Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 5. janúar 2023 23:08 Mikill spenningur hefur myndast í keingum bókaútgáfuna. Getty/Mike Kemp Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Bókin verður sett í sölu þann 10. janúar næstkomandi en eintök bókarinnar fóru fyrir mistök í sölu á Spáni í dag, fimm dögum áður en sala bókarinnar á að hefjast. Sky News greinir frá þessu. Harry virðist í bókinni meðal annars fylla í eyður sem hafa verið til staðar síðan hann og kona hans Meghan Markle sögðu sig frá konunglegum skyldum og úr konungsfjölskyldunni. Einnig færir hann lesendum innsýn inn í mótunarár sín og segir frá því þegar hann svaf hjá í fyrsta skipti og þegar hann prófaði kókaín sautján ára gamall. Þá greinir prinsinn frá því að hann hafi drepið 25 einstaklinga þegar hann var staðsettur með breska hernum í Afganistan en Harry var í hernum í áratug. „Ég gat alltaf séð hversu marga óvini ég hafði drepið og það virtist nauðsynlegt fyrir mig að hræðast fjöldann ekki. Á meðal þess mikilvægasta sem ég lærði í hernum var það að bera ábyrgð á eigin gjörðum,“ skrifar Harry. Komst að andlátinu í gegnum BBC Einnig greinir hann frá því að hann og bróðir hans Vilhjálmur, hafi beðið Karl föður sinn, þá Bretaprins að giftast ekki Kamillu. Kamilla er núverandi eiginkona konungs. Bræðurnir hafi tilkynnt föður sínum að þeir myndu bjóða hana velkomna í fjölskylduna en þeim þætti ekki nauðsynlegt að hann myndi gifta sig í annað sinn. Í bókinni er Harry einnig sagður reifa slagsmál á milli sín og bróður síns vegna þess hvernig Vilhjálmur talaði um Markle. Þá kemur einnig fram að Harry hafi komist að andláti ömmu sinnar í gegnum fréttaflutning breska ríkisútvarpsins og að faðir hans hafi beðið hann um að koma ekki með Meghan til Balmoral þar sem fjölskyldan hittist við dánarbeð drottningar. Í tilkynningu frá þáttastjórnandanum Stephen Colbert kemur fram að Harry muni mæta í viðtal til hans á miðvikudagsmorgun í næstu viku, daginn eftir útgáfu bókarinnar og ræða innihald hennar. Þátturinn hefst á CBS klukkan 04:35 á íslenskum tíma. #BREAKING: Prince Harry, The Duke of Sussex, will join @StephenAtHome for an exclusive late night interview on #Colbert to discuss his new memoir, #Spare.Watch only on @CBS & @paramountplus on Tuesday, January 10th at 11:35/10:35c.https://t.co/zXXq8fwR1c pic.twitter.com/TmxJSBvkPD— The Late Show (@colbertlateshow) January 5, 2023 Bókmenntir Kóngafólk Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Hernaður Afganistan Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira
Bókin verður sett í sölu þann 10. janúar næstkomandi en eintök bókarinnar fóru fyrir mistök í sölu á Spáni í dag, fimm dögum áður en sala bókarinnar á að hefjast. Sky News greinir frá þessu. Harry virðist í bókinni meðal annars fylla í eyður sem hafa verið til staðar síðan hann og kona hans Meghan Markle sögðu sig frá konunglegum skyldum og úr konungsfjölskyldunni. Einnig færir hann lesendum innsýn inn í mótunarár sín og segir frá því þegar hann svaf hjá í fyrsta skipti og þegar hann prófaði kókaín sautján ára gamall. Þá greinir prinsinn frá því að hann hafi drepið 25 einstaklinga þegar hann var staðsettur með breska hernum í Afganistan en Harry var í hernum í áratug. „Ég gat alltaf séð hversu marga óvini ég hafði drepið og það virtist nauðsynlegt fyrir mig að hræðast fjöldann ekki. Á meðal þess mikilvægasta sem ég lærði í hernum var það að bera ábyrgð á eigin gjörðum,“ skrifar Harry. Komst að andlátinu í gegnum BBC Einnig greinir hann frá því að hann og bróðir hans Vilhjálmur, hafi beðið Karl föður sinn, þá Bretaprins að giftast ekki Kamillu. Kamilla er núverandi eiginkona konungs. Bræðurnir hafi tilkynnt föður sínum að þeir myndu bjóða hana velkomna í fjölskylduna en þeim þætti ekki nauðsynlegt að hann myndi gifta sig í annað sinn. Í bókinni er Harry einnig sagður reifa slagsmál á milli sín og bróður síns vegna þess hvernig Vilhjálmur talaði um Markle. Þá kemur einnig fram að Harry hafi komist að andláti ömmu sinnar í gegnum fréttaflutning breska ríkisútvarpsins og að faðir hans hafi beðið hann um að koma ekki með Meghan til Balmoral þar sem fjölskyldan hittist við dánarbeð drottningar. Í tilkynningu frá þáttastjórnandanum Stephen Colbert kemur fram að Harry muni mæta í viðtal til hans á miðvikudagsmorgun í næstu viku, daginn eftir útgáfu bókarinnar og ræða innihald hennar. Þátturinn hefst á CBS klukkan 04:35 á íslenskum tíma. #BREAKING: Prince Harry, The Duke of Sussex, will join @StephenAtHome for an exclusive late night interview on #Colbert to discuss his new memoir, #Spare.Watch only on @CBS & @paramountplus on Tuesday, January 10th at 11:35/10:35c.https://t.co/zXXq8fwR1c pic.twitter.com/TmxJSBvkPD— The Late Show (@colbertlateshow) January 5, 2023
Bókmenntir Kóngafólk Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Hernaður Afganistan Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira