Hún sagði „já, já“ við óvæntu bónorði íslenska flugstjórans Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2023 21:42 Flugstjórinn Róbert Evensen ber fram bónorðið um borð í flugvél Air Greenland. Skjáskot/Air Greenland Íslenskur flugstjóri í innanlandsflugi á Grænlandi kom farþegum sínum sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu þegar hann birtist úr stjórnklefanum og bað einn flugfarþegann um að giftast sér. Sagt var frá þessu óvænta bónorði í fréttum Stöðvar 2. Flugvélin var á leið frá Kangerlussuaq til Nuuk en meðal farþega var hin grænlenska Michala Hansen sem hugðist eyða jólunum í Nuuk með kærasta sínum, Íslendingnum Róbert Evensen, og vissi hún ekki betur en að hann myndi taka á móti henni í flugstöðinni. Flugstöðin á Nuuk-flugvelli.Friðrik Þór Halldórsson Svo vill til að Róbert starfar sem flugstjóri hjá Air Greenland og ákvað hann að koma kærustunni á óvart. Hann skipti á vakt við samstarfsfélaga sinn og það var því Róbert sem flaug Dash 8-flugvélinni til Nuuk án þess að kærastan vissi. Dash 8-flugvél Air Greenland á flugvellinum í Nuuk.Friðrik Þór Halldórsson Eftir að hafa stýrt vélinni að flugstöðinni og slökkt á hreyflunum birtist hann svo í farþegarýminu með jólaveinahúfu á höfði. Og takið eftir viðbrögðum konunnar til vinstri á myndbandinu frá Air Greenland þegar hún áttar sig á því að kærastinn Róbert er flugstjórinn um borð og er að tala í hátalarakerfið: Húnvetningurinn Róbert kominn í hátalarakerfið. Kærastan hafði ekki hugmynd um að hann væri flugstjórinn um borð þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum til að biðja hennar.Skjáskot/Air Greenland „Kæru gestir. Velkomnir til Nuuk. Ég er með mikilvæga tilkynningu. Við erum nefnilega með mjög sérstakan farþega með okkur. Það er Michala Hansen sem situr í sæti 2B. Vandinn er sá hún er „bara“ kærastan mín, svo við verðum að gera eitthvað í því. Því vil ég gjarnan spyrja þig, Michala. Viltu giftast mér?“ „Já, já, það vil ég,“ heyrðist hún svara við fögnuð samferðamanna um borð. Þess má geta að flugstjórinn rómantíski er fæddur og uppalinn á Blönduósi. Róbert flaug um tíma hjá Wow air, en hefur undanfarin tvö ár starfað hjá Air Greenland en kærustuparið er búsett í Kaupmannahöfn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ástin og lífið Grænland Fréttir af flugi Danmörk Húnabyggð Tengdar fréttir Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð. 2. janúar 2023 11:55 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Sagt var frá þessu óvænta bónorði í fréttum Stöðvar 2. Flugvélin var á leið frá Kangerlussuaq til Nuuk en meðal farþega var hin grænlenska Michala Hansen sem hugðist eyða jólunum í Nuuk með kærasta sínum, Íslendingnum Róbert Evensen, og vissi hún ekki betur en að hann myndi taka á móti henni í flugstöðinni. Flugstöðin á Nuuk-flugvelli.Friðrik Þór Halldórsson Svo vill til að Róbert starfar sem flugstjóri hjá Air Greenland og ákvað hann að koma kærustunni á óvart. Hann skipti á vakt við samstarfsfélaga sinn og það var því Róbert sem flaug Dash 8-flugvélinni til Nuuk án þess að kærastan vissi. Dash 8-flugvél Air Greenland á flugvellinum í Nuuk.Friðrik Þór Halldórsson Eftir að hafa stýrt vélinni að flugstöðinni og slökkt á hreyflunum birtist hann svo í farþegarýminu með jólaveinahúfu á höfði. Og takið eftir viðbrögðum konunnar til vinstri á myndbandinu frá Air Greenland þegar hún áttar sig á því að kærastinn Róbert er flugstjórinn um borð og er að tala í hátalarakerfið: Húnvetningurinn Róbert kominn í hátalarakerfið. Kærastan hafði ekki hugmynd um að hann væri flugstjórinn um borð þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum til að biðja hennar.Skjáskot/Air Greenland „Kæru gestir. Velkomnir til Nuuk. Ég er með mikilvæga tilkynningu. Við erum nefnilega með mjög sérstakan farþega með okkur. Það er Michala Hansen sem situr í sæti 2B. Vandinn er sá hún er „bara“ kærastan mín, svo við verðum að gera eitthvað í því. Því vil ég gjarnan spyrja þig, Michala. Viltu giftast mér?“ „Já, já, það vil ég,“ heyrðist hún svara við fögnuð samferðamanna um borð. Þess má geta að flugstjórinn rómantíski er fæddur og uppalinn á Blönduósi. Róbert flaug um tíma hjá Wow air, en hefur undanfarin tvö ár starfað hjá Air Greenland en kærustuparið er búsett í Kaupmannahöfn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ástin og lífið Grænland Fréttir af flugi Danmörk Húnabyggð Tengdar fréttir Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð. 2. janúar 2023 11:55 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð. 2. janúar 2023 11:55