Enski boltinn

Rann­saka á­sakanir þess efni að leik­maður hafi sett fingur í enda­þarm mót­herja

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brotið átti sér stað í Nottingham-skíri.
Brotið átti sér stað í Nottingham-skíri. TalkSport/Getty Images

Knattspyrnusambandið i Nottingham-skíri rannsakar mál frá 8. janúar þar sem leikmaður í Sunnudagsdeildinni (e. Sunday league) á að hafa stungið fingri, eða fingrum, upp í endaþarm leikmanns í liði andstæðinganna.

Frá þessu er greint á vefnum TalkSport. Þar segir að ekki sé vitað um hvort sé að ræða einn fingur eða fleiri. Skilaboð frá sambandinu láku til fjölmiðla en þar kemur fram að það sé verið að leita að vitnum. 

Brot sem þessi eru brot á reglugerð E3 hjá enska knattspyrnusambandinu en þau snúa að kynferðisbrotum innan vallar.

Til eru fordæmi en leikmaður í Sunnudagsdeildinni fékk níu leikja bann fyrir að klípa tvo mótherja sína í punginn. Þá fékk landsliðsmaður Englands í rúgbí 10 vikna bann fyrir að klípa fyrirliða Wales í punginn árið 2020.

Lögreglan í Nottingham-skíri hefur ekki fengið málið á sitt borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×