Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sama um réttindi barna? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2023 12:30 Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur. Þau reiða sig á vernd og umhyggju af hálfu okkar sem teljumst fullorðið fólk og samfélaginu öllu ber að standa vörð um réttindi og velferð þeirra. Okkur ber enn fremur að tryggja að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn. Þetta er ekki bara mín skoðun. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið fullgiltur og lögfestur á Íslandi, segir þetta svart á hvítu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs, ætla hins vegar að samþykkja lagafrumvarp sem gengur í berhögg við alþjóðasáttmála og íslensk barnalög – þ.e. útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Frumvarp þetta, sem til stendur að gera að landslögum, brýtur beinlínis á réttindum barna. Við skulum skoða hvernig. Áhrif frumvarpsins á réttindi barna Samkvæmt núgildandi lögum gilda sérstakir tímafrestir um málsmeðferð umsókna barna á flótta. Tímafrestirnir tryggja börnum sem hafa dvalið á Íslandi til lengri tíma efnislega meðferð umsóknarinnar og heimila veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða fyrir börn sem hafa dvalið á Íslandi í meira en 15 mánuði. Þannig eru hagsmunir barnanna settir í fyrsta sæti. Ákvæðin voru sett til þess að bregðast við ítrekuðu ákalli almennings um að binda endi á grimmilegar brottvísanir barna sem hafa búið á Íslandi um langa hríð. Börnin hafa þá fest rætur, eignast vini og lært að tala íslensku, allt á meðan beðið er eftir því að stjórnvöld ákveði hvort umsóknin skuli yfir höfuð tekin til meðferðar hér á landi – ferli sem í gegnum tíðina hefur stundum tekið marga mánuði eða jafnvel ár, börnunum til vansa og almenningi á Íslandi til mikillar gremju. Frumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur myndi gera þessa tímafresti að engu. Stjórnvöldum yrði gert kleift að vísa börnum úr landi eftir að hafa búið hér jafnvel svo árum skiptir. Það eina sem þyrfti til væri að einhver í nærumhverfi barnsins, svo sem foreldri, annar aðstandandi eða jafnvel lögmaður barnsins, væri talinn hafa „tafið málið“ – til dæmis með því að gleyma viðtalstíma á allra fyrstu stigum málsins – þá falla tímafrestirnir niður og árin sem líða veita barninu engan rétt. Umsagnaraðilar frumvarpsins telja réttindi barna fótum troðin Frumvarpið fékk slæma útreið í umsögnum sem bárust allsherjar- og menntamálanefnd frá aðilum sem hafa það meginhlutverk að gæta hagsmuna barna. Í umsögnum Barnaheilla og UNICEF var mikilvægi þess að öll mál sem varða börn skuli meta með hagsmuni barnsins að leiðarljósi margítrekað – að ákvörðun skuli tekin á grundvelli þess sem talið er barninu fyrir bestu að loknu mati. Það er ófrávíkjanlegur réttur barnsins lögum samkvæmt. Í umsögn Barnaheilla segir að í ljósi þess sé með öllu ótækt að frumvarpið búi svo um hnútana að tafir sem rekja megi til athafna annarra geti komið niður á því hvort umsókn barns hljóti efnislega meðferð hér á landi. Að sama skapi lýsti UNICEF því yfir að það stríði gegn bæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum að börn séu látin líða fyrir athafnir annarra. Þrátt fyrir að þessir aðilar geri alvarlegar aðfinnslur við frumvarpið sáu fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í allsherjar- og menntamálanefnd ekki tilefni til þess að bregðast við þeim og er ekki einu orði á þessar aðfinnslur minnst í nefndaráliti meirihlutans. Til hvers er breytingin gerð? Í greinargerð með frumvarpinu segir berum orðum að „vandamálið“ sem breytingunni sé ætlað að leysa sé einmitt það að börn geti öðlast rétt til efnislegrar málsmeðferðar vegna tafa af völdum foreldra sinna. Þetta er því enginn klaufaskapur eða mistök. Frumvarpinu er raunverulega ætlað að gefa stjórnvöldum leyfi til þess að kasta lögbundnum réttindum barna fyrir róða. Eins og Barnaheill, UNICEF og fleiri benda á er alfarið ótækt að láta athafnir annarra bitna á réttindum barna, hvort sem það eru foreldrar barnsins, aðrir aðstandendur eða jafnvel bara einhver lögmaður úti í bæ. Um þetta skeyta þingmenn meirihlutans engu. En eins og við vitum – þá skiptir máli hver stjórnar. Ekki satt? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Réttindi barna Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur. Þau reiða sig á vernd og umhyggju af hálfu okkar sem teljumst fullorðið fólk og samfélaginu öllu ber að standa vörð um réttindi og velferð þeirra. Okkur ber enn fremur að tryggja að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn. Þetta er ekki bara mín skoðun. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið fullgiltur og lögfestur á Íslandi, segir þetta svart á hvítu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs, ætla hins vegar að samþykkja lagafrumvarp sem gengur í berhögg við alþjóðasáttmála og íslensk barnalög – þ.e. útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Frumvarp þetta, sem til stendur að gera að landslögum, brýtur beinlínis á réttindum barna. Við skulum skoða hvernig. Áhrif frumvarpsins á réttindi barna Samkvæmt núgildandi lögum gilda sérstakir tímafrestir um málsmeðferð umsókna barna á flótta. Tímafrestirnir tryggja börnum sem hafa dvalið á Íslandi til lengri tíma efnislega meðferð umsóknarinnar og heimila veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða fyrir börn sem hafa dvalið á Íslandi í meira en 15 mánuði. Þannig eru hagsmunir barnanna settir í fyrsta sæti. Ákvæðin voru sett til þess að bregðast við ítrekuðu ákalli almennings um að binda endi á grimmilegar brottvísanir barna sem hafa búið á Íslandi um langa hríð. Börnin hafa þá fest rætur, eignast vini og lært að tala íslensku, allt á meðan beðið er eftir því að stjórnvöld ákveði hvort umsóknin skuli yfir höfuð tekin til meðferðar hér á landi – ferli sem í gegnum tíðina hefur stundum tekið marga mánuði eða jafnvel ár, börnunum til vansa og almenningi á Íslandi til mikillar gremju. Frumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur myndi gera þessa tímafresti að engu. Stjórnvöldum yrði gert kleift að vísa börnum úr landi eftir að hafa búið hér jafnvel svo árum skiptir. Það eina sem þyrfti til væri að einhver í nærumhverfi barnsins, svo sem foreldri, annar aðstandandi eða jafnvel lögmaður barnsins, væri talinn hafa „tafið málið“ – til dæmis með því að gleyma viðtalstíma á allra fyrstu stigum málsins – þá falla tímafrestirnir niður og árin sem líða veita barninu engan rétt. Umsagnaraðilar frumvarpsins telja réttindi barna fótum troðin Frumvarpið fékk slæma útreið í umsögnum sem bárust allsherjar- og menntamálanefnd frá aðilum sem hafa það meginhlutverk að gæta hagsmuna barna. Í umsögnum Barnaheilla og UNICEF var mikilvægi þess að öll mál sem varða börn skuli meta með hagsmuni barnsins að leiðarljósi margítrekað – að ákvörðun skuli tekin á grundvelli þess sem talið er barninu fyrir bestu að loknu mati. Það er ófrávíkjanlegur réttur barnsins lögum samkvæmt. Í umsögn Barnaheilla segir að í ljósi þess sé með öllu ótækt að frumvarpið búi svo um hnútana að tafir sem rekja megi til athafna annarra geti komið niður á því hvort umsókn barns hljóti efnislega meðferð hér á landi. Að sama skapi lýsti UNICEF því yfir að það stríði gegn bæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum að börn séu látin líða fyrir athafnir annarra. Þrátt fyrir að þessir aðilar geri alvarlegar aðfinnslur við frumvarpið sáu fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í allsherjar- og menntamálanefnd ekki tilefni til þess að bregðast við þeim og er ekki einu orði á þessar aðfinnslur minnst í nefndaráliti meirihlutans. Til hvers er breytingin gerð? Í greinargerð með frumvarpinu segir berum orðum að „vandamálið“ sem breytingunni sé ætlað að leysa sé einmitt það að börn geti öðlast rétt til efnislegrar málsmeðferðar vegna tafa af völdum foreldra sinna. Þetta er því enginn klaufaskapur eða mistök. Frumvarpinu er raunverulega ætlað að gefa stjórnvöldum leyfi til þess að kasta lögbundnum réttindum barna fyrir róða. Eins og Barnaheill, UNICEF og fleiri benda á er alfarið ótækt að láta athafnir annarra bitna á réttindum barna, hvort sem það eru foreldrar barnsins, aðrir aðstandendur eða jafnvel bara einhver lögmaður úti í bæ. Um þetta skeyta þingmenn meirihlutans engu. En eins og við vitum – þá skiptir máli hver stjórnar. Ekki satt? Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar