Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn Árni Páll Árnason skrifar 12. desember 2022 12:32 Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu. Íslensk þjóðtrú segir að þau okkar sem ekki fá nýja flík fyrir jólin fari í jólaköttinn. Það eru á hinn bóginn engin nýleg eða staðfest dæmi um að fólk hafi beinlínis verið étið af slíkum ketti. Það væri miklu nær fyrir jólaköttinn að hugsa um að hvetja (en ekki éta) fólk til að nýta frekar hlutina okkar betur, breyta þeim, láta laga þá eða fá lánað í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Flestum okkar finnst hvort sem er betra að njóta samvista við ástvini og fjölskyldur en að fá veigamiklar jólagjafir. Það er líka mun umhverfisvænna að gæta hófs í jólagjöfum og leggja frekar áherslu á samveru og notalegheit. Skyldu það vera hringrásarjól? Að mörgu er að hyggja við val á jólagjöfum og um að gera að nota ímyndunaraflið við valið. Það er líka alltaf góð hugmynd að hugsa um umhverfisáhrifin. Umhverfisvæn og endingargóð jólagjöf sem hittir í mark er augljóslega mjög góður kostur. Ef þú ert að hugsa um að halda umhverfisvænni jól er ekki úr vegi að hugsa út í umhverfisáhrifin og velta fyrir sér hvort gjöfin, ef það er hlutur, passar inni í hringrásarhagkerfið. Hringrásarhagkerfi er kerfi þar sem vöruhönnun, framleiðsla, dreifing, neysla og meðhöndlun úrgangs mynda lokaða hringrás. Vörur, hlutir og efni halda þar verðmæti sínu og notagildi, eins lengi og hægt er. Markmiðið er að nýta auðlindir jarðar betur, lengja líftíma þeirra og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur. Neysluvenjur og kröfur um þægindi hafa stytt líftíma vöru og aukið ásókn í auðlindir jarðar. Öfugt við línulegt hagkerfi þar sem auðlindir eru nýttar til að framleiða vörur, þær síðan seldar og notaðar en að lokum hent, þá er í hringrásarhagkerfi lögð áhersla að endurnota og deila, gera við, endurframleiða og endurvinna. Með hringrásarhagkerfi verða til ný, græn störf, þar sem hagsæld og lífsgæði fara saman við takmarkaðar auðlindir jarðar og felur í sér ótal tækifæri fyrir framtíðina. Um leið stuðlum við að sjálfbærni og drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda. Um hvað snúast jólin? Þegar hugað er að grænni jólum getur verið ágætt að muna að velja gæði fremur en magn. Það getur verið sniðugt að fá fleiri með í að gefa mögulega dýrari og eigulegri hlut, frekar en að kaupa gjöf sem nýtist ekki jafn vel. Gjafir sem mögulega fara beinustu leið ofan í skúffu hafa ekki bara óþarflega neikvæð áhrif á umhverfið heldur eru einnig óþarfa eyðsla á peningunum sem þú hefur unnið þér fyrir. Jólin verða nákvæmlega jafn góð þótt maður kaupi engar óþarfa gjafir og það sem meira er, þau verða líklega bara enn betri þar sem svokallaðir „jólatimburmenn“ munu ekki ásækja okkur mánuðina eftir í formi greiðsludreifingar á jólareikningnum. Hvað sem jólagjöfum, jólasveinum, Grýlu og jólakettinum, grænum jólum og hringrásarhagkerfinu líður er þó það mikilvægasta við jólin að njóta góðra samverustunda til hins ítrasta og muna að jólin snúast um væntumþykju og kærleika. Gleðilega hátíð! Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniteymi Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Jól Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu. Íslensk þjóðtrú segir að þau okkar sem ekki fá nýja flík fyrir jólin fari í jólaköttinn. Það eru á hinn bóginn engin nýleg eða staðfest dæmi um að fólk hafi beinlínis verið étið af slíkum ketti. Það væri miklu nær fyrir jólaköttinn að hugsa um að hvetja (en ekki éta) fólk til að nýta frekar hlutina okkar betur, breyta þeim, láta laga þá eða fá lánað í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Flestum okkar finnst hvort sem er betra að njóta samvista við ástvini og fjölskyldur en að fá veigamiklar jólagjafir. Það er líka mun umhverfisvænna að gæta hófs í jólagjöfum og leggja frekar áherslu á samveru og notalegheit. Skyldu það vera hringrásarjól? Að mörgu er að hyggja við val á jólagjöfum og um að gera að nota ímyndunaraflið við valið. Það er líka alltaf góð hugmynd að hugsa um umhverfisáhrifin. Umhverfisvæn og endingargóð jólagjöf sem hittir í mark er augljóslega mjög góður kostur. Ef þú ert að hugsa um að halda umhverfisvænni jól er ekki úr vegi að hugsa út í umhverfisáhrifin og velta fyrir sér hvort gjöfin, ef það er hlutur, passar inni í hringrásarhagkerfið. Hringrásarhagkerfi er kerfi þar sem vöruhönnun, framleiðsla, dreifing, neysla og meðhöndlun úrgangs mynda lokaða hringrás. Vörur, hlutir og efni halda þar verðmæti sínu og notagildi, eins lengi og hægt er. Markmiðið er að nýta auðlindir jarðar betur, lengja líftíma þeirra og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur. Neysluvenjur og kröfur um þægindi hafa stytt líftíma vöru og aukið ásókn í auðlindir jarðar. Öfugt við línulegt hagkerfi þar sem auðlindir eru nýttar til að framleiða vörur, þær síðan seldar og notaðar en að lokum hent, þá er í hringrásarhagkerfi lögð áhersla að endurnota og deila, gera við, endurframleiða og endurvinna. Með hringrásarhagkerfi verða til ný, græn störf, þar sem hagsæld og lífsgæði fara saman við takmarkaðar auðlindir jarðar og felur í sér ótal tækifæri fyrir framtíðina. Um leið stuðlum við að sjálfbærni og drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda. Um hvað snúast jólin? Þegar hugað er að grænni jólum getur verið ágætt að muna að velja gæði fremur en magn. Það getur verið sniðugt að fá fleiri með í að gefa mögulega dýrari og eigulegri hlut, frekar en að kaupa gjöf sem nýtist ekki jafn vel. Gjafir sem mögulega fara beinustu leið ofan í skúffu hafa ekki bara óþarflega neikvæð áhrif á umhverfið heldur eru einnig óþarfa eyðsla á peningunum sem þú hefur unnið þér fyrir. Jólin verða nákvæmlega jafn góð þótt maður kaupi engar óþarfa gjafir og það sem meira er, þau verða líklega bara enn betri þar sem svokallaðir „jólatimburmenn“ munu ekki ásækja okkur mánuðina eftir í formi greiðsludreifingar á jólareikningnum. Hvað sem jólagjöfum, jólasveinum, Grýlu og jólakettinum, grænum jólum og hringrásarhagkerfinu líður er þó það mikilvægasta við jólin að njóta góðra samverustunda til hins ítrasta og muna að jólin snúast um væntumþykju og kærleika. Gleðilega hátíð! Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniteymi Landsbankans.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun