Hvaða hagsmunir ráða för? Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifa 9. janúar 2023 09:31 Nú þegar nýjar upplýsingar birtast bæði íbúum og kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins Ölfuss á síðum Morgunblaðsins um frekari og mjög stórtækar fyrirætlanir Heidelberg Materials í Þorlákshöfn, er rétt að fara aðeins yfir stöðuna. Á fundi Skipulags- og umhverfisnefndar 7. desember síðastliðinn lá fyrir erindi frá Skipulagsstofnun þar sem beðið var um umsögn um matstilkynningu vegna mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Í beiðninni segir meðal annars að í umsögninni skuli koma fram hvort sveitarfélagið kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat. Sem sagt, þarna gafst Sveitarfélaginu Ölfusi tækifæri á að segja sína skoðun á því hvort það teldi fyrirhugaða verksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn þurfa að fara í umhverfismat. Fyrir fundinum lá tillaga að umsögn þar sem listaðar eru upp þau skilyrði sem Ölfus setur fyrirtækinu og bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 24. nóvember. Auk þess bætti nefndin við lið sem ítrekaði samráð við sveitarfélagið þegar kæmi að hönnun byggingarinnar. Fulltrúar B lista Framfarasinna sem sitja í Skipulags- og umhverfisnefnd fyrir hönd minnihlutans lögðu fram eftirfarandi álit: „Talið er mikilvægt að mölunarverksmiðjan fari í umhverfismat, sökum umfangs hennar miðað við samfélagið í Þorlákshöfn.” Þegar fundargerð þess fundar var lögð fram á bæjarstjórnarfundi 15. desember til samþykktar, rataði álit bæjarfulltrúa Framfarasinna ekki inn í umsögnina sem Sveitarfélagið Ölfus sendi til Skipulagsstofnunar. Sem sagt, sveitarfélagið Ölfus kallaði ekki eftir því að framkvæmdin færi í umhverfismat. Hvers vegna beitir meirihlutinn sér ekki fyrir því að leiða fram allar upplýsingar? Þessi afstaða meirihlutans vekur mikla furðu okkar bæjarfulltrúa í minnihluta. Í fyrrnefndum skilyrðum sem bæjarstjórn samþykkti segir meðal annars að bæjarstjórn „áskilji sér fullan rétt til að tryggja hagsmuni samfélagsins við vinnslu málsins“, og að „ekki komi til greina að gefinn verði afsláttur af almennum kröfum um hljóðmengun, rykmengun og annað það sem valdið getur samfélaginu ama“. Hvers vegna í ósköpunum fer bæjarstjórn þá ekki fram á að verksmiðjan fari í umhverfismat og þar með í gaumgæfilega skoðun sem tekur á málum er varða hagsmuni íbúa og umhverfis? Hvaða hagsmuni er verið að vernda með þeirri afstöðu? Hvernig geta íbúar tekið vel ígrundaða ákvörðun þegar kemur að íbúakosningu, sem búið er að lofa en enginn veit hvenær verður, þegar sveitarfélagið beitir sér ekki fyrir því að leiða fram allar mögulegar upplýsingar um áhrif sem framkvæmdin kann að hafa? Sérálit til Skipulagsstofnunar frá fulltrúum B og H lista Fulltrúar H og B lista sendu Skipulagsstofnun sérálit sem hljóðar svo: „Við viljum árétta það að fulltrúar B og H lista telja fulla þörf á því að fyrirhugaðar framkvæmdir við verksmiðju Heidelberg fari í umhverfismat, sem hlýtur að teljast sjálfsögð krafa frá bæjarstjórn sem er búin að samþykkja það að: ,,áskilja sér fullan rétt til að tryggja hagsmuni samfélagsins við vinnslu málsins" og að: ,,ekki komi til greina að gefinn verði afsláttur af almennum kröfum um hljóðmengun, rykmengun og annað það sem valdið getur samfélaginu ama.“ Í 19. gr.laga nr. 111/2021 um Framkvæmdir sem kunna að vera háðar umhverfismati segir: „Tilkynningarskyldar framkvæmdir sem tilgreindar eru í flokki B í 1. viðauka við lög þessi skulu háðar umhverfismati þegar þær eru taldar líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar skv. 2. viðauka“. Sveitarfélagið Ölfus á að sjálfsögðu að gera skýra kröfu um það til Skipulagsstofnunar að heildarframkvæmdin hér í Þorlákshöfn fari í umhverfismat og standa þannig með hagsmunum samfélagsins. Við teljum fulla þörf á því að fyrirhuguð verksmiðja fari í umhverfismat. Það er ekki hægt að horfa á fyrsta áfanga verkefnisins þegar ákvörðun um mat verður tekin, heldur lokapunktinn sem er verksmiðja á 65.000 m2 lóð í mikilli nálægð við íbúabyggð og 40-60 m háum sílóum, allt að 8 talsins. Ekki er með sannfærandi hætti búið að sýna fram á það að mengun muni ekki koma frá verksmiðjunni. Það þarf að okkar mati að meta betur ýmis form mengunar: sjón-, hljóð-, lyktar- og umhverfismengun og greina með fullnægjandi hætti hvort efni sem eru skaðleg heilsu fólks muni leggja frá verksmiðjunni, svo sem svifryk og gufur úr vinnslu. Vanda þarf sérstaklega til þessarar vinnu í ljósi mikillar nálægðar við íbúahverfi”. Hagsmunir íbúa og umhverfis verða að ráða för Þegar þetta er skrifað hefur Skipulagsstofnun ekki tilkynnt um ákvörðun sína um það hvort fyrirhuguð mölunarverksmiðja Heidelberg þurfi að fara í umhverfismat, en sú ákvörðun hlýtur að liggja fyrir fljótlega. Við bindum miklar vonir við að stofnunin standi með hagsmunum íbúa og umhverfis og fari fram á umhverfismat. Þar fyrir utan er alveg ljóst að það þarf að meta verkefnið út frá samfélaginu í stærra samhengi, búsetugæðum og áhrifum á önnur fyrirtæki sem hér eru fyrir eins og á matvæla- og visttengda starfsemi og mögulega uppbyggingu í ferðaþjónstu. Í upphafi skyldi endirinn skoða. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, H-lista, Hrönn Guðmundsdóttir, B-lista, og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, B-lista í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Námuvinnsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Nú þegar nýjar upplýsingar birtast bæði íbúum og kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins Ölfuss á síðum Morgunblaðsins um frekari og mjög stórtækar fyrirætlanir Heidelberg Materials í Þorlákshöfn, er rétt að fara aðeins yfir stöðuna. Á fundi Skipulags- og umhverfisnefndar 7. desember síðastliðinn lá fyrir erindi frá Skipulagsstofnun þar sem beðið var um umsögn um matstilkynningu vegna mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Í beiðninni segir meðal annars að í umsögninni skuli koma fram hvort sveitarfélagið kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat. Sem sagt, þarna gafst Sveitarfélaginu Ölfusi tækifæri á að segja sína skoðun á því hvort það teldi fyrirhugaða verksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn þurfa að fara í umhverfismat. Fyrir fundinum lá tillaga að umsögn þar sem listaðar eru upp þau skilyrði sem Ölfus setur fyrirtækinu og bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 24. nóvember. Auk þess bætti nefndin við lið sem ítrekaði samráð við sveitarfélagið þegar kæmi að hönnun byggingarinnar. Fulltrúar B lista Framfarasinna sem sitja í Skipulags- og umhverfisnefnd fyrir hönd minnihlutans lögðu fram eftirfarandi álit: „Talið er mikilvægt að mölunarverksmiðjan fari í umhverfismat, sökum umfangs hennar miðað við samfélagið í Þorlákshöfn.” Þegar fundargerð þess fundar var lögð fram á bæjarstjórnarfundi 15. desember til samþykktar, rataði álit bæjarfulltrúa Framfarasinna ekki inn í umsögnina sem Sveitarfélagið Ölfus sendi til Skipulagsstofnunar. Sem sagt, sveitarfélagið Ölfus kallaði ekki eftir því að framkvæmdin færi í umhverfismat. Hvers vegna beitir meirihlutinn sér ekki fyrir því að leiða fram allar upplýsingar? Þessi afstaða meirihlutans vekur mikla furðu okkar bæjarfulltrúa í minnihluta. Í fyrrnefndum skilyrðum sem bæjarstjórn samþykkti segir meðal annars að bæjarstjórn „áskilji sér fullan rétt til að tryggja hagsmuni samfélagsins við vinnslu málsins“, og að „ekki komi til greina að gefinn verði afsláttur af almennum kröfum um hljóðmengun, rykmengun og annað það sem valdið getur samfélaginu ama“. Hvers vegna í ósköpunum fer bæjarstjórn þá ekki fram á að verksmiðjan fari í umhverfismat og þar með í gaumgæfilega skoðun sem tekur á málum er varða hagsmuni íbúa og umhverfis? Hvaða hagsmuni er verið að vernda með þeirri afstöðu? Hvernig geta íbúar tekið vel ígrundaða ákvörðun þegar kemur að íbúakosningu, sem búið er að lofa en enginn veit hvenær verður, þegar sveitarfélagið beitir sér ekki fyrir því að leiða fram allar mögulegar upplýsingar um áhrif sem framkvæmdin kann að hafa? Sérálit til Skipulagsstofnunar frá fulltrúum B og H lista Fulltrúar H og B lista sendu Skipulagsstofnun sérálit sem hljóðar svo: „Við viljum árétta það að fulltrúar B og H lista telja fulla þörf á því að fyrirhugaðar framkvæmdir við verksmiðju Heidelberg fari í umhverfismat, sem hlýtur að teljast sjálfsögð krafa frá bæjarstjórn sem er búin að samþykkja það að: ,,áskilja sér fullan rétt til að tryggja hagsmuni samfélagsins við vinnslu málsins" og að: ,,ekki komi til greina að gefinn verði afsláttur af almennum kröfum um hljóðmengun, rykmengun og annað það sem valdið getur samfélaginu ama.“ Í 19. gr.laga nr. 111/2021 um Framkvæmdir sem kunna að vera háðar umhverfismati segir: „Tilkynningarskyldar framkvæmdir sem tilgreindar eru í flokki B í 1. viðauka við lög þessi skulu háðar umhverfismati þegar þær eru taldar líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar skv. 2. viðauka“. Sveitarfélagið Ölfus á að sjálfsögðu að gera skýra kröfu um það til Skipulagsstofnunar að heildarframkvæmdin hér í Þorlákshöfn fari í umhverfismat og standa þannig með hagsmunum samfélagsins. Við teljum fulla þörf á því að fyrirhuguð verksmiðja fari í umhverfismat. Það er ekki hægt að horfa á fyrsta áfanga verkefnisins þegar ákvörðun um mat verður tekin, heldur lokapunktinn sem er verksmiðja á 65.000 m2 lóð í mikilli nálægð við íbúabyggð og 40-60 m háum sílóum, allt að 8 talsins. Ekki er með sannfærandi hætti búið að sýna fram á það að mengun muni ekki koma frá verksmiðjunni. Það þarf að okkar mati að meta betur ýmis form mengunar: sjón-, hljóð-, lyktar- og umhverfismengun og greina með fullnægjandi hætti hvort efni sem eru skaðleg heilsu fólks muni leggja frá verksmiðjunni, svo sem svifryk og gufur úr vinnslu. Vanda þarf sérstaklega til þessarar vinnu í ljósi mikillar nálægðar við íbúahverfi”. Hagsmunir íbúa og umhverfis verða að ráða för Þegar þetta er skrifað hefur Skipulagsstofnun ekki tilkynnt um ákvörðun sína um það hvort fyrirhuguð mölunarverksmiðja Heidelberg þurfi að fara í umhverfismat, en sú ákvörðun hlýtur að liggja fyrir fljótlega. Við bindum miklar vonir við að stofnunin standi með hagsmunum íbúa og umhverfis og fari fram á umhverfismat. Þar fyrir utan er alveg ljóst að það þarf að meta verkefnið út frá samfélaginu í stærra samhengi, búsetugæðum og áhrifum á önnur fyrirtæki sem hér eru fyrir eins og á matvæla- og visttengda starfsemi og mögulega uppbyggingu í ferðaþjónstu. Í upphafi skyldi endirinn skoða. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, H-lista, Hrönn Guðmundsdóttir, B-lista, og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, B-lista í Ölfusi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun