Tekur sér frí vegna fornæmis fyrir Alzheimer Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 19. nóvember 2022 17:45 Hér má sjá Chris Hemsworth ásamt leikstjóranum og framleiðandanum Darren Aronofsky á Limitless forsýningu í New York. Getty/Theo Wargo Ástralski leikarinn Chris Hemsworth hefur ákveðið að taka sér frí frá sviðsljósinu vegna nýuppgötvaðs fornæmis fyrir Alzheimer sjúkdómnum. Hemsworth, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þrumuguðinn Þór í hinum ýmsu Marvel kvikmyndum komst að fornæminu við tökur á nýjum sjónvarpsþáttum. Þættirnir heita „Limitless“ og snúa að því hvernig megi eldast hægar. Þessu greinir Vulture frá. Á meðan tökum á þáttunum stóð fór Hemsworth í genapróf til þess að hann mætti komast að því hvar hans veikleikar lágu og hvernig mætti bæta úr þeim. Niðurstöðurnar hafi þó leitt aðeins alvarlegri stöðu í ljós. Leikarinn reyndist vera með tvo erfðabreytileika sem auka líkurnar á að þróa með sér Alzheimer sjúkdóminn áttfalt til tífalt. Hemsworth segist þó átta sig á því að ekki sé um greiningu að ræða heldur vitneskju um eitthvað sem vert er að hafa áhyggjur af og fylgjast með. Uppgötvunin hafi þó ýtt hugsunum um eigið líf og dauðleika af stað. Í kjölfarið hafi hann ákveðið að fara í frí. „Ég ætla að fara heim, taka mér góðan tíma í frí og einfalda hlutina. Vera með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Hemsworth. Senan þar sem hann fær upplýsingar um þessi gen og rætt er við hann hvað sé hægt að gera verður sýnd í „Limitless“ þáttunum. Það sé gert til þess að aðrir geti lært af hans reynslu og fengið að vita hvað sé hægt að gera í svipaðri stöðu. Horfa má á þættina á streymisveitunni Disney+ og má sjá stiklu úr þáttunum hér að ofan. Greinin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Hollywood Ástralía Heilsa Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hemsworth, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þrumuguðinn Þór í hinum ýmsu Marvel kvikmyndum komst að fornæminu við tökur á nýjum sjónvarpsþáttum. Þættirnir heita „Limitless“ og snúa að því hvernig megi eldast hægar. Þessu greinir Vulture frá. Á meðan tökum á þáttunum stóð fór Hemsworth í genapróf til þess að hann mætti komast að því hvar hans veikleikar lágu og hvernig mætti bæta úr þeim. Niðurstöðurnar hafi þó leitt aðeins alvarlegri stöðu í ljós. Leikarinn reyndist vera með tvo erfðabreytileika sem auka líkurnar á að þróa með sér Alzheimer sjúkdóminn áttfalt til tífalt. Hemsworth segist þó átta sig á því að ekki sé um greiningu að ræða heldur vitneskju um eitthvað sem vert er að hafa áhyggjur af og fylgjast með. Uppgötvunin hafi þó ýtt hugsunum um eigið líf og dauðleika af stað. Í kjölfarið hafi hann ákveðið að fara í frí. „Ég ætla að fara heim, taka mér góðan tíma í frí og einfalda hlutina. Vera með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Hemsworth. Senan þar sem hann fær upplýsingar um þessi gen og rætt er við hann hvað sé hægt að gera verður sýnd í „Limitless“ þáttunum. Það sé gert til þess að aðrir geti lært af hans reynslu og fengið að vita hvað sé hægt að gera í svipaðri stöðu. Horfa má á þættina á streymisveitunni Disney+ og má sjá stiklu úr þáttunum hér að ofan. Greinin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Hollywood Ástralía Heilsa Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira