Það er tímabært að Ísland taki kjarnorkuógnir alvarlega Beatrice Fihn skrifar 16. desember 2022 08:01 Ísland hefur löngum stutt hugsjónina um heim án kjarnorkuvopna. En þessi óvirki stuðningur er ekki lengur nóg: nú er þörf á að grípa til aðgerða. Hættan á notkun kjarnorkuvopna hefur aukist verulega síðastliðin ár. Rússland hefur hótað því að beita kjarnorkuvopnum og aðrar ríkisstjórnir gefa til kynna að slíku yrði svarað með kjarnorkuárásum. Umfjöllun og greining á mögulegri atburðarrás í Úkraínu gerir ráð fyrir möguleikanum á notkun kjarnorkuvopna, haldnar eru hernaðaræfingar sem fela í sér kjarnorkuvopn og Norður-Kórea framkvæmir reglulegar prófanir á kjarnorkuskotflaugum. Við þessar aðstæður er hugmyndin um notkun kjarnorkuvopna ekki lengur eins fráleit og fjarstæðukennd og hún var um áratugaskeið. Bannhelgin á notkun kjarnorkuvopna hefur verið rofin. Margir sérfræðingar halda því fram að hætta á stríðsátökum með kjarnorkuvopnum sé ekki minni nú en í kalda stríðinu. Stigmagnandi hótanir og getgátur grafa einnig undan því alþjóðlega regluverki sem ætlað hefur verið að takmarka útbreiðslu kjarnorkuvopna, þar sem ríkisstjórnir telja sig knúnar til að íhuga að koma sér upp kjarnorkuvopnum eða að ganga í bandalög með þjóðum sem hafa yfir þeim að búa. Þetta eru afar háskalegar aðstæður. Sérhver beiting kjarnorkuvopna, sama hversu „takmörkuð“ eða „skammdræg“ hún er, mun hafa víðtækar og hörmulegar afleiðingar í för með sér. Sprenging einnar kjarnorkusprengju getur kostað hundruð þúsundia óbreyttra borgara lífið og slasað ennþá fleiri, auk þess að geislavirkt ofanfall mengar stór svæði og virðir engin landamæri. Rannsóknir og greiningar stofnana Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða krossins hafa sýnt fram á með óyggjandi hætti að í kjölfar kjarnorkusprengju yrði nær útilokað að sinna árangursríksi mannúðaraðstoð. Afkastageta heilbrigðiskerfis og almannavarna myndi kikna undan álaginu, sem aftur myndi auka fjölda látinna. Hörmungunum myndu fylgja stórfelldir fólksflutningar og alvarleg efnahagsleg og félagsleg röskun. Ef kjarnorkusprengingarnar yrðu fleiri fæli það í sér mun verri afleiðingar, dauða miljóna manna, reiðarslag fyrir umhverfið, ákafar loftlagsbreytingar og hungursneyð á heimsmælikvarða. Rannsókn sem birtist í ágúst síðastliðnum leiðir í ljós að jafnvel takmörkuð og svæðisbundin átök með kjarnorkuvopnum gætu leitt til dauða tveggja milljarða manna. Það er því á ábyrgð alþjóðasamfélagsins að bregðast við á skjótan og ákveðinn hátt. Í fyrsta lagi verða ríkisstjórnir að fordæma afdráttarlaust hvers kyns ógnir sem tengjast notkun kjarnorkuvopna. Í ljósi þess sem hér hefur verið sagt um víðtæk áhrif kjarnorkuvopna er ljóst að ógn eins ríkis er ógn allra ríkja - þar á meðal Íslands. Þetta snýst ekki bara um Rússland og Úkraínu. Ógn kjarnorkuvopna er slík að hana ber að líta á sem alþjóðlegt vandamál af sömu stærðargráðu og loftlagsbreytingar og heimsfaraldrar. Einörð og ótvíræð fordæming alþjóðasamfélagsins getur fært umræðuna um ólögmæti kjarnorkuvopna yfir á annað stig, eflt þau viðhorf að beiting kjarnorkuógnar teljist ólíðandi í samskiptum þjóða og stutt við stofnanir og alþjóðasamninga sem vinna gegn útbreiðslu slíkra vopna. Í öðru lagi þarf alþjóðasamfélagið að stíga fleiri skref í þá átt að framkvæma þær afvopnunarskuldbindingar sem Sáttmálinn um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna (e. Nuclear Non-proliferation Treaty (NPT)) felur í sér,og nálgast þannig algera útrýmingu kjarnorkuvopna – jafnt í Rússlandi sem í heiminum öllum. Augljós leið til að ná báðum markmiðum - sem mörg lönd hafa þegar farið - er að skrifa undir samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum (e. UN Treaty on the Prohibition of Nuclear Weapons (TPNW)) og styðja við framkvæmd hans með virkum hætti. Þessi samningur, sem öðlaðist lagagildi árið 2021, bannar á afdráttarlaust notkun kjarnorkuvopna á sama hátt og samningurinn um lífefnavopn (e. Biological Weapons Convention) og samningurinn um efnavopn (e. Chemical Weapons Convention) banna notkun annarra gereyðingarvopna. Samningur SÞ um bann við kjarnorkuvopnum bannar einnig sérstaklega hótanir tengdum notkun á kjarnorkuvopnum. Í júní síðastliðnum, á fyrsta eftirlitsfundi samningsins, skrifuðu aðildarríki hans undir ótvíræða fordæmingu á „hvers kyns og allri kjarnorkuógn, hvort sem hún er bein eða óbein, og án tillits til aðstæðna“. Ísland hefur ekki átt neina aðkomu að þessu máli. Ísland hefur ekki fordæmt kjarnorkuógnir. Ísland hefur neitað að skrifa undir samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum, og tók heldur ekki þátt sem áheyrnarfulltrúi á eftirlitsfundi samningsins í júnímánuð og stingur þannig í stúf við sum önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, Þýskaland, Noreg, Belgíu og Holland. Á nýlegum G20 fundi var komist að samkomulagi um að „beiting eða ógn um beitingu kjarnorkuvopna er óheimil“, en Ísland hefur kosið að skila auðu. Með því missir Ísland af tækifærinu til að leggja sitt af mörkum til baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum. Kjarnorkuvopn ógna Íslandi á sama hátt og öðrum löndum og því ber Ísland ekki minni ábyrgð á að finna lausn á vandamálinu. Opinberar skoðanakannanir sem gerðar voru af YouGov í nóvember 2020 sýndu að 86% Íslendinga vilja sjá Ísland sem aðila að samningi SÞ um bann við kjarnorkuvopnum, en aðeins 3% Íslendinga eru því andsnúin. Þar að auki telja 75% Íslendinga að Ísland ætti að vera meðal fyrstu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins að skrifa undir, jafnvel þó bandalagsþjóðir beiti landið þrýstingi að gera það ekki. Það er kominn tími til að Ísland taki kjarnorkuógnina alvarlega, axli sína ábyrgð og skrifi undir samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum. Þar til að því kemur verður Ísland að fordæma hvers kyns ógnir sem tengjast notkun kjarnorkuvopna, láta af opinberri andstöðu sinni við samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum (líkt og Ástralía hefur gert nýverið), og taka þátt í eftirlitsfundum samningsins sem áheyrnarríki. Rússland hefur sýnt okkur raunverulegt eðli kjarnorkuvopna og kjarnorkuhindrana: harðstjórn, hótanir, kúgun og loks ólöglegt innrásarstríð með tilheyrandi stríðsglæpum og mannréttindabrotum - á meðan siðmenningin sjálf er lögð að veði. Í september 2017, áður en Katrín Jakobsdóttir varð forsætisráðherra, strengdi hún þess heit að vinna að aðild Íslands að samningi SÞ um bann við kjarnorkuvopnum auk fullgildingar hans. Nú er hún forsætisráðherra og það er tími til að velja: Styður hún Rússland og kjarnorkuvopnastefnu þess eða samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og þar með afstýringu náttúruhamfara á heimsmælikvarða? Beatrice Fihn er framkvæmdarstjóri Alþjóðlegs átaks um afnám kjarnorkuvopna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Kjarnorka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur löngum stutt hugsjónina um heim án kjarnorkuvopna. En þessi óvirki stuðningur er ekki lengur nóg: nú er þörf á að grípa til aðgerða. Hættan á notkun kjarnorkuvopna hefur aukist verulega síðastliðin ár. Rússland hefur hótað því að beita kjarnorkuvopnum og aðrar ríkisstjórnir gefa til kynna að slíku yrði svarað með kjarnorkuárásum. Umfjöllun og greining á mögulegri atburðarrás í Úkraínu gerir ráð fyrir möguleikanum á notkun kjarnorkuvopna, haldnar eru hernaðaræfingar sem fela í sér kjarnorkuvopn og Norður-Kórea framkvæmir reglulegar prófanir á kjarnorkuskotflaugum. Við þessar aðstæður er hugmyndin um notkun kjarnorkuvopna ekki lengur eins fráleit og fjarstæðukennd og hún var um áratugaskeið. Bannhelgin á notkun kjarnorkuvopna hefur verið rofin. Margir sérfræðingar halda því fram að hætta á stríðsátökum með kjarnorkuvopnum sé ekki minni nú en í kalda stríðinu. Stigmagnandi hótanir og getgátur grafa einnig undan því alþjóðlega regluverki sem ætlað hefur verið að takmarka útbreiðslu kjarnorkuvopna, þar sem ríkisstjórnir telja sig knúnar til að íhuga að koma sér upp kjarnorkuvopnum eða að ganga í bandalög með þjóðum sem hafa yfir þeim að búa. Þetta eru afar háskalegar aðstæður. Sérhver beiting kjarnorkuvopna, sama hversu „takmörkuð“ eða „skammdræg“ hún er, mun hafa víðtækar og hörmulegar afleiðingar í för með sér. Sprenging einnar kjarnorkusprengju getur kostað hundruð þúsundia óbreyttra borgara lífið og slasað ennþá fleiri, auk þess að geislavirkt ofanfall mengar stór svæði og virðir engin landamæri. Rannsóknir og greiningar stofnana Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða krossins hafa sýnt fram á með óyggjandi hætti að í kjölfar kjarnorkusprengju yrði nær útilokað að sinna árangursríksi mannúðaraðstoð. Afkastageta heilbrigðiskerfis og almannavarna myndi kikna undan álaginu, sem aftur myndi auka fjölda látinna. Hörmungunum myndu fylgja stórfelldir fólksflutningar og alvarleg efnahagsleg og félagsleg röskun. Ef kjarnorkusprengingarnar yrðu fleiri fæli það í sér mun verri afleiðingar, dauða miljóna manna, reiðarslag fyrir umhverfið, ákafar loftlagsbreytingar og hungursneyð á heimsmælikvarða. Rannsókn sem birtist í ágúst síðastliðnum leiðir í ljós að jafnvel takmörkuð og svæðisbundin átök með kjarnorkuvopnum gætu leitt til dauða tveggja milljarða manna. Það er því á ábyrgð alþjóðasamfélagsins að bregðast við á skjótan og ákveðinn hátt. Í fyrsta lagi verða ríkisstjórnir að fordæma afdráttarlaust hvers kyns ógnir sem tengjast notkun kjarnorkuvopna. Í ljósi þess sem hér hefur verið sagt um víðtæk áhrif kjarnorkuvopna er ljóst að ógn eins ríkis er ógn allra ríkja - þar á meðal Íslands. Þetta snýst ekki bara um Rússland og Úkraínu. Ógn kjarnorkuvopna er slík að hana ber að líta á sem alþjóðlegt vandamál af sömu stærðargráðu og loftlagsbreytingar og heimsfaraldrar. Einörð og ótvíræð fordæming alþjóðasamfélagsins getur fært umræðuna um ólögmæti kjarnorkuvopna yfir á annað stig, eflt þau viðhorf að beiting kjarnorkuógnar teljist ólíðandi í samskiptum þjóða og stutt við stofnanir og alþjóðasamninga sem vinna gegn útbreiðslu slíkra vopna. Í öðru lagi þarf alþjóðasamfélagið að stíga fleiri skref í þá átt að framkvæma þær afvopnunarskuldbindingar sem Sáttmálinn um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna (e. Nuclear Non-proliferation Treaty (NPT)) felur í sér,og nálgast þannig algera útrýmingu kjarnorkuvopna – jafnt í Rússlandi sem í heiminum öllum. Augljós leið til að ná báðum markmiðum - sem mörg lönd hafa þegar farið - er að skrifa undir samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum (e. UN Treaty on the Prohibition of Nuclear Weapons (TPNW)) og styðja við framkvæmd hans með virkum hætti. Þessi samningur, sem öðlaðist lagagildi árið 2021, bannar á afdráttarlaust notkun kjarnorkuvopna á sama hátt og samningurinn um lífefnavopn (e. Biological Weapons Convention) og samningurinn um efnavopn (e. Chemical Weapons Convention) banna notkun annarra gereyðingarvopna. Samningur SÞ um bann við kjarnorkuvopnum bannar einnig sérstaklega hótanir tengdum notkun á kjarnorkuvopnum. Í júní síðastliðnum, á fyrsta eftirlitsfundi samningsins, skrifuðu aðildarríki hans undir ótvíræða fordæmingu á „hvers kyns og allri kjarnorkuógn, hvort sem hún er bein eða óbein, og án tillits til aðstæðna“. Ísland hefur ekki átt neina aðkomu að þessu máli. Ísland hefur ekki fordæmt kjarnorkuógnir. Ísland hefur neitað að skrifa undir samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum, og tók heldur ekki þátt sem áheyrnarfulltrúi á eftirlitsfundi samningsins í júnímánuð og stingur þannig í stúf við sum önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, Þýskaland, Noreg, Belgíu og Holland. Á nýlegum G20 fundi var komist að samkomulagi um að „beiting eða ógn um beitingu kjarnorkuvopna er óheimil“, en Ísland hefur kosið að skila auðu. Með því missir Ísland af tækifærinu til að leggja sitt af mörkum til baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum. Kjarnorkuvopn ógna Íslandi á sama hátt og öðrum löndum og því ber Ísland ekki minni ábyrgð á að finna lausn á vandamálinu. Opinberar skoðanakannanir sem gerðar voru af YouGov í nóvember 2020 sýndu að 86% Íslendinga vilja sjá Ísland sem aðila að samningi SÞ um bann við kjarnorkuvopnum, en aðeins 3% Íslendinga eru því andsnúin. Þar að auki telja 75% Íslendinga að Ísland ætti að vera meðal fyrstu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins að skrifa undir, jafnvel þó bandalagsþjóðir beiti landið þrýstingi að gera það ekki. Það er kominn tími til að Ísland taki kjarnorkuógnina alvarlega, axli sína ábyrgð og skrifi undir samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum. Þar til að því kemur verður Ísland að fordæma hvers kyns ógnir sem tengjast notkun kjarnorkuvopna, láta af opinberri andstöðu sinni við samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum (líkt og Ástralía hefur gert nýverið), og taka þátt í eftirlitsfundum samningsins sem áheyrnarríki. Rússland hefur sýnt okkur raunverulegt eðli kjarnorkuvopna og kjarnorkuhindrana: harðstjórn, hótanir, kúgun og loks ólöglegt innrásarstríð með tilheyrandi stríðsglæpum og mannréttindabrotum - á meðan siðmenningin sjálf er lögð að veði. Í september 2017, áður en Katrín Jakobsdóttir varð forsætisráðherra, strengdi hún þess heit að vinna að aðild Íslands að samningi SÞ um bann við kjarnorkuvopnum auk fullgildingar hans. Nú er hún forsætisráðherra og það er tími til að velja: Styður hún Rússland og kjarnorkuvopnastefnu þess eða samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og þar með afstýringu náttúruhamfara á heimsmælikvarða? Beatrice Fihn er framkvæmdarstjóri Alþjóðlegs átaks um afnám kjarnorkuvopna.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar