Megi nýtt ár breyta vonum í veruleika Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2022 16:30 Það er svo margt sem mig langar að segja við áramót. Svo margt sem ég vildi að nýtt ár færi okkur, örþjóðinni sem hefur öll tækifæri í hendi sér til farsældar. En fyrst og fremst vildi ég að nýtt ár færi okkur betra og réttlátara samfélag. Það er mikilvægt að samtök fatlaðs fólks séu stöðugt á verði og veiti stjórnvöldum aðhald til gagns, en um leið erum við samstarfsaðili um öll mál sem varða fatlað fólk. Við höfum átt gott samstarf við stjórnvöld og sérstaklega nefni ég þar félags- og vinnumarkaðsráðherra og forsætisráðherra, sem er umhugað um mannréttindi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, að öðrum ólöstuðum. En betur má ef duga skal og þó ýmislegt hafi áunnist þurfa stjórnvöld að vakna til vitundar um hve lítið þarf útaf að bera til að líf þeirra sjálfra og þeirra nánustu kollvarpist og valdleysi í eigin lífi verði veruleikinn. Í samfélag okkar hefur stéttskipting aukist. Vinnandi krefjast bættra lífskjara, að þau nái endum saman á launum sínum. Þau sem misst hafa færni til að vinna vegna veikinda og slysa eða fæðst fötluð krefjast aðgengis að samfélaginu, sjálfsagðra réttinda og þess að hafa framfærslu sem dugar fyrir grunnþörfum. Lágmarkið er að búa við afkomuöryggi þar sem grunnþarfir eru tryggðar til mannsæmandi lífs. Árið sem er að líða bar margt gott í skauti sér og einnig fleiri verkefni í þágu fatlaðs fólks sem ÖBÍ réttindasamtök unnu að. Við héldum málþing og málstofur sem fjölluðu um heilbrigðismál, kjaramál, húsnæðismál, aðgengismálum og málefni barna, svo eitthvað sé nefnt og tókum þátt í ýmsum samstarfsverkefnum með ríki,sveitarfélögum og öðrum. Við stóðum fyrir vitundarvakningu á ýmsum sviðum og keyrðum herferðina „Lögfestum samninginn“. Við vöktum athygli stjórnvalda á að taka yrði á móti fötluðu fólki frá Úkraínu og vöktum athygli á að í stríði er það fatlað fólk sem skilið er eftir eitt án aðstoðar, börn og fullorðnir. Fatlað fólk hefur ekki aðgengi að samfélaginu til jafns við flest, og nýtur ekki þeirra sjálfsögðu réttinda sem flest hafa án þess að leiða hugann nokkru sinni að því. Sum okkar hafa ekki aðgengi að bankareikningi, Heilsuveru né Strætó, þar sem rafræn skilríki vantar. Sum hafa ekki tækifæri til að mennta sig eða taka þátt á vinnumarkaði, þar sem iðulega er auglýst eftir fólki með hæfni sem fæst hafa auk þess sem vinnumarkaðurinn þarf að bjóða breiða flóru hlutastarfa fyrir allskonar fólk. Aðgengi hindrar önnur til að fara um, heimsækja fjölskyldu og vini, svo dæmi sé nefnt og sum eru sett á hjúkrunarstofnanir gegn vilja sínum. Hópurinn hefur það sammerkt að þurfa að reiða sig á almannatryggingakerfið sem skammtar svo naumt að mörg eiga ekki fyrir mat þegar húsnæðiskostnaður hefur verið greiddur. Könnun Vörðu sýndi fyrir rúmu ári síðan að 80% fatlaðs fólks átti erfitt með að ná endum saman um hver mánaðamót og voru þar einstæðir fatlaðir foreldrar og einstæðir karlar langverst stödd. Áttatíu prósent, og ekki hefur ástandið batnað. Það er morgunljóst að breytinga til jöfnuðar og réttlátara samfélags er þörf, látum það vera verkefni nýja ársins! Kannski þurfa þau sem reikna út lífeyrir fólks að setja sig augnablik í spor þeirra sem þau úthluta fátækt og ömurð. Myndu sömu aðilar telja þetta réttlátt ættu þau sjálf í hlut? Það að úthluta fjárhagslegu öryggi til fólks sem ekki er fullvinnandi eða með vinnugetu þarf að taka mið af því hvað kostar að lifa á Íslandi, það þarf að taka mið af hækkandi húsnæðiskostnaði, matvöruverði og öðru sem telst til grunnþarfa fólks. Það er verkefnið. Margt þarf að laga svo fatlað fólk njóti sjálfsagðra réttinda. Margt hefur verið gert til að bæta stöðuna en mun stærri skref þarf að stíga af hugrekki til að skapa réttlátara samfélag þar sem við öll höfum sjálfsögð réttindi. Þannig verður dregið úr misskiptingu og ójöfnuði. Mikilvægustu stoðir samfélagisins; menntakerfið, heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið þarf að styrkja verulega til að mæta nútímanum og framtíðinni. Byggjum upp betra samfélag þar sem öll tilheyra og lögfestum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ... bara strax. Megi nýtt ár breyta vonum í veruleika og færa farsæld, jöfnuð og sjálfsögð réttindi fyrir öll! Takk fyrir það gamla. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Það er svo margt sem mig langar að segja við áramót. Svo margt sem ég vildi að nýtt ár færi okkur, örþjóðinni sem hefur öll tækifæri í hendi sér til farsældar. En fyrst og fremst vildi ég að nýtt ár færi okkur betra og réttlátara samfélag. Það er mikilvægt að samtök fatlaðs fólks séu stöðugt á verði og veiti stjórnvöldum aðhald til gagns, en um leið erum við samstarfsaðili um öll mál sem varða fatlað fólk. Við höfum átt gott samstarf við stjórnvöld og sérstaklega nefni ég þar félags- og vinnumarkaðsráðherra og forsætisráðherra, sem er umhugað um mannréttindi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, að öðrum ólöstuðum. En betur má ef duga skal og þó ýmislegt hafi áunnist þurfa stjórnvöld að vakna til vitundar um hve lítið þarf útaf að bera til að líf þeirra sjálfra og þeirra nánustu kollvarpist og valdleysi í eigin lífi verði veruleikinn. Í samfélag okkar hefur stéttskipting aukist. Vinnandi krefjast bættra lífskjara, að þau nái endum saman á launum sínum. Þau sem misst hafa færni til að vinna vegna veikinda og slysa eða fæðst fötluð krefjast aðgengis að samfélaginu, sjálfsagðra réttinda og þess að hafa framfærslu sem dugar fyrir grunnþörfum. Lágmarkið er að búa við afkomuöryggi þar sem grunnþarfir eru tryggðar til mannsæmandi lífs. Árið sem er að líða bar margt gott í skauti sér og einnig fleiri verkefni í þágu fatlaðs fólks sem ÖBÍ réttindasamtök unnu að. Við héldum málþing og málstofur sem fjölluðu um heilbrigðismál, kjaramál, húsnæðismál, aðgengismálum og málefni barna, svo eitthvað sé nefnt og tókum þátt í ýmsum samstarfsverkefnum með ríki,sveitarfélögum og öðrum. Við stóðum fyrir vitundarvakningu á ýmsum sviðum og keyrðum herferðina „Lögfestum samninginn“. Við vöktum athygli stjórnvalda á að taka yrði á móti fötluðu fólki frá Úkraínu og vöktum athygli á að í stríði er það fatlað fólk sem skilið er eftir eitt án aðstoðar, börn og fullorðnir. Fatlað fólk hefur ekki aðgengi að samfélaginu til jafns við flest, og nýtur ekki þeirra sjálfsögðu réttinda sem flest hafa án þess að leiða hugann nokkru sinni að því. Sum okkar hafa ekki aðgengi að bankareikningi, Heilsuveru né Strætó, þar sem rafræn skilríki vantar. Sum hafa ekki tækifæri til að mennta sig eða taka þátt á vinnumarkaði, þar sem iðulega er auglýst eftir fólki með hæfni sem fæst hafa auk þess sem vinnumarkaðurinn þarf að bjóða breiða flóru hlutastarfa fyrir allskonar fólk. Aðgengi hindrar önnur til að fara um, heimsækja fjölskyldu og vini, svo dæmi sé nefnt og sum eru sett á hjúkrunarstofnanir gegn vilja sínum. Hópurinn hefur það sammerkt að þurfa að reiða sig á almannatryggingakerfið sem skammtar svo naumt að mörg eiga ekki fyrir mat þegar húsnæðiskostnaður hefur verið greiddur. Könnun Vörðu sýndi fyrir rúmu ári síðan að 80% fatlaðs fólks átti erfitt með að ná endum saman um hver mánaðamót og voru þar einstæðir fatlaðir foreldrar og einstæðir karlar langverst stödd. Áttatíu prósent, og ekki hefur ástandið batnað. Það er morgunljóst að breytinga til jöfnuðar og réttlátara samfélags er þörf, látum það vera verkefni nýja ársins! Kannski þurfa þau sem reikna út lífeyrir fólks að setja sig augnablik í spor þeirra sem þau úthluta fátækt og ömurð. Myndu sömu aðilar telja þetta réttlátt ættu þau sjálf í hlut? Það að úthluta fjárhagslegu öryggi til fólks sem ekki er fullvinnandi eða með vinnugetu þarf að taka mið af því hvað kostar að lifa á Íslandi, það þarf að taka mið af hækkandi húsnæðiskostnaði, matvöruverði og öðru sem telst til grunnþarfa fólks. Það er verkefnið. Margt þarf að laga svo fatlað fólk njóti sjálfsagðra réttinda. Margt hefur verið gert til að bæta stöðuna en mun stærri skref þarf að stíga af hugrekki til að skapa réttlátara samfélag þar sem við öll höfum sjálfsögð réttindi. Þannig verður dregið úr misskiptingu og ójöfnuði. Mikilvægustu stoðir samfélagisins; menntakerfið, heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið þarf að styrkja verulega til að mæta nútímanum og framtíðinni. Byggjum upp betra samfélag þar sem öll tilheyra og lögfestum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ... bara strax. Megi nýtt ár breyta vonum í veruleika og færa farsæld, jöfnuð og sjálfsögð réttindi fyrir öll! Takk fyrir það gamla. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun