Mönnun sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 18. janúar 2023 10:31 Vissu þið að það voru fleiri stöðugildi sjúkraliða á Landspítalanum árið 2016 heldur en voru árið 2021? Á þessu sama fimm ára tímabili hefur mannfjöldi á Íslandi aukist um tæplega 40 þúsund sem er tvöfaldur íbúafjöldi Akureyrar og meira en allur íbúafjöldi Kópavogs. Þá hefur fjöldi eldri borgara aukist um tæp 19% á þessum fimm árum en það er sá hópur sem eðli málsins samkvæmt leitar meira til heilbrigðiskerfisins en aðrir aldurshópar. Jafnframt hefur árlegur fjöldi erlendra ferðamenna aukist frá 2015 um hálfa milljón en þetta er einnig hópur sem þarf stundum að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Samræmist þetta þessari „stórsókn“ stjórnvalda sem iðulega er tala um þegar kemur að heilbrigðiskerfinu? Ætti „stórsóknin“ ekki birtast í fleiri sjúkraliðum? Eitt af því sem starfsfólk Landspítalans hefur árum saman bent á, er mönnunarvandi hjúkrunar. Nú er hann staðfestur, svart á hvítu, í glænýju svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, alþingismanns. Megin viðfangsefni sjúkraliða er nærhjúkrun og það vantar fleiri sjúkraliða inn á Landspítalann, sem og á aðrar heilbrigðisstofnanir. Fjöldi stöðugilda sjúkraliða hjá Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis fækkað á þessu fimm ára tímabili. Fjöldinn hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur nánast staðið í stað en lítilsháttar fjölgun hefur átt sér stað hjá flestum heilbrigðisstofnunum út á landi en þó ekki öllum. Engin lágmarksviðmið Það sem er einnig sláandi í svari ráðherrans eru eftirfarandi orð: „Ráðuneytið hefur ekki sett viðmið um mönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum“. Af hverju er það ekki löngu búið? Þó segir í svarinu að nú fari fram „umfangsmikil mönnunargreining þvert á heilbrigðiskerfið“ og að sérstakt landsráð um menntun og mönnun hafi verið að störfum í tæp tvö ár. Það sem vekur einnig athygli er að „Landspítalinn skilgreinir ekki lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða, heldur miðar við fjármögnuð stöðugildi sem lágmarksstöðugildi.“ Þetta segir okkur að fjármagnið ræður för en ekki þörfin. Ef fjármagnið lækkar þá virðist lágmarksmönnun minnka. Að lokum má sérstaklega flagga orðum ráðherra sem segir að „allar stofnanirnar eru með svokallaða verkfallslista sem sendir eru til stéttarfélaga. Slíkir listar eru hugsaðir sem öryggislistar þar sem skilgreind er lágmarksmönnun til að halda starfseminni gangandi til skemmri tíma.“ Það verður að viðurkennast að hér er verið að benda á afar sérstaka leið til að skilgreina lágmarksmönnun, - út frá verkfallslistum! Um 50% sjúkraliða starfa við annað Til að tryggja megi sem best gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga, og ekki síst skynsama notkun fjármuna, þarf fjöldi starfsmanna sem vinna við hjúkrun, að vera í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar hverju sinni. Á Íslandi höfum við verið að mennta fjöldann allan af sjúkraliðum sem kjósa svo að starfa við eitthvað allt annað en fagið. Gild starfsleyfi sjúkraliða eru ríflega 5.200 en um 2.200 starfa við fagið. Um þessar mundir eru um 600 einstaklingar í sjúkraliðanámi, en um helmingur þeirra sem útskrifast munu leita á önnur mið og starfa við annað. Ástæðurnar eru augljósar, óviðunandi launakjör og krefjandi starfsaðstæður, en byrjunarlaun þeirra á eru 448.025 kr. Framundan eru kjaraviðræður við sjúkraliða. Stjórnvöld ættu að standa við yfirlýsingar sínar um að gera betur við heilbrigðisstarfsfólk og sýna vilja í verki með því hækka grunnlaunin og beita sér fyrir betra starfsumhverfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Landspítalinn Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vissu þið að það voru fleiri stöðugildi sjúkraliða á Landspítalanum árið 2016 heldur en voru árið 2021? Á þessu sama fimm ára tímabili hefur mannfjöldi á Íslandi aukist um tæplega 40 þúsund sem er tvöfaldur íbúafjöldi Akureyrar og meira en allur íbúafjöldi Kópavogs. Þá hefur fjöldi eldri borgara aukist um tæp 19% á þessum fimm árum en það er sá hópur sem eðli málsins samkvæmt leitar meira til heilbrigðiskerfisins en aðrir aldurshópar. Jafnframt hefur árlegur fjöldi erlendra ferðamenna aukist frá 2015 um hálfa milljón en þetta er einnig hópur sem þarf stundum að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Samræmist þetta þessari „stórsókn“ stjórnvalda sem iðulega er tala um þegar kemur að heilbrigðiskerfinu? Ætti „stórsóknin“ ekki birtast í fleiri sjúkraliðum? Eitt af því sem starfsfólk Landspítalans hefur árum saman bent á, er mönnunarvandi hjúkrunar. Nú er hann staðfestur, svart á hvítu, í glænýju svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, alþingismanns. Megin viðfangsefni sjúkraliða er nærhjúkrun og það vantar fleiri sjúkraliða inn á Landspítalann, sem og á aðrar heilbrigðisstofnanir. Fjöldi stöðugilda sjúkraliða hjá Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis fækkað á þessu fimm ára tímabili. Fjöldinn hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur nánast staðið í stað en lítilsháttar fjölgun hefur átt sér stað hjá flestum heilbrigðisstofnunum út á landi en þó ekki öllum. Engin lágmarksviðmið Það sem er einnig sláandi í svari ráðherrans eru eftirfarandi orð: „Ráðuneytið hefur ekki sett viðmið um mönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum“. Af hverju er það ekki löngu búið? Þó segir í svarinu að nú fari fram „umfangsmikil mönnunargreining þvert á heilbrigðiskerfið“ og að sérstakt landsráð um menntun og mönnun hafi verið að störfum í tæp tvö ár. Það sem vekur einnig athygli er að „Landspítalinn skilgreinir ekki lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða, heldur miðar við fjármögnuð stöðugildi sem lágmarksstöðugildi.“ Þetta segir okkur að fjármagnið ræður för en ekki þörfin. Ef fjármagnið lækkar þá virðist lágmarksmönnun minnka. Að lokum má sérstaklega flagga orðum ráðherra sem segir að „allar stofnanirnar eru með svokallaða verkfallslista sem sendir eru til stéttarfélaga. Slíkir listar eru hugsaðir sem öryggislistar þar sem skilgreind er lágmarksmönnun til að halda starfseminni gangandi til skemmri tíma.“ Það verður að viðurkennast að hér er verið að benda á afar sérstaka leið til að skilgreina lágmarksmönnun, - út frá verkfallslistum! Um 50% sjúkraliða starfa við annað Til að tryggja megi sem best gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga, og ekki síst skynsama notkun fjármuna, þarf fjöldi starfsmanna sem vinna við hjúkrun, að vera í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar hverju sinni. Á Íslandi höfum við verið að mennta fjöldann allan af sjúkraliðum sem kjósa svo að starfa við eitthvað allt annað en fagið. Gild starfsleyfi sjúkraliða eru ríflega 5.200 en um 2.200 starfa við fagið. Um þessar mundir eru um 600 einstaklingar í sjúkraliðanámi, en um helmingur þeirra sem útskrifast munu leita á önnur mið og starfa við annað. Ástæðurnar eru augljósar, óviðunandi launakjör og krefjandi starfsaðstæður, en byrjunarlaun þeirra á eru 448.025 kr. Framundan eru kjaraviðræður við sjúkraliða. Stjórnvöld ættu að standa við yfirlýsingar sínar um að gera betur við heilbrigðisstarfsfólk og sýna vilja í verki með því hækka grunnlaunin og beita sér fyrir betra starfsumhverfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun