Banna auglýsingar Verna um „erkitýpurnar“ Teit, Hebu og Svölu Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2022 13:56 Tryggingafélagið Verna er til húsa í Ármúla. Vísir/Egill Neytendastofa hefur bannað tryggingafélaginu Verna að birta auglýsingar sínar þar sem fólk er sagt hafa stórlækkað reikninga sína með því að hafa fært viðskipti sín til félagsins. Auglýsingarnar eru taldar villandi, ósannaðar og brjóta gegn lögum. Frá þessu segir á vef Neytendastofu. Þar kemur fram að stofnuninni hafi borist ábendingar vegna auglýsingar og markaðssetningar Verna á þar sem auglýstur var allt að 120 þúsund króna sparnaður með því að færa sig yfir til Verna. Varðaði ábendingin fullyrðingarnar: „Teitur lækkaði tryggingarnar sínar um 120 þúsund krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“, „Heba lækkaði tryggingarnar sínar um 54 þúsund krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“; og „Svala lækkaði tryggingarnar sínar um 74.500 krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“. Engin svör bárust Neytendastofa fór í kjölfarið fram á að tryggingafélagið myndi sanna fullyrðingarnar. „Í svörum Verna kom fram að við þróun smáforritsins hefði verið notast við erkitýpur með tilteknar þarfir og einkenni fyrir tiltekinn markhóp kvenna og karla á tilteknum stað í lífinu. Fyrir birtingu auglýsinganna hafi verið haft samband við raunverulega einstaklinga sem pössuðu við þessar skilgreindu erkitýpur og kannað hvort og hve mikið viðkomandi hefðu lækkað í verðum. Upplýsingar um fjárhæð sparnaðar voru tilteknar en engar upplýsingar um hvernig upphæðirnar voru tilkomnar eða á hvaða grundvelli sparnaðurinn miðaðist við. Neytendastofa óskaði eftir frekari skýringum varðandi hinn auglýsta sparnað á iðgjöldum. Ekkert svar barst frá Verna.Vísir/Egill Neytendastofa óskaði eftir frekari skýringum varðandi hinn auglýsta sparnað á iðgjöldum s.s. ítarlegri upplýsingar um þennan mögulega sparnað á iðgjöldum, hvaða tryggingaliði verið væri að miða við og hvernig þessi heildarsparnaður væri fundinn út, lið fyrir lið. Ekkert svar barst,“ segir á vef Neytendastofu. Óljóst hvernig „sparnaðurinn“ væri tilkominn Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að miðað við framlögð gögn félagsins væri óljóst hvernig hinn auglýsti sparnaður væri tilkominn eða hvort hann væri raunverulegur og ekki hefði tekist að sanna fullyrðingarnar. „Fullyrðingarnar væru afdráttarlausar og því líklegt að neytendur leggi þann skilning í auglýsingarnar að Verna bjóði í öllum tilvikum upp á sambærilegar en ódýrari tryggingar en önnur tryggingafélög. Því taldi stofnunin að með birtingu umræddra fullyrðinga hafi félagið jafnframt veitt villandi upplýsingar um helstu einkenni og verð veittrar þjónustu félagsins.“ Með vísan í lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu var Verna því bannað að birta umræddar fullyrðingar. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tryggingar Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Frá þessu segir á vef Neytendastofu. Þar kemur fram að stofnuninni hafi borist ábendingar vegna auglýsingar og markaðssetningar Verna á þar sem auglýstur var allt að 120 þúsund króna sparnaður með því að færa sig yfir til Verna. Varðaði ábendingin fullyrðingarnar: „Teitur lækkaði tryggingarnar sínar um 120 þúsund krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“, „Heba lækkaði tryggingarnar sínar um 54 þúsund krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“; og „Svala lækkaði tryggingarnar sínar um 74.500 krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“. Engin svör bárust Neytendastofa fór í kjölfarið fram á að tryggingafélagið myndi sanna fullyrðingarnar. „Í svörum Verna kom fram að við þróun smáforritsins hefði verið notast við erkitýpur með tilteknar þarfir og einkenni fyrir tiltekinn markhóp kvenna og karla á tilteknum stað í lífinu. Fyrir birtingu auglýsinganna hafi verið haft samband við raunverulega einstaklinga sem pössuðu við þessar skilgreindu erkitýpur og kannað hvort og hve mikið viðkomandi hefðu lækkað í verðum. Upplýsingar um fjárhæð sparnaðar voru tilteknar en engar upplýsingar um hvernig upphæðirnar voru tilkomnar eða á hvaða grundvelli sparnaðurinn miðaðist við. Neytendastofa óskaði eftir frekari skýringum varðandi hinn auglýsta sparnað á iðgjöldum. Ekkert svar barst frá Verna.Vísir/Egill Neytendastofa óskaði eftir frekari skýringum varðandi hinn auglýsta sparnað á iðgjöldum s.s. ítarlegri upplýsingar um þennan mögulega sparnað á iðgjöldum, hvaða tryggingaliði verið væri að miða við og hvernig þessi heildarsparnaður væri fundinn út, lið fyrir lið. Ekkert svar barst,“ segir á vef Neytendastofu. Óljóst hvernig „sparnaðurinn“ væri tilkominn Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að miðað við framlögð gögn félagsins væri óljóst hvernig hinn auglýsti sparnaður væri tilkominn eða hvort hann væri raunverulegur og ekki hefði tekist að sanna fullyrðingarnar. „Fullyrðingarnar væru afdráttarlausar og því líklegt að neytendur leggi þann skilning í auglýsingarnar að Verna bjóði í öllum tilvikum upp á sambærilegar en ódýrari tryggingar en önnur tryggingafélög. Því taldi stofnunin að með birtingu umræddra fullyrðinga hafi félagið jafnframt veitt villandi upplýsingar um helstu einkenni og verð veittrar þjónustu félagsins.“ Með vísan í lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu var Verna því bannað að birta umræddar fullyrðingar.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tryggingar Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent