Mönnun sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 18. janúar 2023 10:31 Vissu þið að það voru fleiri stöðugildi sjúkraliða á Landspítalanum árið 2016 heldur en voru árið 2021? Á þessu sama fimm ára tímabili hefur mannfjöldi á Íslandi aukist um tæplega 40 þúsund sem er tvöfaldur íbúafjöldi Akureyrar og meira en allur íbúafjöldi Kópavogs. Þá hefur fjöldi eldri borgara aukist um tæp 19% á þessum fimm árum en það er sá hópur sem eðli málsins samkvæmt leitar meira til heilbrigðiskerfisins en aðrir aldurshópar. Jafnframt hefur árlegur fjöldi erlendra ferðamenna aukist frá 2015 um hálfa milljón en þetta er einnig hópur sem þarf stundum að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Samræmist þetta þessari „stórsókn“ stjórnvalda sem iðulega er tala um þegar kemur að heilbrigðiskerfinu? Ætti „stórsóknin“ ekki birtast í fleiri sjúkraliðum? Eitt af því sem starfsfólk Landspítalans hefur árum saman bent á, er mönnunarvandi hjúkrunar. Nú er hann staðfestur, svart á hvítu, í glænýju svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, alþingismanns. Megin viðfangsefni sjúkraliða er nærhjúkrun og það vantar fleiri sjúkraliða inn á Landspítalann, sem og á aðrar heilbrigðisstofnanir. Fjöldi stöðugilda sjúkraliða hjá Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis fækkað á þessu fimm ára tímabili. Fjöldinn hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur nánast staðið í stað en lítilsháttar fjölgun hefur átt sér stað hjá flestum heilbrigðisstofnunum út á landi en þó ekki öllum. Engin lágmarksviðmið Það sem er einnig sláandi í svari ráðherrans eru eftirfarandi orð: „Ráðuneytið hefur ekki sett viðmið um mönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum“. Af hverju er það ekki löngu búið? Þó segir í svarinu að nú fari fram „umfangsmikil mönnunargreining þvert á heilbrigðiskerfið“ og að sérstakt landsráð um menntun og mönnun hafi verið að störfum í tæp tvö ár. Það sem vekur einnig athygli er að „Landspítalinn skilgreinir ekki lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða, heldur miðar við fjármögnuð stöðugildi sem lágmarksstöðugildi.“ Þetta segir okkur að fjármagnið ræður för en ekki þörfin. Ef fjármagnið lækkar þá virðist lágmarksmönnun minnka. Að lokum má sérstaklega flagga orðum ráðherra sem segir að „allar stofnanirnar eru með svokallaða verkfallslista sem sendir eru til stéttarfélaga. Slíkir listar eru hugsaðir sem öryggislistar þar sem skilgreind er lágmarksmönnun til að halda starfseminni gangandi til skemmri tíma.“ Það verður að viðurkennast að hér er verið að benda á afar sérstaka leið til að skilgreina lágmarksmönnun, - út frá verkfallslistum! Um 50% sjúkraliða starfa við annað Til að tryggja megi sem best gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga, og ekki síst skynsama notkun fjármuna, þarf fjöldi starfsmanna sem vinna við hjúkrun, að vera í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar hverju sinni. Á Íslandi höfum við verið að mennta fjöldann allan af sjúkraliðum sem kjósa svo að starfa við eitthvað allt annað en fagið. Gild starfsleyfi sjúkraliða eru ríflega 5.200 en um 2.200 starfa við fagið. Um þessar mundir eru um 600 einstaklingar í sjúkraliðanámi, en um helmingur þeirra sem útskrifast munu leita á önnur mið og starfa við annað. Ástæðurnar eru augljósar, óviðunandi launakjör og krefjandi starfsaðstæður, en byrjunarlaun þeirra á eru 448.025 kr. Framundan eru kjaraviðræður við sjúkraliða. Stjórnvöld ættu að standa við yfirlýsingar sínar um að gera betur við heilbrigðisstarfsfólk og sýna vilja í verki með því hækka grunnlaunin og beita sér fyrir betra starfsumhverfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Landspítalinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Vissu þið að það voru fleiri stöðugildi sjúkraliða á Landspítalanum árið 2016 heldur en voru árið 2021? Á þessu sama fimm ára tímabili hefur mannfjöldi á Íslandi aukist um tæplega 40 þúsund sem er tvöfaldur íbúafjöldi Akureyrar og meira en allur íbúafjöldi Kópavogs. Þá hefur fjöldi eldri borgara aukist um tæp 19% á þessum fimm árum en það er sá hópur sem eðli málsins samkvæmt leitar meira til heilbrigðiskerfisins en aðrir aldurshópar. Jafnframt hefur árlegur fjöldi erlendra ferðamenna aukist frá 2015 um hálfa milljón en þetta er einnig hópur sem þarf stundum að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Samræmist þetta þessari „stórsókn“ stjórnvalda sem iðulega er tala um þegar kemur að heilbrigðiskerfinu? Ætti „stórsóknin“ ekki birtast í fleiri sjúkraliðum? Eitt af því sem starfsfólk Landspítalans hefur árum saman bent á, er mönnunarvandi hjúkrunar. Nú er hann staðfestur, svart á hvítu, í glænýju svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, alþingismanns. Megin viðfangsefni sjúkraliða er nærhjúkrun og það vantar fleiri sjúkraliða inn á Landspítalann, sem og á aðrar heilbrigðisstofnanir. Fjöldi stöðugilda sjúkraliða hjá Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis fækkað á þessu fimm ára tímabili. Fjöldinn hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur nánast staðið í stað en lítilsháttar fjölgun hefur átt sér stað hjá flestum heilbrigðisstofnunum út á landi en þó ekki öllum. Engin lágmarksviðmið Það sem er einnig sláandi í svari ráðherrans eru eftirfarandi orð: „Ráðuneytið hefur ekki sett viðmið um mönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum“. Af hverju er það ekki löngu búið? Þó segir í svarinu að nú fari fram „umfangsmikil mönnunargreining þvert á heilbrigðiskerfið“ og að sérstakt landsráð um menntun og mönnun hafi verið að störfum í tæp tvö ár. Það sem vekur einnig athygli er að „Landspítalinn skilgreinir ekki lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða, heldur miðar við fjármögnuð stöðugildi sem lágmarksstöðugildi.“ Þetta segir okkur að fjármagnið ræður för en ekki þörfin. Ef fjármagnið lækkar þá virðist lágmarksmönnun minnka. Að lokum má sérstaklega flagga orðum ráðherra sem segir að „allar stofnanirnar eru með svokallaða verkfallslista sem sendir eru til stéttarfélaga. Slíkir listar eru hugsaðir sem öryggislistar þar sem skilgreind er lágmarksmönnun til að halda starfseminni gangandi til skemmri tíma.“ Það verður að viðurkennast að hér er verið að benda á afar sérstaka leið til að skilgreina lágmarksmönnun, - út frá verkfallslistum! Um 50% sjúkraliða starfa við annað Til að tryggja megi sem best gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga, og ekki síst skynsama notkun fjármuna, þarf fjöldi starfsmanna sem vinna við hjúkrun, að vera í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar hverju sinni. Á Íslandi höfum við verið að mennta fjöldann allan af sjúkraliðum sem kjósa svo að starfa við eitthvað allt annað en fagið. Gild starfsleyfi sjúkraliða eru ríflega 5.200 en um 2.200 starfa við fagið. Um þessar mundir eru um 600 einstaklingar í sjúkraliðanámi, en um helmingur þeirra sem útskrifast munu leita á önnur mið og starfa við annað. Ástæðurnar eru augljósar, óviðunandi launakjör og krefjandi starfsaðstæður, en byrjunarlaun þeirra á eru 448.025 kr. Framundan eru kjaraviðræður við sjúkraliða. Stjórnvöld ættu að standa við yfirlýsingar sínar um að gera betur við heilbrigðisstarfsfólk og sýna vilja í verki með því hækka grunnlaunin og beita sér fyrir betra starfsumhverfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun