telji það ekki tímabært að ræða sölu flugstöðvarinnar fyrr en fyrir liggur skýr framtíðarsýn um notkun flugvallarins. „Bæjarráð gerir jafnframt athugasemdir við hugmyndir um að skynsamlegt sé að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjörð. Í bestu aðstæðum er tæplega tveggja tíma akstur milli Bíldudals og Ísafjarðar, og því óraunhæft að horfa til Bíldudals sem varaflugvallar fyrir Ísafjarðarflugvöll,“ segir í bókun bæjarráðs um málið. Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend Þá lýsir ráðið yfir áhyggjum af flugsamgöngum til svæðisins þar sem þjónusta þar hefur minnkað síðustu ár, meðal annars með fækkun flugferða. „Sviðsstjóri upplýsir um að þörf er á lóðarleigusamningi undir eignina eigi að selja flugstöðina. Mikilvægt er því að landeigandi óski eftir heimild sveitarstjórnar til að afmarka lóð undir fasteignina. Að lokum telur bæjarráð Ísafjarðarbæ ekki hafa not í kaupum á eigninni fyrir sína starfsemi,“ segir í bókuninni. Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Rekstur hins opinbera Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Samkvæmt bréfi sem Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, sendi til Ísafjarðarbæjar stendur til að selja flugstöðina á Þingeyrarflugvelli með aðstoð Ríkiskaupa. Með bréfinu vill Sigrún athuga hvort sveitarfélagið vilji kaupa flugstöðina. Ástæðan fyrir sölunni er sú að ekki er hægt að nota flugvöllinn nema frá 1. júní til 15. október ár hvert vegna frostskemmda á flugbrautinni. Talið er að jöfnunarlag brautarinnar hafi brotnað niður við völtun er hún var opin sem malarbraut. Isavia skoðar nú að selja flugstöðina við Þingeyrarflugvöll. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Vegna legu flugbrautarinnar á Þingeyrarflugvelli er ekki alltaf fært þar þegar ófært er til Ísafjarðar. Aðflug að flugvellinum er langt og er vindur oft þvert á Dýrafjörðinn sem flogið er inn við aðflug. Vindurinn getur valdið mikilli ókyrrð og hristingi með óþægindum fyrir farþega. Ekki mikið notaður Samkvæmt tölum Isavia var Þingeyrarflugvöllur notaður í um níu til fimmtán prósent þeirra tilvika sem ekki var hægt að nota Ísafjarðarflugvöll árin 2010-2015. „Fjármunir til viðhalds flugvallainnviða á Íslandi hafa verið skornir verulega niður á síðustu árum og fjármunum er forgangsraðað í þágu flugöryggis til þeirra áfangastaða þar sem þörfin er mest. Þörf væri á mikilli fjárfestingu á Þingeyrarflugvelli ef ætlunin er að opna hann aftur sem áætlunarflugvöll,“ segir í bréfi Sigrúnar. Ísafjarðarbæ er einnig lagt til að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjarðarflugvöll. Vilja ekki ræða söluna strax Bréfið var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðar í morgun. Þar kemur fram að bæjarráð telji það ekki tímabært að ræða sölu flugstöðvarinnar fyrr en fyrir liggur skýr framtíðarsýn um notkun flugvallarins. „Bæjarráð gerir jafnframt athugasemdir við hugmyndir um að skynsamlegt sé að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjörð. Í bestu aðstæðum er tæplega tveggja tíma akstur milli Bíldudals og Ísafjarðar, og því óraunhæft að horfa til Bíldudals sem varaflugvallar fyrir Ísafjarðarflugvöll,“ segir í bókun bæjarráðs um málið. Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend Þá lýsir ráðið yfir áhyggjum af flugsamgöngum til svæðisins þar sem þjónusta þar hefur minnkað síðustu ár, meðal annars með fækkun flugferða. „Sviðsstjóri upplýsir um að þörf er á lóðarleigusamningi undir eignina eigi að selja flugstöðina. Mikilvægt er því að landeigandi óski eftir heimild sveitarstjórnar til að afmarka lóð undir fasteignina. Að lokum telur bæjarráð Ísafjarðarbæ ekki hafa not í kaupum á eigninni fyrir sína starfsemi,“ segir í bókuninni.
Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Rekstur hins opinbera Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira