Þegar einmanaleikinn sveltir okkur Stefanía Arnardóttir skrifar 4. janúar 2023 07:01 Einmanaleiki er sár líðan. Mannveran er félagsleg í eðli sínu og höfum við ríka þörf til að tilheyra samfélaginu. Félagslegar þarfir okkar hafa áhrif á það hvernig við hugsum, hegðum okkur og hvernig við tengjumst öðrum. Til að fá þarfir okkar uppfylltar viljum við flest eiga í reglulegum samskiptum sem einkennast af jákvæðu viðmóti og fela í sér umhyggju fyrir öðrum. Stundum getur einangrun leitt til þess að einstaklingur upplifir sig einmana. Enn mikilvægara þó eru gæði þeirra félagssambanda sem viðkomandi hefur í lífinu. Enda getur fólk upplifað sig einmana í hjónabandi, á meðal fjölskyldu eða vina, eða í samkomum hvers konar. Að vera einangraður og að upplifa sig einmana er því ekki sami hluturinn. Menn sýna missterka tilhneigingu til að sækja í félagsskap. Persónuleikaeinkenni eins og innhverfa (e. introversion) hafa oft verið rannsökuð í tengslum við einmanaleika. En sjaldnast benda niðurstöður til þess að innhverfa skerði í sjálfu sér heilsu og velferð viðkomandi. Frekar er það þannig að alvarlegustu andlegu og líkamlegu vandamálin finnast á meðal þeirra sem upplifa sig einmana. Þeir sem eiga í langvarandi erfiðleikum með að mynda og viðhalda fullnægjandi félagssamböndum við aðra, og þar af leiðandi fá þörfum sínum um að tilheyra ekki uppfyllt, eru líklegri til að upplifa skort, einmanaleika, þunglyndi, kvíða og reiði. Árið 2020 birtist rannsókn í tímaritinu Nature Neuroscience [ https://www.nature.com/articles/s41593-020-00742-z ] sem skoðaði tengslin milli hungurs og þvingaða félagslega einangrun. Rannsóknin skiptist í tvo hluta, annars vegar voru þátttakendur beðnir um að fasta í 10 klukkustundir en hins vegar einangra sig alfarið í jafn langan tíma. Eftir hvern hluta voru heilar þátttakenda skoðaðir í skanna á meðan rannsakendur sýndu þeim myndir af mat eða félagslegum samskiptum, þá í samræmi við það sem þátttakendur höfðu neitað sér um, fyrr um daginn. Niðurstöður leiddu í ljós að í kjölfar atburðanna tveggja, að svelta sig og að einangra, mátti sjá sambærilegt mynstur í miðheila en svæðið virkjaðist við að sjá myndirnar. Miðheilinn er það svæði sem sér um áhugahvöt og losun dópamíns. Líkaminn skynjaði skortinn og brást við þeim skorti þegar hann sá tiltekið áreiti. Þannig myndast taugafræðilegar forsendur fyrir því að áætla að einmanaleiki geti beinlínis stuðlað að mataráti, ofáti og því offitu. Að vera í ofþyngd eða offitu getur verið afleiðing þess að líkaminn sé að reyna leiðrétta eitthvert vandamál sem það er að skynja. Það þarf alls ekki að vera raunin að viðkomandi nái síðan að bera kennsl á tilfinningum sínum eða einmanaleikann sjálfan. Stundum geta tilfinningar bælst, sérstaklega ef um langvarandi vandamál sé að ræða. Þegar okkur hungrar eftir samþykki Á níunda áratugnum var læknir nokkur, Vincent Felitti, að rannsaka offitu. Hann langaði að skilja hvers vegna svona margir offitusjúklingar hættu í grenningarmeðferð þó að þeim gengi vel að létta sig. Hann ákvað að bjóða nokkuð hundruð einstaklinga í viðtöl en lengi kom ekkert merkilegt í ljós. Í fyrstu fann hann engar haldbærar skýringar á því hvers vegna þetta fólk hefði hætt í meðferð, þrátt fyrir góðan árangur. Sem betur fer gafst hann ekki upp. Einn daginn, í enn einu viðtalinu, við enn einn offitusjúklinginn, kom annað í ljós. Þegar Felitti las upp spurningarnar þá mismælti hann sig. Í stað þess að spyrja „Hvað varstu gömul þegar þú stundaðir fyrst kynlíf," þá spurði hann fyrir slysni „Hvað varstu þung þegar þú stundaðir fyrst kynlíf." Skjólstæðingurinn andspænis honum brást í grát og svaraði: „Ég var 18 kg" og bætti síðan við „Var það með föður mínum." Þegar Felitti grennslaðist frekar kom í ljós hve margir skjólstæðinga hans höfðu sögu af kynferðislegu ofbeldi. Hann ætlaði varla að trúa þessu. Honum fannst eins og allir ættu nú þegar að vita af þessari tengingu, væri hún til staðar. Í algerri tilviljun hafði Felitti slysast inn á nýtt svið rannsókna. Rannsóknir á erfiðum lífsreynslum í barnæsku (e. Adverse Childhood Experiences Studies) voru þarna ný af nálinni og skoða þær þau skilyrði sem einstaklingur ólst upp við. Þessi tegund rannsókna taka tilliti til allra tegundir vanrækslu og ofbeldis; Allt frá því hvort að barn finnist það eiga foreldra sína tilfinningalega að yfir í hvort barnið hafi sjálft orðið fyrir eða orðið vitni af einhvers konar ofbeldi. Eitt af því sem þessar rannsóknir hafa leitt í ljós er að erfiðar lífsreynslur í barnæsku væru nokkuð tíðar, og fyrirfinndust einnig á meðal hvítra og þeirra í millistétt. Og kannski ættu þessar niðurstöður ekki koma okkur neitt voðalega á óvart? Hvernig er íslensk fjölskylda eiginlega? Samhliða efnahagslegum vexti höfum við séð aukna tíðni þunglyndis og kvíða, einkum hjá ungu fólki. Samkvæmt rannsókninni „Ungt fólk" frá 2015 kom fram að þriðjungur barna á aldrinum 11 til 13 ára hafa upplifað sig einmana og voru þessi börn líklegri til að segja sig líða frekar illa eða mjög illa heima hjá sér. Íþróttaiðkun dró þó úr einmanaleika. Í sömu rannsókn frá 2018 mátti sjá að á meðal menntaskólanema sögðust 26% stráka og 39% stelpna sig hafa upplifað sig stundum eða oft einmana á sl. 30 dögum. Árið 2016 voru ungmenni sem ekki voru í skóla spurð sambærilegri spurningu en þá kom í ljós að 35% stráka og 56% stelpna sögðust hafa stundum eða oft upplifað sig einmanna á sl. viku. Á níunda áratugi síðustu aldar var svokallaða „Basun-rannsóknin“ gerð. Hún skoðaði hversdagslíf barna og barnafjölskyldna á Norðurlöndunum. Þar kom fram að íslenskir foreldrar eyddu minni tíma með börnunum sínum, höfðu foreldrarnir síður frumkvæðið að samskiptum við börnin sín og voru íslenskir foreldrar tillitslausari í garð barna sinna en tíðkaðist á hinum Norðurlöndunum. Voru íslenskir foreldrar minnst barnamiðaðir. Í einni rannsókn frá 2007, sem birtist í tímaritinu Uppeldi og menntun, fannst 83% aðspurða foreldra skólann eiga að taka þátt í uppeldi barna sinna og 40% taldi skólann eiga afdráttarlaust gera það. Félagsráðgjafi nokkur, með 20 ára reynslu að baki, birti Morgunblaðsgreinina „Bernskan á vogarskálum" [ https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1107343/ ] og fullyrti að tilfinningaleg vanræksla færi vaxandi á Íslandi. Í dag hefur efnahagslega og politíska pressan eftir allskonar kerfislægri vist fyrir börn þjóðarinnar aldrei verið meiri. Þegar á hólminn er komið er fullkomlega eðlilegt að spyrja sig hvort að nútímasamfélag styðji yfirhöfuð við heilbrigð tengsl. Geðtengsl eru þau tilfinningalegu tengsl sem finnast milli einstaklinga. Geðtengsl geta verið góð eða slæm. Þegar geðtengslin eru góð upplifir viðkomandi sig öruggan. Við þær aðstæður á fólk auðveldara með að opna sig, það sýnir umhyggju, traust og bregst við líðan annarra með uppbyggjandi hætti. Það getur meðtekið ást. Þegar geðtengslin eru slæm verður fólk tortryggið, leyndardómsgjarnt, upplifir sig óverðugt ástar og álítur umhverfið sitt hættulegt. Afleiðingarnar eru sjálfsagt minni samkennd og meiri vanræksla og ofbeldi. Góð geðtengsl eru forsenda nándar. Án góðra geðtengsla getur nánd ekki orðið til. Og hvers konar samfélag er það, þar sem nándin nærist ekki? Höfundur er með BA-gráðu í sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Einmanaleiki er sár líðan. Mannveran er félagsleg í eðli sínu og höfum við ríka þörf til að tilheyra samfélaginu. Félagslegar þarfir okkar hafa áhrif á það hvernig við hugsum, hegðum okkur og hvernig við tengjumst öðrum. Til að fá þarfir okkar uppfylltar viljum við flest eiga í reglulegum samskiptum sem einkennast af jákvæðu viðmóti og fela í sér umhyggju fyrir öðrum. Stundum getur einangrun leitt til þess að einstaklingur upplifir sig einmana. Enn mikilvægara þó eru gæði þeirra félagssambanda sem viðkomandi hefur í lífinu. Enda getur fólk upplifað sig einmana í hjónabandi, á meðal fjölskyldu eða vina, eða í samkomum hvers konar. Að vera einangraður og að upplifa sig einmana er því ekki sami hluturinn. Menn sýna missterka tilhneigingu til að sækja í félagsskap. Persónuleikaeinkenni eins og innhverfa (e. introversion) hafa oft verið rannsökuð í tengslum við einmanaleika. En sjaldnast benda niðurstöður til þess að innhverfa skerði í sjálfu sér heilsu og velferð viðkomandi. Frekar er það þannig að alvarlegustu andlegu og líkamlegu vandamálin finnast á meðal þeirra sem upplifa sig einmana. Þeir sem eiga í langvarandi erfiðleikum með að mynda og viðhalda fullnægjandi félagssamböndum við aðra, og þar af leiðandi fá þörfum sínum um að tilheyra ekki uppfyllt, eru líklegri til að upplifa skort, einmanaleika, þunglyndi, kvíða og reiði. Árið 2020 birtist rannsókn í tímaritinu Nature Neuroscience [ https://www.nature.com/articles/s41593-020-00742-z ] sem skoðaði tengslin milli hungurs og þvingaða félagslega einangrun. Rannsóknin skiptist í tvo hluta, annars vegar voru þátttakendur beðnir um að fasta í 10 klukkustundir en hins vegar einangra sig alfarið í jafn langan tíma. Eftir hvern hluta voru heilar þátttakenda skoðaðir í skanna á meðan rannsakendur sýndu þeim myndir af mat eða félagslegum samskiptum, þá í samræmi við það sem þátttakendur höfðu neitað sér um, fyrr um daginn. Niðurstöður leiddu í ljós að í kjölfar atburðanna tveggja, að svelta sig og að einangra, mátti sjá sambærilegt mynstur í miðheila en svæðið virkjaðist við að sjá myndirnar. Miðheilinn er það svæði sem sér um áhugahvöt og losun dópamíns. Líkaminn skynjaði skortinn og brást við þeim skorti þegar hann sá tiltekið áreiti. Þannig myndast taugafræðilegar forsendur fyrir því að áætla að einmanaleiki geti beinlínis stuðlað að mataráti, ofáti og því offitu. Að vera í ofþyngd eða offitu getur verið afleiðing þess að líkaminn sé að reyna leiðrétta eitthvert vandamál sem það er að skynja. Það þarf alls ekki að vera raunin að viðkomandi nái síðan að bera kennsl á tilfinningum sínum eða einmanaleikann sjálfan. Stundum geta tilfinningar bælst, sérstaklega ef um langvarandi vandamál sé að ræða. Þegar okkur hungrar eftir samþykki Á níunda áratugnum var læknir nokkur, Vincent Felitti, að rannsaka offitu. Hann langaði að skilja hvers vegna svona margir offitusjúklingar hættu í grenningarmeðferð þó að þeim gengi vel að létta sig. Hann ákvað að bjóða nokkuð hundruð einstaklinga í viðtöl en lengi kom ekkert merkilegt í ljós. Í fyrstu fann hann engar haldbærar skýringar á því hvers vegna þetta fólk hefði hætt í meðferð, þrátt fyrir góðan árangur. Sem betur fer gafst hann ekki upp. Einn daginn, í enn einu viðtalinu, við enn einn offitusjúklinginn, kom annað í ljós. Þegar Felitti las upp spurningarnar þá mismælti hann sig. Í stað þess að spyrja „Hvað varstu gömul þegar þú stundaðir fyrst kynlíf," þá spurði hann fyrir slysni „Hvað varstu þung þegar þú stundaðir fyrst kynlíf." Skjólstæðingurinn andspænis honum brást í grát og svaraði: „Ég var 18 kg" og bætti síðan við „Var það með föður mínum." Þegar Felitti grennslaðist frekar kom í ljós hve margir skjólstæðinga hans höfðu sögu af kynferðislegu ofbeldi. Hann ætlaði varla að trúa þessu. Honum fannst eins og allir ættu nú þegar að vita af þessari tengingu, væri hún til staðar. Í algerri tilviljun hafði Felitti slysast inn á nýtt svið rannsókna. Rannsóknir á erfiðum lífsreynslum í barnæsku (e. Adverse Childhood Experiences Studies) voru þarna ný af nálinni og skoða þær þau skilyrði sem einstaklingur ólst upp við. Þessi tegund rannsókna taka tilliti til allra tegundir vanrækslu og ofbeldis; Allt frá því hvort að barn finnist það eiga foreldra sína tilfinningalega að yfir í hvort barnið hafi sjálft orðið fyrir eða orðið vitni af einhvers konar ofbeldi. Eitt af því sem þessar rannsóknir hafa leitt í ljós er að erfiðar lífsreynslur í barnæsku væru nokkuð tíðar, og fyrirfinndust einnig á meðal hvítra og þeirra í millistétt. Og kannski ættu þessar niðurstöður ekki koma okkur neitt voðalega á óvart? Hvernig er íslensk fjölskylda eiginlega? Samhliða efnahagslegum vexti höfum við séð aukna tíðni þunglyndis og kvíða, einkum hjá ungu fólki. Samkvæmt rannsókninni „Ungt fólk" frá 2015 kom fram að þriðjungur barna á aldrinum 11 til 13 ára hafa upplifað sig einmana og voru þessi börn líklegri til að segja sig líða frekar illa eða mjög illa heima hjá sér. Íþróttaiðkun dró þó úr einmanaleika. Í sömu rannsókn frá 2018 mátti sjá að á meðal menntaskólanema sögðust 26% stráka og 39% stelpna sig hafa upplifað sig stundum eða oft einmana á sl. 30 dögum. Árið 2016 voru ungmenni sem ekki voru í skóla spurð sambærilegri spurningu en þá kom í ljós að 35% stráka og 56% stelpna sögðust hafa stundum eða oft upplifað sig einmanna á sl. viku. Á níunda áratugi síðustu aldar var svokallaða „Basun-rannsóknin“ gerð. Hún skoðaði hversdagslíf barna og barnafjölskyldna á Norðurlöndunum. Þar kom fram að íslenskir foreldrar eyddu minni tíma með börnunum sínum, höfðu foreldrarnir síður frumkvæðið að samskiptum við börnin sín og voru íslenskir foreldrar tillitslausari í garð barna sinna en tíðkaðist á hinum Norðurlöndunum. Voru íslenskir foreldrar minnst barnamiðaðir. Í einni rannsókn frá 2007, sem birtist í tímaritinu Uppeldi og menntun, fannst 83% aðspurða foreldra skólann eiga að taka þátt í uppeldi barna sinna og 40% taldi skólann eiga afdráttarlaust gera það. Félagsráðgjafi nokkur, með 20 ára reynslu að baki, birti Morgunblaðsgreinina „Bernskan á vogarskálum" [ https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1107343/ ] og fullyrti að tilfinningaleg vanræksla færi vaxandi á Íslandi. Í dag hefur efnahagslega og politíska pressan eftir allskonar kerfislægri vist fyrir börn þjóðarinnar aldrei verið meiri. Þegar á hólminn er komið er fullkomlega eðlilegt að spyrja sig hvort að nútímasamfélag styðji yfirhöfuð við heilbrigð tengsl. Geðtengsl eru þau tilfinningalegu tengsl sem finnast milli einstaklinga. Geðtengsl geta verið góð eða slæm. Þegar geðtengslin eru góð upplifir viðkomandi sig öruggan. Við þær aðstæður á fólk auðveldara með að opna sig, það sýnir umhyggju, traust og bregst við líðan annarra með uppbyggjandi hætti. Það getur meðtekið ást. Þegar geðtengslin eru slæm verður fólk tortryggið, leyndardómsgjarnt, upplifir sig óverðugt ástar og álítur umhverfið sitt hættulegt. Afleiðingarnar eru sjálfsagt minni samkennd og meiri vanræksla og ofbeldi. Góð geðtengsl eru forsenda nándar. Án góðra geðtengsla getur nánd ekki orðið til. Og hvers konar samfélag er það, þar sem nándin nærist ekki? Höfundur er með BA-gráðu í sálfræði.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun