Landsréttarmálið tveimur árum seinna Haukur Logi Karlsson skrifar 1. desember 2022 10:30 Á fullveldisdaginn, 1. desember, eru tvö ár liðin frá dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Í málinu var lagt mat á hvort við frumskipun dómara í Landsrétti hefði verið gætt að þeirri kröfu Mannréttindasáttmála Evrópu að skipan dómsvaldsins væri ákveðin með lögum. Eins og frægt er varð niðurstaðan sú, að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru án þess að hafa verið metnir á meðal þeirra 15 hæfustu af dómnefnd um hæfni dómaraefna, voru taldir hafa verið skipaðir í trássi við íslensk lög og þar með í trássi við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Byggði Mannréttindadómstóllinn þar einkum á fyrri niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, um að lög hefðu verið brotin við skipun téðra dómara, en lagði síðan annað mat en Hæstiréttur á þýðingu þess ágalla, með tilliti til þeirrar kröfu Mannréttindasáttmálans að skipan dómsvalds skuli ákveðin með lögum. Málið olli pólitískum titringi á Íslandi og vakti athygli í alþjóðlegum kreðsum fræðimanna og lögfræðinga, sem fylgjast með störfum yfirþjóðlegu dómstólanna í Strassborg og Lúxemborg. Nú tveimur árum seinna má sjá að oft hefur verið vísað til Landsréttardómsins, sem fordæmis í síðari dómum bæði Mannréttindadómstólsins og dómstóls Evrópusambandsins um þá kröfu að við skipun dómara í evrópska dómstóla skuli gæta þess að fara að þeim lögum sem um slíka skipun gilda. Hefur það einkum komið upp í málum sem tengjast pólitískum og lögfræðilegum átökum um skipun og skipulag dómsvaldsins í Póllandi. Þannig hefur sú krafa sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp úr um að Ísland hefði verið bundið af samkvæmt Mannréttindasáttmálanum, verið yfirfærð á önnur ríki og þannig orðið að evrópsku viðmiði um það hvernig skuli standa að skipun dómara. Þau mistök sem urðu á Íslandi við frumskipun Landsréttar hafa því orðið til þess að þróa frekar stjórnskipulegar varnir gegn því að pólitískir stundarhagsmunir geti haft áhrif á dómstóla og getu þeirra til þess að leysa úr málum þeirra sem þangað leita með hlutlægum og sanngjörnum hætti. Hvað varðar eftirmálana heima á Íslandi þá verður ekki annað séð en að tekist hafi að leysa úr því uppnámi sem starfsemi Landsréttar komst í með farsælum hætti. Dómstóllinn stendur í dag traustum fótum, sem ein af lykilstofnunum íslensks samfélags. Hvort og þá hvaða lærdómur hafi verið dreginn af þeim mistökum sem leiddu til áfellisdóms Mannréttindadómstólsins er þó óvissara. Þeim sem fylgst hafa með íslensku samfélagi um nokkurt skeið má vera það ljóst að sá árekstur sem varð til þess að frumskipun Landsréttar misfórst á þann hátt sem hún gerði, var afleiðing langvarandi valdabaráttu á milli pólitískrar valdastéttar og lögfræðilegrar valdstéttar landsins. Ekki verður séð að stigin hafi verið nein skref til að bera klæð á þau vopn sem þar voru skökuð, en þó má segja að vopnahlé hafi ríkt síðan. Hversu lengi það varir er erfitt að segja, en mín tillaga væri að skynsamt fólk settist yfir þá atburðarás sem varð og reyndi að draga upplýstan lærdóm af henni. Í því felst að lágmarki, að mínu viti, að gerð verið úttekt á reynslu af núverandi fyrirkomulagi skipunar dómara, sem komið var á árið 2010, með það fyrir augum að leita leiða til þess að tryggja að faglegt hlutverk dómstólanna í stjórnskipuninni verði ekki baráttu valdahópa í samfélaginu að bráð. Þessi pistill byggir á niðurstöðum ritrýndar greinar höfundar, sem nýverið birtist í German Law Journal, sem gefið er út af Cambridge University Press. Hægt er að nálgast greinina í opnum aðgangi á vef útgefandans. Höfundur er rannsóknasérfræðingur við lagadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsréttarmálið Háskólar Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Narfi frá JBT Marel til Kviku Árni Sæberg skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Á fullveldisdaginn, 1. desember, eru tvö ár liðin frá dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Í málinu var lagt mat á hvort við frumskipun dómara í Landsrétti hefði verið gætt að þeirri kröfu Mannréttindasáttmála Evrópu að skipan dómsvaldsins væri ákveðin með lögum. Eins og frægt er varð niðurstaðan sú, að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru án þess að hafa verið metnir á meðal þeirra 15 hæfustu af dómnefnd um hæfni dómaraefna, voru taldir hafa verið skipaðir í trássi við íslensk lög og þar með í trássi við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Byggði Mannréttindadómstóllinn þar einkum á fyrri niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, um að lög hefðu verið brotin við skipun téðra dómara, en lagði síðan annað mat en Hæstiréttur á þýðingu þess ágalla, með tilliti til þeirrar kröfu Mannréttindasáttmálans að skipan dómsvalds skuli ákveðin með lögum. Málið olli pólitískum titringi á Íslandi og vakti athygli í alþjóðlegum kreðsum fræðimanna og lögfræðinga, sem fylgjast með störfum yfirþjóðlegu dómstólanna í Strassborg og Lúxemborg. Nú tveimur árum seinna má sjá að oft hefur verið vísað til Landsréttardómsins, sem fordæmis í síðari dómum bæði Mannréttindadómstólsins og dómstóls Evrópusambandsins um þá kröfu að við skipun dómara í evrópska dómstóla skuli gæta þess að fara að þeim lögum sem um slíka skipun gilda. Hefur það einkum komið upp í málum sem tengjast pólitískum og lögfræðilegum átökum um skipun og skipulag dómsvaldsins í Póllandi. Þannig hefur sú krafa sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp úr um að Ísland hefði verið bundið af samkvæmt Mannréttindasáttmálanum, verið yfirfærð á önnur ríki og þannig orðið að evrópsku viðmiði um það hvernig skuli standa að skipun dómara. Þau mistök sem urðu á Íslandi við frumskipun Landsréttar hafa því orðið til þess að þróa frekar stjórnskipulegar varnir gegn því að pólitískir stundarhagsmunir geti haft áhrif á dómstóla og getu þeirra til þess að leysa úr málum þeirra sem þangað leita með hlutlægum og sanngjörnum hætti. Hvað varðar eftirmálana heima á Íslandi þá verður ekki annað séð en að tekist hafi að leysa úr því uppnámi sem starfsemi Landsréttar komst í með farsælum hætti. Dómstóllinn stendur í dag traustum fótum, sem ein af lykilstofnunum íslensks samfélags. Hvort og þá hvaða lærdómur hafi verið dreginn af þeim mistökum sem leiddu til áfellisdóms Mannréttindadómstólsins er þó óvissara. Þeim sem fylgst hafa með íslensku samfélagi um nokkurt skeið má vera það ljóst að sá árekstur sem varð til þess að frumskipun Landsréttar misfórst á þann hátt sem hún gerði, var afleiðing langvarandi valdabaráttu á milli pólitískrar valdastéttar og lögfræðilegrar valdstéttar landsins. Ekki verður séð að stigin hafi verið nein skref til að bera klæð á þau vopn sem þar voru skökuð, en þó má segja að vopnahlé hafi ríkt síðan. Hversu lengi það varir er erfitt að segja, en mín tillaga væri að skynsamt fólk settist yfir þá atburðarás sem varð og reyndi að draga upplýstan lærdóm af henni. Í því felst að lágmarki, að mínu viti, að gerð verið úttekt á reynslu af núverandi fyrirkomulagi skipunar dómara, sem komið var á árið 2010, með það fyrir augum að leita leiða til þess að tryggja að faglegt hlutverk dómstólanna í stjórnskipuninni verði ekki baráttu valdahópa í samfélaginu að bráð. Þessi pistill byggir á niðurstöðum ritrýndar greinar höfundar, sem nýverið birtist í German Law Journal, sem gefið er út af Cambridge University Press. Hægt er að nálgast greinina í opnum aðgangi á vef útgefandans. Höfundur er rannsóknasérfræðingur við lagadeild Háskóla Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun