Aðgerðin tókst vel – en sjúklingurinn er að deyja Arinbjörn Sigurgeirsson skrifar 23. janúar 2023 07:00 Háir vextir íbúðalána eru að ganga frá efnahagslegri heilsu margra Íslendinga, fólki er að blæða út, fjárhagslega. Barátta Seðlabankans og almennings við rangt útreiknaða verðbólguna reynist mörgum fasteignakaupendum dýr. Sumir sjá fyrir sér að við óbreytt vaxtastig gangi greiðslubyrðin ekki upp, jafnvel þótt þeir vinni mikið og fái góð laun – og geti jafnvel ekki selt. Og hvað þá með alla hina, sem hafa minni laun. Á meðan ,,fitna“ hins vegar bankarnir, eigendur þeirra og aðrir stórir fjármagnseigendur, í boði Seðlabankans, Alþingis og ríkisstjórnarinnar. Ójöfnuður. Hvernig er verðbólgan samansett og hvernig er hún mæld? Stór hluti verðbólgu á Íslandi er erlendur, sem sagt innfluttur. Og hvernig eiga hærri vextir á almenning og fyrirtæki á Íslandi að að slá niður slíka verðbólgu? – Þeir geta það ekki. Og verðbólgan er að hluta mæld með verðbreytingum á íbúðarhúsnæði – sem sagt fasteignum, þrátt fyrir að mælieiningin heiti neysluverðsvísitala. Kaup fasteigna er ekki neysla, heldur fjárfesting. Í nágranna- og samanburðarlöndum Íslands er húsnæði almennt ekki í slíkri vísitölu – og ef mælingin væri eins á Íslandi, þá skilst mér að verðbólgan hér væri lægri en víða í samanburðarlöndunum. Spurning er - hvers vegna er verð íbúðarhúsnæðis haft inni í mælingum á neysluverðsvísitölu á Íslandi, andstætt við samanburðarlönd okkar? Sem ruglar vísitöluna, sem er grundvöllurinn þeirrar verðbólguprósentu sem Seðlabankinn reynir að berjast við? Hringavitleysa. Og fólk berst nú, sem oft áður, við vaxtaokur. Vextir eru nú meira en tvöfalt hærri en þeir voru fyrir nokkrum mánuðum, vegna einsleitrar baráttu Seðlabankans við verðbólgu. Verðbólgu sem er að stórum hluta erlend og innlendur hluti hennar að stórum hluta vegna rangrar mælingar, vegna fasteigna sem eru ranglega inni í mælingunni. Dapurleg hringavitleysa. Vaxtavopn Seðlabankans er fráleitt eina vopnið sem á að beita gegn verðbólgu, hvað þá þegar því er beitt allt of harkalega. Auk þess sem það færir bönkum, eigendum þeirra og öðrum stórum eigendum fjármagns enn meiri auð, á kostnað almúgans. Vitleysa og ójöfnuður. Til að kæla hagkerfið hljóta að vera til skilvirkari aðferðir, sem taka ekki fjármuni af fólkinu sem hefur unnið fyrir þeim og færir þá sjálfkrafa á silfurfati til bankanna. Eftir hrunið gleyptu fjármálafyrirtækin líklega um 15.000 íbúðaeignir, sem margar runnu svo síðar á undirverði til vildarvina eða einhverra sem ekki fékkst upplýst um. Spilling?Er búið að áætla hvað margar þúsundir eigna þetta verða núna? Og engin viðbrögð? Nýlegar aðgerðir hafa að miklu leyti fryst fasteignamarkaðinn, þannig að þeir sem ráða ekki við greiðslubyrðina geta jafnvel ekki selt, nema kannski á undirverði – þannig að þeir eru auðveld bráð fyrir bankana, svipað og áður – í ,,skjaldborginni“. Er spilling á Íslandi? – Sumir virðast ekki mega eiga og halda en svo mega aðrir fá, ódýrt, í skjóli leyndarinnar. Hvers vegna er verðtrygging leyfileg á íbúðalánum á Íslandi, andstætt við samanburðarlönd okkar? (Ég veit, hún finnst jú í Ísrael, af öllum löndum!) Margir hafa í mörg ár reynt að losna við verðtrygginguna á Íslandi, þessa baneitruðu fjármálaveiru, sem kostað hefur fjölda fólks húsnæði sitt og oft aleiguna, jafnvel heilsu og líf. En, það virðist vera einhver óútskýrð fyrirstaða. Ógeðslegt. Þetta eru ekki óbreytanleg lögmál, heldur mannanna verk, sem Alþingi gæti auðveldlega breytt, með breytingum á viðkomandi lögum. Vilji og framtak er allt sem þarf. En, er vilji þá ekki fyrir hendi? Hvers vegna? Gengur fjármálaráðherra og ráðuneyti hans ekki hagsmuna almennings í landinu, heldur fyrst og fremst hagsmuna fjármálafyrirtækja og fjármálaelítu landsins, ofurríkra fjármagnseigenda á Íslandi, innan og utan ættarinnar góðu – auk ríkissjóðs? Hvaða og hverra hagsmuna er annars verið að gæta, með því að breyta ekki þessum atriðum?Hvað getur og hvað á almenningur að halda? Stórt er spurt. Unga fólkið og líka það eldra þarf að sjá framtíð á Íslandi, en neyðast ekki til að flytja burt og setjast að erlendis, eins og raunin er nú. Og fyrirtæki neyðast nú líka til að loka, meðal annars vegna hárra vaxta. Vaxtaokursmeðalið má ekki drepa sjúklingana, þeim má ekki blæða út fjárhagslega, vegna allt of harkalegrar baráttuaðgerðar á gölluðum grundvelli, aðgerðar óbeint í þágu hagsmuna bankanna, sem minnir um margt á handrukkun frekar en skynsamlega efnahagsaðgerð. Frysta mætti fjármagn tímabundið, í stað þess að taka það. Fjármálaráðherra, -ráðuneyti og Alþingi, takið nú kíkinn frá blinda auganu, horfið á raunveruleikann, hugsið um almenning í landinu en ekki bara elítuna – takið til hendinni og breytið þessum sjálfsögðu atriðum; fellið húsnæði út úr neysluverðsmælingum og hendið verðtryggingu íbúðalána út í hafsauga, íslenskum almenningi og Íslandi til heilla og framþróunar. Höfundur er prófarkalesari og áhugamaður um velferð Íslendinga og Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Háir vextir íbúðalána eru að ganga frá efnahagslegri heilsu margra Íslendinga, fólki er að blæða út, fjárhagslega. Barátta Seðlabankans og almennings við rangt útreiknaða verðbólguna reynist mörgum fasteignakaupendum dýr. Sumir sjá fyrir sér að við óbreytt vaxtastig gangi greiðslubyrðin ekki upp, jafnvel þótt þeir vinni mikið og fái góð laun – og geti jafnvel ekki selt. Og hvað þá með alla hina, sem hafa minni laun. Á meðan ,,fitna“ hins vegar bankarnir, eigendur þeirra og aðrir stórir fjármagnseigendur, í boði Seðlabankans, Alþingis og ríkisstjórnarinnar. Ójöfnuður. Hvernig er verðbólgan samansett og hvernig er hún mæld? Stór hluti verðbólgu á Íslandi er erlendur, sem sagt innfluttur. Og hvernig eiga hærri vextir á almenning og fyrirtæki á Íslandi að að slá niður slíka verðbólgu? – Þeir geta það ekki. Og verðbólgan er að hluta mæld með verðbreytingum á íbúðarhúsnæði – sem sagt fasteignum, þrátt fyrir að mælieiningin heiti neysluverðsvísitala. Kaup fasteigna er ekki neysla, heldur fjárfesting. Í nágranna- og samanburðarlöndum Íslands er húsnæði almennt ekki í slíkri vísitölu – og ef mælingin væri eins á Íslandi, þá skilst mér að verðbólgan hér væri lægri en víða í samanburðarlöndunum. Spurning er - hvers vegna er verð íbúðarhúsnæðis haft inni í mælingum á neysluverðsvísitölu á Íslandi, andstætt við samanburðarlönd okkar? Sem ruglar vísitöluna, sem er grundvöllurinn þeirrar verðbólguprósentu sem Seðlabankinn reynir að berjast við? Hringavitleysa. Og fólk berst nú, sem oft áður, við vaxtaokur. Vextir eru nú meira en tvöfalt hærri en þeir voru fyrir nokkrum mánuðum, vegna einsleitrar baráttu Seðlabankans við verðbólgu. Verðbólgu sem er að stórum hluta erlend og innlendur hluti hennar að stórum hluta vegna rangrar mælingar, vegna fasteigna sem eru ranglega inni í mælingunni. Dapurleg hringavitleysa. Vaxtavopn Seðlabankans er fráleitt eina vopnið sem á að beita gegn verðbólgu, hvað þá þegar því er beitt allt of harkalega. Auk þess sem það færir bönkum, eigendum þeirra og öðrum stórum eigendum fjármagns enn meiri auð, á kostnað almúgans. Vitleysa og ójöfnuður. Til að kæla hagkerfið hljóta að vera til skilvirkari aðferðir, sem taka ekki fjármuni af fólkinu sem hefur unnið fyrir þeim og færir þá sjálfkrafa á silfurfati til bankanna. Eftir hrunið gleyptu fjármálafyrirtækin líklega um 15.000 íbúðaeignir, sem margar runnu svo síðar á undirverði til vildarvina eða einhverra sem ekki fékkst upplýst um. Spilling?Er búið að áætla hvað margar þúsundir eigna þetta verða núna? Og engin viðbrögð? Nýlegar aðgerðir hafa að miklu leyti fryst fasteignamarkaðinn, þannig að þeir sem ráða ekki við greiðslubyrðina geta jafnvel ekki selt, nema kannski á undirverði – þannig að þeir eru auðveld bráð fyrir bankana, svipað og áður – í ,,skjaldborginni“. Er spilling á Íslandi? – Sumir virðast ekki mega eiga og halda en svo mega aðrir fá, ódýrt, í skjóli leyndarinnar. Hvers vegna er verðtrygging leyfileg á íbúðalánum á Íslandi, andstætt við samanburðarlönd okkar? (Ég veit, hún finnst jú í Ísrael, af öllum löndum!) Margir hafa í mörg ár reynt að losna við verðtrygginguna á Íslandi, þessa baneitruðu fjármálaveiru, sem kostað hefur fjölda fólks húsnæði sitt og oft aleiguna, jafnvel heilsu og líf. En, það virðist vera einhver óútskýrð fyrirstaða. Ógeðslegt. Þetta eru ekki óbreytanleg lögmál, heldur mannanna verk, sem Alþingi gæti auðveldlega breytt, með breytingum á viðkomandi lögum. Vilji og framtak er allt sem þarf. En, er vilji þá ekki fyrir hendi? Hvers vegna? Gengur fjármálaráðherra og ráðuneyti hans ekki hagsmuna almennings í landinu, heldur fyrst og fremst hagsmuna fjármálafyrirtækja og fjármálaelítu landsins, ofurríkra fjármagnseigenda á Íslandi, innan og utan ættarinnar góðu – auk ríkissjóðs? Hvaða og hverra hagsmuna er annars verið að gæta, með því að breyta ekki þessum atriðum?Hvað getur og hvað á almenningur að halda? Stórt er spurt. Unga fólkið og líka það eldra þarf að sjá framtíð á Íslandi, en neyðast ekki til að flytja burt og setjast að erlendis, eins og raunin er nú. Og fyrirtæki neyðast nú líka til að loka, meðal annars vegna hárra vaxta. Vaxtaokursmeðalið má ekki drepa sjúklingana, þeim má ekki blæða út fjárhagslega, vegna allt of harkalegrar baráttuaðgerðar á gölluðum grundvelli, aðgerðar óbeint í þágu hagsmuna bankanna, sem minnir um margt á handrukkun frekar en skynsamlega efnahagsaðgerð. Frysta mætti fjármagn tímabundið, í stað þess að taka það. Fjármálaráðherra, -ráðuneyti og Alþingi, takið nú kíkinn frá blinda auganu, horfið á raunveruleikann, hugsið um almenning í landinu en ekki bara elítuna – takið til hendinni og breytið þessum sjálfsögðu atriðum; fellið húsnæði út úr neysluverðsmælingum og hendið verðtryggingu íbúðalána út í hafsauga, íslenskum almenningi og Íslandi til heilla og framþróunar. Höfundur er prófarkalesari og áhugamaður um velferð Íslendinga og Íslands.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun