Eruð þið spennt? Jón Freyr Gíslason skrifar 21. janúar 2023 21:18 Eitt lauflétt tog og það smellur í því. Þú ert öruggari fyrir vikið og kemur í veg fyrir að þú steypist fram eða til hliðar, upp í loft eða niður á gólf í ólíklegu en mögulegu slysi. Þú kastast ekki úr sætinu óvarinn gegn því að verða fyrir alvarlegum líkamlegum meiðslum eða valda þeim hjá næsta farþega. Nú eða að skjótast í gegnum rúðuna með tilheyrandi skurði. Ef til vill er þetta ýkt lýsing á örlögum þínum sem spenntir ekki beltið í rútu en alltaf möguleg engu að síður.Það hefur verið rannsakað og er vitað að farþegar í hópbifreiðum eru almennt öruggari vegfarendur en þeir sem ferðast um í fólksbílum eða á vélhjólum. Öruggari jú, en ekki ósnertandi. Fréttir af nýlegum rútuslysum á vegum landsins vöktu mig til umhugsunar um litla beltanotkun í rútum.Undirritaður notar strætó við ferðir um landið og er alltaf jafn hissa á þeim yfirgnæfandi meirihluta sem kýs að draga ekki sætisólina fram yfir mittið og festa. Svo áreynslulítil hreyfing fyrir margfalt öryggið. Það er líkt og fólk missi tilfinninguna fyrir því að það sé vegfarandi þegar það sest upp í rútu. Vegfarandi í stálgrind á þó nokkrum hraða eftir misbreiðum vegi í landi þar sem erfið akstursskilyrði eru raunveruleikinn drjúgan hluta af árinu. Kannski er það hæðin frá yfirborði vegarins eða stærðin á ökutækinu sem fær fólk til að upplifa sig fullkomlega öruggt, skal ekki segja. Tal um þrengsli eða minni hreyfigetu við beltanotkun er lítilvægt samanborið við afleiðingarnar af því ef hópbifreiðin færi svo "lítið" sem á hliðina. Ég hvet alla til að nota ávallt belti þegar býðst og hugsa þannig vel um sjálfa sig og sína næstu í bókstaflegri merkingu, samfarþegana. Eins og ljúfa röddin í landsbyggðarstrætó segir -"Það eru vinsamleg tilmæli til farþega að spenna beltin."Höfundur er tíður notandi strætó á landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Eitt lauflétt tog og það smellur í því. Þú ert öruggari fyrir vikið og kemur í veg fyrir að þú steypist fram eða til hliðar, upp í loft eða niður á gólf í ólíklegu en mögulegu slysi. Þú kastast ekki úr sætinu óvarinn gegn því að verða fyrir alvarlegum líkamlegum meiðslum eða valda þeim hjá næsta farþega. Nú eða að skjótast í gegnum rúðuna með tilheyrandi skurði. Ef til vill er þetta ýkt lýsing á örlögum þínum sem spenntir ekki beltið í rútu en alltaf möguleg engu að síður.Það hefur verið rannsakað og er vitað að farþegar í hópbifreiðum eru almennt öruggari vegfarendur en þeir sem ferðast um í fólksbílum eða á vélhjólum. Öruggari jú, en ekki ósnertandi. Fréttir af nýlegum rútuslysum á vegum landsins vöktu mig til umhugsunar um litla beltanotkun í rútum.Undirritaður notar strætó við ferðir um landið og er alltaf jafn hissa á þeim yfirgnæfandi meirihluta sem kýs að draga ekki sætisólina fram yfir mittið og festa. Svo áreynslulítil hreyfing fyrir margfalt öryggið. Það er líkt og fólk missi tilfinninguna fyrir því að það sé vegfarandi þegar það sest upp í rútu. Vegfarandi í stálgrind á þó nokkrum hraða eftir misbreiðum vegi í landi þar sem erfið akstursskilyrði eru raunveruleikinn drjúgan hluta af árinu. Kannski er það hæðin frá yfirborði vegarins eða stærðin á ökutækinu sem fær fólk til að upplifa sig fullkomlega öruggt, skal ekki segja. Tal um þrengsli eða minni hreyfigetu við beltanotkun er lítilvægt samanborið við afleiðingarnar af því ef hópbifreiðin færi svo "lítið" sem á hliðina. Ég hvet alla til að nota ávallt belti þegar býðst og hugsa þannig vel um sjálfa sig og sína næstu í bókstaflegri merkingu, samfarþegana. Eins og ljúfa röddin í landsbyggðarstrætó segir -"Það eru vinsamleg tilmæli til farþega að spenna beltin."Höfundur er tíður notandi strætó á landsbyggðinni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar