Meintur Lockerbie-sprengjumaður framseldur til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 11:48 Brak af trjónu farþegaþotu Pan Am í Lockerbie árið 1988. Ellefu bæjarbúar fórust til viðbótar við þá 259 sem voru um borð í þotunni. AP/Martin Cleaver Líbískur fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er ákærður fyrir að smíða sprengjuna sem grandaði farþegaþotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988 er nú í haldi bandarískra yfirvalda. Hann verður framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til saka. Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákæru á hendur Abu Agila Mohammad Mas'ud fyrir að smíða sprengjuna sem varð á þriðja hundrað manna að bana árið 2020. Mas'ud var þá í líbísku fangelsi vegna ótengdra saka. New York Times segir óljóst hvernig bandarískum stjórnvöldum tókst að fá hann framseldan. AP-fréttastofan segir að Mas'ud hafi verið sprengjusérfræðingur hjá líbísku leyniþjónustunni. Hann játaði fyrir líbískum yfirvöldum að hafa smíðað sprengjuna og unnið með tveimur öðrum mönnum sem bandarísk yfirvöld ákærðu. Hélt hann því fram að líbíska leyniþjónustan hefði skipulagt hryðjuverkið og að Múammar Gaddafi, þáverandi einræðisráðherra landsins, hafi þakkað honum og öðrum fyrir eftir á. Flugvél Pan Am-flugfélagsins sprakk yfir Lockerbie innan við hálftíma eftir flugtak frá Heathrow-flugvelli í London 21. desember árið 1988. Um borð voru farþegar frá 21 landi en langflestir þeirra voru Bandaríkjamenn, margir þeirra á leiðinni heim fyrir jólin. Sprengingin varð öllum þeim 259 sem voru um borð í vélinni að bana auk ellefu manns á jörðu niðri. Einn sakfelldur fyrir aldamót Böndin bárust fljótt að Líbíu en Gaddafi var svarinn andstæðingur Bandaríkjanna. Árið 1991 ákærðu bandarísk yfirvöld tvo líbíska leyniþjónustumenn fyrir að hafa komið sprengjunni fyrir um borð í flugvélinni. Gadaffi neitaði að framselja þá. Átta árum síðar féllst hann þó á að láta þá svara til saka fyrir skoskum dómurum í Hollandi. Annar þeirra, Abdel Baset Ali al-Megrahi, var fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi en hinn var sýknaður. Skotar slepptu al-Megrahi af mannúðarástæðum eftir að hann greindist með eistnakrabbamein árið 2009. Hann lést í heimalandi sínu þremur árum síðar. Líbíustjórn gerði sátt við aðstandendur fórnarlamba hryðjuverksins og greiddi þeim bætur árið 2003. Bandaríkin Líbía Skotland Fréttir af flugi Bretland Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákæru á hendur Abu Agila Mohammad Mas'ud fyrir að smíða sprengjuna sem varð á þriðja hundrað manna að bana árið 2020. Mas'ud var þá í líbísku fangelsi vegna ótengdra saka. New York Times segir óljóst hvernig bandarískum stjórnvöldum tókst að fá hann framseldan. AP-fréttastofan segir að Mas'ud hafi verið sprengjusérfræðingur hjá líbísku leyniþjónustunni. Hann játaði fyrir líbískum yfirvöldum að hafa smíðað sprengjuna og unnið með tveimur öðrum mönnum sem bandarísk yfirvöld ákærðu. Hélt hann því fram að líbíska leyniþjónustan hefði skipulagt hryðjuverkið og að Múammar Gaddafi, þáverandi einræðisráðherra landsins, hafi þakkað honum og öðrum fyrir eftir á. Flugvél Pan Am-flugfélagsins sprakk yfir Lockerbie innan við hálftíma eftir flugtak frá Heathrow-flugvelli í London 21. desember árið 1988. Um borð voru farþegar frá 21 landi en langflestir þeirra voru Bandaríkjamenn, margir þeirra á leiðinni heim fyrir jólin. Sprengingin varð öllum þeim 259 sem voru um borð í vélinni að bana auk ellefu manns á jörðu niðri. Einn sakfelldur fyrir aldamót Böndin bárust fljótt að Líbíu en Gaddafi var svarinn andstæðingur Bandaríkjanna. Árið 1991 ákærðu bandarísk yfirvöld tvo líbíska leyniþjónustumenn fyrir að hafa komið sprengjunni fyrir um borð í flugvélinni. Gadaffi neitaði að framselja þá. Átta árum síðar féllst hann þó á að láta þá svara til saka fyrir skoskum dómurum í Hollandi. Annar þeirra, Abdel Baset Ali al-Megrahi, var fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi en hinn var sýknaður. Skotar slepptu al-Megrahi af mannúðarástæðum eftir að hann greindist með eistnakrabbamein árið 2009. Hann lést í heimalandi sínu þremur árum síðar. Líbíustjórn gerði sátt við aðstandendur fórnarlamba hryðjuverksins og greiddi þeim bætur árið 2003.
Bandaríkin Líbía Skotland Fréttir af flugi Bretland Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“