Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 4. september 2025 08:32 Skautun eða pólaríseringin, einsog margir kalla hana á ensku, sækir í sig veðrið þegar ágreiningur myndast — og hún blómstrar þegar gagnrýnin og fordæmingin sem fylgir henni hefst. Hún minnir einna helst á hest með blöðkur fyrir augunum sem dregur vagn en sér aðeins eigin snoppu og veginn framundan, enda er ferðinni stýrt af knapanum. Skoðun er ekki lengur opinn gluggi — hún er hnífur. Hún sker rýmið í tvennt: rétt og rangt, með og á móti. Og í því rými er varla pláss fyrir spurningar, aðeins fordæmingar. Í dag er skoðun brynja. Hún heldur utan um sjálfsmyndina en lokar á samtalið. Skoðun sem sannleikur Í samfélaginu fær skoðunin fljótt sess sannleikans. Því hærra sem hún er hrópuð á torgum, því þyngra vegur hún. Fjölmiðlar lifa á henni, pólitíkin þrífst á henni, netið nærist á eldi hennar. Við erum kölluð til leiks — ekki til samtals. Við fylkjum okkur í lið á bak við slagorð og yfirlýsingar. Það er eins og allt samfélagið sé vagninn, dreginn áfram af hesti með blöðkur og svipu knapans. Á ferðalaginu gefur enginn sér tíma til að skoða landslagið og sjá allt sem það hefur að geyma. : Við sjáum aðeins vegginn á milli hópanna.. Umræðuvélin Skoðanir eru eldsneyti í umræðuvélina. Þær hringsnúast á samfélagsmiðlum, í athugasemdakerfum, í útvarpi, í pontu Alþingis. Hver um sig ætlar að slá í gegn, skora stig, færa fólk nær sínum hópi — fjær hinum. Við tölum ekki lengur saman, við keppum. Orðin eru pílur án skífu — þau rista aðeins gjá á milli andstæðra póla. Og hvað verður svo um það sem liggur á milli? Þögnina. Spurningarnar sem enginn leyfir sér að spyrja. Næmnina sem finnur ekki samastað í átakarýminu. Þannig hleður samfélagið múra úr skoðunum og kallar þá lýðræðislega umræðu. Þegar olían klárast En þegar olían klárast — þegar skautunin hefur brennt upp traust, tæmt orð af innihaldi og skilgreint samtal sem átök — hvað stendur þá eftir? Tómur vagninn. Hesturinn með blöðkurnar sem sér ekkert annað. Og við, sem sitjum í vagninum, með tilfinningu um að hafa ferðast um langan veg án þess að hafa hreyfst úr stað. Önnur leið En það er til önnur leið. Skoðanir eru ekki heildarmynd samfélagsins. Þær sýna aðeins hvar það stendur tímabundið á ákveðnum punkti. Samfélagið sjálft er óendanleg og öflug lifandi hreyfing. Að festa tilvist manns við eina skoðun og segja „svona er hann, við hverju er að búast” er útilokað að hann kunni líka að vera eitthvað annað. Það er gott að hafa skoðanir - en þær mega ekki leiða okkur í gönur eða í blindgötu. Skoðunin er farartæki, ekki herra. Þegar umræðan snýst ekki um stimpla og fordæmingu heldur um efnið sjálft, opnast rými fyrir lærdóm, breytingu og dýpri skilning. Hver hefur ekki haft skoðun sem tók breytingum ? Og hver hefur ekki gengið einum of langt við að reyna að troða eigin skoðunum upp á aðra? Í dag er það leikur í pólitíkinni — að nappa einhvern sem sagði eitt fyrir fimm árum og annað í dag. Eins og það sé glæpur að þroskast og breytast. Samtal í stað átaka Kannski er raunverulegt samtal ekki barátta skoðana, heldur forvitni um manneskjuna sem talar. Ekki: „Hvað stendur þú fyrir?“ Heldur: „Hvernig sérðu þetta núna” Þegar við slökkvum eldinn og losum blöðkurnar af hestinum, kemur í ljós landslagið sem var alltaf þarna. Og þar er pláss fyrir fleiri en tvö sjónarhorn. Þar erum við ekki andstæð lið, heldur fólk sem þarf á raunverulegu samtali að halda. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Skautun eða pólaríseringin, einsog margir kalla hana á ensku, sækir í sig veðrið þegar ágreiningur myndast — og hún blómstrar þegar gagnrýnin og fordæmingin sem fylgir henni hefst. Hún minnir einna helst á hest með blöðkur fyrir augunum sem dregur vagn en sér aðeins eigin snoppu og veginn framundan, enda er ferðinni stýrt af knapanum. Skoðun er ekki lengur opinn gluggi — hún er hnífur. Hún sker rýmið í tvennt: rétt og rangt, með og á móti. Og í því rými er varla pláss fyrir spurningar, aðeins fordæmingar. Í dag er skoðun brynja. Hún heldur utan um sjálfsmyndina en lokar á samtalið. Skoðun sem sannleikur Í samfélaginu fær skoðunin fljótt sess sannleikans. Því hærra sem hún er hrópuð á torgum, því þyngra vegur hún. Fjölmiðlar lifa á henni, pólitíkin þrífst á henni, netið nærist á eldi hennar. Við erum kölluð til leiks — ekki til samtals. Við fylkjum okkur í lið á bak við slagorð og yfirlýsingar. Það er eins og allt samfélagið sé vagninn, dreginn áfram af hesti með blöðkur og svipu knapans. Á ferðalaginu gefur enginn sér tíma til að skoða landslagið og sjá allt sem það hefur að geyma. : Við sjáum aðeins vegginn á milli hópanna.. Umræðuvélin Skoðanir eru eldsneyti í umræðuvélina. Þær hringsnúast á samfélagsmiðlum, í athugasemdakerfum, í útvarpi, í pontu Alþingis. Hver um sig ætlar að slá í gegn, skora stig, færa fólk nær sínum hópi — fjær hinum. Við tölum ekki lengur saman, við keppum. Orðin eru pílur án skífu — þau rista aðeins gjá á milli andstæðra póla. Og hvað verður svo um það sem liggur á milli? Þögnina. Spurningarnar sem enginn leyfir sér að spyrja. Næmnina sem finnur ekki samastað í átakarýminu. Þannig hleður samfélagið múra úr skoðunum og kallar þá lýðræðislega umræðu. Þegar olían klárast En þegar olían klárast — þegar skautunin hefur brennt upp traust, tæmt orð af innihaldi og skilgreint samtal sem átök — hvað stendur þá eftir? Tómur vagninn. Hesturinn með blöðkurnar sem sér ekkert annað. Og við, sem sitjum í vagninum, með tilfinningu um að hafa ferðast um langan veg án þess að hafa hreyfst úr stað. Önnur leið En það er til önnur leið. Skoðanir eru ekki heildarmynd samfélagsins. Þær sýna aðeins hvar það stendur tímabundið á ákveðnum punkti. Samfélagið sjálft er óendanleg og öflug lifandi hreyfing. Að festa tilvist manns við eina skoðun og segja „svona er hann, við hverju er að búast” er útilokað að hann kunni líka að vera eitthvað annað. Það er gott að hafa skoðanir - en þær mega ekki leiða okkur í gönur eða í blindgötu. Skoðunin er farartæki, ekki herra. Þegar umræðan snýst ekki um stimpla og fordæmingu heldur um efnið sjálft, opnast rými fyrir lærdóm, breytingu og dýpri skilning. Hver hefur ekki haft skoðun sem tók breytingum ? Og hver hefur ekki gengið einum of langt við að reyna að troða eigin skoðunum upp á aðra? Í dag er það leikur í pólitíkinni — að nappa einhvern sem sagði eitt fyrir fimm árum og annað í dag. Eins og það sé glæpur að þroskast og breytast. Samtal í stað átaka Kannski er raunverulegt samtal ekki barátta skoðana, heldur forvitni um manneskjuna sem talar. Ekki: „Hvað stendur þú fyrir?“ Heldur: „Hvernig sérðu þetta núna” Þegar við slökkvum eldinn og losum blöðkurnar af hestinum, kemur í ljós landslagið sem var alltaf þarna. Og þar er pláss fyrir fleiri en tvö sjónarhorn. Þar erum við ekki andstæð lið, heldur fólk sem þarf á raunverulegu samtali að halda. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun