Þægileg innivinna Sigurður Páll Jónsson skrifar 27. desember 2022 13:30 Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri. Ágreiningmál og stefnumunur milli flokkana, sem mátti svo augljóslega merkja fyrir kosningarnar 2017, var allur lagður til hliðar til að geta myndað ríkisstjórn án ágreinings, hvernig sem það svo hefur tekist. En þó að þetta sé staðan eru alþingismenn og ráðherrar einstaka sinnum að tjá sig um það sem þeim býr raunverulega í brjósti, stundum gera þeir það í ræðustól Alþingis og stundum í fjölmiðlimum. En það er ekkert að marka það sem þeir segja, því það er fyrir löngu búið að kippa allri pólitík úr sambandi til að þessir flokkar geti setið saman í stjórn þar sem þeir mynda ríkisstjórn umbúða en með engu innihaldi. Frekjuköst eða fýlugangur stjórnaliða eru oftast látinn afskiptalaus en þeir fyrirferðamestu sendir í skammakrókinn þangað til gullfiskaminni fjölmiðla fjarar út. Á meðan mallar kerfið og báknið þenst út sem aldrei fyrr í umboði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar þar sem Sigurð Ingi fær að fljóta með. Allir eru rosa happý þó halli ríkissjóðs sé í sögulegu, já sögulegu hámarki og ekki gert ráð fyrir að ríkissjóður rétti úr kútnum fyrr árið 2027. Ég endurtek, 2027! Hver trúir því? Getur verið að pólitísk stefnumál ríkistjórnarflokkana séu komin í glatkistuna eða 110 ára kistu Jóhönnu og Steingríms? Er það lýðræðislega réttlátt að þegar hinn almenni kjósandi velur sér flokk í kjörklefanum, af því að honum líst sæmilega á áherslur flokksins, en kemst svo að því að þessar áherslur eru að engu hafðar er flokkurinn, sem hann kaus, rífur þessar sömu áherslur þegar hann myndar ríkisstjórn með flokkum sem eru með allt aðrar áherslur gagnvart sínum kjósendum? Er það lýðræðislegt? Þegar svo útþynntur stjórnasáttmálinn er undirritaður af formönnum hinnar nýju ríkistjórnar, skipta menn á milli sín ráðherrastólum og deila svo út ráðherraheitum sjálfum sér til vegsauka og skrauts. Oft koma mér í hug orð Nelson Mandela er hann var spurður, þá nýkominn úr margra ára fangelsi vegna andstöðu sinnar við kynþáttaskilnaðarstefnu: Hefur þú trú á manninum? Já það kemur ekkert annað til greina, svaraði Mandela. Undirritaður þarf stundum að minna sig á þetta til að fá vind í seglin. Almenningur verður að standa vörð um lýðræðið og veita valdhöfum aðhald. Til þess að grundvallaratriði lýðræðisins geti notið sín verða einstaklingarnir að hafa athafnafrelsi og skoðanafrelsi. Að vera stjórnmálamaður á ekki að vera þægileg innivinna þar sem ríkisstjórn með útþynntan stjórnarsáttmála hallar sér aftur í ráðherrastólunum og lætur kerfið stjórna. Það er misnotkun á lýðræðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri. Ágreiningmál og stefnumunur milli flokkana, sem mátti svo augljóslega merkja fyrir kosningarnar 2017, var allur lagður til hliðar til að geta myndað ríkisstjórn án ágreinings, hvernig sem það svo hefur tekist. En þó að þetta sé staðan eru alþingismenn og ráðherrar einstaka sinnum að tjá sig um það sem þeim býr raunverulega í brjósti, stundum gera þeir það í ræðustól Alþingis og stundum í fjölmiðlimum. En það er ekkert að marka það sem þeir segja, því það er fyrir löngu búið að kippa allri pólitík úr sambandi til að þessir flokkar geti setið saman í stjórn þar sem þeir mynda ríkisstjórn umbúða en með engu innihaldi. Frekjuköst eða fýlugangur stjórnaliða eru oftast látinn afskiptalaus en þeir fyrirferðamestu sendir í skammakrókinn þangað til gullfiskaminni fjölmiðla fjarar út. Á meðan mallar kerfið og báknið þenst út sem aldrei fyrr í umboði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar þar sem Sigurð Ingi fær að fljóta með. Allir eru rosa happý þó halli ríkissjóðs sé í sögulegu, já sögulegu hámarki og ekki gert ráð fyrir að ríkissjóður rétti úr kútnum fyrr árið 2027. Ég endurtek, 2027! Hver trúir því? Getur verið að pólitísk stefnumál ríkistjórnarflokkana séu komin í glatkistuna eða 110 ára kistu Jóhönnu og Steingríms? Er það lýðræðislega réttlátt að þegar hinn almenni kjósandi velur sér flokk í kjörklefanum, af því að honum líst sæmilega á áherslur flokksins, en kemst svo að því að þessar áherslur eru að engu hafðar er flokkurinn, sem hann kaus, rífur þessar sömu áherslur þegar hann myndar ríkisstjórn með flokkum sem eru með allt aðrar áherslur gagnvart sínum kjósendum? Er það lýðræðislegt? Þegar svo útþynntur stjórnasáttmálinn er undirritaður af formönnum hinnar nýju ríkistjórnar, skipta menn á milli sín ráðherrastólum og deila svo út ráðherraheitum sjálfum sér til vegsauka og skrauts. Oft koma mér í hug orð Nelson Mandela er hann var spurður, þá nýkominn úr margra ára fangelsi vegna andstöðu sinnar við kynþáttaskilnaðarstefnu: Hefur þú trú á manninum? Já það kemur ekkert annað til greina, svaraði Mandela. Undirritaður þarf stundum að minna sig á þetta til að fá vind í seglin. Almenningur verður að standa vörð um lýðræðið og veita valdhöfum aðhald. Til þess að grundvallaratriði lýðræðisins geti notið sín verða einstaklingarnir að hafa athafnafrelsi og skoðanafrelsi. Að vera stjórnmálamaður á ekki að vera þægileg innivinna þar sem ríkisstjórn með útþynntan stjórnarsáttmála hallar sér aftur í ráðherrastólunum og lætur kerfið stjórna. Það er misnotkun á lýðræðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun