Norska skattaflóttafólkið og fyrirheitna landið Ísland Jón Kaldal skrifar 19. janúar 2023 11:30 Ísland er nú orðið fyrirheitna landið í augum ríkasta fólks Noregs sem hefur á undanförnum mánuðum flúið land í stórum stíl. Eða réttara sagt fyrirtækjarekstur á Íslandi er það sem heillar því þetta fólk ætlar ekki að borga skatt hér, frekar en í heimalandi sínu Færði hlutinn á nafn 17 ára dóttur Hvers vegna? Af hverju horfir þetta norska skattaflóttafólk svona vongóðum augum hingað og telur sig nauðbeygt til að flýja Noreg? Svarið er einfalt. Síðastliðið haust ákváðu norsk stjórnvöld að leggja auðlindaskatt á fyrirtæki sem stunda sjókvíaeldi í fjörðum landsins. Starfsemin fer fram á hafsvæðum í eigu norsku þjóðarinnar og eftirspurnin eftir þeim er langt umfram framboðið. Þetta eru semsagt takmörkuð gæði sem sjókvíaeldisfyrirtækin hafa hingað til ekki greitt fyrir að hafa til afnota. Nú er það breytt. Sjókvíaeldiseigendurnir bera sig aumlega og eru hver á fætur öðrum að forða sér frá Noregi. Eða að minnsta kosti að nafninu til. Þeir vilja taka út persónulegan hagnað sinn þar sem skattar eru lægri. Þannig hefur stjórnarformaður Måsøval, hins norska móðurfélags sjókvíaeldisfyrirtækjanna Laxa og Fiskeldis Austfjarða (Ice Fish Farm), fært nánast allan eignarhlut sinn í fyrirtækinu á nafn sautján ára dóttur sinnar, sem flutti heimilisfang sitt til Sviss síðastliðið haust. Hinn aðaleigandi Måsøval, bróðir stjórnarformannsins, hefur líka fært heimilisfang sitt til Sviss. Aðaleigandi norska fiskeldisrisans Mowi, sem festi kaup á meirihluta hlutafjár í vestfirska fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish nú í desember, var hins vegar fluttur til skattaparadísareyjunnar Kýpur fyrir alllöngu. Honum hugnaðist ekki heldur að leggja sitt af mörkum til viðhalds norræna velferðarmódelsins. Af Mowi er það helst að frétta að í vikunni sögðu norskir fjölmiðlar frá því að fyrirtækið hafi skilað á síðasta ári jákvæðri rekstrarniðurstöðu sem nemur um einum milljarði evra eða jafnvirði um 155 milljarða króna. Fyrirtækið rekur sjókvíaeldi við Chile og Skotland auk Noregs og hefur alls staðar skilið eftir sig slóð eyðileggingar og dauða í lífríkinu. Einbeittur ásetningur Ásetningur eigenda sjókvíaeldisfyrirtækjanna til skattasniðgöngu, hvort sem er hér á Íslandi eða í Noregi, er þannig einbeittur og þeir hika ekki við að nota til þess öll tiltæk ráð. Á það bæði við um persónulegar skattgreiðslur og skatta fyrirtækja í þeirra eigu.Elsta sjókvíaeldisfyrirtækið sem hér starfar, Arnarlax, hefur til dæmis aldrei greitt tekjuskatt á Íslandi. Þó er fyrirtækið með viðskiptasögu frá 2007 þegar Fjarðalax, sem Arnarlax tók yfir, er talið með. Sama gildir um hin sjókvíaeldisfyrirtækin á Íslandi. Þau eru rekin stanslaust með bókhaldslegu tapi og hafa því aldrei greitt hér tekjuskatt. Rekstrarfyrirkomulagið er vel þekkt úr heimi alþjóðlegra viðskipta. Móðurfélögin og eigendur þeirra koma sér fyrir í löndum þar sem minnst þarf að greiða af sköttum og eiga svo í viðskiptum við dótturfélög sín. Háar upphæðir í erlendum gjaldeyri renna þannig úr landi fyrir ýmis aðföng, búnað, ráðgjöf og afborganir af lánum til móðurfélaganna og erlendra birgja. Söluvaran og íslenskt skattaumhverfi Undanfarin ár hafa norsk stjórnvöld boðið upp framleiðsluleyfi fyrir sjókvíaeldi og hafa uppboðin skilað ríkissjóði landsins háum fjárhæðum. Íslensk stjórnvöld hafa aftur á móti úthlutað þessum framleiðsluleyfum endurgjaldslaust. Ef Ísland hefði farið sömu leið og Norðmenn hefðu leyfin kostað með uppboði og norska verðinu um 170 milljarða íslenskra króna. Skattaumhverfið hefur verið sjókvíaeldi við Ísland afar hagkvæmt. Árið 2020 stóð til dæmis fiskeldisgjaldið ekki undir kostnaði hins opinbera af þessari starfsemi. Um miðjan nýliðinn desember ákvað svo meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fresta löngu boðaðri hækkun á gjaldtöku á sjókvíaeldi eftir þrýsting frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Með því koma sjókvíaeldisfyrirtækin sér hjá því að greiða 450 milljón krónur á þessu ári. Ein af ástæðunum sem nefnd var til sögunnar af hálfu SFS var að „um væri að ræða atvinnugrein á viðkvæmu stigi uppbyggingar.“ Staðan er þó ekki viðkvæmari en svo að á sama tíma og þessi iðnaður þykist ekki vera aflögufær ganga eignarhlutir í íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum kaupum og sölum fyrir tugi milljarða. Verðið sem Mowi greiddi í desember fyrir rúmlega helmings hlut í Arctic Fish var sem dæmi 27 milljarðar króna. Þeir milljarðar runnu til þeirra sem sóttu sér framleiðsluleyfin og aðganginn fyrir brot af þeirri upphæð og hafa aldrei viljað greiða hér fyrir afnotin af náttúruauðlindunum. Söluvaran var framleiðslukvóti á eldislaxi og aðgangur að hafsvæðum í eigu þjóðarinnar. Engin góðgerðarstarfsemi Íslenskt hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna lætur gjarnan eins og tilgangur þeirra snúist fyrst og fremst um atvinnusköpun í brothættum sjávarbyggðum. Mátum nú saman orð og athafnir: Sjókvíaeldisfyrirtæki borga ekki tekjuskatt hér. Þau hafa barist hart gegn hækkun á hóflegri gjaldtöku og orðið þar ágengt, þvert á markmið laga um gjald vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóðs, sem voru staðfest sumarið 2019. Arnarlax hefur staðið í málaferlum við Vesturbyggð vegna þess að fyrirtækið sættir sig ekki við að greiða hafnargjöld eftir verðskrá sveitarfélagsins. Allir þjónustubátar sem starfa við þennan iðnað, utan einn, eru skráðir í öðrum löndum og eru með erlendar áhafnir. Meirihluti starfsfólks kemur að utan og er á lágmarkslaunum. Sjókvíaeldi krefst ekki margra starfa. Þetta er hins vegar fjárfrek starfsemi. Miklir peningar eru í vinnu. Afraksturinn (arðurinn) rennur til eigenda fjármagnsins, sem eru að langmestu leyti norsk fyrirtæki. Með öðrum orðum, úr landi. Það eina sem við vitum fyrir víst að þessi starfsemi skilur eftir sig á Íslandi er látlaus mengunin sem streymir úr opnu sjókvíunum í hafið og skaðinn sem hún hefur á lífríkið. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Noregur Skattar og tollar Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland er nú orðið fyrirheitna landið í augum ríkasta fólks Noregs sem hefur á undanförnum mánuðum flúið land í stórum stíl. Eða réttara sagt fyrirtækjarekstur á Íslandi er það sem heillar því þetta fólk ætlar ekki að borga skatt hér, frekar en í heimalandi sínu Færði hlutinn á nafn 17 ára dóttur Hvers vegna? Af hverju horfir þetta norska skattaflóttafólk svona vongóðum augum hingað og telur sig nauðbeygt til að flýja Noreg? Svarið er einfalt. Síðastliðið haust ákváðu norsk stjórnvöld að leggja auðlindaskatt á fyrirtæki sem stunda sjókvíaeldi í fjörðum landsins. Starfsemin fer fram á hafsvæðum í eigu norsku þjóðarinnar og eftirspurnin eftir þeim er langt umfram framboðið. Þetta eru semsagt takmörkuð gæði sem sjókvíaeldisfyrirtækin hafa hingað til ekki greitt fyrir að hafa til afnota. Nú er það breytt. Sjókvíaeldiseigendurnir bera sig aumlega og eru hver á fætur öðrum að forða sér frá Noregi. Eða að minnsta kosti að nafninu til. Þeir vilja taka út persónulegan hagnað sinn þar sem skattar eru lægri. Þannig hefur stjórnarformaður Måsøval, hins norska móðurfélags sjókvíaeldisfyrirtækjanna Laxa og Fiskeldis Austfjarða (Ice Fish Farm), fært nánast allan eignarhlut sinn í fyrirtækinu á nafn sautján ára dóttur sinnar, sem flutti heimilisfang sitt til Sviss síðastliðið haust. Hinn aðaleigandi Måsøval, bróðir stjórnarformannsins, hefur líka fært heimilisfang sitt til Sviss. Aðaleigandi norska fiskeldisrisans Mowi, sem festi kaup á meirihluta hlutafjár í vestfirska fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish nú í desember, var hins vegar fluttur til skattaparadísareyjunnar Kýpur fyrir alllöngu. Honum hugnaðist ekki heldur að leggja sitt af mörkum til viðhalds norræna velferðarmódelsins. Af Mowi er það helst að frétta að í vikunni sögðu norskir fjölmiðlar frá því að fyrirtækið hafi skilað á síðasta ári jákvæðri rekstrarniðurstöðu sem nemur um einum milljarði evra eða jafnvirði um 155 milljarða króna. Fyrirtækið rekur sjókvíaeldi við Chile og Skotland auk Noregs og hefur alls staðar skilið eftir sig slóð eyðileggingar og dauða í lífríkinu. Einbeittur ásetningur Ásetningur eigenda sjókvíaeldisfyrirtækjanna til skattasniðgöngu, hvort sem er hér á Íslandi eða í Noregi, er þannig einbeittur og þeir hika ekki við að nota til þess öll tiltæk ráð. Á það bæði við um persónulegar skattgreiðslur og skatta fyrirtækja í þeirra eigu.Elsta sjókvíaeldisfyrirtækið sem hér starfar, Arnarlax, hefur til dæmis aldrei greitt tekjuskatt á Íslandi. Þó er fyrirtækið með viðskiptasögu frá 2007 þegar Fjarðalax, sem Arnarlax tók yfir, er talið með. Sama gildir um hin sjókvíaeldisfyrirtækin á Íslandi. Þau eru rekin stanslaust með bókhaldslegu tapi og hafa því aldrei greitt hér tekjuskatt. Rekstrarfyrirkomulagið er vel þekkt úr heimi alþjóðlegra viðskipta. Móðurfélögin og eigendur þeirra koma sér fyrir í löndum þar sem minnst þarf að greiða af sköttum og eiga svo í viðskiptum við dótturfélög sín. Háar upphæðir í erlendum gjaldeyri renna þannig úr landi fyrir ýmis aðföng, búnað, ráðgjöf og afborganir af lánum til móðurfélaganna og erlendra birgja. Söluvaran og íslenskt skattaumhverfi Undanfarin ár hafa norsk stjórnvöld boðið upp framleiðsluleyfi fyrir sjókvíaeldi og hafa uppboðin skilað ríkissjóði landsins háum fjárhæðum. Íslensk stjórnvöld hafa aftur á móti úthlutað þessum framleiðsluleyfum endurgjaldslaust. Ef Ísland hefði farið sömu leið og Norðmenn hefðu leyfin kostað með uppboði og norska verðinu um 170 milljarða íslenskra króna. Skattaumhverfið hefur verið sjókvíaeldi við Ísland afar hagkvæmt. Árið 2020 stóð til dæmis fiskeldisgjaldið ekki undir kostnaði hins opinbera af þessari starfsemi. Um miðjan nýliðinn desember ákvað svo meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fresta löngu boðaðri hækkun á gjaldtöku á sjókvíaeldi eftir þrýsting frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Með því koma sjókvíaeldisfyrirtækin sér hjá því að greiða 450 milljón krónur á þessu ári. Ein af ástæðunum sem nefnd var til sögunnar af hálfu SFS var að „um væri að ræða atvinnugrein á viðkvæmu stigi uppbyggingar.“ Staðan er þó ekki viðkvæmari en svo að á sama tíma og þessi iðnaður þykist ekki vera aflögufær ganga eignarhlutir í íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum kaupum og sölum fyrir tugi milljarða. Verðið sem Mowi greiddi í desember fyrir rúmlega helmings hlut í Arctic Fish var sem dæmi 27 milljarðar króna. Þeir milljarðar runnu til þeirra sem sóttu sér framleiðsluleyfin og aðganginn fyrir brot af þeirri upphæð og hafa aldrei viljað greiða hér fyrir afnotin af náttúruauðlindunum. Söluvaran var framleiðslukvóti á eldislaxi og aðgangur að hafsvæðum í eigu þjóðarinnar. Engin góðgerðarstarfsemi Íslenskt hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna lætur gjarnan eins og tilgangur þeirra snúist fyrst og fremst um atvinnusköpun í brothættum sjávarbyggðum. Mátum nú saman orð og athafnir: Sjókvíaeldisfyrirtæki borga ekki tekjuskatt hér. Þau hafa barist hart gegn hækkun á hóflegri gjaldtöku og orðið þar ágengt, þvert á markmið laga um gjald vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóðs, sem voru staðfest sumarið 2019. Arnarlax hefur staðið í málaferlum við Vesturbyggð vegna þess að fyrirtækið sættir sig ekki við að greiða hafnargjöld eftir verðskrá sveitarfélagsins. Allir þjónustubátar sem starfa við þennan iðnað, utan einn, eru skráðir í öðrum löndum og eru með erlendar áhafnir. Meirihluti starfsfólks kemur að utan og er á lágmarkslaunum. Sjókvíaeldi krefst ekki margra starfa. Þetta er hins vegar fjárfrek starfsemi. Miklir peningar eru í vinnu. Afraksturinn (arðurinn) rennur til eigenda fjármagnsins, sem eru að langmestu leyti norsk fyrirtæki. Með öðrum orðum, úr landi. Það eina sem við vitum fyrir víst að þessi starfsemi skilur eftir sig á Íslandi er látlaus mengunin sem streymir úr opnu sjókvíunum í hafið og skaðinn sem hún hefur á lífríkið. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar