Paddy's fær að heita Paddy's Árni Sæberg skrifar 22. desember 2022 18:31 Héraðsdómur Reykjaness hefur gefið grænt ljós á notkun nafnsins Paddy's. Vísir/Vilhelm/Samsett Barinn Paddy's beach pub í Keflavík þarf ekki að hætta notkun nafnsins Paddy's. Eigandi hins sáluga Paddy's irish pub, sem rekinn var í sama húsnæði, höfðaði dómsmál til að krefjast þess að notkun nafnsins yrði hætt. Málsatvik voru þau írski barinn Paddy's irish pub var rekinn á Hafnargötu 38 í Keflavík á árunum 2009 til loka árs 2014 eða byrjunar 2015. Eftir að staðnum var lokað opnaði annar veitingamaður íþróttabarinn Paddy's beach pub í sama húsnæði. Húsnæðið keypti nýji eigandinn af Þróunarsjóði Reykjanesbæjar eftir að sá fyrri fór í þrot. Áður en bú eiganda fyrri staðarins fór í þrot höfðu málsaðilar rætt um sölu á rekstri Paddy's irish pub. Þá keypti eigandi Paddy's beach pub allt innbú úr þrotabúi fyrri staðarins. Sótti um skráningu myndmerkis Eigandi Paddy's irish pub sótti um og fékk samþykkt skráningu orð- og myndmerkisins PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK hjá Einkaleyfastofu, sem nú heitir Hugverkastofa. Þetta er hið umþrætta orð- og myndmerki.Hugverkastofa Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er merkinu lýst á eftirfarandi hátt: teikning af grænklæddum álfi, með rautt hár og rautt skegg og grænan hatt sem fjögurra blaða smári stendur upp úr. Í annarri hendi heldur álfurinn á ölkrús og í hinni heldur hann á skilti sem á er letrað PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK með ógreinilegum hástöfum. Með vísan til skráningar þessa orð- og myndmerkis taldi eigandinn að eigandi íþróttabarsins mætti ekki nota heitið Paddy's. Eigandi Paddy's beach pub vísaði aftur á móti til þess að merkið hafi aldrei verið tekið til notkunar og því fallið úr gildi. Hjá Hugverkastofu liggur fyrir krafa hans um niðurfellingu skráningar merkisins. Það er í bið vegna reksturs dómsmálsins. Eina líkingin „Paddy's“ og „pub“ Í niðurstöðukafla dómsins er merki Paddy's beach pub lýst. „Samkvæmt framlögðum gögnum er um að ræða bleikan ferhyrning sem orðið PADDY'S er letrað á í bláum lit með sérkennandi letri í lágstöfum og undir það orðin BEACH PUB í grænbláum lit með hefðbundnu letri í hástöfum. Á hinum bleika ferhyrnda grunni aftan viðorðið PADDY'S mótar fyrir pálmatré, konu að leika blak og fleiri ógreinilegum myndum í örlítið dekkri bleikum lit. Þá er einnig í löngu máli farið yfir útlit staðarins í heild. Mat dómsins er að engin líkindi séu með merki Paddy's beach pub og skráða merki Paddy's irish pub. Eina líkingin sem sé með umræddum táknum sé að þau innihalda öll orðin „paddy's“ ýmist með eða án úrfellingarmerkis og „pub“. Að mati dómsins uppfylla þessi orð í skráðu vörumerki, hvorki saman né hvert fyrir sig, kröfur laga um vörumerki til skráningar í vörumerkjaskrá enda hafi þau ekki til að bera nægjanlegt sérkenni í tengslum við þá þjónustu sem þau eru skráð fyrir og gefa tegund hennar afdráttarlaust til kynna. Með vísan til þess, meðal annars, var það mat dómsins að notkun heitisins Paddy's og merkinga á húsnæðinu feli ekki í sér brot á vörumerkjarétti. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Málsatvik voru þau írski barinn Paddy's irish pub var rekinn á Hafnargötu 38 í Keflavík á árunum 2009 til loka árs 2014 eða byrjunar 2015. Eftir að staðnum var lokað opnaði annar veitingamaður íþróttabarinn Paddy's beach pub í sama húsnæði. Húsnæðið keypti nýji eigandinn af Þróunarsjóði Reykjanesbæjar eftir að sá fyrri fór í þrot. Áður en bú eiganda fyrri staðarins fór í þrot höfðu málsaðilar rætt um sölu á rekstri Paddy's irish pub. Þá keypti eigandi Paddy's beach pub allt innbú úr þrotabúi fyrri staðarins. Sótti um skráningu myndmerkis Eigandi Paddy's irish pub sótti um og fékk samþykkt skráningu orð- og myndmerkisins PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK hjá Einkaleyfastofu, sem nú heitir Hugverkastofa. Þetta er hið umþrætta orð- og myndmerki.Hugverkastofa Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er merkinu lýst á eftirfarandi hátt: teikning af grænklæddum álfi, með rautt hár og rautt skegg og grænan hatt sem fjögurra blaða smári stendur upp úr. Í annarri hendi heldur álfurinn á ölkrús og í hinni heldur hann á skilti sem á er letrað PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK með ógreinilegum hástöfum. Með vísan til skráningar þessa orð- og myndmerkis taldi eigandinn að eigandi íþróttabarsins mætti ekki nota heitið Paddy's. Eigandi Paddy's beach pub vísaði aftur á móti til þess að merkið hafi aldrei verið tekið til notkunar og því fallið úr gildi. Hjá Hugverkastofu liggur fyrir krafa hans um niðurfellingu skráningar merkisins. Það er í bið vegna reksturs dómsmálsins. Eina líkingin „Paddy's“ og „pub“ Í niðurstöðukafla dómsins er merki Paddy's beach pub lýst. „Samkvæmt framlögðum gögnum er um að ræða bleikan ferhyrning sem orðið PADDY'S er letrað á í bláum lit með sérkennandi letri í lágstöfum og undir það orðin BEACH PUB í grænbláum lit með hefðbundnu letri í hástöfum. Á hinum bleika ferhyrnda grunni aftan viðorðið PADDY'S mótar fyrir pálmatré, konu að leika blak og fleiri ógreinilegum myndum í örlítið dekkri bleikum lit. Þá er einnig í löngu máli farið yfir útlit staðarins í heild. Mat dómsins er að engin líkindi séu með merki Paddy's beach pub og skráða merki Paddy's irish pub. Eina líkingin sem sé með umræddum táknum sé að þau innihalda öll orðin „paddy's“ ýmist með eða án úrfellingarmerkis og „pub“. Að mati dómsins uppfylla þessi orð í skráðu vörumerki, hvorki saman né hvert fyrir sig, kröfur laga um vörumerki til skráningar í vörumerkjaskrá enda hafi þau ekki til að bera nægjanlegt sérkenni í tengslum við þá þjónustu sem þau eru skráð fyrir og gefa tegund hennar afdráttarlaust til kynna. Með vísan til þess, meðal annars, var það mat dómsins að notkun heitisins Paddy's og merkinga á húsnæðinu feli ekki í sér brot á vörumerkjarétti. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira