Skoða að selja flugstöðina á Þingeyri Bjarki Sigurðsson skrifar 23. janúar 2023 13:50 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlands, dótturfélags sem annast rekstur innanlandsflugvallanna. Arnar Halldórsson Isavia skoðar nú að selja flugstöðina á Þingeyri. Flugvöllurinn þar er notaður sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll en Ísafjarðarbæ hefur verið boðið að kaupa stöðina. Sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum sínum af flugsamgöngum til svæðisins. Samkvæmt bréfi sem Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, sendi til Ísafjarðarbæjar stendur til að selja flugstöðina á Þingeyrarflugvelli með aðstoð Ríkiskaupa. Með bréfinu vill Sigrún athuga hvort sveitarfélagið vilji kaupa flugstöðina. Ástæðan fyrir sölunni er sú að ekki er hægt að nota flugvöllinn nema frá 1. júní til 15. október ár hvert vegna frostskemmda á flugbrautinni. Talið er að jöfnunarlag brautarinnar hafi brotnað niður við völtun er hún var opin sem malarbraut. Isavia skoðar nú að selja flugstöðina við Þingeyrarflugvöll. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Vegna legu flugbrautarinnar á Þingeyrarflugvelli er ekki alltaf fært þar þegar ófært er til Ísafjarðar. Aðflug að flugvellinum er langt og er vindur oft þvert á Dýrafjörðinn sem flogið er inn við aðflug. Vindurinn getur valdið mikilli ókyrrð og hristingi með óþægindum fyrir farþega. Ekki mikið notaður Samkvæmt tölum Isavia var Þingeyrarflugvöllur notaður í um níu til fimmtán prósent þeirra tilvika sem ekki var hægt að nota Ísafjarðarflugvöll árin 2010-2015. „Fjármunir til viðhalds flugvallainnviða á Íslandi hafa verið skornir verulega niður á síðustu árum og fjármunum er forgangsraðað í þágu flugöryggis til þeirra áfangastaða þar sem þörfin er mest. Þörf væri á mikilli fjárfestingu á Þingeyrarflugvelli ef ætlunin er að opna hann aftur sem áætlunarflugvöll,“ segir í bréfi Sigrúnar. Ísafjarðarbæ er einnig lagt til að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjarðarflugvöll. Vilja ekki ræða söluna strax Bréfið var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðar í morgun. Þar kemur fram að bæjarráð telji það ekki tímabært að ræða sölu flugstöðvarinnar fyrr en fyrir liggur skýr framtíðarsýn um notkun flugvallarins. „Bæjarráð gerir jafnframt athugasemdir við hugmyndir um að skynsamlegt sé að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjörð. Í bestu aðstæðum er tæplega tveggja tíma akstur milli Bíldudals og Ísafjarðar, og því óraunhæft að horfa til Bíldudals sem varaflugvallar fyrir Ísafjarðarflugvöll,“ segir í bókun bæjarráðs um málið. Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend Þá lýsir ráðið yfir áhyggjum af flugsamgöngum til svæðisins þar sem þjónusta þar hefur minnkað síðustu ár, meðal annars með fækkun flugferða. „Sviðsstjóri upplýsir um að þörf er á lóðarleigusamningi undir eignina eigi að selja flugstöðina. Mikilvægt er því að landeigandi óski eftir heimild sveitarstjórnar til að afmarka lóð undir fasteignina. Að lokum telur bæjarráð Ísafjarðarbæ ekki hafa not í kaupum á eigninni fyrir sína starfsemi,“ segir í bókuninni. Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Rekstur hins opinbera Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samkvæmt bréfi sem Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, sendi til Ísafjarðarbæjar stendur til að selja flugstöðina á Þingeyrarflugvelli með aðstoð Ríkiskaupa. Með bréfinu vill Sigrún athuga hvort sveitarfélagið vilji kaupa flugstöðina. Ástæðan fyrir sölunni er sú að ekki er hægt að nota flugvöllinn nema frá 1. júní til 15. október ár hvert vegna frostskemmda á flugbrautinni. Talið er að jöfnunarlag brautarinnar hafi brotnað niður við völtun er hún var opin sem malarbraut. Isavia skoðar nú að selja flugstöðina við Þingeyrarflugvöll. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Vegna legu flugbrautarinnar á Þingeyrarflugvelli er ekki alltaf fært þar þegar ófært er til Ísafjarðar. Aðflug að flugvellinum er langt og er vindur oft þvert á Dýrafjörðinn sem flogið er inn við aðflug. Vindurinn getur valdið mikilli ókyrrð og hristingi með óþægindum fyrir farþega. Ekki mikið notaður Samkvæmt tölum Isavia var Þingeyrarflugvöllur notaður í um níu til fimmtán prósent þeirra tilvika sem ekki var hægt að nota Ísafjarðarflugvöll árin 2010-2015. „Fjármunir til viðhalds flugvallainnviða á Íslandi hafa verið skornir verulega niður á síðustu árum og fjármunum er forgangsraðað í þágu flugöryggis til þeirra áfangastaða þar sem þörfin er mest. Þörf væri á mikilli fjárfestingu á Þingeyrarflugvelli ef ætlunin er að opna hann aftur sem áætlunarflugvöll,“ segir í bréfi Sigrúnar. Ísafjarðarbæ er einnig lagt til að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjarðarflugvöll. Vilja ekki ræða söluna strax Bréfið var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðar í morgun. Þar kemur fram að bæjarráð telji það ekki tímabært að ræða sölu flugstöðvarinnar fyrr en fyrir liggur skýr framtíðarsýn um notkun flugvallarins. „Bæjarráð gerir jafnframt athugasemdir við hugmyndir um að skynsamlegt sé að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjörð. Í bestu aðstæðum er tæplega tveggja tíma akstur milli Bíldudals og Ísafjarðar, og því óraunhæft að horfa til Bíldudals sem varaflugvallar fyrir Ísafjarðarflugvöll,“ segir í bókun bæjarráðs um málið. Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend Þá lýsir ráðið yfir áhyggjum af flugsamgöngum til svæðisins þar sem þjónusta þar hefur minnkað síðustu ár, meðal annars með fækkun flugferða. „Sviðsstjóri upplýsir um að þörf er á lóðarleigusamningi undir eignina eigi að selja flugstöðina. Mikilvægt er því að landeigandi óski eftir heimild sveitarstjórnar til að afmarka lóð undir fasteignina. Að lokum telur bæjarráð Ísafjarðarbæ ekki hafa not í kaupum á eigninni fyrir sína starfsemi,“ segir í bókuninni.
Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Rekstur hins opinbera Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira