Hún sagði „já, já“ við óvæntu bónorði íslenska flugstjórans Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2023 21:42 Flugstjórinn Róbert Evensen ber fram bónorðið um borð í flugvél Air Greenland. Skjáskot/Air Greenland Íslenskur flugstjóri í innanlandsflugi á Grænlandi kom farþegum sínum sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu þegar hann birtist úr stjórnklefanum og bað einn flugfarþegann um að giftast sér. Sagt var frá þessu óvænta bónorði í fréttum Stöðvar 2. Flugvélin var á leið frá Kangerlussuaq til Nuuk en meðal farþega var hin grænlenska Michala Hansen sem hugðist eyða jólunum í Nuuk með kærasta sínum, Íslendingnum Róbert Evensen, og vissi hún ekki betur en að hann myndi taka á móti henni í flugstöðinni. Flugstöðin á Nuuk-flugvelli.Friðrik Þór Halldórsson Svo vill til að Róbert starfar sem flugstjóri hjá Air Greenland og ákvað hann að koma kærustunni á óvart. Hann skipti á vakt við samstarfsfélaga sinn og það var því Róbert sem flaug Dash 8-flugvélinni til Nuuk án þess að kærastan vissi. Dash 8-flugvél Air Greenland á flugvellinum í Nuuk.Friðrik Þór Halldórsson Eftir að hafa stýrt vélinni að flugstöðinni og slökkt á hreyflunum birtist hann svo í farþegarýminu með jólaveinahúfu á höfði. Og takið eftir viðbrögðum konunnar til vinstri á myndbandinu frá Air Greenland þegar hún áttar sig á því að kærastinn Róbert er flugstjórinn um borð og er að tala í hátalarakerfið: Húnvetningurinn Róbert kominn í hátalarakerfið. Kærastan hafði ekki hugmynd um að hann væri flugstjórinn um borð þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum til að biðja hennar.Skjáskot/Air Greenland „Kæru gestir. Velkomnir til Nuuk. Ég er með mikilvæga tilkynningu. Við erum nefnilega með mjög sérstakan farþega með okkur. Það er Michala Hansen sem situr í sæti 2B. Vandinn er sá hún er „bara“ kærastan mín, svo við verðum að gera eitthvað í því. Því vil ég gjarnan spyrja þig, Michala. Viltu giftast mér?“ „Já, já, það vil ég,“ heyrðist hún svara við fögnuð samferðamanna um borð. Þess má geta að flugstjórinn rómantíski er fæddur og uppalinn á Blönduósi. Róbert flaug um tíma hjá Wow air, en hefur undanfarin tvö ár starfað hjá Air Greenland en kærustuparið er búsett í Kaupmannahöfn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ástin og lífið Grænland Fréttir af flugi Danmörk Húnabyggð Tengdar fréttir Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð. 2. janúar 2023 11:55 Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Sagt var frá þessu óvænta bónorði í fréttum Stöðvar 2. Flugvélin var á leið frá Kangerlussuaq til Nuuk en meðal farþega var hin grænlenska Michala Hansen sem hugðist eyða jólunum í Nuuk með kærasta sínum, Íslendingnum Róbert Evensen, og vissi hún ekki betur en að hann myndi taka á móti henni í flugstöðinni. Flugstöðin á Nuuk-flugvelli.Friðrik Þór Halldórsson Svo vill til að Róbert starfar sem flugstjóri hjá Air Greenland og ákvað hann að koma kærustunni á óvart. Hann skipti á vakt við samstarfsfélaga sinn og það var því Róbert sem flaug Dash 8-flugvélinni til Nuuk án þess að kærastan vissi. Dash 8-flugvél Air Greenland á flugvellinum í Nuuk.Friðrik Þór Halldórsson Eftir að hafa stýrt vélinni að flugstöðinni og slökkt á hreyflunum birtist hann svo í farþegarýminu með jólaveinahúfu á höfði. Og takið eftir viðbrögðum konunnar til vinstri á myndbandinu frá Air Greenland þegar hún áttar sig á því að kærastinn Róbert er flugstjórinn um borð og er að tala í hátalarakerfið: Húnvetningurinn Róbert kominn í hátalarakerfið. Kærastan hafði ekki hugmynd um að hann væri flugstjórinn um borð þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum til að biðja hennar.Skjáskot/Air Greenland „Kæru gestir. Velkomnir til Nuuk. Ég er með mikilvæga tilkynningu. Við erum nefnilega með mjög sérstakan farþega með okkur. Það er Michala Hansen sem situr í sæti 2B. Vandinn er sá hún er „bara“ kærastan mín, svo við verðum að gera eitthvað í því. Því vil ég gjarnan spyrja þig, Michala. Viltu giftast mér?“ „Já, já, það vil ég,“ heyrðist hún svara við fögnuð samferðamanna um borð. Þess má geta að flugstjórinn rómantíski er fæddur og uppalinn á Blönduósi. Róbert flaug um tíma hjá Wow air, en hefur undanfarin tvö ár starfað hjá Air Greenland en kærustuparið er búsett í Kaupmannahöfn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ástin og lífið Grænland Fréttir af flugi Danmörk Húnabyggð Tengdar fréttir Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð. 2. janúar 2023 11:55 Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð. 2. janúar 2023 11:55