Opið bréf til dómsmálaráðherra Guðný Ingvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 14:31 Sæll, Jón Gunnarsson Að undanförnu hefur fyrirhuguð lokun við fangelsið á Sogni verið mér hjartansmál. Í þessu bréfi ætla ég að segja hug minn í því máli og hvers virði staðurinn er fyrir okkur stafsfólkið, vistmennina sem þar eru og aðstandendur þeirra. Í dag er ég aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni en ég hef starfað hjá Fangelsismálastofnun meira og minna síðan árið 1999. Á Sogni starfar gott og reynslumikið fólk en þann mannauð megum við ekki missa úr fangelsiskerfinu, en góður og samstilltur mannauður er ómetanlegur og grundvöllur góðs rekstrar. Í þessari einingu skiptir okkar dýrmæta reynsla og þekking miklu máli, því oft krefjast daglegu verkefnin okkar þess. Fangelsið á Sogni er mjög mikilvægur staður fyrir atvinnulífið á svæðinu, því væri það ekki í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að efla atvinnulífið og stoðkerfi þess á landsbyggðinni, komi til lokunar. Jörðin Sogn í Ölfusi hefur mikinn sjarma, útsýnið er stórfenglegt, víðsýnt, friðurinn mikill og bæjarstæðið er einstaklega fallegt. Það eru því forréttindi að mínu mati, að fá að starfa á Sogni í þessu umhverfi með þeim vistmönnum sem þar eru. Möguleikarnir eru miklir bæði til framkvæmda, sköpunar og sjálfbærni, sem auka þyrfti enn frekar og stefnt er að. Það er einnig mikill kostur sem hlýtur að vera rekstrarlega hagkvæmt, hvað stutt er í alla þjónustu frá Sogni sbr. alla bráðaþjónustu, sé þess þörf. Á Sogni eru pláss fyrir 21 vistmann í dag, en þar af höfum við pláss fyrir 3 konur í afplánun, sem er okkar sérstaða, í okkar opna úrræði. Í fangelsinu reynum við ávallt að finna atvinnu á staðnum fyrir hvern og einn vistmann, sem miðast við hans getu og kunnáttu. Sjálf er ég hliðholl endurnýtingu og myndi vilja innleiða hana enn frekar inn í fangelsið. Ég hef lagt mikinn metnað í að fegra umhverfið, sem mitt eigið og gera það heimilislegt á útjónasaman og hagstæðan hátt, en í því fellst einnig kennsla í leiðinni sem skilar sér vonandi áfram út í lífið, til þeirra vistmanna sem hafa verið á Sogni og eru. Áhuginn á garðrækt hefur aukist sem og þekking á umhirðu gróðurs, en það er mikil betrun fólgin í því að huga að einhverju á lífi og sjá það vaxa og dafna. Á Sogni erum við með hænur sem eru afar fallegar og við gætum að velferð þeirra, en margir vistmenn hjá okkur eru miklir dýravinir. Staðurinn hefur þann möguleika að auka á dýralífið sem að ég teldi mikla gæfu fyrir staðinn, þar sem ég sjálf bý í sveit, er ég viss um það því dýrin veita okkur hugarró, þau eru æðrulaus og dæma okkur ekki. Við höfum haft föst verkefni fyrir fyrirtækið Set á Selfossi. Hér í næsta nágrenni við Sogn, Selfossi, Hveragerði og Ölfusi hefur átt sér stað mikil fólksfjölgun og uppbygging á ýmsum sviðum og enn meiri fyrirhuguð, tækifæri Sogns til samstarfs við þessi samfélög og fyrirtæki ættu því að vera fjölmörg. Slíkt samstarf og verkefni sem af því skapast gera staðinn enn hæfari í því hlutverki sínu að búa vistmenn undir samfélagið á ný. Á Sogni er starfræktur skóli, þar koma að kennarar frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og samstarfið hefur verið gott. Aukin menntun gefur afl, en menntun er eitt sem ekki verður tekið af okkur í lífinu. Í starfi mínu hefur mér þótt mest til þess koma, þegar vistmenn taka eftir og tala um hvað við höfum byggt Sogn fallega upp. Einnig hafa aðstandendur oft haft orð á þeim breytingunum sem orðið hafa á Sogni að undanförnu og sjá þá í leiðinni þá góðu uppbyggingu á umhverfinu, bæði úti við og inni. Það skiptir mig miklu máli að reyna að láta öllum líða sem best á Sogni. Að undanförnu höfum við verið að skreyta fyrir komandi hátíð, þar hefur sköpunargleðin fengið að njóta sín. Nýlega tókum við þátt í alþjóðlega verkefninu, Jól í skókassa sem var mjög gefandi verkefni, en að mínu mati felst einstök gleði í því að gefa af sér, sérlega til þeirra sem minna hafa. Ég óska þess svo innilega að fangelsið á Sogni fái fjármagn til veru sinnar áfram. Margir aðstandendur þeirra vistmanna sem eru á Sogni búa í Reykjavík og er því leiðin ekki svo löng fyrir þá, sem er mikill kostur til þess að styrkja tengslin sín á milli, sem er mikilvægur þáttur í betrun. Fangelsið á Sogni er einstakt úrræði til betrunar, því megum við ekki missa staðinn. Ég er tilbúin að leggja mitt að mörkum til þess að efla Sogn enn frekar, en hugur minn til Sogns er sterkur. Þegar hef ég gert áætlun um aukin verkefni næsta sumar á Sogni, sem yrðu í leiðinni atvinnuskapandi og hvetjandi, en atvinnuna á staðnum vil ég auka því það er nauðsynlegt í leik og starfi að hafa hvata en við lærum hvert af öðru með samvinnu. Einnig hef ég verið að kynna mér styrki til nýsköpunar, menningar og lista sem vert væri að sækja um í ákveðin verkefni. Fjármagn hefur okkur skort en það mun skila sér margfalt til baka, sé rétt með það farið, til samfélagsins aftur. Í orðtakinu: þú þarft að afla til þess að eyða, sný ég því við, þar sem mér finnst það eiga vel við í fangelsiskerfinu og segi að lokum: Þú þarft að eyða til þess að afla. Það væri bæði fróðlegt og ánægjulegt að fá þig í heimsókn á Sogn við fyrsta tækifæri, það myndi gleðja okkur og vonandi þig, en við munum taka fagnandi á móti þér. Höfundur er aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ölfus Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Sæll, Jón Gunnarsson Að undanförnu hefur fyrirhuguð lokun við fangelsið á Sogni verið mér hjartansmál. Í þessu bréfi ætla ég að segja hug minn í því máli og hvers virði staðurinn er fyrir okkur stafsfólkið, vistmennina sem þar eru og aðstandendur þeirra. Í dag er ég aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni en ég hef starfað hjá Fangelsismálastofnun meira og minna síðan árið 1999. Á Sogni starfar gott og reynslumikið fólk en þann mannauð megum við ekki missa úr fangelsiskerfinu, en góður og samstilltur mannauður er ómetanlegur og grundvöllur góðs rekstrar. Í þessari einingu skiptir okkar dýrmæta reynsla og þekking miklu máli, því oft krefjast daglegu verkefnin okkar þess. Fangelsið á Sogni er mjög mikilvægur staður fyrir atvinnulífið á svæðinu, því væri það ekki í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að efla atvinnulífið og stoðkerfi þess á landsbyggðinni, komi til lokunar. Jörðin Sogn í Ölfusi hefur mikinn sjarma, útsýnið er stórfenglegt, víðsýnt, friðurinn mikill og bæjarstæðið er einstaklega fallegt. Það eru því forréttindi að mínu mati, að fá að starfa á Sogni í þessu umhverfi með þeim vistmönnum sem þar eru. Möguleikarnir eru miklir bæði til framkvæmda, sköpunar og sjálfbærni, sem auka þyrfti enn frekar og stefnt er að. Það er einnig mikill kostur sem hlýtur að vera rekstrarlega hagkvæmt, hvað stutt er í alla þjónustu frá Sogni sbr. alla bráðaþjónustu, sé þess þörf. Á Sogni eru pláss fyrir 21 vistmann í dag, en þar af höfum við pláss fyrir 3 konur í afplánun, sem er okkar sérstaða, í okkar opna úrræði. Í fangelsinu reynum við ávallt að finna atvinnu á staðnum fyrir hvern og einn vistmann, sem miðast við hans getu og kunnáttu. Sjálf er ég hliðholl endurnýtingu og myndi vilja innleiða hana enn frekar inn í fangelsið. Ég hef lagt mikinn metnað í að fegra umhverfið, sem mitt eigið og gera það heimilislegt á útjónasaman og hagstæðan hátt, en í því fellst einnig kennsla í leiðinni sem skilar sér vonandi áfram út í lífið, til þeirra vistmanna sem hafa verið á Sogni og eru. Áhuginn á garðrækt hefur aukist sem og þekking á umhirðu gróðurs, en það er mikil betrun fólgin í því að huga að einhverju á lífi og sjá það vaxa og dafna. Á Sogni erum við með hænur sem eru afar fallegar og við gætum að velferð þeirra, en margir vistmenn hjá okkur eru miklir dýravinir. Staðurinn hefur þann möguleika að auka á dýralífið sem að ég teldi mikla gæfu fyrir staðinn, þar sem ég sjálf bý í sveit, er ég viss um það því dýrin veita okkur hugarró, þau eru æðrulaus og dæma okkur ekki. Við höfum haft föst verkefni fyrir fyrirtækið Set á Selfossi. Hér í næsta nágrenni við Sogn, Selfossi, Hveragerði og Ölfusi hefur átt sér stað mikil fólksfjölgun og uppbygging á ýmsum sviðum og enn meiri fyrirhuguð, tækifæri Sogns til samstarfs við þessi samfélög og fyrirtæki ættu því að vera fjölmörg. Slíkt samstarf og verkefni sem af því skapast gera staðinn enn hæfari í því hlutverki sínu að búa vistmenn undir samfélagið á ný. Á Sogni er starfræktur skóli, þar koma að kennarar frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og samstarfið hefur verið gott. Aukin menntun gefur afl, en menntun er eitt sem ekki verður tekið af okkur í lífinu. Í starfi mínu hefur mér þótt mest til þess koma, þegar vistmenn taka eftir og tala um hvað við höfum byggt Sogn fallega upp. Einnig hafa aðstandendur oft haft orð á þeim breytingunum sem orðið hafa á Sogni að undanförnu og sjá þá í leiðinni þá góðu uppbyggingu á umhverfinu, bæði úti við og inni. Það skiptir mig miklu máli að reyna að láta öllum líða sem best á Sogni. Að undanförnu höfum við verið að skreyta fyrir komandi hátíð, þar hefur sköpunargleðin fengið að njóta sín. Nýlega tókum við þátt í alþjóðlega verkefninu, Jól í skókassa sem var mjög gefandi verkefni, en að mínu mati felst einstök gleði í því að gefa af sér, sérlega til þeirra sem minna hafa. Ég óska þess svo innilega að fangelsið á Sogni fái fjármagn til veru sinnar áfram. Margir aðstandendur þeirra vistmanna sem eru á Sogni búa í Reykjavík og er því leiðin ekki svo löng fyrir þá, sem er mikill kostur til þess að styrkja tengslin sín á milli, sem er mikilvægur þáttur í betrun. Fangelsið á Sogni er einstakt úrræði til betrunar, því megum við ekki missa staðinn. Ég er tilbúin að leggja mitt að mörkum til þess að efla Sogn enn frekar, en hugur minn til Sogns er sterkur. Þegar hef ég gert áætlun um aukin verkefni næsta sumar á Sogni, sem yrðu í leiðinni atvinnuskapandi og hvetjandi, en atvinnuna á staðnum vil ég auka því það er nauðsynlegt í leik og starfi að hafa hvata en við lærum hvert af öðru með samvinnu. Einnig hef ég verið að kynna mér styrki til nýsköpunar, menningar og lista sem vert væri að sækja um í ákveðin verkefni. Fjármagn hefur okkur skort en það mun skila sér margfalt til baka, sé rétt með það farið, til samfélagsins aftur. Í orðtakinu: þú þarft að afla til þess að eyða, sný ég því við, þar sem mér finnst það eiga vel við í fangelsiskerfinu og segi að lokum: Þú þarft að eyða til þess að afla. Það væri bæði fróðlegt og ánægjulegt að fá þig í heimsókn á Sogn við fyrsta tækifæri, það myndi gleðja okkur og vonandi þig, en við munum taka fagnandi á móti þér. Höfundur er aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar