Hafnarfjörður, fremstir í rafvæðingu Guðmundur Fylkisson skrifar 19. janúar 2023 07:30 Fyrsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi var Reykdalsvirkjun í Hafnarfirði, árið 1904, og stigu Hafnfirðingar þá fyrsta skrefið í rafvæðingunni. Núna undanfarið hefur verið nokkur umræða, um mikla fjölgun skemmtiferðaskipa og mengun þeim fylgjandi. Umræðan hefur einhvern veginn verið þannig að enginn sé að gera neitt eða hafi gert neitt og hefur það meðal annars mátt skiljast á orðum ráðherra málaflokks orku og loftslagsmála, Guðlaugi Þór. Í dag eru líklega aðeins 3 hafnir sem bjóða upp á háspennutengingu skipa. Landeyjarhöfn fyrir Herjólf. Hafnarfjarðarhöfn fyrir togara og skemmtiferðaskip og síðan hefur Síldarvinnslan á Neskaupstað komi upp tengingu fyrir uppsjávarskip á Neskaupstað. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2020 í loftslagsmálum er gert ráð fyrir að fyrir árið 2025 eigi að vera búið að tryggja aðgengi að raftengingu til að fullnægja raforkuþörf til allrar almennrar starfsemi skipa í höfnum. Allar hafnir bjóða upp á landtengingu með 230 v og eða 400V spennu fyrir heimaflota, fiskiskip og báta skv. svari innviðaráðuneytis til blaðamanns MBL sl.vor. Ekki sé í boði öflugri tenging fyrir t.d. uppsjávarskip sem þurfi talsverða orku t.d. við löndum. Erlendir togarar séu almennt ekki tengdir vegna annarrar spennu rafmagns. Vöruflutningaskip séu almennt ekki með landtengingu þar sem ekki sé nægjanlega öflugar tengingar fyrir þá. Þann 15. Júní 2022, 118 árum eftir að Reykdalsvirkjun var gangsett, var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt við rafmagn í Hafnarfjarðarhöfn og hefur höfnin fjárfest í búnaði til að tengja skip með mismunandi spennu og orkuþörf og því hægt að landtengja öflugustu frystitogara og flutningaskip, auk meðalstórra farþegaskipa. Árlega koma um 30 farþegaskip, þó ekki mjög stór, til Hafnarfjarðarhafnar og fjölgar þeim hægt en örugglega og þá meðal annars vegna þessarar aðstöðu. Síðan er frystitogarinn Baldvin Njálsson GK með ,,heimahöfn“ í Hafnarfirði og nýtir hann þetta. Grænlendingar eru að láta smíða nýja togara og hafa þeir komið og kynnt sér möguleikana hjá okkur. Árlega koma 50-60 togarar og landa í Hafnarfirði. Landtengingin er ekki bara umhverfisvæn heldur er hún útgerðunum hagkvæm og er mun ódýrar að kaupa rafmagn en keyra vélar á olíu á meðan dvöl við höfn stendur. Á þetta einnig við með frystiskip sem þurfa að keyra frystibúnað skipana og svo löndunarbúnað. Til að tengja betur saman Reykdalsvirkjun og svo rafvæðingu Hafnarfjarðarhafnar þá er rétt að geta þess að formaður hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar er afkomandi Jóhannesar J. Reykdals, sem kom Reykdalsvirkjun fyrir í Hamarskotslæknum í Hafnarfirði. Það er síðan efni í meiri skrif þegar kemur að fjármögnun á svona verkefni og síðan gjaldtöku. Höfundur er nefndarmaður í hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Fylkisson Hafnarmál Hafnarfjörður Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi var Reykdalsvirkjun í Hafnarfirði, árið 1904, og stigu Hafnfirðingar þá fyrsta skrefið í rafvæðingunni. Núna undanfarið hefur verið nokkur umræða, um mikla fjölgun skemmtiferðaskipa og mengun þeim fylgjandi. Umræðan hefur einhvern veginn verið þannig að enginn sé að gera neitt eða hafi gert neitt og hefur það meðal annars mátt skiljast á orðum ráðherra málaflokks orku og loftslagsmála, Guðlaugi Þór. Í dag eru líklega aðeins 3 hafnir sem bjóða upp á háspennutengingu skipa. Landeyjarhöfn fyrir Herjólf. Hafnarfjarðarhöfn fyrir togara og skemmtiferðaskip og síðan hefur Síldarvinnslan á Neskaupstað komi upp tengingu fyrir uppsjávarskip á Neskaupstað. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2020 í loftslagsmálum er gert ráð fyrir að fyrir árið 2025 eigi að vera búið að tryggja aðgengi að raftengingu til að fullnægja raforkuþörf til allrar almennrar starfsemi skipa í höfnum. Allar hafnir bjóða upp á landtengingu með 230 v og eða 400V spennu fyrir heimaflota, fiskiskip og báta skv. svari innviðaráðuneytis til blaðamanns MBL sl.vor. Ekki sé í boði öflugri tenging fyrir t.d. uppsjávarskip sem þurfi talsverða orku t.d. við löndum. Erlendir togarar séu almennt ekki tengdir vegna annarrar spennu rafmagns. Vöruflutningaskip séu almennt ekki með landtengingu þar sem ekki sé nægjanlega öflugar tengingar fyrir þá. Þann 15. Júní 2022, 118 árum eftir að Reykdalsvirkjun var gangsett, var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt við rafmagn í Hafnarfjarðarhöfn og hefur höfnin fjárfest í búnaði til að tengja skip með mismunandi spennu og orkuþörf og því hægt að landtengja öflugustu frystitogara og flutningaskip, auk meðalstórra farþegaskipa. Árlega koma um 30 farþegaskip, þó ekki mjög stór, til Hafnarfjarðarhafnar og fjölgar þeim hægt en örugglega og þá meðal annars vegna þessarar aðstöðu. Síðan er frystitogarinn Baldvin Njálsson GK með ,,heimahöfn“ í Hafnarfirði og nýtir hann þetta. Grænlendingar eru að láta smíða nýja togara og hafa þeir komið og kynnt sér möguleikana hjá okkur. Árlega koma 50-60 togarar og landa í Hafnarfirði. Landtengingin er ekki bara umhverfisvæn heldur er hún útgerðunum hagkvæm og er mun ódýrar að kaupa rafmagn en keyra vélar á olíu á meðan dvöl við höfn stendur. Á þetta einnig við með frystiskip sem þurfa að keyra frystibúnað skipana og svo löndunarbúnað. Til að tengja betur saman Reykdalsvirkjun og svo rafvæðingu Hafnarfjarðarhafnar þá er rétt að geta þess að formaður hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar er afkomandi Jóhannesar J. Reykdals, sem kom Reykdalsvirkjun fyrir í Hamarskotslæknum í Hafnarfirði. Það er síðan efni í meiri skrif þegar kemur að fjármögnun á svona verkefni og síðan gjaldtöku. Höfundur er nefndarmaður í hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun