Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2023 07:39 Kvartanir hafa borist Reykjavíkurborg vegna ljósmengunar frá nýja led-skiltinu á gafli hússins. Vísir/Kolbeinn Tumi Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. Þetta kemur fram í umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn Orkunnar, rekstraraðila 10-11, frá í desember um endurnýjun á skiltinu á austurgafli hússins. Verslunin hefur um árabil verið með skilti á gaflinum, en í umsögninni kemur fram að á sínum tíma hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu. Nú hafi gamla skiltinu verið skipt úr fyrir mun stærra skilti, 32 fermetra að stærð, en um er að ræða svokallað led-skilti. Ekki hafi verið sótt um leyfi að þessu sinni heldur. Fram kemur að kvörtun hafi borist vegna ljósmengunar frá skiltinu. Í samþykktum skiltaleiðbeiningum borgarinnar segir að á umræddu svæði sé heimilt að vera með upplýst og óupplýst þjónustuskilti á byggingum eða mannvirkjum. Hvorki gamla né nýja skiltið standist þær kröfur sem umræddar leiðbeiningar kveða á um. Á miðri mynd má sjá gamla skiltið. Ekki var sótt um leyfi fyrir það á sínum tíma og segir í umsögn að það hafi heldur ekki staðist skiltaleiðbeiningar borgarinnar.Vísir/Vilhelm Fram kemur í leiðbeiningunum að skilti á þessu svæði borgarinnar skuli almennt samanstanda af stakstæðum bókstöfum. Stærð þeirra takmarkist við fjóra fermetra ef um stakstæða stafi sé að ræða (þar sem byggingin sé sýnileg á bak við skiltið) en einum fermetra ef um er að ræða veggspjald (þegar skiltið hylur vegginn á bak við sig). Þá segir að skilti skulu falla vel að umhverfi sínu og taka „tillit til hlutfalla, yfirbragðs og staðaranda hvers svæðis fyrir sig“. Nýja skiltið sé um 32 fermetrar að stærð sem sé langt umfram leyfilega stærð í samþykktum leiðbeiningum auk þess sem að það hylji gafl-hliðina alveg. „Það er því ekki hægt að segja að það taki tillit til umhverfisins eða falli vel að staðaranda. Því er tekið neikvætt í erindið,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa. Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn Orkunnar, rekstraraðila 10-11, frá í desember um endurnýjun á skiltinu á austurgafli hússins. Verslunin hefur um árabil verið með skilti á gaflinum, en í umsögninni kemur fram að á sínum tíma hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu. Nú hafi gamla skiltinu verið skipt úr fyrir mun stærra skilti, 32 fermetra að stærð, en um er að ræða svokallað led-skilti. Ekki hafi verið sótt um leyfi að þessu sinni heldur. Fram kemur að kvörtun hafi borist vegna ljósmengunar frá skiltinu. Í samþykktum skiltaleiðbeiningum borgarinnar segir að á umræddu svæði sé heimilt að vera með upplýst og óupplýst þjónustuskilti á byggingum eða mannvirkjum. Hvorki gamla né nýja skiltið standist þær kröfur sem umræddar leiðbeiningar kveða á um. Á miðri mynd má sjá gamla skiltið. Ekki var sótt um leyfi fyrir það á sínum tíma og segir í umsögn að það hafi heldur ekki staðist skiltaleiðbeiningar borgarinnar.Vísir/Vilhelm Fram kemur í leiðbeiningunum að skilti á þessu svæði borgarinnar skuli almennt samanstanda af stakstæðum bókstöfum. Stærð þeirra takmarkist við fjóra fermetra ef um stakstæða stafi sé að ræða (þar sem byggingin sé sýnileg á bak við skiltið) en einum fermetra ef um er að ræða veggspjald (þegar skiltið hylur vegginn á bak við sig). Þá segir að skilti skulu falla vel að umhverfi sínu og taka „tillit til hlutfalla, yfirbragðs og staðaranda hvers svæðis fyrir sig“. Nýja skiltið sé um 32 fermetrar að stærð sem sé langt umfram leyfilega stærð í samþykktum leiðbeiningum auk þess sem að það hylji gafl-hliðina alveg. „Það er því ekki hægt að segja að það taki tillit til umhverfisins eða falli vel að staðaranda. Því er tekið neikvætt í erindið,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira