Stríð gegn skynseminni Atli Bollason skrifar 23. nóvember 2022 09:00 Dómsmálaráðherra boðar „stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Þetta er óneitanlega óvenjulegt myndmál í íslensku samhengi en væntanlega hugsað til að stimpla herrann inn sem nagla að bandarískri fyrirmynd; hetju í stríði gegn stórhættulegum óvini. En það er enginn hetjuljómi yfir stríði. Þau einkennast öðru fremur af stórkostlegri sóun á almannafé, hryllilegri fórn á mannslífum og afnámi borgaralegra réttinda. Það er ljóst að stríð dómsmálaráðherra verður eins. Skipulögð glæpastarfsemi er grundvölluð á tvennu: a) Framboði og eftirspurn á markaði eftir vöru X og b) banni stjórnvalda við vöru X. Svo lengi sem bæði skilyrðin eru til staðar mun skipulögð glæpastarfsemi blómstra. Vara X getur verið ýmis konar - vinnuafl selt mansali, líkamar gerðir út í kynferðislegum tilgangi, vopn - en langlangvinsælasta varan er vímuefni. Eðli starfseminnar er þannig að erfitt er að leggja mat á veltu hennar (glæpahópar skila engum ársreikningum og borga engan skatt) en það er ekki ólíklegt að um eða yfir 90% af heildarveltu skipulagðra glæpahópa á Íslandi sé fengin með innflutningi, dreifingu og sölu ólöglegra vímuefna. Stærð þessa markaðar hérlendis er allavega tugir milljarða króna á ári. Það þarf ekki að blása í stríðslúðra Allt frá því að Richard Nixon lýsti yfir „stríði gegn vímuefnum“ hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar í veröldinni ráðist af alefli á fyrra skilyrðið, eftirspurnina og framboðið. Fórnarkostnaður þessa stríðs, í Bandaríkjunum einum, telur um eina trilljón dollara, tugþúsundir mannslífa og fangelsisvist nokkurra milljóna, langmest minnihlutahópa og fátækra. Árangurinn af þessu stríði, sem hefur nú staðið yfir í fimmtíu ár, er ekki meiri en svo að vímuefnaneysla hefur aldrei verið meiri og glæpahóparnir, sem selja efnin, hafa aldrei haft meira á milli handanna. En nú, reynir dómsmálaráðherra að telja okkur trú um, þegar íslenska lögreglan er komin í málið, hlýtur dæmið að ganga upp. Það þarf ekkert sérstakt gáfnaljós til að sjá að það er miklu áhrifaríkara að ráðast á hinn þáttinn í jöfnunni, þ.e. afnema bann stjórnvalda við vímuefnum og láta ríkinu eða þar til bærum verslunum eftir sölu þeirra. Þegar 90% af tekjunum gufa upp er rekstrargrundvöllur glæpahópana brostinn. Með öðrum orðum: Það má losna við skipulagða glæpahópa með pennastriki. Það þarf ekki að blása í neina stríðslúðra. Það þarf ekki að ausa peningum í vopnvæðingu lögreglunnar eða setja lög sem leyfa njósnir á almennum borgurum. Reynslan hefur fyrir löngu sýnt okkur að það virkar ekki. Blóðið seytlar niður kinnarnar Stríðsmangarar eru drifnir áfram af ýmsum kreddum, oft um trúarbrögð eða uppruna, sem eiga sér enga stoð í empirískum veruleika. Hér gildir hið sama. Kreddan, í tilfelli dómsmálaráðherra, er sú að eðlismunur sé á vímugjöfum og það verði því, með öllum tiltækum ráðum, að koma í veg fyrir að fullorðið fólk lyfti sér upp með þeim hætti sem það kýs helst. Þetta stenst enga skoðun. Ýmis ólögleg vímuefni, þ.á.m. maríjúana, LSD, amfetamín, MDMA, ketamín og ofskynjunarsveppir, eru skv. fjölmörgum ritrýndum rannsóknum talin valda notendum minni skaða en löglegu vímugjafarnir áfengi og níkótín auk þess sem þau eru minna ávanabindandi. Hér er því ekki um annað að ræða en yfirgengilega stjórnsemi, og það af hálfu stjórnmálaafls sem vill láta kenna sig við frelsi einstaklingsins og viðskiptafrelsi. Skipulagðir glæpahópar starfa í skjóli stjórnvalda. Það er svo einfalt. Með umvöndunarsemi sinni hafa þau búið þeim hagfellt rekstrarumhverfi. Okkur sortnar fyrir augum og blóðið seytlar niður kinnarnar. Hversu lengi til viðbótar munum við berja höfðinu við steininn? Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Bollason Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðar „stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Þetta er óneitanlega óvenjulegt myndmál í íslensku samhengi en væntanlega hugsað til að stimpla herrann inn sem nagla að bandarískri fyrirmynd; hetju í stríði gegn stórhættulegum óvini. En það er enginn hetjuljómi yfir stríði. Þau einkennast öðru fremur af stórkostlegri sóun á almannafé, hryllilegri fórn á mannslífum og afnámi borgaralegra réttinda. Það er ljóst að stríð dómsmálaráðherra verður eins. Skipulögð glæpastarfsemi er grundvölluð á tvennu: a) Framboði og eftirspurn á markaði eftir vöru X og b) banni stjórnvalda við vöru X. Svo lengi sem bæði skilyrðin eru til staðar mun skipulögð glæpastarfsemi blómstra. Vara X getur verið ýmis konar - vinnuafl selt mansali, líkamar gerðir út í kynferðislegum tilgangi, vopn - en langlangvinsælasta varan er vímuefni. Eðli starfseminnar er þannig að erfitt er að leggja mat á veltu hennar (glæpahópar skila engum ársreikningum og borga engan skatt) en það er ekki ólíklegt að um eða yfir 90% af heildarveltu skipulagðra glæpahópa á Íslandi sé fengin með innflutningi, dreifingu og sölu ólöglegra vímuefna. Stærð þessa markaðar hérlendis er allavega tugir milljarða króna á ári. Það þarf ekki að blása í stríðslúðra Allt frá því að Richard Nixon lýsti yfir „stríði gegn vímuefnum“ hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar í veröldinni ráðist af alefli á fyrra skilyrðið, eftirspurnina og framboðið. Fórnarkostnaður þessa stríðs, í Bandaríkjunum einum, telur um eina trilljón dollara, tugþúsundir mannslífa og fangelsisvist nokkurra milljóna, langmest minnihlutahópa og fátækra. Árangurinn af þessu stríði, sem hefur nú staðið yfir í fimmtíu ár, er ekki meiri en svo að vímuefnaneysla hefur aldrei verið meiri og glæpahóparnir, sem selja efnin, hafa aldrei haft meira á milli handanna. En nú, reynir dómsmálaráðherra að telja okkur trú um, þegar íslenska lögreglan er komin í málið, hlýtur dæmið að ganga upp. Það þarf ekkert sérstakt gáfnaljós til að sjá að það er miklu áhrifaríkara að ráðast á hinn þáttinn í jöfnunni, þ.e. afnema bann stjórnvalda við vímuefnum og láta ríkinu eða þar til bærum verslunum eftir sölu þeirra. Þegar 90% af tekjunum gufa upp er rekstrargrundvöllur glæpahópana brostinn. Með öðrum orðum: Það má losna við skipulagða glæpahópa með pennastriki. Það þarf ekki að blása í neina stríðslúðra. Það þarf ekki að ausa peningum í vopnvæðingu lögreglunnar eða setja lög sem leyfa njósnir á almennum borgurum. Reynslan hefur fyrir löngu sýnt okkur að það virkar ekki. Blóðið seytlar niður kinnarnar Stríðsmangarar eru drifnir áfram af ýmsum kreddum, oft um trúarbrögð eða uppruna, sem eiga sér enga stoð í empirískum veruleika. Hér gildir hið sama. Kreddan, í tilfelli dómsmálaráðherra, er sú að eðlismunur sé á vímugjöfum og það verði því, með öllum tiltækum ráðum, að koma í veg fyrir að fullorðið fólk lyfti sér upp með þeim hætti sem það kýs helst. Þetta stenst enga skoðun. Ýmis ólögleg vímuefni, þ.á.m. maríjúana, LSD, amfetamín, MDMA, ketamín og ofskynjunarsveppir, eru skv. fjölmörgum ritrýndum rannsóknum talin valda notendum minni skaða en löglegu vímugjafarnir áfengi og níkótín auk þess sem þau eru minna ávanabindandi. Hér er því ekki um annað að ræða en yfirgengilega stjórnsemi, og það af hálfu stjórnmálaafls sem vill láta kenna sig við frelsi einstaklingsins og viðskiptafrelsi. Skipulagðir glæpahópar starfa í skjóli stjórnvalda. Það er svo einfalt. Með umvöndunarsemi sinni hafa þau búið þeim hagfellt rekstrarumhverfi. Okkur sortnar fyrir augum og blóðið seytlar niður kinnarnar. Hversu lengi til viðbótar munum við berja höfðinu við steininn? Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun