Vindorka - árás á náttúru Íslands Andrés Skúlason skrifar 10. desember 2022 09:31 Því er gjarnan haldið á lofti að Ísland sé ríkasta land í heimi af svokölluðum endurnýjanlegum orkugjöfum og þjóðin hefur verið stolt af því. Við erum nefnilega heimsmeistarar í ansi mörgu. Þegar grannt er skoðað eigum við hins vegar bara eitt staðfest heimsmet á alþjóðlegum mælikvarða og það er mesta orkuframleiðsla í heimi á hvert mannsbarn og þar stökkvum við helmingi hærra en næsta ríki á eftir. Þá eru líkur á að við eigum annað heimsmet, „reyndar óstaðfest“ vegna skorts á rannsóknum, en það er mesta orkusóun á hvert mannsbarn. Við erum sömuleiðis ein þjóða heims að sólunda yfir 80% af orkuauðlindum okkar til orkufrekrar mengandi starfsemi og nú hefur bæst við hinn nýi óhefti- frjálsi orkugeiri með grænþvottarstimpilinn á lofti sem merkir sér allt sama hvaða ósómi er undir. Nú eigum við „grænasta ál“ í heimi, framleitt með „grænustu orku“ í heimi og svo eigum við auðvitað „grænustu gagnaver“ í heimi sem grafa eftir „grænustu rafmynt“ í heiminum, og svo eru áform um græna orkugarða sem ætti kannski að flokka frekar undir efnaverksmiðjur. Vindorkuáform sem nú þegar hafa verið sett á svið eru af áður óþekktri stærð, án þess að sýnt hafi verið fram á þörfina og allt er þetta undir grænum formerkjum þrátt fyrir að óafturkræf náttúruspjöll hafi verið sett á dagskrá með slíkum vindorkuverum. Ef markmiðið er að skapa sátt um vindorkuver hér á landi þá sýnist mér það því miður stefna í algjört óefni eins og staðan er. Atgangur orkugeirans er einfaldlega alltof mikill þegar vanmáttug sveitarfélög eru annarsvegar og ekki er til að dreifa haldbærum lögum eða reglum í málaflokknum. Núna þurfum við ekki á að halda erlendu stór-kapítali í bakgarðinn okkar sem er farið að kljúfa samfélög víða um land þar sem íbúum hefur verið stillt upp við vegg á íbúafundum og aðeins hlið orkugeirans er dregin upp. En fyrst og síðast er verið að ráðast hér að okkar verðmætustu auðlind með þeim grófustu iðnaðaráformum sem sett hafa verið á svið frá upphafi, gegn íslenskri náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Því er gjarnan haldið á lofti að Ísland sé ríkasta land í heimi af svokölluðum endurnýjanlegum orkugjöfum og þjóðin hefur verið stolt af því. Við erum nefnilega heimsmeistarar í ansi mörgu. Þegar grannt er skoðað eigum við hins vegar bara eitt staðfest heimsmet á alþjóðlegum mælikvarða og það er mesta orkuframleiðsla í heimi á hvert mannsbarn og þar stökkvum við helmingi hærra en næsta ríki á eftir. Þá eru líkur á að við eigum annað heimsmet, „reyndar óstaðfest“ vegna skorts á rannsóknum, en það er mesta orkusóun á hvert mannsbarn. Við erum sömuleiðis ein þjóða heims að sólunda yfir 80% af orkuauðlindum okkar til orkufrekrar mengandi starfsemi og nú hefur bæst við hinn nýi óhefti- frjálsi orkugeiri með grænþvottarstimpilinn á lofti sem merkir sér allt sama hvaða ósómi er undir. Nú eigum við „grænasta ál“ í heimi, framleitt með „grænustu orku“ í heimi og svo eigum við auðvitað „grænustu gagnaver“ í heimi sem grafa eftir „grænustu rafmynt“ í heiminum, og svo eru áform um græna orkugarða sem ætti kannski að flokka frekar undir efnaverksmiðjur. Vindorkuáform sem nú þegar hafa verið sett á svið eru af áður óþekktri stærð, án þess að sýnt hafi verið fram á þörfina og allt er þetta undir grænum formerkjum þrátt fyrir að óafturkræf náttúruspjöll hafi verið sett á dagskrá með slíkum vindorkuverum. Ef markmiðið er að skapa sátt um vindorkuver hér á landi þá sýnist mér það því miður stefna í algjört óefni eins og staðan er. Atgangur orkugeirans er einfaldlega alltof mikill þegar vanmáttug sveitarfélög eru annarsvegar og ekki er til að dreifa haldbærum lögum eða reglum í málaflokknum. Núna þurfum við ekki á að halda erlendu stór-kapítali í bakgarðinn okkar sem er farið að kljúfa samfélög víða um land þar sem íbúum hefur verið stillt upp við vegg á íbúafundum og aðeins hlið orkugeirans er dregin upp. En fyrst og síðast er verið að ráðast hér að okkar verðmætustu auðlind með þeim grófustu iðnaðaráformum sem sett hafa verið á svið frá upphafi, gegn íslenskri náttúru.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar