Loftslagskvabbið Jónas Elíasson skrifar 30. nóvember 2022 11:01 Ríkisstjórnin er búin að setja mikla peninga í loftslagsmál og orkuskipti við mikið klapp frá umhverfissinnum. Þetta er gersamlega tilgangslaust (sjá Mbl 17.11.2021 Loftslag og umhverfissinnar), út úr þessum fjárveitingum getur ekkert komið, enda bera þær keim af eftirhermusksap og umhverfismonti, ætlaðar til að geta gefið digrar yfirlýsingar á alþjóðaþingum. Orkan sem Ísland hefur virkjað er 80 % hrein. Tilsvarandi tala í BNA er 9%. Hvað halda menn að gerist við þessar yfirlýsingar? Einhver flytji tillögu á Bandaríkjaþingi um að gera eins og Íslendingar? Kolsýrulosun frá íslandi er tiltölulega lítil, en verið er að reikna hana upp með því að taka inn kolsýrulosun frá landbúnaði sem er í eðlilegri hringrás milli lofthjúps og gróðurþekju. Gróðurhúsaáhrif kolsýrulosunar eru búin að vera þekkt í 150 ár og er auðvitað allt of mikil. Orsökin liggur í áformum BNA að kjarnorkuvæða raforkuiðnaðinn, þá spruttu mótmælasamtök upp eins og gorkúlur, ferðuðust á milli borga, brutu rúður og stálu úr búðum en KGB borgaði ferðakostnaðinn. Raforkuiðnaðurinn var alls hugar feginn. Nú þurfti ekki að byggja rándýrar kjarnorkurafstöðvar, bara ódýrar olíustöðvar, annaðhvort þarf að keyra þær eða vera rafmagnslaus. Svo gerði ESB þá ótrúlegu vitleysu að taka inn gas frá rússum án þess að hafa nokkurt varaafl. Svo skúfuðu rússar fyrir og orkuverð í ESB þrefaldaðist. Við erum ekki virkir meðlimir í orkumarkaði ESB þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnarinnar að koma okkur þangað og sluppum. En ætlar ESB ekki að vinda sér í kjarnorkuvæðinguna, fá hreina orku og losna við olíuna? Nei, það stendur ekki til. Slíkar fjárfestingar mundu fara með orkuverðið í fjórfalt eða fimmfalt. Kjarnorkan kemur ekki hraðar inn en sem nemur aukningu í notkun. Besta leiðin fyrir Ísland til að verða samferða nágrannalöndunum í orkuskiptum og baráttunni gegn loftslagsbreytingum er að gera eins og þau, ekki neitt nema sinna aukinni þörf eins og hingað til. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að setja mikla peninga í loftslagsmál og orkuskipti við mikið klapp frá umhverfissinnum. Þetta er gersamlega tilgangslaust (sjá Mbl 17.11.2021 Loftslag og umhverfissinnar), út úr þessum fjárveitingum getur ekkert komið, enda bera þær keim af eftirhermusksap og umhverfismonti, ætlaðar til að geta gefið digrar yfirlýsingar á alþjóðaþingum. Orkan sem Ísland hefur virkjað er 80 % hrein. Tilsvarandi tala í BNA er 9%. Hvað halda menn að gerist við þessar yfirlýsingar? Einhver flytji tillögu á Bandaríkjaþingi um að gera eins og Íslendingar? Kolsýrulosun frá íslandi er tiltölulega lítil, en verið er að reikna hana upp með því að taka inn kolsýrulosun frá landbúnaði sem er í eðlilegri hringrás milli lofthjúps og gróðurþekju. Gróðurhúsaáhrif kolsýrulosunar eru búin að vera þekkt í 150 ár og er auðvitað allt of mikil. Orsökin liggur í áformum BNA að kjarnorkuvæða raforkuiðnaðinn, þá spruttu mótmælasamtök upp eins og gorkúlur, ferðuðust á milli borga, brutu rúður og stálu úr búðum en KGB borgaði ferðakostnaðinn. Raforkuiðnaðurinn var alls hugar feginn. Nú þurfti ekki að byggja rándýrar kjarnorkurafstöðvar, bara ódýrar olíustöðvar, annaðhvort þarf að keyra þær eða vera rafmagnslaus. Svo gerði ESB þá ótrúlegu vitleysu að taka inn gas frá rússum án þess að hafa nokkurt varaafl. Svo skúfuðu rússar fyrir og orkuverð í ESB þrefaldaðist. Við erum ekki virkir meðlimir í orkumarkaði ESB þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnarinnar að koma okkur þangað og sluppum. En ætlar ESB ekki að vinda sér í kjarnorkuvæðinguna, fá hreina orku og losna við olíuna? Nei, það stendur ekki til. Slíkar fjárfestingar mundu fara með orkuverðið í fjórfalt eða fimmfalt. Kjarnorkan kemur ekki hraðar inn en sem nemur aukningu í notkun. Besta leiðin fyrir Ísland til að verða samferða nágrannalöndunum í orkuskiptum og baráttunni gegn loftslagsbreytingum er að gera eins og þau, ekki neitt nema sinna aukinni þörf eins og hingað til. Höfundur er prófessor.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar