Bæði lið gengu niðurlút af velli eftir fréttirnar úr hinum leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darwin Nunez náði ekki að skora í mótinu og á endanum þurfti Úrúgvæ bara eitt mark í viðbót.
Darwin Nunez náði ekki að skora í mótinu og á endanum þurfti Úrúgvæ bara eitt mark í viðbót. AP/Manu Fernandez

Hlutirnir gengu vissulega upp hjá Úrúgvæ inn á vellinum en bara ekki í hinum leiknum í riðlinum. Suður-Kóreu tókst að vinna Portúgal og því dugði ekki lengur tveggja marka sigur hjá Úrúgvæmönnum.

Gana klúðraði víti og fékk líka fleiri færi í leiknum en Úrúgvæ skoraði mörkin. Mörkin hefðu þurft að vera þrjú til þess að Úrúgvæ kæmist áfram í sextán liða úrslitin.

Giorgian de Arrascaeta skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleiknum og þau komu bæði eftir undirbúning frá Luis Suarez. Seinni hálfleikurinn fór að mestu í að halda fengnum hlut eða þar til að fréttist að Kóreumenn væru komnir yfir.

Suður Kórea kláraði sinn leik átta mínútum á undan og því höfðu Úrúgvæmenn átta mínútna uppbótatíma til að ná inn markinu sem þeim vantaði.

Þeir reyndu að sækja en þá voru stjörnuframherjarnir Darwin Núnez og Luis Suárez komnir á bekkinn. Það vantaði tilfinnanlega meiri ógn fram á völlinn og síðustu mínútur leiksins runnu út í sandinn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira