Fullveldið er hjá þjóðinni Katrín Oddsdóttir skrifar 1. desember 2022 12:00 - Opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu Góðir landsmenn. Til hamingju með fullveldisdaginn, 1. desember. Ísland varð fullvalda ríki 1918. Því hefur verið fagnað árlega ávallt síðan. Svo er það fullveldi þjóðarinnar, fullveldi fólksins í landinu. Þar sem er fulltrúalýðræði þarf að minnast þess á hverjum degi að allt vald stafar frá þjóðinni. Enginn fer með opinbert pólitískt vald á Íslandi nema í umboði kjósenda. Í því ljósi er það þjóðin sem er fullvalda. Hún á lokaorðið í grundvallarmálum samfélagsins. Stjórnarskrárferli hófst á Íslandi upp úr hruni bankanna árið 2008, hruni sem einnig var siðferðilegt og pólitískt. Stjórnmálastéttin stóð uppi rúin trausti og fjármálakerfið í rúst. Ísland varð alræmt um allan heim. Stjórnarskrárferlið vakti hins vegar athygli og aðdáun umheimsins, og gerir enn. Það fæddi af sér tillögu að nýrri stjórnarskrá, skjal sem án efa verður talið eitt hið merkasta í sögu landsins. Alþingi óskaði sjálft eftir stjórnarskrártillögunni á grundvelli Þjóðfundarins 2010 og lagði hana svo í dóm þjóðarinnar. Þjóðin samþykkti 20. október 2012, með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða, að sú tillaga skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Tíu ár eru frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána en úrslit kosningarinnar hafa enn ekki verið virt. Slíkt má ekki að gerast í lýðræðisríki. Í íslensku samfélagi og stjórnmálum eru öfl sem standa gegn fullveldisrétti þjóðarinnar og önnur sem heykjast á að verja hann. Sagan af því hvernig reynt hefur verið að koma í veg fyrir að fólkið í landinu eignaðist sína eigin stjórnarskrá er orðin raunalega löng og ljót. Hún ber íslenskum ráðamönnum, stjórnmálamenningu landsins og stjórnsýslu ófagurt vitni og undirstrikar þörfina á að skipta út bráðabirgðastjórnarskránni frá 1944 fyrir nútímalega og lýðræðislega stjórnarskrá. Frá Þjóðfundi árið 2010.Aðsend Stjórnarskrárfélagið heitir á fólkið í landinu að fylkja sér að baki þeim sem berjast fyrir nýju stjórnarskránni og eru reiðubúin að verja og sækja fullveldisrétt þjóðarinnar. Í orði og í verki og án þess að hika. Í lýðræðisríki á ekki og má ekki gefa eftir fullveldi þjóðarinnar. Lýðræðislegar grundvallarreglur verður að virða, alltaf og afdráttarlaust. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Nýtilkynnt áform forsætisráðherra um að ljúka málinu í samráði við almenning á næsta ári geta skilað árangri ef unnið er af heilindum. Í því felst að vinna með þær tillögur sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðafgreiðslu að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Fullfrágengnar yrðu þær síðan enn lagðar í dóm kjósenda. Víkjum sérhagsmunum og andlýðræðislegum stjórnarháttum til hliðar og lögfestum nýju stjórnarskrána með lýðræði og lýðræðislegar grundvallarreglur að leiðarljósi. Minnumst svo á hverju ári fullveldis þjóðarinnar, stjórnarskrárdagsins, 20. október. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Ingólfur Hermannsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigurður Hr. Sigurðsson, Þórir Baldursson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
- Opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu Góðir landsmenn. Til hamingju með fullveldisdaginn, 1. desember. Ísland varð fullvalda ríki 1918. Því hefur verið fagnað árlega ávallt síðan. Svo er það fullveldi þjóðarinnar, fullveldi fólksins í landinu. Þar sem er fulltrúalýðræði þarf að minnast þess á hverjum degi að allt vald stafar frá þjóðinni. Enginn fer með opinbert pólitískt vald á Íslandi nema í umboði kjósenda. Í því ljósi er það þjóðin sem er fullvalda. Hún á lokaorðið í grundvallarmálum samfélagsins. Stjórnarskrárferli hófst á Íslandi upp úr hruni bankanna árið 2008, hruni sem einnig var siðferðilegt og pólitískt. Stjórnmálastéttin stóð uppi rúin trausti og fjármálakerfið í rúst. Ísland varð alræmt um allan heim. Stjórnarskrárferlið vakti hins vegar athygli og aðdáun umheimsins, og gerir enn. Það fæddi af sér tillögu að nýrri stjórnarskrá, skjal sem án efa verður talið eitt hið merkasta í sögu landsins. Alþingi óskaði sjálft eftir stjórnarskrártillögunni á grundvelli Þjóðfundarins 2010 og lagði hana svo í dóm þjóðarinnar. Þjóðin samþykkti 20. október 2012, með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða, að sú tillaga skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Tíu ár eru frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána en úrslit kosningarinnar hafa enn ekki verið virt. Slíkt má ekki að gerast í lýðræðisríki. Í íslensku samfélagi og stjórnmálum eru öfl sem standa gegn fullveldisrétti þjóðarinnar og önnur sem heykjast á að verja hann. Sagan af því hvernig reynt hefur verið að koma í veg fyrir að fólkið í landinu eignaðist sína eigin stjórnarskrá er orðin raunalega löng og ljót. Hún ber íslenskum ráðamönnum, stjórnmálamenningu landsins og stjórnsýslu ófagurt vitni og undirstrikar þörfina á að skipta út bráðabirgðastjórnarskránni frá 1944 fyrir nútímalega og lýðræðislega stjórnarskrá. Frá Þjóðfundi árið 2010.Aðsend Stjórnarskrárfélagið heitir á fólkið í landinu að fylkja sér að baki þeim sem berjast fyrir nýju stjórnarskránni og eru reiðubúin að verja og sækja fullveldisrétt þjóðarinnar. Í orði og í verki og án þess að hika. Í lýðræðisríki á ekki og má ekki gefa eftir fullveldi þjóðarinnar. Lýðræðislegar grundvallarreglur verður að virða, alltaf og afdráttarlaust. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Nýtilkynnt áform forsætisráðherra um að ljúka málinu í samráði við almenning á næsta ári geta skilað árangri ef unnið er af heilindum. Í því felst að vinna með þær tillögur sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðafgreiðslu að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Fullfrágengnar yrðu þær síðan enn lagðar í dóm kjósenda. Víkjum sérhagsmunum og andlýðræðislegum stjórnarháttum til hliðar og lögfestum nýju stjórnarskrána með lýðræði og lýðræðislegar grundvallarreglur að leiðarljósi. Minnumst svo á hverju ári fullveldis þjóðarinnar, stjórnarskrárdagsins, 20. október. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Ingólfur Hermannsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigurður Hr. Sigurðsson, Þórir Baldursson
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar