Sérfræðingur í lestarmálum segir aðstæður hér á landi sérlega góðar fyrir lest Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. janúar 2023 09:00 YaChine er byggingaverkfræðingur sem hefur fimmtán ára reynslu af lestarkerfum. Hann hefur komið að skipulagi lesta í Frakklandi og víðar. egill aðalsteinsson Franskur byggingarverkfræðingur sem hefur sérhæft sig í lestarsamgöngum segir aðstæður hér á landi sérlega góðar fyrir lestarkerfi. Framkvæmdin sé vissulega dýr en samgöngur eigi ekki endilega að vera fjárhagslega arðbærar. Umræða um lestarsamgöngur sprettur reglulega upp, nú síðast í desember þegar um þrjátíu þúsund manns lentu í vandræðum fjórum dögum fyrir jól þegar Reykjanesbrautinni var lokað vegna veðurs og slæmra akstursskilyrða. Yacine er franskur byggingarverkfræðingur sem flutti hingað til lands fyrir ári síðan og hefur fimmtán ára reynslu af samgöngum og lestarframkvæmdum. Þegar hann var spurður út í gæði samgöngukerfisins á Íslandi kom fát á hann. „Ég skal reyna að vera hreinskilinn...“ Okkar maður átti raunar erfitt með að segja margt gott um almenningssamgöngur hér á landi en telur mjög raunhæft að koma lestarkerfi á fót enda séu skilyrði hér með eindæmum góð. „Það sem stendur lestarkerfum helst fyrir þrifum er mikill hiti, þ.e. hitabylgjur og lauf af trjám, einkum á haustin. Hvorugt er fyrir hendi á Íslandi.“ Snjóþyngsli ættu ekki að valda vandræðum Þá ættu snjóþyngsli ekki að hafa áhrif á lestarsamgöngur enda gangi þær upp án vandræða í Kanada, Noregi og Rússlandi svo dæmi séu tekin. Lest sem ferðast hringinn í kringum landið sé þó óraunhæf hugmynd. „Það er mjög erfitt að grafa í íslenskum jarðvegi en það er nauðsynlegt vegna staðhátta hér. Best væri að huga fyrst að tvöföldum teinum frá Keflavík til Reykjavíkur sem færi í gegnum Hafnarfjörð og Kópavog.“ Hugmyndir um neðanjarðarlest hér á landi séu þó of kostnaðarsamar. „Ofanjarðarlest sem fær orku úr raflínum væri besta lausnin.“ Er pláss fyrir lest í borginni? Í sjónvarpsfréttinni má sjá hvernig allt umstang í kringum rafknúnar lestar lítur út. Aðspurður hvort svona flykki komist hreinlega í borgina svarar hann því til að lest þurfi ekki að taka mikið pláss. „Teinastæði fyrir hraðlestar er ekki nema 10 metra breitt. Það getur verið mjórra og er oft mjórra þegar um hraðlestar er að ræða.“ Slík lest gæti ferðast á 120 kílómetra hraða í borginni. Félagið Kadeco leiðir samstarf um skipulag og þróun lands við Keflavíkurflugvöll. Framkvæmdastjóri félagsins tekur undir með Yacine og segir algjörlega raunhæft að koma á fluglest. „Að mínu mati er þetta spurning um hvað við gerum þangað til. Á meðan við bíðum efti lestinni og við höfum nokkrar hugmyndir varðandi það. Hvernig bæta má almenningssamgöngurnar á milli þessara tveggja svæða,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Pálmi Freyr er framkvæmdastjóri Kadeco.egill aðalsteinsson Samtengja rútur við borgarlínukerfi Hann segir að það sem liggur mest á sé tvöföldun Reykjanesbrautar, þannig kæmust almenningssamgöngur í hálfgerðan forgang. „Það væri sömuleiðis hægt að gera styttri leiðir til dæmis frá flugstöð inn á Reykjanesbraut, það væri hægt að greiða leiðina fyrir utan flugstöðina, norðan við flugstöðina og svo væri mögulega hægt að samtengja rúturnar við borgarlínukerfið á höfuðborgarsvæðinu á meðan við erum að bíða.“ Þetta þurfi allt að gera með það í huga að slík framkvæmd muni ekki hindra möguleika lesta til framtíðar. Eiga ekki endilega að vera arðbærar En svo er það kostnaðurinn, margir hafa efasemdir um ágæti framkvæmdarinnar vegna hans. Yacine segir framkvæmdina vissulega kostnaðarsama. „Kostnaðurinn mun standa í mörgum hér, og nú verða margir hissa en almenningssamgöngur eiga ekki endilega að vera arðbærar. Almenningssamgöngur eru víða reknar eins og einkafyrirtæki og það er einmitt nauðsynlegt að koma fólki milli staða. Þess vegna þarf ríkið að koma að borðinu svo dæmið gangi upp. Stundum eru almenningssamgöngur arðbærar. Í Frakklandi er hraðlestakerfið arðbært þótt kostnaður sé mikill.“ Samgöngur Vegagerð Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01 Kröftunum betur borgið með því að bæta vegina en byggja lest Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, telur að kröftunum sé betur varið í það að bæta íslenskt vegakerfi í stað þess að að byggja upp lestarkerfi. Hann segir lestir vera frábæran samgöngumáta en mjög dýran að koma upp og reka. 6. janúar 2023 10:43 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Umræða um lestarsamgöngur sprettur reglulega upp, nú síðast í desember þegar um þrjátíu þúsund manns lentu í vandræðum fjórum dögum fyrir jól þegar Reykjanesbrautinni var lokað vegna veðurs og slæmra akstursskilyrða. Yacine er franskur byggingarverkfræðingur sem flutti hingað til lands fyrir ári síðan og hefur fimmtán ára reynslu af samgöngum og lestarframkvæmdum. Þegar hann var spurður út í gæði samgöngukerfisins á Íslandi kom fát á hann. „Ég skal reyna að vera hreinskilinn...“ Okkar maður átti raunar erfitt með að segja margt gott um almenningssamgöngur hér á landi en telur mjög raunhæft að koma lestarkerfi á fót enda séu skilyrði hér með eindæmum góð. „Það sem stendur lestarkerfum helst fyrir þrifum er mikill hiti, þ.e. hitabylgjur og lauf af trjám, einkum á haustin. Hvorugt er fyrir hendi á Íslandi.“ Snjóþyngsli ættu ekki að valda vandræðum Þá ættu snjóþyngsli ekki að hafa áhrif á lestarsamgöngur enda gangi þær upp án vandræða í Kanada, Noregi og Rússlandi svo dæmi séu tekin. Lest sem ferðast hringinn í kringum landið sé þó óraunhæf hugmynd. „Það er mjög erfitt að grafa í íslenskum jarðvegi en það er nauðsynlegt vegna staðhátta hér. Best væri að huga fyrst að tvöföldum teinum frá Keflavík til Reykjavíkur sem færi í gegnum Hafnarfjörð og Kópavog.“ Hugmyndir um neðanjarðarlest hér á landi séu þó of kostnaðarsamar. „Ofanjarðarlest sem fær orku úr raflínum væri besta lausnin.“ Er pláss fyrir lest í borginni? Í sjónvarpsfréttinni má sjá hvernig allt umstang í kringum rafknúnar lestar lítur út. Aðspurður hvort svona flykki komist hreinlega í borgina svarar hann því til að lest þurfi ekki að taka mikið pláss. „Teinastæði fyrir hraðlestar er ekki nema 10 metra breitt. Það getur verið mjórra og er oft mjórra þegar um hraðlestar er að ræða.“ Slík lest gæti ferðast á 120 kílómetra hraða í borginni. Félagið Kadeco leiðir samstarf um skipulag og þróun lands við Keflavíkurflugvöll. Framkvæmdastjóri félagsins tekur undir með Yacine og segir algjörlega raunhæft að koma á fluglest. „Að mínu mati er þetta spurning um hvað við gerum þangað til. Á meðan við bíðum efti lestinni og við höfum nokkrar hugmyndir varðandi það. Hvernig bæta má almenningssamgöngurnar á milli þessara tveggja svæða,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Pálmi Freyr er framkvæmdastjóri Kadeco.egill aðalsteinsson Samtengja rútur við borgarlínukerfi Hann segir að það sem liggur mest á sé tvöföldun Reykjanesbrautar, þannig kæmust almenningssamgöngur í hálfgerðan forgang. „Það væri sömuleiðis hægt að gera styttri leiðir til dæmis frá flugstöð inn á Reykjanesbraut, það væri hægt að greiða leiðina fyrir utan flugstöðina, norðan við flugstöðina og svo væri mögulega hægt að samtengja rúturnar við borgarlínukerfið á höfuðborgarsvæðinu á meðan við erum að bíða.“ Þetta þurfi allt að gera með það í huga að slík framkvæmd muni ekki hindra möguleika lesta til framtíðar. Eiga ekki endilega að vera arðbærar En svo er það kostnaðurinn, margir hafa efasemdir um ágæti framkvæmdarinnar vegna hans. Yacine segir framkvæmdina vissulega kostnaðarsama. „Kostnaðurinn mun standa í mörgum hér, og nú verða margir hissa en almenningssamgöngur eiga ekki endilega að vera arðbærar. Almenningssamgöngur eru víða reknar eins og einkafyrirtæki og það er einmitt nauðsynlegt að koma fólki milli staða. Þess vegna þarf ríkið að koma að borðinu svo dæmið gangi upp. Stundum eru almenningssamgöngur arðbærar. Í Frakklandi er hraðlestakerfið arðbært þótt kostnaður sé mikill.“
Samgöngur Vegagerð Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01 Kröftunum betur borgið með því að bæta vegina en byggja lest Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, telur að kröftunum sé betur varið í það að bæta íslenskt vegakerfi í stað þess að að byggja upp lestarkerfi. Hann segir lestir vera frábæran samgöngumáta en mjög dýran að koma upp og reka. 6. janúar 2023 10:43 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01
Kröftunum betur borgið með því að bæta vegina en byggja lest Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, telur að kröftunum sé betur varið í það að bæta íslenskt vegakerfi í stað þess að að byggja upp lestarkerfi. Hann segir lestir vera frábæran samgöngumáta en mjög dýran að koma upp og reka. 6. janúar 2023 10:43